Hoppa yfir valmynd

Viðmiðunarreglur

Viðmiðunarreglur við afgreiðslu umsókna útlendinga um kaup á fasteign á Íslandi á grundvelli 2. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1966 byggjast að mestu leyti á skýrslu nefndar um endurskoðun laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19/1966, frá 30. maí 2014. Reglurnar hafa verið lagðar til grundvallar mati ráðuneytisins á því hvort veita eigi samþykki fyrir kaupunum en áréttað skal að hver umsókn er metin sérstaklega. 

Við umsókn bæði einstaklings og lögaðila skal við mat í hverju máli huga að:

  • Fyrirhugaðri notkun.
  • Þjóðhagslegri hagkvæmni.
  • Áhrifum á umhverfi og samfélag.
  • Afstöðu sveitarstjórnar (ekki þarf að kalla eftir afstöðu sveitarfélagsins sérstaklega).
  • Gagnsæi eignarhalds.
  • Þörf fyrir land með tilliti til notkunar.

Séu náttúruauðlindir, t.d. vatns- eða jarðhitaréttindi, á því landi/jörð sem hlutaðeigandi vill kaupa skal sérstaklega hugað að ofangreindum atriðum. 

Um kaup á landi utan skipulags þéttbýlis skal miða við að land sé neðan við skilgreinda miðhálendislínu.[1]

1. Land innan skipulagðs þéttbýlis þ.m.t. innan frístundasvæðis

1.1. Kaup á afnotarétti lands (fasteign ásamt leigulóðarétti). Að jafnaði er veitt samþykki fyrir slíkum kaupum (að öðrum skilyrðum uppfylltum), hvort sem fasteignin er ætluð til íbúðar, orlofsdvalar eða til beinnar notkunar fyrir atvinnustarfsemi.

1.2. Kaup á eignarrétti lands. Að jafnaði er veitt samþykki fyrir slíkum kaupum (að öðrum skilyrðum uppfylltum). Miðað skal við að land sé ekki stærra en 5-10 hektarar og um sé að ræða einu eign viðkomandi hér á landi. Skiptir ekki máli hvort fasteignin er ætluð til íbúðar, orlofsdvalar eða til beinnar notkunar fyrir atvinnustarfsemi. 

2. Land utan skipulagðs þéttbýlis

Samþykki fyrir kaupum á eignarrétti/afnotarétti á land utan skipulagðs þéttbýlis lýtur strangri takmörkunum heldur en land sem er innan skipulagðs þéttbýlis. Ástæður þess grundvallast fyrst og fremst á sjónarmiðum um þörf fyrir vernd matvælaframleiðslu til framtíðar, mikilvægi þess að standa vörð um fullveldi landsins, þar með uppkaupum á jarðnæði, möguleikum komandi kynslóða til að njóta arðs af auðlindum landsins til lengri framtíðar, mikilvægi umhverfisverndar og verndun menningar.

2.1. Kaup á landi/afnotarétti lands (leigurétti) undir fasteign til að halda þar heimili eða sem frístundahús. Að jafnaði er veitt samþykki fyrir slíkum kaupum svo framarlega sem land er ekki stærra en 1 hektari og um að ræða einu eign viðkomandi hér á landi.

2.2. Kaup á landi/afnotarétti lands/jarðar (leigurétti) til beinnar notkunar fyrir atvinnustarfsemi. Að jafnaði er veitt samþykki fyrir slíkum kaupum svo framarlega sem land/jörð er ekki stærra en 25 hektarar og um að ræða einu eign viðkomandi hér á landi.


[1] Afmörkun miðhálendisins miðast við skilgreiningu í svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015, sbr. þingsályktun um landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem samþykkt var á Alþingi 16. mars 2016. 

 

Sjá einnig:

Fasteignaréttindi útlendinga

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira