Hoppa yfir valmynd

Framlög til stjórnmálaflokka

Í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra er kveðið á um árlega úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Greiðslurnar eru eru samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. 

Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með framkvæmd greiðslna á þessu framlagi.

Þá geta stjórnmálasamtök sem bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningum til Alþingis að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttu, að hámarki 4,5 milljónir króna. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að kosningar fóru fram. 

Umsóknum um fjárstyrk vegna kosningabaráttu skal beint til dómsmálaráðuneytisins.

Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka er að viðkomandi samtök hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar.

Ennfremur fá þingflokkar árlega úthlutað fé úr ríkissjóði til starfsemi sinnar, samkvæmt ákvörðun á fjárlögum hverju sinni. Alþingi sér um framkvæmd þessarar úthlutunar.

Framlög úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2023

 
Síðast uppfært: 12.3.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum