Lögaðilar
Uppfylli lögaðili neðangreind skilyrði þarf hann ekki leyfi dómsmálaráðherra. Gerður er greinarmunur á því hvernig ábyrgð í félaginu/stofnuninni er háttað.
- Ef um er að ræða sameignarfélög eða félög þar sem hluthafar bera ótakmarkaða ábyrgð á skuldum félagsins þá skulu allir félagsmenn vera íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi samfellt í a.m.k. fimm ár.
- Ef um samlagsfélög eða samlagshlutafélög er að ræða, þ.e. félög þar sem sumir bera fulla en aðrir takmarkaða ábyrgð á skuldum félagsins þá skulu þeir er fulla ábyrgð bera allir vera íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi samfellt í a.m.k. kosti fimm ár.
- Ef um félag er að ræða þar sem enginn félaga ber fulla ábyrgð á skuldum félagsins, eða stofnun þá skal félagið/stofnunin:
- eiga hér heimilisfang og varnarþing og
- stjórnendur allir vera íslenskir ríkisborgarar eða
- átt lögheimili á Íslandi samfellt í a.m.k. fimm ár.
Undir þetta falla t.d. hlutafélög, einkahlutafélög og samlagshlutafélög. Í hlutafélögum skulu 4/5 hlutar hlutafjár vera eign íslenskra ríkisborgara og íslenskir ríkisborgarar fara með meiri hluta atkvæða á hluthafafundum.
Þegar metið er hvort skilyrði séu til þess að lögaðili geti öðlast eignar- eða afnotarétt yfir fasteign á Íslandi verður, eins og áður segir, að taka til skoðunar upplýsingar er varða lögaðilann, stjórnendur hans og eignarhald á hlutafé.
Sjá einnig:
Lög
Reglugerð
Eyðublöð
Umsókn er hægt að fylla út á vefnum og senda skannaða í viðhengi á netfangið [email protected] eða með bréfi, sjá umsóknareyðublöð hér að neðan.
Fasteignaréttindi útlendinga
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.