Fiskiverkefni í Vestur-Afríku
Yfirmarkmið, Heimsmarkmið nr. 14
- Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun
Verkefni
- Undirbúningur að svæðasamstarfi í Vestur Afríku, með sérstaka áherslu á Líberíu og Síerra Leone. Verkefnið tengist West Africa Regional Fisheries Programme, sem Alþjóðabankinn styður við á svæðinu.
- Tæknileg aðstoð og þjálfun, sem miðast við eftirspurn veitt í tengslum við fleiri lönd. Tengist stærri verkefnum, s.s. Alþjóðabankaverkefnum og öðrum alþjóðastofnunum.
- Þátttaka í ProBlue sjóði Alþjóðbankans og staða sérfræðings í fiskimálum.
- Þróuð frekari tengsl og samlegðaráhrif þróunarsamvinnuverkefna í tengslum við þjálfun Sjávarútvegsskóla HSÞ.
Efst á baugi
Skrifað var undir samstarfssamninga við Síerra Leóne og Líberíu fyrr á þessu ári um ný samstarfsverkefni sem styðja við heimsmarkmið nr. 14, líf í vatni, um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og verndun hafsins. Bæði löndin hafa umtalsverða möguleika á að byggja upp atvinnulíf og störf tengd fiskveiðum, enda góð fiskimið undan ströndum þeirra. Verkefnin hafa verið undirbúin í náinni samvinnu við Alþjóðabankann í fiskimálum og stjórnvöld í viðkomandi löndum. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er lykilsamstarfsaðili verkefnisins og skólinn kemur til með að bjóða upp á sérsniðna þjálfun sem snýr að markmiðum verkefnisins. Á árinu 2018 voru haldin námskeið í notkun og greiningu gagna úr skipaeftirlitskerfum fyrir lykil-starfsmenn sjávarútvegsráðuneyta frá þessum löndum, auk Gana. Þá voru frumgerðir nýrra og endurbættra reykofna fyrir fisk hannaðir og smíðaðir í samstarfi við Matís og innlendar verkmenntastofnanir. Nýju ofnarnir koma einkum konum í fiskverkun til góða og draga úr eldiviðarnotkun og heilsuspillandi mengun. Mikilvægur hluti verkefnisins felst í því að bæta vatns- og hreinlætismál í fiskiþorpum ásamt því að berjast gegn plastmengun og leggja áherslu á endurvinnslu. Skrifað var undir samning við UNICEF sem verður samstarfsaðili Íslands í löndunum og leiðir innleiðingu þessara verkefnaþátta í samstarfi við þarlend stjórnvöld. Með þessu verkefni stígur Ísland fyrstu skrefin í nýju samstarfi við þessi tvö lönd sem bæði glíma við gríðarmikla fátækt og hafa veikburða innviði.
Svæðasamstarf
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.