Hoppa yfir valmynd

Laus störf á Starfatorgi

 Vegna uppfærslu á ráðningarkerfi ríkisins verða ekki allar atvinnuauglýsingar aðgengilegar hér á síðunni milli klukkan 13 og 19 sunnudaginn 17. október.

 - Mynd

Skrifstofumaður/ heilbrigðisritari í móttöku bráðamóttöku Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Skrifstofumaður/ heilbrigðisritari óskast til starfa í móttöku bráðamóttöku í Fossvogi. Bráðamóttaka Landspítala sinnir móttöku bráðveikra og slasaðra og er opin allan sólarhringinn. Í boði er spennandi starf í krefjandi og líflegu starfsumhverfi og góður starfsandi. Unnið er á þrískiptum vöktum og er starfið laust í nóvember 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Við viljum ráða jákvæðan og þjónustulipran einstakling með góða samskiptahæfni sem er tilbúinn að vinna undir álagi. Góð íslensku- og enskukunnátta er áskilin og gerð er krafa um 20 ára lágmarksaldur. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

 - Mynd

Lögfræðingur í kjara- og vinnuréttarmálum

Fjármálaráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins leitar að metnaðarfullum og úrræðagóðum lögfræðingi sem mun sinna stefnumarkandi ráðgjöf til ráðuneyta og stjórnenda ríkisstofnana og fást við úrlausn lögfræðilegra álitaefna, til að mynda í formi umsagna til ríkislögmanns. Dagleg verkefni eru fjölbreytt og spanna öll svið vinnumarkaðs- og mannauðsmála. 

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins (KMR) vinnur að stefnumörkun ríkisins í mannauðsmálum og sinnir stefnumarkandi ráðgjöf er varðar mannauðsstjórnun, ákvæði starfsmannalaga og framkvæmd kjarasamninga. KMR fer með innleiðingu og eftirfylgni kjarasamninga, sinnir starfsþróun og fræðslumálum ríkisstarfsmanna og málefnum forstöðumanna.  Þá er það hlutverk hennar að stuðla að framþróun í starfsumhverfi hjá ríkinu til að styrkja forsendur þess að þar sé veitt skilvirk og vönduð opinber þjónusta. Lögð er áhersla á að greina tækifæri til að efla mannauð og stjórnun og innleiða umbætur í starfsemi ríkisins. 

 - Mynd

Verkefnastjóri á skrifstofu fjármála og rekstrar

Dómsmálaráðuneyti
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Dómsmálaráðuneytið óskar eftir að ráða verkefnastjóra til starfa á skrifstofu fjármála og rekstrar. Leitað er að einstaklingi til að halda utan um sérverkefni vegna réttarvörslukerfisins. Markmiðið með verkefninu er að gögn réttarvörslukerfisins verði aðgengileg rafrænt, þvert á stofnanir, með öruggum hætti. 

 - Mynd

Lektor í lýtalækningum

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 25% starf lektors í lýtalækningum á fræðasviði skurðlækninga við Læknadeild Háskóla Íslands.

 - Mynd

Lektor í almennum skurðlækningum neðri meltingarvegar

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 25% starf lektors í kviðarholsskurðlækningum neðri-meltingarvegar á fræðasviði skurðlækninga við Læknadeild Háskóla Íslands.

 - Mynd

Lektor í almennum skurðlækningum efri meltingarvegar

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 25% starf lektors í kviðarholsskurðlækningum efri meltingarvegar á fræðasviði skurðlækninga við Læknadeild Háskóla Íslands.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur við Þroska- og hegðunarstöð

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Vegna átaks til að vinna á biðlistum eftir greiningu geðheilbrigðisvanda barna á Þroska- og hegðunarstöð HH vantar okkur fleira öflugt fagfólk með þekkingu og reynslu á sviðinu. Laust er til umsóknar 80-100% starf hjúkrunarfræðings tímabundið í 12 mánuði. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

ÞHS er miðlæg, sérhæfð starfseining hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sem sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna barna sem hafa frávik í taugaþroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru 6-18 ára börn og fjölskyldur þeirra. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og handleiðslu reyndra sérfræðinga.

 - Mynd

Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri - Samræmt ráðningarferli 2022

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður lækna innan þeirra greina lækninga þar sem viðurkennt sérnám fer fram á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Sérnám í læknisfræði á Íslandi hefur þróast hratt á undanförnum árum. Nú er veitt sérnám í flestum grunngreinum lækninga á Íslandi í samræmi við alþjóðleg gæðaviðmið. Sérnám lækna hefur mikilvæga þýðingu fyrir framþróun lækninga, gæði og öryggi þjónustu við sjúklinga, starfsumhverfi og löðun heilbrigðisstarfsfólks framtíðarinnar, ásamt því að gefa raunverulegt tækifæri til að skipuleggja mönnun og hlutverk læknastéttar framtíðar. 

Tímalengd ráðninga er í samræmi við lengd vottaðs sérnáms viðkomandi greinar, 2-6 ár. Stöður eru veittar frá 28. febrúar 2022. Athugið þó að móttökudagar fyrir alla nýja sérnámslækna eru haldnir vikuna áður og því er gert ráð fyrir að umsækjendur hefji störf viku áður eða 21. febrúar 2022.

Sérnám fer að mestu leyti fram á Landspítala en einnig á Sjúkrahúsinu á Akureyri í flestum greinum. Það sérnám sem hér er auglýst eru einu sérnámsleiðir viðkomandi greina á Íslandi sem samþykktar hafa verið af mats- og hæfisnefnd í samræmi við reglugerð 467/2015. Annað viðurkennt sérnám er hvorki í boði á Landspítala né Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Sérnám samræmist viðurkenndri marklýsingu viðkomandi greinar, ásamt því að fylgja fjölþættu og tæmandi mats- og handleiðslukerfi. Bæði klínískir- og sérnámshandleiðarar hafa hlotið viðeigandi þjálfun. Fullt sérnám er í boði í almennum lyflækningum, geðlækningum, barna- og unglingageðlækningum, öldrunarlækningum og bráðalækningum. Annars er um hlutasérnám að ræða sem hentar vel áður en haldið er í frekara sérnám erlendis. Sérnám í endurhæfingarlækningum, rannsóknarlækningum, myndgreiningu og taugalækningum er í þróun. Samþykktarferli þeirra verður annað hvort lokið eða hafið við upphaf starfa. Stöður í boði innan þessara greina eru því auglýstar sem sérnám með þeim fyrirvara.

Doktorsnám er nú mögulegt samhliða klínísku sérnámi. Ef fyrir liggur samþykkt rannsóknaráætlun fyrir doktorsnám getur umsækjandi sótt um slíka stöðu. Að jafnaði væri þá um 50% ráðningu við Landspítala að ræða eða eftir samkomulagi og klínískt sérnám lengt sem því nemur og í samræmi við reglugerð 467/2015. Taka skal óskir um slíkt sérstaklega fram í athugasemdum við umsókn.

 - Mynd

Læknir við Þroska- og hegðunarstöð

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Vegna átaks til að vinna á biðlistum eftir greiningu geðheilbrigðisvanda barna á Þroska- og hegðunarstöð HH vantar okkur fleira öflugt fagfólk með þekkingu og reynslu á sviðinu. Laust er til umsóknar 80-100% starf læknis tímabundið í 12 mánuði. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

ÞHS er miðlæg, sérhæfð starfseining hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sem sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna barna sem hafa frávik í taugaþroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru 6-18 ára börn og fjölskyldur þeirra. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og handleiðslu reyndra sérfræðinga.

 - Mynd

Sálfræðingar við Þroska- og hegðunarstöð

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Vegna átaks til að vinna á biðlistum eftir greiningu geðheilbrigðisvanda barna á Þroska- og hegðunarstöð HH vantar okkur fleira öflugt fagfólk með þekkingu og reynslu á sviðinu. Laus eru til umsóknar tímabundin störf sálfræðinga í 12 mánuði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

ÞHS er miðlæg, sérhæfð starfseining hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sem sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna barna sem hafa frávik í taugaþroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru 6-18 ára börn og fjölskyldur þeirra. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og handleiðslu reyndra sérfræðinga.

 - Mynd

Sérfræðingur í nýsköpunar og þróunarteymi

Hagstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Hagstofa Íslands leitar að metnaðarfullum sérfræðingi í teymi nýsköpunar og þróunar á sviði þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála. 

 - Mynd

Embætti forstjóra Landspítala

Heilbrigðisráðuneyti
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Landspítala. 

Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Á spítalanum er veitt sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenn sjúkrahúsþjónusta fyrir íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins. Nánar er kveðið á um hlutverk hans í lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Á Landspítala starfa á sjötta þúsund starfsmenn og er spítalinn einn stærsti vinnustaður landsins.

 - Mynd

Sérfræðingur á sviði lífeindafræði

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ertu hugmyndaríkur, framsækinn og tilbúinn að taka þátt í að þróa nýtt og krefjandi starf sérfræðings í öflugu teymi okkar á Meinafræðideild Landspítala. Þar fara fram sjúkdómsgreiningar, rannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í meinafræði. Við leggjum ríka áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart vinnustaðnum og samstarfsfólki.

Við viljum ráða einstakling sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði lífeindafræði, er lausnamiðaður, hvetjandi og brennur af áhuga fyrir eflingu einstaklinga, gæðastarfi, teymisvinnu og jákvæðum úrlausnum mála. Þekking á vísindastarfsemi og kennslu á sviði lífeindafræði er krafa. Starfið er laust 1. nóvember 2021 eða eftir nánara samkomulagi. 

 - Mynd

Iðjuþjálfi - Hjúkrunarheimilið Dyngja - Egilsstaðir

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða iðjuþjálfa sem sinnir virkni á hjúkrunarheimilum HSA með starfstöð á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum. Starfshlutfall er 70% og er vinnutími sveigjanlegur. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Starfsmaður í framleiðslueldhús Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Veitingaþjónusta Landspítala auglýsir laust til umsóknar fullt í almenn störf í framleiðslueldhúsi. Upphaf starfs er samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Veitingaþjónustan heyrir undir þjónustusvið Landspítala og rekur deildin eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi, en þar eru daglega framleiddar um 5.200 máltíðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Deildin starfrækir jafnframt 11 matsali og 3 kaffihús undir vörumerkinu ELMA, en þar er veitt fjölbreytt þjónusta í bland við framsækna sjálfsafgreiðslu. Hjá veitingaþjónustu Landspítala starfa rúmlega 100 manns í samhentri deild og fást þar við krefjandi og ögrandi verkefni á stærsta vinnustað landsins.

Við leitum eftir lífsglöðum, jákvæðum og kraftmiklum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni á líflegum og skemmtilegum vinnustað. Um er að ræða fullt starf þar sem unnið á vöktum. 

 - Mynd

Sálfræðingur við Náms- og starfsráðgjöf

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (http://hi.is/nshi) er laust til umsóknar 50% starf sálfræðings tímabundið í tvö ár. 

Starfið er fjölbreytt, viðfangsefnin áhugaverð og starfsumhverfið gott. 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast á meltingar- og nýrnadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum ráða hjúkrunarfræðingur til starfa á meltingar- og nýrnadeild 12E við Hringbraut. Starfshlutfall er samkomulag, unnið er í vaktavinnu og er starfið laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. 

Deildin er 19 rúma legudeild og þjónar sjúklingum með bráða og langvinna sjúkdóma í meltingarfærum og nýrum. Lögð er áhersla á að skapa uppbyggjandi starfsumhverfi og veita einstaklingshæfða hjúkrun. 

Á deildinni starfa um 60 manns í þverfaglegu teymi. Mjög góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til að vaxa í starfi og styðja við umbætur í þjónustu við skjólstæðinga okkar. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Guðrúnu Yrsu deildarstjóra. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Spennandi starf

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild óskum eftir hjúkrunarfræðingi í teymið okkar. Starfsumhverfið einkennist af vinnugleði, metnaði, skipulagi, sveigjanleika og einstökum starfsanda. Hér eru ótalmörg tækifæri til að vaxa í starfi og dýpka þekkingu sína á geðrofssjúkdómum, fíknivanda og stuðningi við aðstandendur. Vaktabyrgðin er hófleg og starfsumhverfið því fjölskylduvænt. Í boði eru næturvaktir sé óskað ef því.

Deildin er 10-11 rúma legudeild og sinnir meðferð ungmenna sem flest eru greind með geðrofssjúkdóma og fíknivanda. Rík áhersla er lögð á að styðja vel nánustu aðstandendur í innlögninni og veita hjúkrunarfræðingar í samráði við þverfaglegt teymi þann stuðning.

Markmið endurhæfingar er að endurhæfa skjólstæðinga aftur út í samfélagið. Lögð er áhersla á að unnið sé samkvæmt gagnreyndri þekkingu og viðurkenndum verkferlum. Unnið er út frá batamiðaðri stefnu þar sem skjólstæðingurinn er hafður í öndvegi og hans markmið höfð að leiðarljósi. Meðferðarstarf deildar einkennist af þverfaglegri teymisvinnu, fjölskyldustuðningi, skaðaminnkandi nálgun og batamiðaðri þjónustu.

Mikið er lagt upp með umbótaverkefni á deildinni þar sem allir starfsmenn deildar fá að koma sínum hugmyndum á framfæri og láta verða að veruleika. Starfsþróun skiptir miklu máli, lögð er áhersla á að starfsfólk deildar fái þjálfun hvað varðar meðferð og þjónustu sem veitt er á deildinni. Samtalsmeðferð er grunnur þjónustunnar á deildinni og fá allir þjálfun á því sviði. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Spennandi starf á meðferðareiningu geðrofssjúkdóma

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Öflugur hjúkrunarfræðingur óskast til starfa í samfélags- og göngudeildarteymi á meðferðareiningu geðrofssjúkdóma á Landspítala. Í boði er spennandi starf og þátttaka í uppbyggingu og þróun þverfaglegs teymis á meðferðareiningu geðrofssjúkdóma á Landspítala. 

Fyrirhugað er að breytingar verði á áherslum teymisins næstu mánuði og gefst hjúkrunarfræðingi kostur á að taka þátt í uppbyggingu og þróun teymisins. Hjúkrunarfræðingar spila lykilhlutverk í mótun framtíðarsýnar, eflingu hjúkrunar, meðferðar og endurhæfingu fyrir einstaklinga með alvarlega geðrofssjúkdóma og innleiðingu málastjórnunar í teyminu. 

Meginverkefni teymisins er að veita fólki sem greinst hefur með alvarlega geðsjúkdóma og aðstandendum þeirra þverfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu. Þjónustan byggir á batamiðaðri hugmyndafræði og skaðaminnkandi nálgun. Markmið meðferðarinnar er að stuðla að bata, rjúfa félagslega einangrun og auka virkni og lífsgæði í daglegu lífi. Starfsemin er í stöðugri þróun og lögð er áhersla á virkt umbótastarf. Málastjórum standa til boða mikil tækifæri til vaxtar í starfi með markvissri handleiðslu og faglegum stuðningi. Lögð er áhersla á að allir málastjórar sæki námskeið í áhugahvetjandi samtalstækni. Í teyminu starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraliðar og ráðgjafar. Náið samstarf og samvinna er við velferðarþjónustu sveitafélaga, heilsugæslu og geðheilsuteymi heilsugæslunnar. 

Hlutverk málastjóra er fjölbreytt og felst meðal annars í mati á þörfum einstaklings, mati á geðrænum einkennum og eftirfylgd, þróun meðferðaráætlana sem mæta þörfum hvers og eins og vöktun og mat á árangri þjónustunnar. Málastjóri ber ábyrgð á almennum þáttum meðferðarinnar, samskiptum við aðstandendur og heldur utan um þá meðferð og endurhæfingu sem einstaklingurinn þarf á að halda. 

Stefnt er á að nýtt meistaranám í klínískri geðhjúkrun við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri í samstarfi við geðþjónustu Landspítala hefjist haustið 2022. Í náminu verður lögð áhersla á klíníska þjálfun undir handleiðslu reyndra hjúkrunarfræðinga.

Starfshlutfall er 70-100%, dagvinna að mestu. Starfið er laust í nóvember 2021 eða eftir samkomulagi. 

 - Mynd

Félagsráðgjafi í ráðgjafar- og stuðningsteymi langveikra barna

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf  félagsráðgjafa í ráðgjafar- og stuðningsteymi langveikra barna á Barnaspítala Hringsins.  Við leitum að öflugum liðsmanni í þverfaglegt ráðgjafar- og stuðningsteymi langveikra barna á Barnaspítala Hringsins. Um er að ræða áhugavert starf í nýlegu ráðgjafar- og stuðningsteymi fyrir langveik börn með umfangsmiklar þjónustuþarfir og fjölskyldur þeirra á Barnaspítala Hringsins. Teyminu er ætlað að veita faglegan og félagslegan stuðning og halda utan um upplýsingagjöf varðandi þjónustu við langveik börn. Margvíslegir möguleikar á starfsþróun.  
Starfshlutfall er samkomulag (50-100%) og er æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.  

Félagsráðgjafi starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk er að kortleggja þjónustuþörf sjúklings, veita foreldrum og fjölskyldum þeirra upplýsingar um félagsleg réttindi. Enn fremur felur starfið í sér að sinna málastjórn hvað varðar að tengja saman ólík þjónustukerfi og stuðning við hvers konar aðrar sálfélagslegar aðstæður sem upp geta komið við erfið og langvinn veikindi hjá barni.  

Við félagsráðgjöf á Landspítala starfa rúmlega 50 félagsráðgjafar í þverfaglegum teymum og í nánu samstarfi við aðra starfsmenn spítalans. Lögð er áhersla á þverfaglega teymisvinnu, fjölskyldumiðaða nálgun og gagnreynd vinnubrögð. 

 - Mynd

Sérfræðingur í kerfisstjórnun

Veðurstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Veðurstofa Íslands leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu sérfræðings í upplýsingatækni. 

Leitað er eftir einstakling sem hefur áhuga á að vera hluti af öflugu teymi sem hefur það hlutverk að bæta öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar og styðja við sjálfbæra nýtingu náttúrunnar. Þessu hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun, varðveislu og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. 

Leitað er eftir aðila sem hefur góðan tæknilegan bakgrunn, getur sinnt almennri tækniþjónustu og unnið eftir verklagi í ISO vottuðu umhverfi. Viðkomandi mun starfa á Upplýsingatæknisviði Veðurstofu Íslands.

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Á Veðurstofunni starfa um 150 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 70 manns við athugana-og eftirlitsstörf víðsvegar um landið.  Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.vedur.is

 - Mynd

Sérfræðingur í gagnasöfnun

Hagstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa í gagnasöfnunardeild. Deildin hefur umsjón með gagnasöfnun og framkvæmir úrtaksrannsóknir á vegum Hagstofu Íslands.  

 - Mynd

Heilbrigðismenntaður starfsmaður með menntun og/ eða reynslu af fjölskyldumeðferð

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ertu áhugasamur hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi, sálfræðingur eða iðjuþjálfi og viltu á að kynnast spennandi starfi í geðþjónustu Landspítala?

Við viljum ráða til starfa heilbrigðisstarfsmann í hlutverk málastjóra í samfélags- og göngudeildarteymi á meðferðareiningu geðrofssjúkdóma. Starfið býður upp á mörg spennandi tækifæri til starfsþróunar. Fyrirhugað er að breytingar verði á áherslum teymisins næstu mánuði og gefst málastjóra kostur á að taka þátt í uppbyggingu og þróun. Málastjórar spila lykilhlutverk í mótun framtíðarsýnar, eflingu meðferðar og endurhæfingu fyrir einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma. 

Meginverkefni teymisins er að veita fólki sem greinst hefur með alvarlega geðsjúkdóma og aðstandendum þeirra þverfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu. Þjónustan byggir á batamiðaðri hugmyndafræði og skaðaminnkandi nálgun. Markmið meðferðarinnar er að stuðla að bata, rjúfa félagslega einangrun og auka virkni og lífsgæði í daglegu lífi. 

Starfsemin er í stöðugri þróun og lögð er áhersla á virkt umbótastarf. Málastjórum standa til boða mikil tækifæri til vaxtar í starfi með markvissri handleiðslu og faglegum stuðningi. Lögð er áhersla á að allir málastjórar sæki námskeið í áhugahvetjandi samtalstækni. Í teyminu starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraliðar og ráðgjafar. Náið samstarf og samvinna er við velferðarþjónustu sveitafélaga, heilsugæslu og geðheilsuteymi heilsugæslunnar.

Hlutverk málastjóra er fjölbreytt og felst meðal annars í mati á þörfum einstaklings, mati á geðrænum einkennum og eftirfylgd, þróun meðferðaráætlana sem mæta þörfum hvers og eins og vöktun og mat á árangri þjónustunnar. Málastjóri ber ábyrgð á almennum þáttum meðferðarinnar, samskiptum við aðstandendur og heldur utan um þá meðferð og endurhæfingu sem einstaklingurinn þarf á að halda. 

Í geðþjónustu Landspítala er reynt að veita fjölskyldumiðaða þjónustu og stuðning við börn þeirra sem glíma við geðsjúkdóma. Áhersla er lögð á stuðning við einstaklinginn og fjölskyldu hans til að efla færni til að ná tökum á líðan og aðstæðum við breytt heilsufar eða aðrar breytingar. 

Starfshlutfall er 70-100%, dagvinna að mestu og er starfið laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.  Gerð er krafa um heilbrigðismenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði hjúkrunarfræði, félagsráðgjafar, iðjuþjálfunar og sálfræði.

 - Mynd

Innri endurskoðandi Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Starf innri endurskoðanda Háskóla Íslands er laust til umsóknar. Innri endurskoðandi er ráðinn af rektor Háskóla Íslands og starfar í umboði háskólaráðs. Innri endurskoðandi starfar náið með endurskoðunarnefnd Háskólans en hlutverk nefndarinnar er að stuðla að góðum stjórnarháttum og er henni ætlað að aðstoða háskólaráð og rektor við að sinna eftirlitshlutverki sínu.

 - Mynd

Fulltrúi

Þjóðskrá
Höfuðborgarsvæðið/Norðurland / Skrifstofustörf

Þjóðskrá leitar að metnaðarfullum og kraftmiklum einstaklingi í skráningarteymi fólks í einingunni Fólk & Fasteignir hjá stofnuninni. Viðkomandi mun starfa með sterku teymi að fjölbreyttum verkefnum við skráningu upplýsinga varðandi einstaklinga frá vöggu til grafar. Þjóðskrá leggur áherslu á að vera framúrskarandi þegar kemur að þjónustu og nýtingu stafrænna lausna, mikilvægt er að umsækjendur samsami sig þeirri sýn. Þjóðskrá hefur tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Reykjavík. 

 - Mynd

Verkstjóri í framleiðslu hjá veitingaþjónustu Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Þjónustusvið Landspítala auglýsir laust til umsóknar fullt starf verkstjóra framleiðslu hjá veitingaþjónustu spítalans frá og með 1. nóvember 2021 eða eftir samkomulagi. Verkstjóri framleiðslu ber ábyrgð á daglegri verkstjórn framleiðslueldhússins sem framleiðir máltíðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk spítalans.

Veitingaþjónustan rekur eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi og eru þar daglega framleiddar um 5.200 máltíðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Deildin starfrækir jafnframt 11 matsali og 3 kaffihús undir vörumerkinu ELMA sem veitir fjölbreytta þjónustu í bland við framsækna sjálfsafgreiðslu. Hjá veitingaþjónustu Landspítala starfa rúmlega 100 manns í samhentri deild og fást þar við krefjandi og ögrandi verkefni á stærsta vinnustað landsins.

Leitað er að drífandi einstaklingi með farsæla reynslu af verkstjórn í matvæla- og veitingarekstri. Gerð er krafa um góða tölvufærni og sveinspróf í matvælagreinum kostur. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli samskiptahæfni og getu til að mæta þörfum ólíkra hópa. Einnig er mikilvægt að hafa auga fyrir umbótum, ásamt því að stuðla að jákvæðu starfsumhverfi og starfsanda í fjölþjóðlegu umhverfi. 

 - Mynd

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hefur þú áhuga á að starfa með ungu fólki? Við óskum eftir stuðningsfulltrúa/ ráðgjafa til starfa á sérhæfða endurhæfingargeðdeild (SEG) Kleppi. Á deildinni starfa um 28 manns og ríkir þar einstaklega góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði, metnaði, skipulagi og sveigjanleika og ótal tækifæri eru til að vaxa í starfi. 

Deildin er 10-11 rúma legudeild og sinnir meðferð ungmenna sem flest eru greind með geðrofssjúkdóma og fíknivanda. Rík áhersla er lögð á að styðja vel við nánustu aðstandendur. Markmið endurhæfingar er að endurhæfa skjólstæðingana aftur út í samfélagið. Mikið er lagt upp úr því að virkja skjólstæðingana á allan mögulegan hátt á deildinni, úti í samfélaginu og í samstarfi við iðjuþjálfun og Batamiðstöð. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Fáskrúðsfjörður- Hjúkrunarheimilið Uppsalir

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

HSA óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun á hjúkrunarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði. Starfshlutfall er 95% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

 - Mynd

Nýdoktor í byggingarverkfræði

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Starf nýdoktors í byggingarverkfræði á sviði jarðskjálftaverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands er laust til umsóknar. Starfið er til þriggja ára og tengist rannsóknaverkefni sem snýr að jarðskjálftaáhættugreiningu á Íslandi. Verkefnið hlaut öndvegisstyrk úr Rannsóknasjóði Rannís (www.rannis.is).

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á blóð- og krabbameinslækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hefur þú áhuga á að starfa við hjúkrun sjúklinga með krabbamein og vera með í að móta krabbameinsþjónustu á Landspítala?

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á blóð- og krabbameinslækningadeild. Deildin er 30 rúma legudeild og fer þar fram hjúkrun sjúklinga með krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða og heildræna þjónustu, fjölskylduhjúkrun, teymisvinnu og góðan starfsanda. Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall og upphaf starfs samkomulag. 

Mikil gæða og umbótavinna er í gangi á deildinni og munum við fjölga verkefnum í vetur. Sérhæfð starfsþróun á vegum fagráðs krabbameinshjúkrunar er í boði og felst í starfþróun fyrir þá sem ráða sig í krabbameinsþjónustu. Til viðbótar við einstaklingshæfða starfsaðlögun á deild verður í boði öflug fræðsla og sérsniðinn stuðningur við þann nýráðna. 

Við bjóðum jafnt velkominn reynslumikinn hjúkrunarfræðing sem nýútskrifaðan því við teljum að breidd í þekkingu og reynslu sé mikilvæg. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

 - Mynd

Hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir öflugum leiðtoga með faglega hæfni og farsæla reynslu af stjórnun, rekstri og eflingu mannauðs til að leiða starfsemi gjörgæsludeildar Landspítala á Hringbraut. Hjúkrunardeildarstjóri þarf að búa yfir afburða hæfni í samskiptum og stuðla að teymisvinnu innan deildar og við aðra stjórnendur og samstarfsaðila. Deildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni, stjórnar daglegum rekstri og er leiðandi um hjúkrunarfræðileg málefni deildarinnar. 

Hjúkrunardeildarstjóri er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Næsti yfirmaður er forstöðumaður skurðstofu- og gjörgæslukjarna. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. janúar 2022 eða eftir samkomulagi.

Gjörgæsludeild við Hringbraut þjónar öllu landinu og er þar veitt almenn og sérhæfð gjörgæslumeðferð. Deildin sinnir fjölbreyttum sjúklingahóp og má þar nefna sjúklingum eftir stórar hjartaaðgerðir, stórar kviðarholsaðgerðir, sjúklingum sem þurfa stuðning með hjarta- og lungnavél og börnum sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda. Á deildinni eru samtals 10 gjörgæslu- og hágæslurými og starfa þar um 90 starfsmenn, þar á meðal hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sérhæfðir starfsmenn og skrifstofumenn. Deildin tilheyrir skurðstofu- og gjörgæslukjarna aðgerðasviðs og starfar náið með gjörgæsludeild í Fossvogi.

 - Mynd

Lífeindafræðingur á hjartarannsóknarstofu Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf lífeindafræðings á hjartarannsóknarstofu Landspítala. Á einingunni starfar 20 manna samhentur hópur lífeindafræðinga, geislafræðinga og sjúkraliða í þverfaglegulegu teymi og í nánu samstarfi við aðra faghópa. 

Við viljum ráða sjálfstæðan og skipulagðan lífeindafræðing með góða samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna í teymi. Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í dagvinnu og á bakvöktum. Vegna bakvakta þarf starfsmaður að búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Starfið er laust 1. nóvember 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.

 - Mynd

Sjúkraliði - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á hjúkrunarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði. Starfshlutfall er 89-95% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

 - Mynd

Félagsráðgjafi við Þroska- og hegðunarstöð

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Vegna átaks til að vinna á biðlistum eftir greiningu geðheilbrigðisvanda barna á Þroska- og hegðunarstöð HH vantar okkur fleira öflugt fagfólk með þekkingu og reynslu á sviðinu. Laust er til umsóknar 80-100% starf félagsráðgjafa tímabundið í 12 mánuði. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

ÞHS er miðlæg, sérhæfð starfseining hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sem sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna barna sem hafa frávik í taugaþroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru 6-18 ára börn og fjölskyldur þeirra. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og handleiðslu reyndra sérfræðinga.

 - Mynd

Sérfræðingur í rekstri miðlægra tölvukerfa Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Tæknistörf

Landspítali er einn stærsti og mikilvægasti vinnustaður landsins. Mikil framþróun læknavísinda og tækni auk þeirra miklu breytinga í þjónustu, sem almenningur þarf í framtíðinni, setur miklar kröfur á spítalann. Með byggingu nýs meðferðarkjarna og samhliða stafrænni umbreytingu ætlar Landspítali að vera í fremstu röð spítala í Evrópu. Þessum markmiðum verður ekki náð án þess að nýir ferlar, ný tækni, samþætting og sjálfvirkni leiki lykilhlutverk og forsenda árangurs er frábært starfsfólk. 

Vilt þú taka þátt í að gera þessa framtíð að veruleika? 

Við sækjumst eftir framsæknum og drífandi liðsmanni til starfa í rekstrarlausnum sem sinnir innviðum á sviði upplýsingatækni spítalans. Um 15 manns sinna þessum fjölbreyttu verkefnum. Rekstrarlausnir sjá um vélasali, gagnageymslur, afritun, stýrikerfi, netkerfi, símkerfi, ásamt Microsoft lausnum, og ýmsu öðru. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, enda rekur Landspítalinn eitt stærsta, flóknasta og mest spennandi tækniumhverfi landsins. Starfshlutfall er 100% og er upphaf starfs samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Á Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT) starfa um 70 manns auk fjölda verktaka. Deildin ber ábyrgð á tölvubúnaði og tölvukerfum spítalans ásamt öllum lækningatækjabúnaði. Auk þess nýta fjölmargar aðrar heilbrigðisstofnanir landsins þjónustu HUT. Hlutverk HUT er að styðja sem best við starfsemi spítalans með tæknilausnum og leiða stafræn framþróunarverkefni sem öll miða að hærra þjónustustigi og aukinni skilvirkni á þessum ört stækkandi markaði.   

 - Mynd

Nýdoktor til rannsókna á sviði hreyfivísinda við Rannsóknastofu í hreyfivísindum - Námsbraut í sjúkraþjálfun

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 80-100% starf nýdoktors við rannsóknir á sviði hreyfivísinda við Námsbraut í sjúkraþjálfun. 

Starfið er styrkt í eitt ár af Rannsóknarsjóði Vísinda- og tækniráðs. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst, eftir nánara samkomulagi. 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur gjörgæsludeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings í 80 - 100% starfshlutfall í vaktavinnu á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeildar Brynja Dröfn Tryggvadóttir.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 70-100% staða hjúkrunarfræðings á lyflækningadeild. Um er að ræða vaktavinnu og er staðan laus frá 01.01.2022 eða eftir samkomulagi.

Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast á bæklunarskurðdeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á bæklunarskurðdeild B5 Fossvogi. Deildin er bráðadeild og þjónar sjúklingum vegna hrygg- og liðskiptaaðgerða eða áverka á stoðkerfi. Góður starfsandi ríkir á deildinni sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. 

Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi sem býr yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingi. Kjörið tækifæri gefst til að kynnast gefandi og einstaklingshæfðri hjúkrun sjúklinga sem þurfa mikla og flókna umönnun. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Starfshlutfall er samkomulag (50-100%) og er starfið laust frá 1. desember 2021 eða eftir nánara samkomulagi.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingar á skurðlækningadeild- starfsþróunarár

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 80-100% staða hjúkrunarfræðings á Skurðlækningadeild frá 01.01.2022 eða eftir samkomulagi en boðið verður upp á skipulagða starfsþóun fyrsta árið í starfi.

Starfsþróun er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun innan skurðlækninga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir leiðsögn.

Starfsþróunaráætlunin nær yfir 10 mánaða tímabil. Markmið með áætluninni er að efla hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga innan skurðlækninga sem og að auka gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á deildinni.  

Tímabilinu er skipt upp í fimm, tveggja mánaðar lotur þar sem starfsmaður fær svigrúm og stuðning frá leiðbeinenda við að afla sér þekkingar og rýna í verkferla til þess að stuðla að faglegri þróun. Veittir verða les-/ verkefnadagar ásamt því að starfsmanni verður gefin kostur á að aðlaga áætlunina að einhverju leiti eftir eigin áhugasviði.  

 • janúar-febrúar: Hjúkrun bæklunarsjúklinga: Flýtibati - ferli við gerviliði.
 • mars-apríl :  Hjúkrun sjúklinga tengt kviðarholsaðgerð - stóma
 • maí-júní: Sárameðferðir - loftbrjóst - sjúklingafræðsla
 • júlí - ágúst:
 • september-október: Hjúkrun og fræðsla e. aðgerð á kvenlíffærum

Skurðlækningadeildin er 20 rúma legudeild, einnig til heyrir einingunni Innritunarmiðstöð sem er dagdeild. Starfsemi deildarinnar er fjölbreytt þar sem að sérgreinar hennar eru margar en þær helstu eru: 

 • almennar skurðlækningar
 • æðaskurðlækningar
 • bæklunarlækningar
 • kvennsjúkdómalækningar
 • þvagfæraskurðlækningar
 • HNE lækningar

Á deildinni fer fram þverfagleg starfsemi fagstétta SAk sem stuðla að heildrænni meðferð skjólstæðinga hennar. Náið samstarf er með t.d. félagsráðgjöfum, sjúkra- og iðjuþjálfum.  

Þar sem starf deildarinnar er fjölbreytt er breið þekking er til staðar hjá starfandi hjúkrunarfræðingum. 
Á starfsþróunar árinu er unnið undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga sem hafa sérþekkingu á ákveðnum sviðum í hjúkrun skurðsjúklinga. og er lögð áhersla á að hjúkrunarfræðingurinn öðlist þekkingu á sem flestum sviðum.  

Má þar nefna hjúkrun stómasjúklinga, meðhöndlun skurðsára, sárasogsmeðferð, meðferð með Topas thoraxdreni, flýtibata, ferli aðgerðasjúklinga, rafræna skráningu og fræðslu sjúklinga. Einnig verður áhersla lögð á hverja sérgrein fyrir sig. 

Staðan er laus frá 1. janúar n.k. eða eftir samkomulagi en um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er aðra hverja helgi. 

Næsti yfirmaður er Anna Lilja Filipsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á Skurðlækningadeild.  

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Rjóður

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Viltu vinna á fjölskylduvænum vinnustað með frábæru samstarfsfólki? 

Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi til starfa í okkar góða hóp. Í boði er góð einstaklingshæfð aðlögun og líflegt starfsumhverfi þar sem vinnuandinn einkennist af samvinnu, stuðningi og góðum liðsanda. Unnið er í vaktavinnu og er ráðið í starfið frá 1. desember 2021 eða eftir nánara samkomulagi. 

Rjóður, sem staðsett er í Kópavogi, er deild innan Landspítala sem sinnir hjúkrunar- og endurhæfingarinnlögnum fyrir langveik börn og þar starfa um 30 manns í þverfaglegu teymi. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu í barnahjúkrun og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Á deildinni er tekið á móti börnum upp að 18 ára aldri sem eiga við alvarleg langvinn veikindi og fatlanir að stríða og veitt er fjölbreytt heilbrigðisþjónusta með hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar að leiðarljósi.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

 - Mynd

Kennari í dönsku í MK

Menntaskólinn í Kópavogi
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir kennara í dönsku frá og með 1. janúar 2022. Menntaskólinn í Kópavogi er framhaldsskóli sem kennir samkvæmt áfangakerfi og býður upp á kennslu til stúdentsprófs á bóknámsbrautum, einnig kennslu á iðn- og verknámsbrautum á matvælasviði og kennslu í ferðagreinum, einkum í kvöldnámi. Um 100 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 890.

 - Mynd

Kennari í spænsku í MK

Menntaskólinn í Kópavogi
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir kennara, aðallega í spænsku frá og með 1. janúar 2022. Menntaskólinn í Kópavogi er framhaldsskóli sem kennir samkvæmt áfangakerfi og býður upp á kennslu til stúdentsprófs á bóknámsbrautum, einnig kennslu á iðn- og verknámsbrautum á matvælasviði og kennslu í ferðagreinum, einkum í kvöldnámi. Um 100 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 890.

 - Mynd

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Efstaleiti

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 80-100% tímabundið starf sálfræðings fullorðinna við Heilsugæsluna Efstaleiti. Um er að ræða afleysingu í eitt og hálft ár. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi. Sálfræðingur mun starfa í teymi með öðrum sálfræðingum á starfsstöð í Glæsibæ.

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu. 

 

 - Mynd

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Miðbæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 100% ótímabundið starf sálfræðings fullorðinna við Heilsugæsluna Miðbæ. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. nóvember eða samkvæmt nánara samkomulagi. Sálfræðingur mun starfa í teymi með öðrum sálfræðingum á starfsstöð í Glæsibæ.

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu. 

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

 - Mynd

Sjúkraliðar á gjörgæsludeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar tvær 80 - 100% stöður sjúkraliða á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu og eru stöðurnar lausar nú þegar eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er Brynja Dröfn Tryggvadóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur.

 - Mynd

Félagsráðgjafi á öldrunarlækningadeildir Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir öflugum félagsráðgjafa til starfa á öldrunarlækningadeildir Landspítala/ Landakoti. Starfshlutfall er 100%dagvinna og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem allra fyrst. 

Félagsráðgjafi er mikilvægur hlekkur í fjölfaglegu teymi heilbrigðisstarfsmanna á Landakoti sem sinna lækningu og endurhæfingu á legu- og göngudeildum. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.  

 - Mynd

Lögfræðingur

Barnaverndarstofa
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Barnaverndarstofa óskar eftir að ráða lögfræðing í fullt starf. Verkefni stofnunarinnar munu aukast til muna um næstkomandi áramót við gildistöku laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 og laga um Barna- og fjölskyldustofu. Barnaverndarstofa í núverandi mynd verður lögð niður og Barna- og fjölskyldustofa tekur til starfa þann 1. janúar 2022 sem verður leiðandi í samþættri þjónustu við börn á landinu öllu. 

 - Mynd

Sérfræðingur í málefnum barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir

Barnaverndarstofa
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Barnaverndarstofa óskar eftir að ráða sérfræðing í fullt starf. Verkefni stofnunarinnar munu aukast til muna um næstkomandi áramót við gildistöku laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 og laga um Barna- og fjölskyldustofu. Barnaverndarstofa í núverandi mynd verður lögð niður og Barna- og fjölskyldustofa tekur til starfa þann 1. janúar 2022 sem verður leiðandi í samþættri þjónustu við börn á landinu öllu. 

Starfsmaðurinn mun starfa með sérfræðiteymi sem skipað er af félags- og barnamálaráðherra en teymið er sveitarfélögum til ráðgjafar um viðeigandi þjónustu við umrædd börn skv. lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. 

 - Mynd

Sérfræðingur á meðferðar- og fóstursviði

Barnaverndarstofa
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Barnaverndarstofa óskar eftir að ráða sérfræðing í fullt starf. Verkefni stofnunarinnar munu aukast til muna um næstkomandi áramót við gildistöku laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 og laga um Barna- og fjölskyldustofu. Barnaverndarstofa í núverandi mynd verður lögð niður og Barna- og fjölskyldustofa tekur til starfa þann 1. janúar 2022 sem verður leiðandi í samþættri þjónustu við börn á landinu öllu.

Meðferðar- og fóstursvið stýrir skipulagi meðferðarstarfs, þjálfar verðandi fósturforeldra og metur umönnunar- og meðferðarþörf barna við afgreiðslu umsókna barnaverndarnefnda um fósturheimili og meðferð. Auk þess veitir sviðið barnaverndarnefndum, fósturforeldrum, meðferðaraðilum á vegum Barnaverndarstofu og öðrum fagaðilum ráðgjöf vegna meðferðar- og fósturmála. 

 - Mynd

Staða sálfræðings við Barnahús

Barnaverndarstofa
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Barnaverndarstofa óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa í Barnahús. Sálfræðingurinn heyrir beint undir forstöðumann Barnhúss. Um 100% stöðu er að ræða. Verkefni stofnunarinnar munu aukast til muna um næstkomandi áramót við gildistöku laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 og laga um Barna- og fjölskyldustofu. Barnaverndarstofa í núverandi mynd verður lögð niður og Barna- og fjölskyldustofa tekur til starfa þann 1. janúar 2022 sem verður leiðandi í samþættri þjónstu við börn á landinu öllu. 

 - Mynd

Verkefnastjóri sýninga

Þjóðminjasafn Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra sýninga. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og menningarsögu.

Í boði er spennandi starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sérfræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safneignar  (myndir, munir, þjóðhættir og hús). Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er í Vesturvör 16-20 í Kópavogi. 

 - Mynd

Fjármálastjóri Menntaskólans á Egilsstöðum

Menntaskólinn á Egilsstöðum
Austurland / Skrifstofustörf

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir öflugum og metnaðarfullum einstalingi í 75% starf fjármálastjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf.

 - Mynd

Sótthreinsitæknir eða sérhæfður starfsmaður í skol á skurðstofu Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir sótthreinsitækni eða sérhæfðum starfsmanni til starfa á skurðstofur Landspítala við Hringbraut. Þar starfar um 100 manna samhentur hópur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, skrifstofumanna og sérhæfðra starfsmanna. Starfið er laust frá 1. nóvember 2021 eða eftir nánara samkomulagi. 

Skurðstofur við Hringbraut eru 13 og þjóna 6 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 10.000 aðgerðir. Gríðarleg áhersla er lögð á öryggi sjúklinga og sýkingavarnir og er starf í skoli mikilvægur hlekkur í þeirri keðju. Um er að ræða vaktavinnu með 8 klst. vöktum sem hefjast ýmist klukkan 08:00, 12:00 eða 14:00 og 10 klst. bakvöktum um að bil 5. hverja helgi.

 - Mynd

Innheimtufulltrúi/skrifstofumaður

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Norðurland / Skrifstofustörf

Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns við embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Um er að ræða stöðu innheimtufulltrúa á aðalskrifstofu á Blönduósi. 

 - Mynd

Móttökuritari óskast á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Skrifstofustörf
 • Laust er til umsóknar 50% starf móttökuritara við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum.
 • Vinnutími er frá kl. 12:15-16:15 alla virka daga.
 • Um er að ræða afleysingastarf út september 2022.
 • Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, starfið veitist frá 25 október eða samvæmt nánara samkomulagi.
 - Mynd

Sérfræðingur í hjúkrun

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í hjúkrun sjúklinga með meltingarfærasjúkdóma í meltingarteymi á göngudeild, almennri 10E. Skjólstæðingar teymisins er fólk sem greinst hefur með sjúkdóma í meltingarvegi og er í meðferð vegna þess. Ráðið er í starfið frá  1. desember 2021 eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur-Heilsugæslan Miðbæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Miðbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í ótímabundið 80-100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Um er að ræða spennandi starfsvettvang fyrir hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á að taka þátt í þróun heilsugæsluhjúkrunar. Á stöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sálfræðingar og ritarar.

Heilsugæslan Miðbæ þjónar fyrst og fremst íbúum í 101 Reykjavík en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina Góður starfsandi er á stöðinni og lögð er áhersla á góða samvinnu allra starfsstétta. . Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is). 

 - Mynd

Sjúkraþjálfari-Heilsugæslan Grafarvogi

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraþjálfari óskast í ótímabundið starf við Heilsugæsluna Grafarvogi. Starfshlutfall er 15%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. nóvember nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Heilsugæslan Grafarvogi er staðsett í nýlegu húsnæði í Spönginni í Grafarvogi. Á stöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt sálfræðingi, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og riturum. Heilsugæslan Grafarvogi er hverfisstöð og er fyrst og fremst ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Í húsnæði Heilsugæslunnar í Grafarvogi eru einnig starfrækt tvö geðheilsuteymi á vegum HH.

Þessi ánægjulega sambúð með geðteymunum gerir stöðina að einkar áhugaverðum vinnustað. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

 - Mynd

Sjúkraliði í skol á skurðstofu Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir sjúkraliða til starfa á skurðstofur Landspítala við Hringbraut. Þar starfar um 100 manna samhentur hópur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, skrifstofumanna og sérhæfðra starfsmanna. Starfið er laust frá 1. nóvember 2021 eða eftir nánara samkomulagi.

Skurðstofur við Hringbraut eru 13 og þjóna 6 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 10.000 aðgerðir. Gríðarleg áhersla er lögð á öryggi sjúklinga og sýkingavarnir og er starf í skoli mikilvægur hlekkur í þeirri keðju. Um er að ræða vaktavinnu með 8 klst. vöktum sem hefjast ýmist klukkan 08:00, 12:00 eða 14:00 og 10 klst. bakvöktum um að bil 5. hverja helgi.

 - Mynd

Sjúkraliði á taugalækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við sækjumst eftir metnaðarfullum sjúkraliða til að starfa með okkur á taugalækningadeild í Fossvogi. Við bjóðum jafnt velkominn reynslubolta sem og nýútskrifaðan sjúkraliða í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Í boði er einstakt tækifæri til að sérhæfa sig í hjúkrun sjúklinga með taugasjúkdóma. Starfshlutfall, vinnufyrirkomulag og upphaf starfs er samkomulag. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi. 

Taugalækningadeild þjónar sjúklingum með taugasjúkdóma og starfa þar um 60 manns í þverfaglegu teymi. Lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við vinnum markvisst að því að gera deildina okkar betri og fögnum nýjum hugmyndum.

 - Mynd

Doktorsnemi í lyfja- og lungnarannsóknum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema við rannsóknarverkefnið: Hlutverk makrólíða gegn öndunarfærasjúkdómum óháð bakteríudrepandi virkni þeirra.

Starfið er laust frá 1. nóvember 2021 og er ráðið tímabundið til þriggja ára á grundvelli styrkveitingar.

 - Mynd

Sviðsstjóri Stafræns öryggis

Fjarskiptastofa
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Stafrænt öryggi er svið innan Fjarskiptastofu sem hefur það hlutverk að viðhafa eftirlit með net- og upplýsingaöryggi mikilvægra innviða og fjarskiptafyrirtækja. Starfsemin fer fram á grundvelli laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða (NIS-lög), fjarskiptalaga og laga um Fjarskiptastofu. Þá leiðir sviðið hlutverk Fjarskiptastofu sem ráðgefandi samhæfingarstjórnvald á grundvelli NIS-laganna

 - Mynd

Tæknimaður

Sjúkratryggingar Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Tæknistörf

Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða þjónustulipran aðila í starf tæknimanns. Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 - Mynd

Hugbúnaðarsérfræðingar

Sjúkratryggingar Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða tvo metnaðarfulla og kraftmikla hugbúnaðarsérfræðinga. Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 - Mynd

Starfsmaður í Tæknideild HSA - Aðsetur í Fjarðabyggð

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Iðnstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands auglýsir lausa stöðu við Tæknideild HSA með aðsetur í Fjarðabyggð. Um er að ræða þjónustu við Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað, heilsugæsluna í Fjarðabyggð og hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð. Um er að ræða 100% starf. 

 - Mynd

Móttökuritari á símavakt

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf móttökuritara á símavakt Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða 87% stöðu á deild skrifstofu fjármála og er staðan laus frá 01.01.2022.

Næsti yfirmaður er Rannveig Jóhannsdóttir, forstöðumaður skrifstofu fjármála.

 - Mynd

Iðjuþjálfi við Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 70% staða iðjuþjálfa við sjúkrahúsið á Akureyri, staðsett á Kristnesi. Staðan er laus frá 1. janúar 2022.

Við Sjúkrahúsið á Akureyri fer iðjuþjálfun fram á tveimur starfsstöðvum, í aðalbyggingu en þar er iðjuþjálfun tengd bráðadeildum og við Kristnesspítala við endurhæfingar- og öldrunarlækningadeild. Helstu verkefni iðjuþjálfa eru mat og þjálfun í athöfnum daglegs lífs, fjölskyldufundir, mat á þörf fyrir hjálpartæki og útvegun þeirra, heimilisathuganir fyrir útskrift og eftirfylgd. Iðjuþjálfi heldur fræðslu fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sinnir beiðnum m.a. um mat og ráðgjöf á vinnuaðstöðu. 

Faglegur yfirmaður er Linda Aðalsteinsdóttir iðjuþjálfi.

Yfirmaður er Arna Rún Óskarsdóttir forstöðulæknir.

 - Mynd

Sérfræðingur í alþjóðamálum hjá embætti ríkislögreglustjóra

Ríkislögreglustjóri
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Embætti ríkislögreglustjóra leitar að öflugum sérfræðingi til starfa í teymi Alþjóðadeildar. Við leitum að einstaklingi sem hefur starfað á alþjóðlegum vettvangi, tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi og hefur brennandi áhuga á að starfa í síkviku umhverfi.

Alþjóðadeild annast alþjóðleg boðskipti og alþjóðasamskipti á sviði löggæslu og starfrækir m.a. Sirene-skrifstofu og upplýsingakerfi Schengen. Alþjóðadeild er jafnframt þjónustuskrifstofa fyrir Europol, Interpol og PTN auk þess sem samvinna er við lögreglu og tollgæslu auk ýmissa verkefna tengdum erlendri lögreglusamvinnu.

 - Mynd

Ertu þjónustulundaður reddari?

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Þjónustusvið Landspítala óskar eftir að ráða íhlaupamann í tímavinnu hjá flutningsþjónustu spítalans. Starfið heyrir undir þjónustudeild aðfanga og umhverfis á þjónustusviði. Í deildinni starfa um 70 manns að fjölbreyttri og mikilvægri þjónustu við deildir, sjúklinga og gesti spítalans. Starfsmenn þjónustudeildar starfa eftir þjónustustefnu þar sem markmiðið er að vera til fyrirmyndar í þjónustu.

Starfið er laust nú þegar og felur í sér góða hreyfingu og mikil samskipti við starfsmenn spítalans og sjúklinga. Unnið er í tímavinnu en viðkomandi verður á skrá hjá flutningaþjónustunni og er kallaður inn eftir þörfum á dagvinnutíma, stundum með stuttum fyrirvara. Starfið felst í afleysingum og hentar þeim sem hafa sveigjanlegan tíma, til að mynda námsmönnum og þeim sem hafa minnkað við sig vinnu. 

 - Mynd

Heilsugæsluritari Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Heilsugæslan Seltjarnarnesi auglýsir laust til umsóknar 100% ótímabundið starf heilsugæsluritara. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. desember n.k. eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

HSN á Blönduósi leitar að starfsmanni í aðhlynningu

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Blönduósi óskar eftir starfsmanni í aðhlynningu  á hjúkrunarsviði. Ráðningartími er eftir samkomulagi og er ráðningin ótímbundin, æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 - Mynd

Sérfræðingur í geðhjúkrun - Heimahjúkrun HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir sérfræðingi í geðhjúkrun við Heimahjúkrun HH. Um er að ræða ótímabundið 100% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirð og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur að Hlíðarsmára 17.  Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er höfð að leiðarljósi. Einstaklingshæfð heimahjúkrun er sérsniðin að þörfum hvers og eins.

 - Mynd

HSN á Blönduósi leitar að hjúkrunarfræðingum í fast starf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunardeild. Æskilegt er að umsækjendur geti byrjað sem fyrst eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall samkomulag. 

Unnið er á þrískiptum vöktum. HSN getur útvegað starfsmanni húsnæði.

 - Mynd

Sjúkraþjálfari

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ertu með brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins? Auglýst er laust til umsóknar starf sjúkraþjálfara á Yngri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn og börn á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Viðkomandi mun einnig vinna verkefni á sviði Langtímaeftirfylgdar en þar er veitt þjónusta við börn og unglinga að 18 ára aldri, sem þurfa sérhæfða eftirfylgd og ráðgjöf, og fjölskyldur þeirra.

 - Mynd

Varðstjóri - Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum
Suðurland / Löggæslustörf

Hjá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum er laus til umsóknar staða varðstjóra. Gert er ráð fyrir því að lögreglustjóri skipi í stöðuna frá og með 1. nóvember 2021.

 - Mynd

Sérnámslæknar í heimilislækningum - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Lausar er til umsóknar 7 sérnámsstöður í heimilislækningum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sérnámsstöðurnar veitast frá 01.01.2022 eða eftir nánara samkomulagi og með fyrirvara um samþykki inntöku- og framgangsnefndar (samkvæmt viðmiðunarreglum/marklýsingu). Sérnámið: Sérnám í heimilislækningum hefur verið starfrækt í fjölda ára á Íslandi og hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið leiðandi í sérfræðináminu. Sérnámið byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item33037/vidurkenning-a-marklysingu-fyrir-sernam-i-heimilislaekningum-a-islandi- Sérnámið fer fram undir virkri handleiðslu handleiðara sem er sérfræðingur í heimilislækningum og fylgir sérnámslækni eftir allan námstímann. Sérnámslæknir skipuleggur nám sitt í samráði við handleiðara og kennslustjóra sérnáms. Námið fer fram á heilsugæslustöð í 3 ár og á sjúkrahúsi í 2 ár. Starfshlutfall er 100%. Kostir sérnáms: - Einstaklingsmiðuð námsáætlun - Starfsnám undir virkri handleiðslu reyndra sérfræðinga - Blokkasamningur við Landspítala varðandi spítalahluta sérnámsins - Hópkennsla hálfan dag í viku - Þátttaka í rannsóknar- eða gæðastarfi - Sameiginlegar námsferðir innanlands sem utan - Rafræn sérnámsmappa sem heldur utan um framgang í námi

 - Mynd

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 60% ótímabundið starf sálfræðings fullorðinna við Heilsugæsluna Mosfellsumdæmi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

 - Mynd

HSN á Blönduósi leitar að sjúkraliðum í fast starf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir sjúkraliðum á hjúkrunarsvið.  Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

 - Mynd

Gagnagrunnssérfræðingur

Hagstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Tæknistörf

Viltu bætast í öflugan og skemmtilegan hóp starfsfólks Hagstofu Íslands? 

 - Mynd

Kerfisstjóri

Hagstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Tæknistörf

Viltu bætast í öflugan og skemmtilegan hóp starfsfólks Hagstofu Íslands? 

 - Mynd

Ritari framkvæmdastjórnar - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar 100% ótímabundið starf ritara framkvæmdastjórnar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

 - Mynd

Þjónustufulltrúi við munavörslu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu þjónustufulltrúa í þjónustudeild. Um spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða en þjónustudeild heyrir undir stjórnsýslu- og þjónustusvið. 

Þjónustudeild sinnir margvíslegri þjónustu þvert á embættið og starfrækir m.a. ritaraþjónustu, skýrsluþjónustu, sektarþjónustu, þjónustuborð og munavörslu.  Þá heyra málefni tengd skjalastjórnun, leyfisveitingum, starfrænni þróun auk annarra umbótaverkefna undir þjónustudeild.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum. 

Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

 - Mynd

Aðstoðarmaður í mötuneyti - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Iðnstörf

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar ótímabundið starf aðstoðarmanns í mötuneyti sem staðsett er að Þönglabakka 1 í Mjódd. Um er að ræða 70% ótímabundið starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Heilsugæsluritari hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Samhæfingarstöð krabbameinsskimana auglýsir eftir heilsugæsluritara í 100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða skv. nánari samkomulagi. 

 

 - Mynd

Hjúkrunarnemi/ hlutastarf á bráðageðdeild 32C

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Áhugasamur og metnaðarfullur hjúkrunarnemi á 3. eða 4. námsári óskast til starfa á bráðageðdeild 32C. Starfshlutfall er 20-30% eða skv. samkomulagi. Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Starfið er laust í nóvember 2021 eða eftir samkomulagi.

Á bráðageðdeild er veitt sérhæfð þjónusta í meðferð og umönnun einstaklinga með bráð geðræn einkenni. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar og hugmyndafræði um geðgjörgæslu eru í fyrirrúmi. Á deildinni starfa um 50 starfsmenn í þverfaglegu meðferðarteymi. Vinnuandinn einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda.

 - Mynd

Starfsmaður í býtibúr á bráðamóttöku Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum ráða þjónustulundaðan einstakling með ríka samskiptahæfni sem er sjálfstæður í starfi. Um er að ræða dagvinnu, alla virka daga. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Lágmarksaldur umsækjanda er 20 ár. Gerð er krafa um góða íslenskukunnáttu.

Bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn, alla daga ársins og þangað koma allir sjúklingahópar Landspítala. Á deildinni starfar öflugur hópur reyndra starfsmanna, þar ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

 - Mynd

Verkefnastjóri hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir hjúkrunarfræðingi í starf verkefnastjóra hjá Samhæfingastöð krabbameinsskimana. Um er að ræða ótímabundið, nýtt starf og starfhlutfall er 100%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða skv. nánara samkomulagi. 

 - Mynd

Kvensjúkdóma- og fæðingalæknir hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust ótímabundið starf sérfræðings í kvensjúkdóma- og fæðingalækningum hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana.  Starfshlufall er 20-50%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. nóvember nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

 

 - Mynd

Félagsráðgjafi við blóð- og krabbameinslækningadeildir

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum að öflugum liðsmanni í hóp félagsráðgjafa við blóð- og krabbameinslækningadeildir Landspítala. Meginverkefnið er að veita sjúklingum og fjölskyldum þeirra félagsráðgjafameðferð og stuðning til þess að takast á við sálfélagslegar afleiðingar krabbameina. Um er að ræða áhugavert starf með margvíslegum möguleikum á starfsþróun. Starfshlutfall er 100%, unnið er í dagvinnu. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Við félagsráðgjöf starfa um 50 félagsráðgjafar í þverfaglegum teymum og í nánu samstarfi við aðra starfsmenn spítalans. Lögð er áhersla á þverfaglega teymisvinnu, fjölskyldumiðaða nálgun og gagnreynd vinnubrögð.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

 - Mynd

Verkefnastjóri ristilskimana hjá Samhæfingastöð krabbameinsskimana

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslunni hefur verið falin framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi á Íslandi. Samhæfingastöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, mun hafa yfirumsjón með verkefninu og vinna í nánu samstarfi við hagsmunaaðila s.s. Félag meltingarlækna, Landspítala og aðra. 

Um er að ræða nýtt starf verkefnastjóra ristilskimana, ótímabundið og starfhlutfall er 100%. Æskilegt er að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst eða skv. nánara samkomulagi.

 - Mynd

Sérfræðingur í málefnum barna

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í málefnum barna samkvæmt barnalögum

Sérfræðingar í málefnum barna er starfa hjá Sýslumanninum á höfuðborgarvæðinu veita þjónustu við öll sýslumannsembætti og sinna verkefnum á landsvísu. Markmið með starfi sérfræðings í málefnum barna er að aðstoða foreldra við að leysa úr ágreiningsmálum og veita ráðgjöf og liðsinni m.a. vegna umgengni, forsjár eða búsetu barna, með sáttameðferð, ráðgjöf og öðrum úrræðum barnalaga. 

 - Mynd

Talmeinafræðingur

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ertu með brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins? Auglýst er laust til umsóknar starf talmeinafræðings á sviði Langtímaeftirfylgdar. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn og unglinga að 18 ára aldri, sem þurfa sérhæfða eftirfylgd og ráðgjöf. 

 - Mynd

Nýdoktor við alþjóðlega rannsókn á inngripi til að draga úr tíðni áfallaminninga

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Viltu starfa við spennandi alþjóðlega rannsókn í þverfræðilegu starfsumhverfi?

 

Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors við alþjóðlegt rannsóknarverkefni á vegum Sálfræðideildar og Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands í samvinnu við Sálfræðideild Uppsalaháskóla. 

 - Mynd

Jafningi - Nýtt starf á Laugarásnum meðferðargeðdeild og sérhæfðri endurhæfingargeðdeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laugarásinn meðferðargeðdeild og sérhæfð endurhæfingargeðdeild auglýsa laus til umsóknar spennandi og þroskandi hlutastörf fyrir áhugasama. Um er að ræða nýtt starf innan spítalans, jafningi (peer supporter). Unnið er að mestu á dagvöktum, en vinnutími er sveigjanlegur. Leitum að tveimur til þremur starfsmönnum, störfin eru laus nú þegar.

Á Laugarásnum eru 7 sólarhringspláss en að stærstum hluta er starfsemi deildarinnar dagdeild þar sem um 100 einstaklingar sækja þjónustu. Þar er unnið fjölbreytt og sérhæft starf í snemmíhlutun geðrofssjúkdóma fyrir einstaklinga á aldrinum 18-35 ára. 

Sérhæfð endurhæfingargeðdeild er lokuð 10 rúma deild, staðsett á Kleppi. Deildin þjónustar aðallega einstaklinga með geðrofssjúkdóma og fíknivanda, flesta á aldrinum 18-40 ára. Á deildinni er unnið sérhæft og fjölbreytt starf sem miðar að bata og markmiði að hjálpa einstaklingum aftur út í samfélagið og auka lífsgæði þeirra.

Starfsemi deildanna einkennist af góðum starfsanda, virkri og stöðugri framþróun. 

Við leitum eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að hafa persónulega reynslu af andlegum áskorunum, sem hann er tilbúinn að nýta í sínu starfi. Einnig áhuga á að taka þátt í að móta starfið og á þjónustu við unga einstaklinga sem sækja endurhæfingu á deildunum.

 - Mynd

Starfsmaður óskast í býtibúr á lyflækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus eru til umsóknar tvö störf í býtibúri á bráðalyflækningadeild í Fossvogi. Um er að ræða annars vegar 100% starf á 8 tíma vöktum og hins vegar 50% starf á 4 tíma vöktum á tímabilinu 8-20. Lágmarksaldur umsækjanda 20 ár. Störfin eru laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.

Við leitum eftir jákvæðum og þjónustulunduðum liðsmönnum, með góða samskipta- og samstarfshæfni. Deildin er 16 rúma bráðalegudeild almennra lyflækninga og einnig sérhæfð bráðadeild fyrir gigtarsjúklinga. Á deildinni starfa um 70 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veita góða og markvissa aðlögun.

 - Mynd

Heimilislæknir óskast á heilsugæsluna í Hveragerði og Ölfusi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Staða sérfræðilæknis á heilsugæslunni í Hveragerði og Ölfusi er laus til umsóknar

Um er að ræða fjölbreytta starf þar sem starfstöð er ýmist í Hveragerði eða Þorlákshöfn

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun/Sjúkaliðanemi - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun/sjúkraliðanema á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna. Gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

 - Mynd

FB leitar að skólaliðum

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti óskar eftir að ráða skólaliða í 100% starf frá 26. október 2021 eða samkvæmt samkomulagi.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum og gott ef viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

 - Mynd

Sjúkraþjálfari á endurhæfingardeild - Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa á endurhæfingardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað, Fjarðabyggð. Hér gefst kjörið tækifæri til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins, vinna með skemmtilegu fólki og verða hluti af liðsheild. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 15. september.

Heilbrigðisstofnun Austurlands(HSA) er ríkisrekin þjónustustofnun sem hóf starfsemi sína 1. janúar 1999 og veitir alhliða heilsugæslu-, sjúkra- og hjúkrunarþjónustu.  Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. Um 340 manns starfa við stofnunina á fjórum megin starfsstöðvum. 

Fjarðabyggð er mikil paradís fyrir útivistarfólk, má þar helst nefna skíðasvæðið í Oddsskarði eða Austfirsku alparnir eins og það er oft kallað. Skíðasvæðið sem staðsett er milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar er eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins. 

Í Neskaupstað er sterkt skólasamfélag; leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli og verkmenntaskóli. Spölkorn er í næsta menntaskóla yfir á Fljótsdalshéraði. Vegalengdir eru að jafnaði stuttar og fólk því fljótt í förum milli staða, hvort sem um er að ræða t.d. skóla eða þjónustu af ýmsum toga. Íbúarnir eru samheldnir og samfélagið líflegt.

Íþróttalífið á svæðinu er bæði fjölbreytt og fjörugt, hvort sem um er að ræða fjallgöngur, sjósport, fótbolta, blak, sund, hestamennsku eða karate. Þá eru 3 góðir golfvellir í Fjarðabyggð og góðar sundlaugar.

 - Mynd

Aðstoðaryfirlögregluþjónn -Stoðdeildir Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns í stoðdeildum lögreglu. Um er að ræða spennandi,  krefjandi og fjölbreytt starf sem heyrir undir yfirlögregluþjón rannsóknarsviðs. 

Stoðdeildir lögreglu starfa á landsvísu og aðstoða aðrar deildir, svið og önnur embætti lögreglu í rannsóknum þar sem sérfræðiþekkingar er þörf. Tæknideild fer með viðameiri rannsóknir á vettvangi glæpa, bruna eða slysa. Tölvurannsóknardeild og rafeindadeild sinna rannsóknum á tölvum og öðru sem viðkemur rafeindatækni eins og úrvinnslu úr eftirlitsmyndavélum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf.  Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfstöðum.

Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru  TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI. 

Umsækjandi skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum frá Háskólanum á Akureyri sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar og hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 5 ár að prófi loknu, sbr. 3 mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglu

 - Mynd

Sérnámsstaða í heimilislækningum

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) auglýsir lausa til umsóknar, stöðu í sérnámi í heimilislækningum, með aðalstarfsstöð á Egilsstöðum.
Innan HSA er mikil reynsla af kennslu læknanema, kandídata og sérfræðinema í heimilislækningum. Námið verður byggt á marklýsingu fyrir sérnámslækna í heimilislækningum með áherslu á héraðslækningar (rural medicine) og styrk þverfaglegs verklags. Auk hefðbundinnar meinafræðilegrar nálgunar verður kynnt gildi heilsufræðilegrar (Salutogenesis) nálgunar og jákvæðrar heilsu (Positive Health). 

Staðan er auglýst til þriggja ára. 

 - Mynd

Sjúkraliði - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vötkum og gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast á skilunardeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum til að starfa með okkur á skilunardeildinni við Hringbraut. Við bjóðum velkomna reynslubolta jafnt og nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Í boði er 3ja mánaða aðlögun, þar af 8 vikna skipulögð fræðsla með reyndum hjúkrunarfræðingi. 

Deildin sinnir einstaklingum með langvarandi eða tímabundna nýrnabilun (blóð- og kviðskilun) auk blóðvatnsskipta. Gert er ráð fyrir að viðkomandi sinni bakvöktum eftir að þjálfun lýkur. Á deildinni starfa um 35 manns í þverfaglegu teymi og góðu starfsumhverfi. Deildin er opin frá kl. 8-20 virka daga og frá kl. 8-16 um helgar. Unnið er á tvískiptum vöktum auk bakvakta. Ráðið er í störfin frá 1. nóvember 2021 eða eftir samkomulagi. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

 - Mynd

Deildarstjóri/ yfirljósmóðir fæðingarvaktar

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Leitum eftir kraftmiklum stjórnanda til að leiða og efla starfsemi fæðingarvaktar á Landspítala. Þar er veitt þjónusta við konur í eðlilegri fæðingu auk þjónustu við konur með áhættuþætti sem þurfa sérhæft eftirlit í fæðingu. 

Á deildinni starfa um 80 manns og er fagmennska og teymisvinna höfð að leiðarljósi. Deildarstjóri/ yfirljósmóðir er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Næsti yfirmaður er forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. desember 2021 eða eftir samkomulagi. 

 - Mynd

Deildarstjóri / yfirljósmóðir meðgöngu- og sængurlegudeildar

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við sækjumst eftir kraftmiklum stjórnanda til að leiða og efla meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala. Á deildinni er veitt þjónusta við konur og börn eftir fæðingu sem og inniliggjandi konur sem þurfa sérhæft eftirlit á meðgöngu. Þar starfa um 70 manns  og er fagmennska og teymisvinna höfð að leiðarljósi. 

Deildarstjóri/ yfirljósmóðir er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Næsti yfirmaður er forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. desember 2021 eða eftir samkomulagi. 

 - Mynd

Aðalvarðstjórar - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Suðurnes / Löggæslustörf

Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar stöður aðalvarðstjóra.  Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri skipi í stöðurnar til næstu fimm ára frá og með 1. janúar 2022. Hjá embættinu starfa um 170 manns. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi. Í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum er Keflavíkurflugvöllur sem gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu almannaflugs á Íslandi og tengir landið við Evrópu og Norður-Ameríku. Í fjölmennu liði lögreglunnar á Suðurnesjum býr mikill þróttur og góð þekking. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglunnar og jafnréttisáætlunar lögreglu eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

 - Mynd

Lögreglumenn - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Suðurnes / Löggæslustörf

Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar stöður lögreglumanna. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðurnar frá og með 1. desember 2021 með skipun í huga að sex mánaða reynslutíma loknum. Á sama tíma auglýsir embættið eftir áhugasömum einstaklingum í störf fyrir sumarið 2022. 

Hjá embættinu starfa um 170 manns. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi. Í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum er Keflavíkurflugvöllur sem gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu almannaflugs á Íslandi og tengir landið við Evrópu og Norður-Ameríku. Í fjölmennu liði lögreglunnar á Suðurnesjum býr mikill þróttur og góð þekking. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglunnar og jafnréttisáætlunar lögreglu eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

 - Mynd

Varðstjórar - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Suðurnes / Löggæslustörf

Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar stöður varðstjóra. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri skipi í stöðurnar til næstu fimm ára frá og með 1. janúar 2022. Hjá embættinu starfa um 170 manns. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi. Í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum er Keflavíkurflugvöllur sem gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu almannaflugs á Íslandi og tengir landið við Evrópu og Norður-Ameríku. Í fjölmennu liði lögreglunnar á Suðurnesjum býr mikill þróttur og góð þekking. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglunnar og jafnréttisáætlunar lögreglu eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

 - Mynd

Rannsóknarlögreglumenn - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Suðurnes / Löggæslustörf

Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar stöður rannsóknarlögreglumanna. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðurnar frá og með 1. janúar 2022 með skipun í huga að sex mánaða reynslutíma loknum.  Hjá embættinu starfa um 170 manns. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi. Í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum er Keflavíkurflugvöllur sem gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu almannaflugs á Íslandi og tengir landið við Evrópu og Norður-Ameríku. Í fjölmennu liði lögreglunnar á Suðurnesjum býr mikill þróttur og góð þekking. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglunnar og jafnréttisáætlunar lögreglu eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

 - Mynd

Sérfræðilæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar stöður sérfræðilækna á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Reiknað er með vinnuframlagi á öllum einingum svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítala. Starfsemi deildarinnar er fjölbreytt og sinnum við svæfingum fyrir flestar sérgreinar skurðlækninga. Svæfingaþjónusta fyrir fæðandi konur og kvensjúkdóma er hluti af starfsemi svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítala við Hringbraut.

Fyrir utan svæfingar á skurðstofugöngum í Fossvogi og við Hringbraut er svæft alla daga vikunnar á hjartaþræðingarstofum, æðaþræðingastofu, speglunardeild og röntgendeild. Gjörgæsludeildirnar í Fossvogi og við Hringbraut sinna bæði gjörgæslulækningum barna og fullorðinna. Þá sinna læknar með sérhæfingu í verkjameðferð sjúklingum með bráða og langvinna verki á vegum Verkjateymis Landspítala.

Sérfræðilæknum sem ráðnir verða stendur til boða þátttaka í framhaldsmenntunarnámskeiðum Scandinavian Society of Anaesthesiology and Intensive Care Medicine (SSAI).

Á deildinni starfa 40 sérfræðilæknar og um 20 sérnámslæknar í þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir spítalans. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. janúar 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Starfið er dagvinnustarf með vaktavinnu. 

 - Mynd

Tölvumaður óskast til Landbúnaðarháskóla Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands
Vesturland / Tæknistörf

Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir einstaklingi í fullt starf tölvumanns á Hvanneyri.

 - Mynd

Lektor í líflyfjafræði miðtaugakerfis

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 50% starf lektors í líflyfjafræði miðtaugakerfis á fræðasviði lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands.

 - Mynd

Sérfræðingur í miðlun menningarsögu

Þjóðminjasafn Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í miðlun menningarsögu. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á menningarsögu, miðlun, ritstjórn og textavinnu.

Í boði er nýtt og áhugavert starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sérfræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safneignar  (myndir, munir, þjóðhættir og hús). Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er á Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði. 

 

 - Mynd

Sérfræðingur í skráningu

Þjóðminjasafn Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í skráningu. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og menningarsögu.

Í boði er nýtt og áhugavert starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sérfræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safnkosts. Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er á Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði. 

 - Mynd

Lífeindafræðingur á rannsóknastofu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.

Við leitum eftir að ráða lífeindafræðing til starfa tímabundið á rannsóknastofu HSS í Reykjanesbæ. Um er að ræða 80% tímabundið starf í eitt ár með möguleika á framlengingu.  Unnið er í dagvinnu, ásamt bakvöktum.  Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

 - Mynd

Aðstoðarsaksóknari við embætti ríkissaksóknara

Ríkissaksóknari
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laus er til umsóknar staða aðstoðarsaksóknara við embætti ríkissaksóknara.

 

 - Mynd

Doktorsnemi í tölfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Námsbraut í stærðfræði við Raunvísindadeild auglýsir eftir doktorsnema í tölfræði vegna verkefnisins: Tölfræðileg skölun á hámarksúrkomu á klukkustundarskala frá veðurfræðilíkani á þéttu landfræðilegu neti. Verkefnið er styrkt til þriggja ára.

 - Mynd

Lektor í endurhæfingarlæknisfræði

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 25% starf lektors í endurhæfingarlæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands.

Forsenda fyrir ráðningu í starf lektors er að viðkomandi sé jafnframt ráðinn á endurhæfingardeild Landspítala eða á Reykjalund endurhæfingu og hafi þar aðstöðu til að sinna klínískri kennslu læknanema.

 - Mynd

STAÐA YFIRLÆKNIS LEGUDEILDAR LYFLÆKNINGA á HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURLANDS, SELFOSSI

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Laus er til umsóknar 100% staða yfirlæknis legudeildar lyflækninga á HSU - Selfossi.
 • Deildin er 18 rúma almenn lyflækningadeild. Hluti rúmanna er yfirleitt nýttur fyrir endurhæfingarsjúklinga eftir liðskiptiaðgerðir.
 • Að auki eru við deildina fjögur líknarrými. Áætlanir eru uppi um fjölgun rúma deildarinnar.
 • Við deildina starfa nú lyflæknar með sérfræðiviðurkenningu í krabbameins-, hjarta-, lungna-, meltingarfæra- og bráðalækningum.
 - Mynd

Lektor í sálfræði

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa 100% stöðu lektors við Sálfræðideild, innan Hug- og Félagsvísindasviðs

Leitað er að sérfræðingum sviði þroskasálfræði, námssálfræði eða félagssálfræði. Umsækjendur skulu vera með sterkan grunn í aðferðafræði rannsókna. 

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða í síðasta lagi 1. ágúst 2022 . Ráðningartími er  tímabundinn til fimm ára en viðkomandi getur óskað eftir ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum samkvæmt reglum nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri. Framgangur í stöðu dósents eða prófessors kemur til greina við ráðningu hafi umsækjandi hæfi til þess að mati dómnefndar.

 - Mynd

Doktorsnemi í taugalífeðlisfræði við lífeðlisfræðistofnun

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Auglýst er eftir doktorsnema til að vinna verkefni með það markmið að finna nýjar leiðir til að auka endurmyndun mýelíns (myelin regeneration) í miðtaugakerfi.  

Ragnhildur Þóra Káradóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og University of Cambridge, verður leiðbeinandi í þessu verkefni.

Verkefnið hefur hlotið styrk frá Doktorssjóði Háskóla Íslands til þriggja ára. Miðað er við að verkefnið hefjist vorönn 2022 eða samkvæmt nánara samkomulagi. 

 - Mynd

Viltu vera á skrá? Liðsmenn óskast í baráttunni við Covid-19

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leitar eftir starfsfólki í sýnatökur vegna Covid-19.

Hér geta einstaklingar sótt um sem vilja taka þátt í baráttunni við Covid-19. Umsækjendum er ekki svarað sérstaklega en unnið er úr umsóknum um leið og þær berast.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og góð þjálfun er í boði.

Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan sl. 6 mánaða".

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun á Hjúkrunarheimilinu Dyngju í fasta stöðu. Starfshlutfall er 80 -100% eða skv. samkomulagi. Æskilegt að viðkomandi geti byrjað sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

 - Mynd

Deildarlæknir lyflækningadeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 100% staða deildarlæknis á lyflækningadeild. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður er forstöðumaður deildar mennta og vísinda. Faglegur yfirmaður er forstöðulæknir lyflækninga.

 - Mynd

Viltu vera á skrá? Ljósmóðir með starfsleyfi

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Sumarstörf

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. 
 
Í þessum starfaflokki er eingöngu ráðið í tímabundnar stöður s.s.

 • Störf við verkefni sem standa í tvo mánuði eða skemur
 • Störf við afleysingar sem ekki er ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt

Hér geta ljósmæður sett inn starfsumsókn og verið á skrá hjá Landspítalanum.
Allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja um þær sérstaklega. 

 - Mynd

Viltu vera á skrá? Almenn umsókn

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Önnur störf

Hér er hægt að skrá almenna umsókn um starf hjá HSS, ekki er verið að auglýsa ákveðið starf. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega en haft verður samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til.
Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn.
Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.

Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan sl. 6 mánaða"

 - Mynd

Viltu vera á skrá hjá HSN Dalvík

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Hér geta umsækjendur skráð almenna umsókn. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Vinsamlega skráið sérstakar óskir varðandi starf í reitinn "annað sem þú vilt að komi fram" í umsókn. Til dæmis væri hægt að skrifa þar: 

- Lækna-, móttöku- eða heilbrigðisritari 

- Hjúkrunarfræðingur 

- Sjúkraliði 

- Ljósmóðir 

Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega og í því sambandi skal bent á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingarskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l 6 mánuða".

 - Mynd

Viltu vera á skrá? Læknanemar

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Hér geta læknanemar skráð almenna umsókn. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.
Sérstakar óskir um staðsetningu skal skrá í reitinn "annað sem þú vilt taka fram í umsókn"
 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira