Hoppa yfir valmynd

Ráðgjafarstofa innflytjenda

Þann 3. júní 2019 samþykkti Alþingi þingsályktun nr. 34/149 um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.

Hlutverk ráðgjafarstofunnar á skv. þingsályktuninni að bjóða upp á aðgengilega ráðgjöf, leiðbeiningar og upplýsingar fyrir innflytjendur um nauðsynlega þjónustu, réttindi þeirra og skyldur. Ráðgjafarstofa á jafnframt að vera samstarfsvettvangur milli stofnana ríkis, sveitarfélaga og hagsmunaaðila svo sem stéttafélaga og félagasamtaka.

Öll þjónusta okkar er ókeypis og er veitt í fullum trúnaði. Ráðgjafar New in Iceland tala 8 tungumál: ensku, pólsku, spænsku, portúgölsku, arabísku, litáísku, rússnesku og íslensku. Fyrir önnur tungumál pantað er símatúlkun.

Ráðgjafarstofa fyrir innflytjendur New in Iceland er staðsett á Laugavegi 116, 101 Reykjavik.

  • Opnunartími: Alla virka daga frá 10 til 15 og frá 10 til 18 á miðvikudögum.

Hægt er að hringja, senda tölvupóst, nota netspjall og panta tíma í viðtal.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira