Forsætisráðuneytið
Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna gengur vel
02.06.2023Tímabil aðgerðaráætlunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu...
Í íslensku stjórnarskránni er kveðið á um þau mannréttindi sem borgarar landsins skulu njóta. Stjórnarskráin er rétthærri en almenn lög sem verða að standast ákvæði hennar. Geri þau það ekki geta dómstólar dæmt lögin ómerk.
Líkt og kveðið er á um í 65. gr. stjórnarskrárinnar skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Í sömu grein segir enn fremur að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna.
Ísland er aðili að fjölda alþjóðasamninga um mannréttindi, einkum samninga Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins. Dómsmálaráðuneytið hefur yfirumsjón með lagabreytingum þegar þeirra er þörf vegna þjóðréttarlegra skuldbindinga og skýrslugjöf til nefnda um framkvæmd þeirra mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að.
Um jafnrétti kynjanna gilda lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Markmið þeirra er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Velferðarráðuneytið fer með ábyrgð á framkvæmd laganna. Jafnréttisstofa hefur sbr. 4. gr. laganna eftirlit með framkvæmd laganna, veitir ráðgjöf og sér um fræðslu og upplýsingarstarfssemi á sviði jafnréttismála.
Verkefni á sviði mannréttinda og jafnréttismála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun:
Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla innanríkismála.
Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála.
Í íslensku stjórnarskránni er kveðið á um þau mannréttindi sem borgarar landsins skulu njóta. Stjórnarskráin er rétthærri en almenn lög sem verða að standast ákvæði hennar. Geri þau það ekki geta dómstólar dæmt lögin ómerk.
Líkt og kveðið er á um í 65. gr. stjórnarskrárinnar skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Í sömu grein segir enn fremur að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna.
Ísland er aðili að fjölda alþjóðasamninga um mannréttindi, einkum samninga Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins. Dómsmálaráðuneytið hefur yfirumsjón með lagabreytingum þegar þeirra er þörf vegna þjóðréttarlegra skuldbindinga og skýrslugjöf til nefnda um framkvæmd þeirra mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að.
Um jafnrétti kynjanna gilda lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Markmið þeirra er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Forsætisráðuneytið fer með ábyrgð á framkvæmd laganna. Jafnréttisstofa hefur sbr. 4. gr. laganna eftirlit með framkvæmd laganna, veitir ráðgjöf og sér um fræðslu og upplýsingarstarfssemi á sviði jafnréttismála.
Verkefni á sviði mannréttinda og jafnréttismála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun:
- Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla innanríkismála
- Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
Forsætisráðuneytið
Tímabil aðgerðaráætlunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu...
Forsætisráðuneytið
Níunda skýrsla Íslands um samninginn um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW) var tekin...
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.