Hoppa yfir valmynd

Fiskiverkefni í Vestur-Afríku

Yfirmarkmið, Heimsmarkmið nr. 14

  • Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun

Verkefni 

  • Undirbúningur að svæðasamstarfi í Vestur Afríku, með sérstaka áherslu á Líberíu og Síerra Leone. Verkefnið tengist West Africa Regional Fisheries Programme, sem Alþjóðabankinn styður við á svæðinu.
  • Tæknileg aðstoð og þjálfun, sem miðast við eftirspurn veitt í tengslum við fleiri lönd. Tengist stærri verkefnum, s.s. Alþjóðabankaverkefnum og öðrum alþjóðastofnunum.
  • Þátttaka í ProBlue sjóði Alþjóðbankans og staða sérfræðings í fiskimálum.
  • Þróuð frekari tengsl og samlegðaráhrif þróunarsamvinnuverkefna í tengslum við þjálfun Sjávarútvegsskóla HSÞ.

Efst á baugi

Skrifað var undir samstarfssamninga við Síerra Leóne og Líberíu fyrr á þessu ári um ný samstarfsverkefni sem styðja við heimsmarkmið nr. 14, líf í vatni, um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og verndun hafsins. Bæði löndin hafa umtalsverða möguleika á að byggja upp atvinnulíf og störf tengd fiskveiðum, enda góð fiskimið undan ströndum þeirra. Verkefnin hafa verið undirbúin í náinni samvinnu við Alþjóðabankann í fiskimálum og stjórnvöld í viðkomandi löndum. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er lykilsamstarfsaðili verkefnisins og skólinn kemur til með að bjóða upp á sérsniðna þjálfun sem snýr að markmiðum verkefnisins. Á árinu 2018 voru haldin námskeið í notkun og greiningu gagna úr skipaeftirlitskerfum fyrir lykil-starfsmenn sjávarútvegsráðuneyta frá þessum löndum, auk Gana. Þá voru frumgerðir nýrra og endurbættra reykofna fyrir fisk hannaðir og smíðaðir í samstarfi við Matís og innlendar verkmenntastofnanir. Nýju ofnarnir koma einkum konum í fiskverkun til góða og draga úr eldiviðarnotkun og heilsuspillandi mengun. Mikilvægur hluti verkefnisins felst í því að bæta vatns- og hreinlætismál í fiskiþorpum ásamt því að berjast gegn plastmengun og leggja áherslu á endurvinnslu. Skrifað var undir samning við UNICEF sem verður samstarfsaðili Íslands í löndunum og leiðir innleiðingu þessara verkefnaþátta í samstarfi við þarlend stjórnvöld. Með þessu verkefni stígur Ísland fyrstu skrefin í nýju samstarfi við þessi tvö lönd sem bæði glíma við gríðarmikla fátækt og hafa veikburða innviði.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira