Hoppa yfir valmynd

Sviðsljós

Efni
Blá ör til hægriFjármögnun útgjalda vegna jarðhræringa við Grindavík - Rammagrein 1<p>Jarðhræringar og eldgos við Grindavík hafa þegar haft markverð áhrif á opinber fjármál. Áætlað er að fjárframlög ríkissjóðs, bæði bein og með ráðstöfun fjármuna Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ), sem varið verður til viðbúnaðar og stuðningsaðgerða til íbúa og fyrirtækja, nemi nær 70 mö.kr. Sú fjárhæð er þó vitaskuld verulega háð framvindu jarðhræringa við Grindavík. Af þessum ráðstöfunum vegur þyngst u.þ.b. 45 ma.kr. framlag ríkissjóðs, ýmist beint eða í gegnum NTÍ, til Fasteignafélagsins Þórkötlu vegna kaupa á íbúðarhúsnæði í bænum, en fjármála- og efnahagsráðherra hefur heimild til að ráðstafa allt að 15 mö.kr. úr NTÍ til Þórkötlu. Þetta hefur þýðingu fyrir hagstjórnina; aðhaldsstig opinberra fjármála verður minna en áður var ráðgert. Jarðhræringarnar sjálfar hafa þó dregið úr eftirspurn, einkum í ferðaþjónustu, og þegar allt er saman tekið virðast áhrif jarðhræringanna og mótvægisráðstafana stjórnvalda þrátt fyrir allt vera lítil á þjóðarbúið í heild að svo stöddu. Áhrifin eru þó misjöfn eftir mörkuðum og landsvæðum og koma einna helst fram á húsnæðismarkaði. Yfirlit yfir ráðstafanir ríkissjóðs vegna jarðhræringa í Grindavík má sjá í meðfylgjandi töflu. Hér er um að ræða ný, ófyrirséð útgjöld sem falla til óháð því hvort þeim verði að einhverju marki mætt með fjárheimildum í almennum varasjóði fjárlaga.&nbsp;</p> <p><img alt="" src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/ramma1.png?amp%3bproc=LargeImage" /></p> <p>Efnahagsskipan Norðurlandanna sameinar sveigjanleika frjáls markaðshagkerfis og öryggi sem leiðir af öflugu velferðarkerfi (e. flexicurity). Sveigjanleikinn felst í því að auðvelt á að vera að færa framleiðslutæki og starfsfólk milli fyrirtækja og landsvæða til að tryggja hag­kvæmni og skilvirkni í framleiðslu. Það er forsenda góðra lífskjara og sterkrar samkeppnis­stöðu atvinnulífs á Íslandi. Fyrirtæki eiga auðvelt með að ráða og segja upp fólki til að bregðast við sveiflum í rekstrarumhverfi og óarðbær fyrirtæki hætta rekstri og á grunni þeirra byggjast upp ný. Öryggi felst í því að öflugt velferðarkerfi grípur einstaklinga, ekki fyrirtæki, sem missa starf sitt, glíma við heilsufarstengd vandamál eða lenda í áföllum af öðrum toga.</p> <p>Tímabundinn stuðningur við fyrirtæki, líkt og gripið var til í heimsfaraldrinum og aftur núna í Grindavík, er að því leyti óvenjuleg ráðstöfun. Slík ráðstöfun kann að vera réttlætanleg í kjölfar áfalls sem er fyrirsjáanlega tímabundið og víðtækt í þeim skilningi að fá eða engin landsvæði eða atvinnugreinar fara varhluta af því. Að öðrum kosti er einsýnt að tilfærslur frá almenningi til fyrirtækja á tilteknum stað á landinu komi beinlínis í veg fyrir hagkvæma nýtingu framleiðslu­þátta og stuðli þannig að minni verðmætasköpun en ella.</p> <p>Náttúruhamfarir, líkt og þær sem Grindvíkingar hafa þurft að lifa með í ríflega þrjú ár, geta engu að síður kallað á kostnaðarsöm viðbrögð stjórnvalda. Ríkisútgjöld af þessum völdum eru í eðli sínu einskiptis og falla yfirleitt til á skömmum tíma. Það greinir þau frá reglubundnum ríkis­útgjöldum, s.s. vegna velferðarþjónustu, almannatrygginga, aðkomu stjórnvalda að kjarasamn­ingum og reglubundnum fjárfestingum. Sú spurning vaknar hvort skynsamlegra sé að fjármagna áfallatengd útgjöld á sama hátt og önnur ríkisútgjöld, þ.e. með sköttum, eða með því að ganga á eignir eða auka skuldir ríkissjóðs.</p> <p>Frá hagfræðilegu sjónarhorni þykir almennt skynsamlegt að fjármagna slík tímabundin, óreglu­leg ríkisútgjöld með því að ganga á eignir ríkissjóðs eða auka skuldsetningu hans. Helstu ástæðurnar fyrir því eru tvær. Annars vegar valda breytingar á skattkerfinu tilkostnaði í sjálfu sér, sérstaklega ef þær eru gerðar með skömmum fyrirvara. Stöðugt rekstrarumhverfi, þ.m.t. skattkerfi, er mikilvægt fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Grunngildi laga um opinber fjármál um festu felst m.a. í þessu. Hins vegar er jafnan efnahagslegur kostnaður af skattheimtu, svokallað allratap, sem vex þeim mun hraðar eftir því sem skattar eru hækkaðir af hærra stigi. Það eru önnur rök fyrir því að hag­kvæmt er að hafa skatta sem jafnasta yfir tíma.</p> <p>Með hækkun skulda er aftur á móti dregið úr getu ríkissjóðs til að bregðast við frekari áföllum. Það er því forsenda viðbragða ríkissjóðs við áföllum, hvort sem er vegna náttúru­hamfara á Reykjanesi eða annarra áfalla, að skuldastaða ríkissjóðs sé nægilega lág þegar áfall ríður yfir eða að fyrir hendi sé öflugur áfallasjóður. Áfall gæti verið af þeim toga sem þrengdi almennt að lánsfjárkjörum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, eða sérstaklega að kjörum Íslands, auk þess sem mikil skuldabréfaútgáfa við erfiðar aðstæður hlýtur að öðru jöfnu að þrýsta upp ávöxtunarkröfu. Séu viðunandi skilyrði fyrir aukinni skuldsetningu eða til að ganga á eignir ekki fyrir hendi kann ríkissjóði að vera sá kostur nauðugur að fjár­magna viðbrögð við náttúruhamförum með hækkun skatta og lækkun annarra útgjalda þrátt fyrir þann efnahagslega kostnað sem þær ráðstafanir óumflýjanlega hafa í för með sér. </p> <p>Önnur sjónarmið kunna einnig að koma til skoðunar enda eru markmið skattkerfisins marg­brotin. Áföll á borð við jarðhræringar og viðbrögð stjórnvalda við þeim kunna að valda til­færslu verðmæta í samfélaginu. Nú er t.d. líklegt að húsnæðisverð verði lítillega hærra en ef ekki hefði komið til jarðhræringanna við Grindavík. Ef aðstæður eru þannig að sérstaklega brýnt er að ekki slakni á aðhaldi ríkisfjármála þrátt fyrir áfallatengd útgjöld kann að koma til álita að beita skattkerfinu í því skyni. Við þær aðstæður ætti þó fyrst og fremst að koma til skoðunar að forgangsraða í ríkisfjármálum; rannsóknir veita vísbendingu um að aðgerðir á útgjaldahlið ríkisfjármála hafi að jafnaði tímanlegri áhrif á efnahagsumsvif en ráðstafanir á tekjuhliðinni.</p> <p>Hvað varðar reglubundin ríkisútgjöld, sem ekki er hægt eða ekki er vilji til að fjármagna með innheimtu sértækra gjalda, er hagkvæmt að fjármagna þau að langmestu leyti með sköttum fremur en skuldsetningu. Af þessu leiðir að ef hætta á áföllum, hvort sem er vegna jarðhræringa á Reykjanesi eða annarra áfalla af innlendum eða erlendum toga, þykir hafa aukist þarf að draga úr ríkisútgjöldum, hækka skatta eða safna fyrirfram í viðbúnaðarsjóð á borð við áformaðan Þjóðarsjóð til þess að skapa svigrúm til þess að geta fjármagnað áföllin ef þau raungerast. Það er enda ósjálfbært að fjármagna viðvarandi útgjöld eða tíð viðbrögð við áföllum, sem eru upp að einhverju marki fyrirsjáanleg, með aukningu skulda umfram vöxt landsframleiðslunnar. Á þessu er sú undantekning að í efnahagsniðursveiflum getur hallarekstur verið skynsamlegur þótt hann leiði tímabundið til aukningar í skuldahlutfalli ríkissjóðs. Til langs tíma litið, og við núverandi efnahagsaðstæður, er það þó ekki raunin. </p>Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Blá ör til hægriKjarasamningar – að bættum vinnubrögðum, aukinni skilvirkni og efnahagslegum stöðugleika - Rammagrein 2<p>Í stjórnarsáttmála er sett markmið um bætt vinnubrögð og aukna skilvirkni við gerð kjarasamninga að höfðu samráði við aðila vinnumarkaðarins. </p> <h2>Í átt að bættu kjarasamningsferli að norrænni fyrirmynd</h2> <p>Lengi hefur verið vilji á meðal aðila vinnumarkaðarins til að bæta kjarasamningsferlið þannig að kjarasamningar styðji við efnahagslegan stöðugleika. Nokkur skref hafa verið stigin í þá átt undanfarin ár þó að ekki hafi náðst full samstaða þar um. Horft hefur verið til <strong>Norræna módelsins </strong>sem byggist á því að á Norðurlöndum ríkir almenn samstaða á vinnumarkaði um að útflutningsgreinar í alþjóðlegri samkeppni séu leiðandi í launamyndun og gerð kjarasamninga og skapi fordæmi fyrir aðra. Mikið er lagt upp úr undirbúningi fyrir kjarasamninga og efnahagslegar forsendur greindar sem og launatölfræði sem liggur til grundvallar mati á svigrúmi til launahækkana. Aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum er mismunandi en alls staðar er hefð fyrir þríhliða samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. </p> <p><strong>Salek</strong>-samkomulagið frá 2015 um sameiginlega launastefnu og grunn að nýju samningalíkani var tilraun til aukins samstarfs atvinnurekanda og heildarsamtaka launafólks á almenna og opinbera vinnumarkaðnum um endurskoðun á íslenska samningalíkaninu að norrænni fyrirmynd. BHM og KÍ stóðu þó utan samkomulagsins og var það ekki endurnýjað. Engu að síður gaf Salek-hópurinn út nokkur rit um bætta kjarasamningsgerð og efnahagslegar forsendur kjarasamninga. <strong>Þjóðhagsráð</strong> var síðan stofnað árið 2016 og hefur að markmiði að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Í því sitja formenn ríkisstjórnarflokkanna en ávallt forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. </p> <p>Með <strong>lífskjarasamningunum </strong>sem undirritaðir voru árið 2019 voru áfram stigin skref í átt að Norræna módelinu. Þá lögðu stjórnvöld til viðamiklar aðgerðir til að liðka fyrir samningum og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Einnig var heildarsamtökum á vinnumarkaði boðin aðild að <strong>Þjóðhagsráði </strong>og hlutverk þess útvíkkað til að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Sama ár stofnuðu aðilar vinnumarkaðarins <strong>Kjaratölfræðinefnd</strong> sem er samstarfsvettvangur um launatölfræði og efnahagsmál og ætlað að tryggja sameiginlegan skilning á þeim tölum sem mestu varða við gerð kjarasamninga. </p> <p>Að auki settu <strong>opinberir launagreiðendur</strong> fram sameiginlega <strong>kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga</strong> sem hefur að markmiði að hið opinbera sé samkeppnisfært á vinnumarkaði og stuðli þannig að hagkvæmni, árangri og góðri frammistöðu. Jafnræði ríki í launasetningu opinbers starfsfólks og gagnsæi um laun, önnur kjör og launaþróun. Svigrúm til launabreytinga verði ákvarðað af samkeppnisstöðu leiðandi atvinnugreina gagnvart helstu viðskiptalöndum. </p> <p>Jafnvel þó lífskjarasamningarnir hafi fært kjarasamningagerð hér á landi í átt að Norræna módelinu þá náðist ekki samstaða allra aðila vinnumarkaðarins á þeirri vegferð. Hjá ríkinu, þar sem háskólamenntað starfsfólk er í miklum meirihluta, er samið í miðlægum kjarasamningi um almennar hækkanir á launatöflum og röðun starfsfólks í launaflokka, þ.e. hin eiginlega launaupphæð, ákvörðuð í stofnanasamningum. Krónutöluhækkanir hafa orðið til þess að launatöflur, sem byggjast á jöfnu bili á milli launaflokka og þrepa, skekkjast sem verður til þess að launahækkanir á grundvelli stofnanasamninga geta rýrnað að verðgildi. Því getur reynst snúið að yfirfæra hækkanir á almenna markaðnum þ.e. „merki markaðarins“ á launaumhverfi ríkisins. Þrátt fyrir þetta er ekki að sjá að háskólamenntaðir sérfræðingar hjá hinu opinbera hafi fengið minni kjarabætur en sambærilegir hópar á almennum markaði. Þá hefur launavísitala háskólamenntaðra sérfræðinga hjá hinu opinbera hækkað meira en sérfræðinga á almennum markaði. </p> <p><img alt="" src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/ramm2-1.png?amp%3bproc=LargeImage" /></p> <p>Í aðdraganda samninga vorið 2024 höfðu samtök opinbers launafólks og opinberir launagreiðendur tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en að gengið var frá fyrstu kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Stjórnvöld komu einnig að þeim samningum með viðamiklar aðgerðir til að stuðla að bættum kaupmætti og lægri verðbólgu. </p> <h2>Stéttarfélagsaðild og fjöldi viðsemjenda</h2> <p>Eitt af því sem einkennir íslenskan vinnumarkað og sker hann úr gagnvart hinum Norðurlöndunum er há stéttarfélagsaðild og fjöldi viðsemjenda. Stéttarfélagsaðild íslensks launafólks er um 90%. </p> <p>Á íslenskum vinnumarkaði eru fjögur stór heildarsamtök launafólks og fjöldi félaga sem standa utan heildarsamtaka. Hjá ríkinu eru þar stærstu félögin: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélag Íslands. Skurðlæknar eru með sér félag og standa einnig utan bandalaga. </p> <p><img alt="" src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/ramm2-2.png?amp%3bproc=LargeImage" /></p> <p>Í samningalotu vorsins 2023 gerði samninganefnd ríkisins 53 kjarasamninga við um 90 félög og ein miðlunartillaga var samþykkt. Fjölmennasti hópur félagsfólks að baki eins samnings er um 4000 einstaklingar en einungis 3 einstaklingar í fámennasta hópnum. Um 60% stéttarfélaga sem gera kjarasamning við ríkið hafa færri en 200 einstaklinga að baki hvers samnings. </p> <img alt="" src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/ramm2-3.png?amp%3bproc=LargeImage" /> <p>Mörg stéttarfélög hafa þó sameinast undanfarin ár eða myndað samflot við gerð kjarasamninga. Samninganefnd ríkisins, í samstarfi við aðra opinbera launagreiðendur, heldur áfram að leggja áherslu á að semja við heildarsamtök sé það mögulegt en virðir að sjálfsögðu samningsrétt hvers félags.</p> <p>Nokkrar framfarir hafa átt sér stað í átt að skilvirkara ferli og bættum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. Má þar nefna samvinnu og samtal aðila í Þjóðhagsráði, Kjaratölfræðinefnd, samvinnu opinberra launagreiðenda og sameiginlega kjarastefnu. Kjarasamningsviðræður á almenna markaðnum vorið 2024 einkenndust af hógværum kröfum um launaliðinn til að stuðla að auknum kaupmætti launafólks og meiri samhljómi en áður um það sem væri til skiptanna. Er slíkt samtal og sátt um markmið samninga lykilatriði í árangursríkri kjarasamningsgerð.</p> <p>Áfram mun samninganefnd ríkisins, fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðherra, vinna í átt að bættum vinnubrögðum og skilvirkni við gerð kjarasamninga bæði við kjarasamningsborðið sem og á milli samninga og hafa verkefni þess efnis verið skilgreind í ársáætlun ráðherra.</p>Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Blá ör til hægriSkattlagning á ökutæki, eldsneyti og afnot vegakerfisins - Rammagrein 3<p>Fjölgun vistvænna og sparneytinna bifreiða hefur leitt til þess að skatttekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafa nú þegar rýrnað umtalsvert. Allt útlit er fyrir að slíkar tekjur ríkissjóðs muni að öllu óbreyttu halda áfram að lækka á næstu árum. Annars vegar eru tekjur af gjaldtöku á ökutæki og elds­neyti, einkum vörugjöld, teknar að fjara út sökum þess að fram hafa komið nýir orkugjafar og sparneytnari ökutæki.</p> <p>Hins vegar hafa stjórnvöld markað þá stefnu að auka notkun hreinna orkugjafa í samgöngum og hraða þannig orkuskiptum, m.a. með verulegum skattastuðningi undanfarin ár sem verður í mynd beinna styrkja við bifreiðakaup næstu árin. Á sama tíma eru áform um kostnaðarsama uppbyggingu og viðhald á vegakerfinu. Með vaxandi íbúafjölda, grósku í ferðaþjónustu og til­heyrandi aukinni umferð er síst útlit fyrir að það breytist í nálægri framtíð. Nauðsynlegt er að bregðast við þessari þróun og innleiða nýtt einfaldara, gagnsærra og sjálfbærara fyrirkomulag gjaldtöku á ökutæki, eldsneyti og afnot vegakerfisins til framtíðar.</p> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/R03_M01-Tekjur_af_okutaekjum_og_eldsneyti.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Tekjur af ökutækjum og eldsneyti 2000-2029" style="float: left;" />&nbsp; <p>Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að framtíðartekjuöflunarkerfi ríkissjóðs vegna umferðar og orkuskipta verði mótað og innleitt á kjörtímabilinu. Í febrúar 2023 var sett á fót sameiginleg verkefnastofa fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins til að móta tillögur um nýtt fyrirkomulag, en forsætisráðuneytið á einnig aðild að stýrihópi vegna verkefnisins.</p> <p>Í þeirri vinnu hefur komið skýrt fram að eftirsóknarvert þyki að nýtt fyrirkomulag feli í sér heildstætt og samræmt gjaldtökukerfi á landsvísu þar sem tekjustofnar og hagrænir hvatar falli vel saman innbyrðis fremur en að rekast á. Einnig að gagnsæi og einfaldleiki kerf­isins verði sem mestur gagnvart greiðendum og að gjaldtaka verði notendavæn og yfir­bygging sem minnst, þannig að óhagræði og innheimtukostnaði sé haldið í lágmarki. Rauði þráðurinn í nýju kerfi felst í því að gjaldtakan færist í meira mæli á afnot af samgöngu­innviðum, m.ö.o. að þeir borgi sem nota og menga.</p> <p>Frumvarp um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða var sam­þykkt á Alþingi í desember sl. og varð að lögum nr. 101/2023. Með samþykkt laganna var stigið fyrsta skrefið í lögfestingu á nýju tekjuöflunarkerfi af ökutækjum og eldsneyti með upp­töku kílómetragjalds frá ársbyrjun 2024 vegna notkunar rafmagns- og vetnisbíla annars vegar og tengiltvinnbíla hins vegar (fólks- og sendibíla).</p> <p>Í samræmi við þá stefnu stjórnvalda sem kemur fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2024–2028 og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er unnið út frá því að í síðara skrefinu verði kílómetra­gjald innleitt fyrir alla bíla þar sem tekið verði mið af þyngd og vegsliti mismunandi ökutækja við afmörkun gjaldsins. Greitt verði kílómetragjald vegna ekinna kíló­metra, auk þess sem greitt verði árgjald vegna aðgangs að vegakerfinu. Gert er ráð fyrir að síðara skrefið verði stigið með framlagningu frumvarps um kílómetragjald vegna notkunar allra ökutækja á vegakerfinu, þ.m.t. bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, á haustþingi 155. löggjafarþings 2024–2025, og að gjaldtaka hefjist í upphafi árs 2025.</p> <p>Samhliða er gert ráð fyrir að fram fari endurskoðun á þeim lagabálkum sem gilda um skattlagningu ökutækja og eldsneytis, þ.m.t. á vörugjöldum af eldsneyti, þar sem þessi eldri gjöld munu eftir atvikum lækka verulega eða falla alveg niður. Gert er ráð fyrir að áfram verði lagt kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti til að fanga neikvæð ytri áhrif af notkun þess og veita viðeigandi hvata til orkuskipta í samgöngum.</p> <p>Innleiðing á nýja tekjuöflunarkerfinu í tveimur skrefum gerir kleift að fyrsta árið verði verk­efnið smærra í sniðum þar sem það nær þá einungis til hluta bílaflotans. Með því móti verður hægt að draga lærdóm af framkvæmd þess og endurbæta það m.t.t. reynslu og ábendinga almennings og fyrirtækja. Með þessu breytta kerfi samgöngugjalda verður Ísland fyrsta landið í heiminum til að innleiða kílómetragjöld fyrir afnot af vegakerfinu með almennum hætti. Flestöll önnur ríki eiga hins vegar við svipaðan vanda að etja vegna þverrandi tekna af vega­samgöngum og eru að skoða eða undirbúa svipaðar breytingar.</p>Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Blá ör til hægriStuðningur við nýsköpunarfyrirtæki - Rammagrein 4<p>Efling nýsköpunar í atvinnulífinu er stór liður í áformum stjórnvalda um stuðning við vaxtargetu hagkerfisins í því skyni að örva framleiðniþróun. Eitt helsta verkfæri hins opinbera til þess er skattfrádráttur eða útgreiðsla á styrk samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunar­fyrirtæki en þau hafa það markmið að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnis­hæfni nýsköpunarfyrirtækja.</p> <p>Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu frá Rannís fá rétt til skatt­frádráttar á álögðum tekjuskatti vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni eða greiðslur ef frádrátturinn er meiri en það sem fyrirtækjum er gert að greiða í tekjuskatt. Á síðustu árum hafa beinar útgreiðslur numið um 90% af heildarstuðningnum.</p> <p>Frá því að lögin tóku gildi árið 2010 hefur stuðningur við nýsköpun stóraukist. Bæði hafa fleiri nýsköpunarfyrirtæki nýtt sér stuðninginn og stjórnvöld gert umfangsmiklar breytingar á stuðningskerfinu. Veigamesta breytingin fól í sér hækkun á endurgreiðsluhlutfallinu sem var lögfest tímabundið árið 2020 í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Núverandi ríkisstjórn framlengdi þá hækkun til ársins 2025 og er endurgreiðsluhlutfallið því áfram 35% af útlögðum kostnaði vegna verk­efna í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja og 25% í tilviki stórra fyrirtækja.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/R04_M01-Studningur_vid_nyskopun_st%c3%b3raukist_a_sidustu_arum.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Stuðningur við nýsköpun stóraukist á síðustu árum: 2011-2023" style="float: left;" /></p> <p>&nbsp;</p> <p>Fjármagn sem var greitt í styrk og veittan skattafslátt vegna nýsköpunar og þróunar nam um 0,32% af VLF árið 2023 en um 0,05% árið 2011 þegar stuðningurinn var fyrst veittur sam­kvæmt lögum. Í fjárlögum ársins 2024 er gert ráð fyrir 16,6 ma.kr. í umræddan stuðning. Gert er ráð fyrir að á árunum 2025–2029 fari samanlagt 96 ma.kr. til stuðnings við nýsköpunar­fyrirtæki. </p> <p>Á síðasta ári voru kynntar niðurstöður Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á úttekt á stuðn­ingsfyrirkomulaginu um skattfrádrátt og greiddan styrk vegna rannsóknar og þróunar á Íslandi. Almennt eru niðurstöður og ráðleggingar í skýrslunni jákvæðar og er hvatt til áfram­haldandi beitingar aðgreinds skattafsláttar milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stærri fyrir­tækja í rannsóknum og þróun í samræmi við þá breytingu sem gerð var á lögunum árið 2020 og var síðan framlengd 2022. Er á því byggt að skattafsláttur vegna rannsókna og þróunar hafi meiri áhrif á lítil og smærri fyrirtæki.</p> <p>Mikilvægt er þó að meta árangurinn með reglulegum hætti og til þess að svo megi vera þarf að viðhalda þeim gagnagrunni sem komið var upp í tengslum við vinnu OECD og bæta við upplýsingum í grunninn til að ná að meta áhrifin út frá fleiri þáttum en gert var í þeirri rannsókn.</p>Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Blá ör til hægri Auknum stuðningi við loftslagsmál viðhaldið - Rammagrein 5<p>Frá undirritun Parísarsamningsins 2015 hefur verið sívaxandi umræða um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Ríki heimsins hafa sett sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og ráðist í fjölbreyttar aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Ríkisstjórn Íslands hefur lagt ríka áherslu á að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum sem tengist Parísarsamningnum og birt stefnumörkun þar að lútandi um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Markmið Íslands er að ná 55% samdrætti í losun fyrir árið 2030 miðað við 1990 í samfloti með Noregi og ESB og að ná kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Til að vinna að þeim markmiðum hefur ríkisstjórnin tvisvar gefið út aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og er nú unnið að þriðju uppfærslunni.</p> <p>Aðgerðir í loftslagsmálum þurfa ekki allar að krefjast útgjalda úr ríkissjóði heldur er einnig hægt að bregðast við með breytingum á gjöldum, lagabreytingum og fræðslu. Á síðustu árum hefur stefna stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þó endurspeglast í auknum framlögum til loftslagsmála. Þessi framlög felast einkum í skattaívilnunum og útgjöldum til að stuðla að fjölbreyttum vistvænum samgöngum, aðgerðum í landbúnaði og landnotkun (AFOLU) og ýmsar aðrar beinar aðgerðir. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/R05_M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Umfang framlaga tengd loftslagsmálum" /></p> <p>Á árinu 2023 voru framlög tengd loftslagsmálum yfir 31 ma.kr. sem er þreföldun frá því sem var árið 2017. Helstu sveiflur í framlögum til loftslagsmála skýrast af breytingum á skattstyrkjum og framlögum til samgangna. Það mikla stökk sem varð á árinu 2023 skýrist að verulegu leyti af mikilli eftirspurn almennings á rafbílum, sérstaklega á seinni hluta þess árs. Sú sveifla kann að hafa leitt af þeirri kerfisbreytingu sem varð við afnám virðisaukaskattsívilnana við kaup á rafbílum í lok árs 2023 og upptöku nýs styrkjakerfis úr Orkusjóði. </p> <p>Helstu ástæður þess að framlög tengd loftslagsmálum fara lækkandi á tíma fjármálaáætlunarinnar eru annars vegar að skattastyrkir eru yfirleitt settir til ákveðins tíma og renna svo út og hins vegar eru veittar fjárheimildir til tímabundinna verkefna. Fjárhæðir fyrri ára á myndinni eru á verðlagi hvers árs.</p> <p>Stærsti þátturinn í framlögum ríkisins til loftslagsmála hefur falist í hagrænum hvötum í formi skattastyrkja. Þar hafa skattastyrkir vegna bíla vegið þyngst. Á síðustu árum hefur ríkið fellt niður virðisaukaskatt af tengiltvinn- og rafbílum til að stuðla að loftslagsvænum samgöngum. Tengiltvinnbílar gegndu mikilvægu hlutverki við upphaf orkuskiptanna en ívilnunum vegna þeirra lauk á árinu 2022. VSK-ívilnanir vegna rafbíla runnu út í árslok 2023. Auk þess má nefna VSK-ívilnanir vegna hleðslustöðva, hjóla og útleigu bíla, skattfrelsi íblandaðs endurnýjanlegs eldsneytis, fulla fyrningu á kaupári vistvænna bíla, græna fjárfestingarhvata o.fl.</p> <p>Í upphafi þessa árs var stuðningur við rafbílakaup almennings færður af tekjuhlið yfir á gjaldahlið. Með þeirri breytingu var stuðningi við rafbílakaup almennings breytt úr því að virðisaukaskattur var felldur niður að hámarki 1,32 m.kr. en jafnframt var tekið upp styrkjakerfi sem nemur 900 þ.kr. á hvern bíl sem kostar innan við 10 m.kr. Á myndinni að ofan má sjá hvernig skattstyrkir dragast saman en útgjöld til samgangna aukast. Í stað VSK-endurgreiðslna vegna hreinorkubíla, sem renna út í árslok 2023, er í áætluninni gert ráð fyrir að fjárheimild til Orkusjóðs nemi um 7,5 ma.kr. á ári á árunum 2024–2025 og svo um 5 ma.kr. árin 2026–2030.</p> <p>Framlög til landbúnaðar og landnotkunar vegna loftslagsmála skiptast með nokkuð jöfnun hætti í skógrækt, landgræðslu og grænmetisframleiðslu. Önnur bein framlög til loftslagsmála eru að stærstum hluta tengd aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem framlög eru veitt í ýmis verkefni til að stuðla að samdrætti í losun, stefnumótun og aðlögun að loftslagsbreytingum.</p>Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Blá ör til hægriNýtt fyrirkomulag í húsnæðismálum hjúkrunarheimila - Rammagrein 6<p>Þörf fyrir öldrunar- og heilbrigðisþjónustu eykst hratt í samræmi við öldrun þjóðarinnar. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að 67 ára og eldri verði orðnir 78.500 talsins árið 2040 í stað 50.500 árið 2023. Það jafngildir um 55% fjölgun. Á lokaári þessarar fjármálaáætlunar er gert ráð fyrir að aldraðir verði 62.200 eða 23% fleiri en árið 2023. Tæplega 6% fólks sem eru 67 ára og eldri býr nú&nbsp; á hjúkrunarheimilum. Sé gert ráð fyrir sambærilegri nýtingu hjúkrunarrýma og nú er þarf að fjölga hjúkrunarrýmum um 100 á ári að meðaltali næstu 20 ár.</p> <p>Á undanförnum árum hafa nær öll ný hjúkrunarheimili verið byggð á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga þar sem lögbundin krafa er að sveitarfélög taki þátt í byggingu hjúkrunarheimila sem nemi að lágmarki 15% af stofnkostnaði. Sveitarfélögum ber einnig að láta í té lóðir undir byggingar hjúkrunarheimila ríkissjóði að kostnaðarlausu og án greiðslu gatnagerðargjalda og lóðarleigu. Einnig hafa verið byggð 10 hjúkrunarheimili eftir svokallaðri leiguleið sem komið var á fót árið 2008 þar sem eignarhaldið er hjá sveitarfélögum en ríkissjóður greiðir húsaleigu til 40 ára sem samsvarar 85% af stofnkostnaði. Elstu hjúkrunarheimilin í landinu voru hins vegar byggð á ábyrgð rekstraraðila hjúkrunarheimilanna þeirra, sem yfirleitt eru sjálfseignarstofnanir eða félagasamtök, og fjármögnuð með ýmsum hætti og liggur eignarhald fasteigna hjá þeim.</p> <p>Rekstur hjúkrunarheimila er fjármagnaður af ríkissjóði með daggjöldum og húsnæðisgjaldi. Vistfólk greiðir einnig fyrir þjónustuna upp að ákveðnu marki eftir fjárhag þess og koma þær greiðslur til frádráttar daggjöldunum úr ríkissjóði. Auk kostnaðar við vistun og umönnun eiga daggjöldin að standa straum af minniháttar viðhaldi og umsýslu, fasteignagjöldum og tryggingum vegna húsnæðisins. Stærri endurbætur verða rekstraraðilar að fjármagna að verulegum hluta sjálfir, eða sem svarar til 60% af heildarframkvæmdakostnaði en geta sótt um styrk frá Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir 40% af kostnaðinum. Rekstraraðilar daggjaldastofnana eru sveitarfélög og sjálfseignastofnanir en nokkur einkafyrirtæki koma einnig að rekstri hjúkrunarheimila. Þá eru nokkur hjúkrunarheimili rekin af heilbrigðisstofnum með fjárveitingum í fjárlögum.&nbsp; </p> <p>Á undanförnum árum hefur verið uppi ágreiningur milli ríkisins og rekstraraðila hjúkrunarheimila um fjármögnun og rekstur slíkra heimila sem hefur leitt til þess að nokkur sveitarfélög hafa skilað rekstri þeirra til ríkisins. Uppgjör slíkra mála hafa gefið tilefni til að endurskoða aðkomu ríkis og sveitarfélaga að þjónustunni og uppbyggingu hennar. Ekki síst á þetta við um fyrirkomulag á eignarhaldi og framkvæmdum við byggingu hjúkrunarheimila og hvernig því verður best fyrir komið til að stuðla að markvissri og nauðsynlegri uppbyggingu í málaflokknum í samræmi við öldrun þjóðarinnar. </p> <p>Miklar tafir hafa orðið á byggingu nýrra heimila á undanförnum árum og áætlun um stórfellda uppbyggingu hjúkrunarheimila sem kynnt var árið 2018 hefur engan veginn gengið eftir. Ætlunin var að fjölga hjúkrunarrýmum á árunum 2019–2023 um 550, auk þess sem&nbsp; bæta átti aðbúnað á 240 eldri rýmum. Af ýmsum ástæðum gekk þessi áætlun ekki eftir og fjárheimildir sem samþykktar hafa verið í fjárlögum undanfarin ár hafa safnast upp og verið fluttar á milli ára. Er nú svo komið að fjárheimild að fjárhæð 14,3 ma.kr. var ónýtt í lok síðasta árs.</p> <p>Nýtt fyrirkomulag húsnæðismála hjúkrunarheimila byggir á tillögum vinnuhóps frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu sem hafði það verkefni að endurskoða fyrirkomulagið. Í skýrslu vinnuhópsins er lagt til að samstarfi ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu hjúkrunarheimila verði hætt og að ríkissjóður beri framvegis einn ábyrgð á fjármögnun vegna byggingar hjúkrunarheimila sem og rekstri hjúkrunarrýma. Samkvæmt þessum áformum mun ríkið hins vegar ekki annast um að byggja hjúkrunarheimili heldur leigja þau í þess stað af aðilum sem sérhæfa sig í byggingu og rekstri fasteigna. Samhliða því að létta kostnaði af sveitarfélögum verða gerðar breytingar á tekjustofnum þeirra sem samsvari lægri kostnaði þeirra í kjölfarið á breyttu fyrirkomulagi. Þá þarf að gera breytingar á lögum sem tengjast heilbrigðisþjónustu til að endurspegla þetta breytta fyrirkomulag á kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga við öflun á húsnæði undir hjúkrunarrými. Einnig þarf að skoða breytingar á Framkvæmdasjóði aldraðra, hvort hann verði lagður niður eða aðlagaður breyttu fyrirkomulagi.</p> <p>Nýtt fyrirkomulag gerir ráð fyrir að fjármögnun hjúkrunarheimila byggi á skýrri aðgreiningu á rekstri húsnæðis annars vegar og hjúkrunarþjónustu hins vegar. Samningar um rekstur þjónustu á hjúkrunarheimilum verði almennt gerðir til 10 ára í stað 5 ára, eins og nú er, til að auka rekstraröryggi og áætlanagerð til lengri tíma. Fasteignafélögum og öðrum sérhæfðum aðilum verði gefið tækifæri til að byggja og reka fasteignir hjúkrunarheimila á grundvelli útboða sem leiði til hagstæðustu útkomu að teknu tilliti til gæða og kostnaðar. Ákvörðun um fjöldi rýma í nýjum hjúkrunarheimilum byggist almennt á þjónustuþörf og rekstrarhagkvæmni þar sem lágmarksfjöldi hjúkrunarrýma er skilgreindur og eftirspurn er til staðar. Leigusamningar um afnot og viðhald húsnæðis hjúkrunarheimila gildi í 20 til 30 ár. Tekið verði upp staðlað fyrirkomulag þar sem greidd er leiga í formi nýs húsnæðisgjalds fyrir afnot af rýmum undir eiginlega hjúkrunarstarfsemi. Við ákvörðun leiguverðs verður lagt mat á gæði hvers hjúkrunarheimilis út frá þeim viðmiðum sem gilda um byggingu hjúkrunarheimila. Eignunum verður þá raðað í gæðaflokka með fyrirfram skilgreindu leiguverði eftir því hvernig eignin uppfyllir gæðastuðla. Eigendum fasteignanna verður gefinn kostur á að ráðast í endurnýjun eða endurbætur á eigninni til að komast upp um gæðaflokka sem leiða til hærra leiguverðs.</p> <p>Núverandi fyrirkomulagi á fasteignarekstri hjúkrunarheimila samræmist ekki vel þeim breytingum sem hafa verið gerðar á almennri fasteignaumsýslu á vegum ríkisins. Meginmarkmið með nýju fyrirkomulagi er að auka hagkvæmni og framkvæmdahraða vegna fjárfestinga í hjúkrunarheimilum þannig að aðstaða sé til staðar í samræmi við þjónustuþörf hverju sinni. Einnig að auka sveigjanleika og sérhæfingu við byggingu og rekstur hjúkrunarheimila og tryggja að fjármunir séu til staðar til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegt viðhald og endurbætur til að koma í veg fyrir að viðhaldsskuld myndist yfir lengri tíma með tilheyrandi kostnaði. Ávinningur er talinn hljótast af því að aðrir aðilar en hin opinbera, þ.e. þeir sem sérhæfa sig í fasteignauppbyggingu, fái tækifæri til að bera ábyrgð á framkvæmdum á þessu sviði. Það er einnig til þess fallið að dreifa verkefnaálagi vegna slíkra framkvæmda. </p> <p>Á tímabili fjármálaáætlunarinnar er gert ráð fyrir að byrjað verði að greiða samkvæmt nýju fyrirkomulagi fyrir samtals 792 hjúkrunarými þar af eru 635 ný rými sem staðsett eru bæði á nýjum og eldri hjúkrunarheimilum. </p>Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Blá ör til hægriÚtgjöld vegna málefna útlendinga, umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks - Rammagrein 7<p>Framan af tímabilinu 2017–2023 voru útgjöld málaflokka sem fara með málefni útlendinga, umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks nokkuð stöðug, eða á bilinu 6–8 ma.kr. á föstu verðlagi. Árið 2022 varð veruleg breyting þegar útgjöldin nærri tvöfölduðust að raunvirði á milli ára. Skýrist það einkum af stórauknum fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem komu frá Úkraínu og Venesúela. <a href="https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Fj%c3%a1rm%c3%a1la%c3%a1%c3%a6tlun%202024-2028%20-%20vefur.pdf">Fjallað var um efnahagsleg áhrif fjölgunar flóttafólks á bls. 38–40 í fjármálaáætlun 2024–2028.</a></p> <p>Árið 2023 héldu útgjöld áfram að aukast, eða um 52% milli ára. Þegar litið er aftur til ársins 2017 höfðu útgjöld til málaflokka <em>10.50 Útlendingamál</em> og <em>29.70 Málefni innflytjenda og flótta­manna</em> ríflega þrefaldast að raunvirði. Á sama tímabili nærri fjórfaldaðist fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þá nærri nífaldaðist fjöldi þeirra sem hlutu vernd og fengu stöðu flóttafólks, sem skýrist einkum af því að umsækjendur frá Úkraínu og Venesúela fengu að stærstum hluta veitta vernd án tafar árin 2022 og 2023. Samanburð má sjá nánar á myndinni hér fyrir neðan: </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/K03.2_M17_Raungj%c3%b6ld%20til%20m%c3%a1lefna%20%c3%batlendinga.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Raunútgjöld til málefna útlendinga ríflega þrefölduðust og fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd tæplega fjórfaldaðist frá 2017 til 2023" /></p> <p>Merki eru um að farið sé að hægjast á þessari miklu aukningu flóttafólks á þessu ári því að á fyrsta ársfjórðungi höfðu 597 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi sem er ríflega helmingsfækkun frá sama tímabili síðasta árs. Ein helsta ástæðan fyrir því er fækkun umsókna frá Venesúelabúum því að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs höfðu einungis 90 Venesúelabúar sótt um vernd, samanborið við 636 einstaklinga fyrstu þrjá mánuðina árið áður. Líklegt er að það megi rekja til þess að á sl. ári var fallið frá þeirri ákvörðun að veita fólki frá Venesúela skilyrðislausa viðbótarvernd á grundvelli alvarlegs ástands í landinu. Talið er að umsækjendur um alþjóðlega vernd á yfirstandandi ári verði eftir sem áður mun fleiri en á árum áður og verði á bilinu 2.500–3.500. Hins vegar er gert ráð fyrir að þeim muni fækka smám saman í 1.000 umsækjendur í lok áætlunartímabilsins.&nbsp; </p> <p>Stærstan hluta beinna útgjalda vegna málefna útlendinga á undanförnum árum má rekja annars vegar til þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem felst í húsnæði, fæði og annarri framfærslu, og hins vegar til endurgreiðslna ríkissjóðs til sveitarfélaga vegna félags­þjónustu og veittrar aðstoðar við erlenda ríkisborgara sem átt hafa lögheimili í landinu skemur en tvö ár. Á árinu 2023 námu þessi útgjöld þremur fjórðu hlutum af heildarútgjöldum til mála­flokka sem fara með málefni útlendinga. Þá eru ótalin óbein útgjöld sem falla undir önnur mál­efnasvið, s.s. í heilbrigðis- og menntakerfinu, sem ætla má að séu umtalsverð þótt umfang þeirra liggi ekki fyrir að svo stöddu. </p> <p>Umfang útgjalda vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd um húsnæði og fæði veltur einkum á fjölda þeirra sem hingað leita að vernd auk afgreiðslutíma umsókna hjá Útlend­ingastofnun og eftir atvikum hjá kærunefnd útlendingamála. Eins og sakir standa tekur máls­meðferð um 180 daga á hvoru stjórnsýslustigi. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/K03.2_M18_Fj%c3%a1rveitingar%20til%20m%c3%a1lefna%20%c3%batlendinga%20fara%20l%c3%a6kkandi.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Fjárveitingar til málefna útlendinga fara lækkandi á tímabili fjármálaáætlunar" /></p> <p>Nýverið sammæltist ríkisstjórnin um <a href="/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/02/20/Heildarsyn-i-utlendingamalum/">víðtækar aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóð­lega vernd, flóttafólks og innflytjenda.</a> Markmið aðgerðanna er að stuðla að betri, skilvirkari og skýrari framkvæmd innan málaflokksins og bættri þjónustu í því skyni að renna styrkari stoðum undir stjórn útlendingamála. Ein af aðgerðunum miðar að því að stytta afgreiðslutíma umsókna um alþjóðlega vernd um helming, eða í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi. Nái að­gerðin tilætluðum árangri má gera ráð fyrir að frá árinu 2025 fari kostnaður vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd lækkandi. Jafnframt miðar breytt fyrirkomulag að því að færri sæki um alþjóðlega vernd sem ekki uppfylla skilyrði til þess. Þá verður ráðist í tímabundið átak til að flýta afgreiðslu umsækjenda frá Venesúela sem beðið hafa niðurstöðu hjá Útlendinga­stofnun. Náist þessi markmið má gera ráð fyrir að aðgerðirnar leiði til enn frekari lækkunar útgjalda vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og er gert ráð fyrir því í fjármála­áætluninni.</p> <p>Ríkisstjórnin ákvað einnig að ráðast í aðgerðir sem miða að því að jafna tækifæri í íslensku samfélagi, stuðla að betri nýtingu mannauðs, samræma löggjöf og framkvæmd með það að markmiði að leggja áherslu á að verndarkerfið þjóni betur þeim sem búa við mesta neyð, sem m.a. verður gert með því að setja móttöku kvótaflóttafólks í forgang. </p> <p>Er því einnig gert ráð fyrir hækkun framlaga í þessari fjármálaáætlun miðað við gildandi fjármálaáætlun fyrir árin 2024–2028 til að styðja ofangreindar aðgerðir og mæta áskorunum í málefnum útlendinga, s.s. styttingu málsmeðferðartíma og inngildingu. Annars vegar er gert ráð fyrir fjármunum í almennum varasjóði til mál­efnisins sem nemur 1,6 ma.kr. árið 2025 og 0,6 ma.kr. árið 2026. Gert er ráð fyrir að fjármunum verði dreift á viðeigandi málaflokka í frumvarpi til fjárlaga 2025. Hins vegar er veitt 1 ma.kr. tímabundið framlag til að mæta útgjöldum vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd um húsnæði og fæði, en framlagið kemur á móti 5 ma.kr. framlagi sem veitt var í fjárlögum 2024 tímabundið í tvö ár.</p>Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Blá ör til hægriVirkjun efnahags ríkisins til lækkunar á skuldum ríkissjóðs - Rammagrein 8<p>Umtalsverðar eignir eru á efnahagsreikningi ríkissjóðs sem tækifæri eru til að hagnýta mun betur. Ríkissjóður er eigandi að 47 félögum sem höfðu samtals um&nbsp; 1.000 ma.kr. í eigin fé í árslok 2022. Þá er ríkissjóður eigandi að um 900 fasteignum með heildarfermetrafjölda upp á 950.000 m<sup>2 </sup>og ríflega 400 jörðum en bókfært virði þessara eigna er um 312 ma.kr. Til viðbótar á ríkissjóður talsvert af lóðum, spildum og auðlindum víðs vegar um landið. Í eignasafninu felast margvísleg tækifæri til að innleysa verðmæti, t.a.m. með sölu eigna eða þróun þeirra sem eykur virði eignanna. </p> <p>Til að styðja við lækkun á skuldastöðu ríkissjóðs og meira svigrúm til samfélagslega arð­bærra fjárfestinga verður lögð aukin áhersla á að hámarka hagrænan og samfélagslegan ábata af eignum ríkisins. Frekari greining verður gerð á félaga- og eignasafni ríkisins m.t.t. þess hvaða eignir teljast mikilvægar út frá almannahagsmunum og sviðsmyndir mótaðar um sölu og ráðstöfun slíkra eigna. Horft verður til tilgangs og ábata af eignarhaldinu og arðsemis­sjónarmiða. </p> <p>Tækifæri eru til að stýra efnahagsreikningi ríkisins með enn markvissari hætti og ná fram meiri arðsemi, auknum arðgreiðslum og öðrum ábata af eignum ríkisins. Þörf er á að ráðast í sölu ótekjuberandi eigna eins fljótt og hægt er og kanna möguleika á sameiningu félaga eða sölu þeirra í meira mæli en verið hefur. Með slíkum aðgerðum verður hægt að lágmarka fjármagnskostnað ríkissjóðs að teknu tilliti til áhættu, innleysa verðmæti sem liggja á efnahagsreikningnum og þar með draga úr skuldasöfnun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/R08_M01-Skuldir_og_eignir_rikissjods_jukust_arid_2022.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Skuldir og eignir ríkissjóðs jukust árið 2022: 2018-2022" style="float: left;" /></p>Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Blá ör til hægriFærri og öflugri stofnanir - Rammagrein 9<p>Eitt af forgangsmálum stjórnvalda eru breytingar á stofnanakerfinu en með færri og öflugri stofnunum mætti bæta nýtingu fjármuna umtalsvert. Ríkisendurskoðandi<sup><sup>1</sup></sup>&nbsp;hefur m.a. lýst því sjónarmiði að smæð stofnana sé í flestum tilvikum hamlandi í rekstrar- og faglegu tilliti og því sé nauðsynlegt að efla stofnanakerfið svo að það hafi burði til að takast á við viðfangsefnin.</p> <p>Stofnanir ríkisins eru í dag 161 talsins<sup><sup>2</sup></sup>&nbsp;og hefur þeim fækkað um 5 á kjörtímabilinu. Í lok 10. áratugarins voru stofnanir 250 talsins en með samstilltu átaki var þeim fækkað hratt og fækkaði stofnunum um 37% til ársins 2021.<sup><sup>3</sup></sup>&nbsp;Áhersla var lögð á tilfærslu verkefna í hlutafélög ásamt því að verkefni voru færð til sveitarstjórnarstigsins. </p> <p>Með stafvæðingu og bættri hagnýtingu gagna myndast aukin tækifæri til að horfa á verkefnin út frá sameiginlegum viðfangsefnum í stað þess að hver stofnun sinni afmörkuðum verkefnum. Með þessu má sameina ýmsar stofnanir sem hafa sömu eða sambærileg verkefni í öflugar þekkingarstofnanir og bæta þannig þjónustu við samfélagið.</p> <p>Ýmsar breytingar á stofnanakerfinu eru í farvatninu með fækkun niður í 154 stofnanir. Þarna vega stærst sameiningar á stofnunum umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis úr 13 í 8 sem hefur það að markmiði að auka samþættingu verkefna og samvinnu á milli stofnana. Vinnan var unnin í góðu samstarfi með starfsfólki út frá faglegri greiningu á viðfangsefninu og á sameiningin að skila sér í kröftugri og faglega öflugri starfseiningum. </p> <p>Á slíkum forsendum mætti gera greiningu um endurskipulagningu stofnanakerfisins með það að markmiði að mynda öflugar þekkingarstofnanir sem hafa burði til að takast á við þær áskoranir sem ríkisreksturinn stendur frammi fyrir.</p> <p><sub>1 Stofnanir ríkisins, fjöldi, stærð og stærðarhagkvæmni. 2021. Ríkisendurskoðun. <br /> 2 Stofnanir ríkisins að frátöldum stofnunum Alþingis og ráðuneytum. <br /> 3 Stofnanir ríkisins, fjöldi, stærð og stærðarhagkvæmni. 2021. Ríkisendurskoðun.</sub></p>Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Blá ör til hægriÁhrif endurlána á lánsfjárjöfnuð - Rammagrein 10<p>Endurlán ríkissjóðs eru lán sem veitt eru til ríkisaðila utan A1-hlutans. Æskilegt er talið að takmarka skuldabréfaútgáfu ríkisaðila til eigin fjármögnunar og veita í stað endurlán. Þannig nást betri tök á heildarumsvifum ríkisaðila og þeir eru síður í samkeppni sín á milli um lánsfjármögnun sem gæti leitt til hærri fjármögnunarkostnaðar heildarinnar. Húsnæðissjóður, Vaðlaheiðargöng, LÍN og Byggðastofnun eru meðal þeirra sem hafa notið slíkrar fjármögnunar frá ríkissjóði.</p> <p>Endurlánum fylgir þó ákveðinn freistnivandi. Hann leiðir af því að lánveitingar eru ekki gjaldfærðar og koma þannig ekki fram í afkomu ríkissjóðs. Í stað þess að horfast í augu við vöxt útgjalda kunna stjórnvöld að leitast við að forðast verri afkomu með því að veita opinberum félögum, hverra afkoma er í besta falli háð óvissu, tiltekið hlutverk og endurlána til þeirra fremur en að stofna til útgjalda sem veikja afkomu ríkissjóðs. Þannig má t.a.m. uppfylla afkomureglur laga um opinber fjármál jafnvel þó undirliggjandi rekstur hins opinbera geri það í reynd ekki. Skuldareglur sömu laga ná hins vegar til endurlána og mynda þannig vörn gagnvart framangreindum freistnivanda. Það er mikilvægt því skuldsetningu sem af endurlánum leiðir getur fylgt veruleg áhætta og því þarf undirbúningur að vera vandaður og fjárhagsleg sjálfbærni verkefna metin áður en farið er í skuldbindandi ákvarðanir. Útlánakjör þurfa einnig að endurspegla markaðsvexti og áhættu verkefna.</p> <p>Gert er ráð fyrir að endurlán úr ríkissjóði vaxi verulega á tímabili fjármálaáætlunarinnar. Útlit er fyrir að fjárhæð endurlána nemi 4,7% af VLF árið 2029, samanborið við 2,4% árið 2023. Vöxtur endurlána mun að óbreyttu auka lántökuþörf ríkissjóðs á næstu árum. Endurlán til Húsnæðissjóðs eru þar fyrirferðamest og í lok tímabils áætlunarinnar má gera ráð fyrir að þau verði um helmingur allra endurlána ríkissjóðs. Lán til Menntasjóðs munu einnig fara vaxandi en báðir þessir lánasjóðir eru í uppbyggingarfasa í takt við stefnu stjórnvalda í viðkomandi málaflokkum. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/R10_M01_Endurl%c3%a1n%20r%c3%adkissj%c3%b3%c3%b0s.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Endurlán ríkissjóðs Staða og áætlanir, % af VLF" /></p> <p>Lánsfjárjöfnuður lýsir hreinni fjármögnunarþörf ríkissjóðs og þörf á nýjum lántökum. Nánar er fjallað um lánsfjárjöfnuð í kafla 3.2 um skuldaþróun. Eins og sjá má á mynd hér að neðan hafa endurlán umtalsverð áhrif á lántökuþörf ríkissjóðs sem er veruleg á tímabili fjármálaáætlunar en gert er ráð fyrir að nýjar lántökur fari hæst í 84 ma.kr. (1,6% af VLF) árið 2026. Þá má benda á að inni í áætlunum fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir sölu á helmingshlut ríkissjóðs í Íslandsbanka sem svarar til um 1% af VLF.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/R10_M02_N%c3%bdjar%20l%c3%a1nt%c3%b6kur%20r%c3%adkissj%c3%b3%c3%b0s.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Nýjar lántökur ríkissjóðs" /></p> <p>Eftir því sem umfang endurlána vex þarf afkoma ríkissjóðs að vera þeim mun betri til að uppfylla markmið stjórnvalda um ábyrga ríkisfjármálastefnu og hófleg skuldahlutföll. Samfélagslegur kostnaður halla á lánsfjárjöfnuði er mikill um þessar mundir. Kostnaðurinn leiðir hvoru tveggja af því að skuldsetning er afar dýr í núverandi umhverfi hárra vaxta og af því að frekari skuldsetning viðheldur háum vöxtum og verðbólgu sem um þessar mundir eru langt umfram það sem samrýmist efnahagslegum stöðugleika til lengdar.</p> <p>Ábata af slíkum hallarekstri, þ.m.t. endurlánum, þarf að vega á móti þeim kostnaði sem af honum leiðir.</p>Mennta- og menningarmálaráðuneytið
 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta