Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Öflugt atvinnulíf er undirstaðan fyrir tekjuöflun þjóðarinnar. Íslenskt atvinnulíf hefur ævinlega byggst að stórum hluta á hagnýtingu náttúruauðlinda, svo sem í sjávarútvegi, landbúnaði og orkufrekum iðnaði. Á síðustu árum hefur fjölbreytni atvinnulífsins stóraukist samhliða hröðum tækniframförum, áherslu á nýsköpun og skapandi greinar og miklum vexti ferðaþjónustunnar.