Stjórnarráð Íslands

Málefni hafsins rædd á loftslagsfundi í Bonn

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið17.11.2017

Árlegu aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, hinu 23. í röðinni, lýkur í Bonn í Þýskalandi í dag. Málefni hafsins hafa fengið sérstaka athygli á þinginu fyrir forgöngu Fiji, sem fer með formennsku þess. Ísland fagnaði frumkvæði Fiji...

Nánar
Mynd af ríkisstjórn

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar

Ríkisstjórn

Stefnuyfirlýsing

Jafnvægi og framsýni eru leiðarstef ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Ísland á að vera eftirsóknarvert fyrir alla þá sem vilja taka þátt í að byggja upp íslenskt samfélag til framtíðar. Mannréttindi, jöfn tækifæri, fjölbreytni, frelsi og ábyrgð ásamt virðingu fyrir ólíkum lífsskoðunum mynda þar sterkan grunn.

Treysta þarf samkeppnishæfni Íslands. Ríkisstjórnin mun stuðla að uppbyggingu á innviðum samfélagsins, samgöngum, heilbrigðis‐ og menntakerfi og kraftmiklu og samkeppnishæfu atvinnulífi fyrir íbúa um land allt. Forsenda þess að sótt verði fram í átt að bættum lífskjörum er að stöðugleiki ríki í efnahagsmálum þannig að landsins gæði og núverandi efnahagsbati komi næstu kynslóðum einnig til góða.

 Sjá alla stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 

Allt á einum stað

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn