Hoppa yfir valmynd
23. júní 2017 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Háskólinn í Oxford framkvæmir úttekt á stöðu netöryggismála

Frá fundinum í Safnahúsinu við Hverfisgötu.  Fremst f.v., fulltrúar frá netöryggissetrinu í Oxford: Maria Bada, Michael Goldsmith prófessor og Carolin Weisser. Fyrir aftan eru frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu f.v. Ragnhildur Hjaltadóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir og Sigurður Emil Pálsson. - mynd

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Netöryggisráð stóðu fyrir fundaröð dagana 21.-23. júní um netöryggismál í íslensku samfélagi. Fundaröðin er hluti af úttekt á stöðu netöryggismála hér á landi sem samið var við Háskólann í Oxford um að framkvæma. Úttektin byggist á líkani háskólans sem snýst um að meta hversu þróað netöryggi er í viðkomandi samfélagi.

Fulltrúar frá netöryggissetri Háskólans í Oxford leiddu átta fundi með fulltrúum fyrirtækja, stofnana, ráðuneyta og löggjafarvalds. Á fundunum var farið yfir stöðu netöryggismála á Íslandi almennt, þar á meðal verkefni sem unnið er að, viðfangsefni sem komin eru til framkvæmda og verkefni á sviði netöryggismála sem æskilegt er að ráðist verði í.

Líkani Háskólans í Oxford hefur þegar verið beitt við úttektir í fjölmörgum löndum og skýrslur með niðurstöðum og ráðleggingum um úrbætur hafa verið gefnar út. Úttektin beinist ekki að einstökum stofnunum né fyrirtækjum heldur að stöðu netöryggis í samfélaginu í heild. Á fundunum var fjallað um hvert svið líkansins frá ólíkum hliðum á að minnsta kosti þremur fundum.

Háskólinn í Oxford mun skila skýrslu um stöðu netöryggismála hér á landi í haust og mun hún nýtast stjórnvöldum við stefnumótun og forgangsröðun aðgerða.

  • Nánari lýsingu á líkaninu má sjá í meðfylgjandi skýrslu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta