Hoppa yfir valmynd

Svæðasamstarf

Svæðasamstarf 

Svæðasamstarf í þróunarsamvinnu felur í sér framkvæmd verkefna í nokkrum löndum í samstarfi við fjölþjóðastofnanir, sem er nálgun sem Ísland hefur beitt frá árinu 2013. Sjónum er sérstaklega beint að fátækum og óstöðugum ríkjum og áhersla lögð á samlegðaráhrif af ólíkum nálgunum Íslands í þróunarsamvinnu. Ísland vinnur nú annars vegar að svæðasamstarfi í Vestur-Afríku í fiskimálum og málefnum hafsins og hins vegar í Austur-Afríku að endurnýjanlegri orku með áherslu á jarðhita.

Svæðasamstarf í fiskimálum og málefnum hafsins vinnur að heimsmarkmiði nr. 14, um að vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun. Sérstök áhersla er á Líberíu og Síerra Leone, en verkefnið tengist West Africa Regional Fisheries Programme sem er á vegum Alþjóðabankans og er unnið í náinni samvinnu með yfirvöldum í hvoru landi fyrir sig. Meðal annars er tæknileg aðstoð og þjálfun veitt, sem byggist á eftirspurn, og er jafnframt veitt til fleiri landa. Verkefnið tengist einnig stærri verkefnum á vegum Alþjóðabankans og annarra alþjóðastofnana. Stuðningur er veittur vegna stöðu sérfræðings í fiskumálum og jafnframt tekur Ísland þátt í starfi ProBlue sjóði Alþjóðabankans. Mikil áhersla er lögð á að nýta samlegðaráhrif þróunarsamvinnuverkefna, s.s. í tengslum við þá þjálfum sem Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna býður upp á.

Svæðasamstarf í endurnýjanlegri orku með áherslu á jarðhita vinnur að heimsmarkmiði nr. 7 um aukna nýtingu jarðhita og endurnýjanlegrar orku í þróunarríkjum. Verkefni fela m.a. í sér tæknilega aðstoð og þjálfun fyrir lönd í Sigdalnum í Austur Afríku, þar sem möguleikar eru til staðar varðandi nýtingu jarðhita. Verkefnið byggir einnig á samstarfi við Alþjóðabankann um tæknilega aðstoð í tengslum við stærri verkefni í öllum heimshlutum. Stuðningur felur einnig í sér stöðu sérfræðings í jarðhita við Alþjóðabankann, og þá er einnig byggt á samlegð vegna annara þátta í þróunarsamvinnustarfi Íslands, m.a. Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira