Kallað eftir umsóknum frá félagasamtökum til verkefna á sviði þróunarsamvinnu og neyðar- og mannúðaraðstoðar
Utanríkisráðuneytið tekur á móti umsóknum um styrki til félagasamtaka tvisvar á ári samkvæmt verklagsreglum um samstarf utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands við frjáls félagasamtök sem starfa að þróunarsamvinnu, mannúðarstörfum og neyðaraðstoð á alþjóðavettvangi frá 2012. Í verklagsreglunum er kveðið á um skilyrði fyrir styrkveitingum og viðmið við mat umsókna.
Sækja má um styrk til verkefna sem unnin eru í eigin nafni, verkefna sem vinnast í samstarfi við samtök í móttökulandinu og til verkefna á vegum alþjóðlegra samtaka.
Um er aðræða síðari úthlutun árið 2014. Einungis er tekið við umsóknum sem skilað er inn á þar til gerðum eyðublöðum.
Umsóknareyðublað og verklagsreglurnar ásamt leiðbeinandi gögnum er að finna á vef utanríkisráðuneytisins.
Umsóknir skulu sendar á netfangið: felagasamtok.styrkir [hja] utn.stjr.is fyrir 15. september nk.
Nánari upplýsingar veitir Svanhvít Aðalsteinsdóttir í síma 545 7435, netfang: svanhvit [hja] mfa.is