Hoppa yfir valmynd

Samstarf við borgarasamtök

Almennt 

Borgarasamtök gegna veigamiklu hlutverki í þróunarsamvinnu og neyðar- og mannúðaraðstoð og hefur samstarf utanríkisráðuneytisins við borgarasamtök farið vaxandi. Reglulegt samráð fer fram milli utanríkisráðuneytisins og Samstarfshóps íslenskra mannúðarsamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi og þróunarsamvinnu, auk þess sem fimm fulltrúar borgarasamtaka sitja í samstarfsráði um alþjóðlega þróunarsamvinnu.

Efst á baugi

Utanríkisráðuneytið veitti framlög til átta þróunarsamvinnuverkefna íslenskra borgarasamtaka að heildarupphæð 95,1 m.kr. Sjö langtímaverkefni njóta nú stuðnings ráðuneytisins, þar af voru þrjú langtímaverkefni, samþykkt árið 2017. Jafnframt hlaut eitt styttra þróunarsamvinnuverkefni stuðning á árinu. Langtímaverkefnin eru á vegum Enza (1), Hjálparstarfs kirkjunnar (3), Rauða krossins á Íslandi (2) og SOS Barnaþorpanna á Íslandi (1), en styttra þróunarsamvinnuverkefnið er á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Flest verkefnanna eru framkvæmd í Afríku sunnan Sahara, þrjú í Eþíópíu og eitt í Kenía, Malaví, Suður-Afríku og Úganda. Eitt verkefni kemur til framkvæmdar í Hvíta-Rússlandi. Úthlutað var til fjögurra verkefna á sviði fræðslu og kynningar að heildaruppæð 1,5 m.kr. sem öll komu til framkvæmdar á Íslandi. Eitt fræðsluverkefni var á vegum ABC barnahjálpar en kynningarverkefni voru á vegum ABC barnahjálpar, SOS Barnaþorpanna á Íslandi og Sól í Tógó. Þróunarsamvinnuverkefnin lutu einkum að eflingu félagslegra innviða, menntamálum, sem og vatns- og hreinlætismálum.

Verkefni á sviði mannúðaraðstoðar voru fyrirferðarmikil en alls úthlutaði ráðuneytið 202 m.kr. til 11 mannúðarverkefna á vegum íslenskra borgarasamtaka. Flest verkefnanna voru vegna átakanna í Sýrlandi en alls úthlutaði ráðuneytið 115 m.kr. til sex verkefna til að bregðast við þeirri neyð. Jafnframt var úthlutað til verkefna sem komu til framkvæmdar í Jemen, Mið-Afríkulýðveldinu, Sómalíu og Suður-Súdan. Flest verkefnanna voru viðbrögð við ástandi af völdum átaka en einnig var veitt aðstoð til að bregðast við fæðuskorti og þurrki, auk þess sem veitt var aðstoð til að bregðast við kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum.Umsóknir

Umsóknarfrestir fyrir verkefni á svið mannúðaraðstoðar eða þróunarverkefna verða auglýstir árlega. Ef um er að ræða umsóknir um neyðaraðstoð vegna náttúruhamfara og annarra atburða sem krefjast skjótra viðbragða eru umsóknarfrestir auglýstir sérstaklega. Sjá nánar hér um verklagsreglur og umsóknir.

Tilkynning um fræðslu og kynningarstyrki.pdf

Auglýsing um framlög til þróunarsamvinnuverkefna félagasamtaka - nóvember 2018 (pdf)

Auglýsing um framlög til mannúðarverkefna félagasamtaka - nóvember 2018 (pdf)


Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira