Styrkir til samstarfsverkefna í upplýsingatækni
Menntamálaráðuneytið hefur veitt styrki til sautján samstarfsverkefna í upplýsingatækni. Styrkirnir nema samtals 1.600.000 krónum sem renna til sex þróunarskóla og sautján samstarfsskóla. Markmiðið með styrkjunum er að miðla reynslu skóla sem hafa tekið þátt í þróunarverkefni í upplýsingatækni undanfarin ár og stuðla að því að aðrir skólar nýti upplýsingatækni í starfi sínu.