Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Staðreyndir um velferðarmál
06.07.2022Rúmlega 60% allra útgjalda ríkissjóðs er varið til heilbrigðis-, félags-, húsnæðis- og...
Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu skulu allir landsmenn eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Allir þurfa einhvern tíma á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda, þótt í mismiklum mæli sé, enda tekur kerfið mið af ólíkum þörfum fólks og aðstæðum á öllum æviskeiðum. Verkefni á sviði lýðheilsu og forvarna eru mikilvægur liður í því að efla eða viðhalda heilsu og auka velferð landsmanna og falla því hér undir, líkt og lyfjamál, lífvísindi og lífsiðfræði. Lífvísindi og lífsiðfræði fjalla m.a. um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði , lífsýnasöfn, líffæragjafir og líffæraígræðslu, ákvörðun dauða, dánarvottorð og krufningar.
Verkefni á sviði lífs og heilsu heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun:
Sjúkrahúsþjónusta
Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
Lyf og lækningavörur
Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu skulu allir landsmenn eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Allir þurfa einhvern tíma á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda, þótt í mismiklum mæli sé, enda tekur kerfið mið af ólíkum þörfum fólks og aðstæðum á öllum æviskeiðum. Verkefni á sviði lýðheilsu og forvarna eru mikilvægur liður í því að efla eða viðhalda heilsu og auka velferð landsmanna og falla því hér undir, líkt og lyfjamál, lífvísindi og lífsiðfræði. Lífvísindi og lífsiðfræði fjalla m.a. um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði , lífsýnasöfn, líffæragjafir og líffæraígræðslu, ákvörðun dauða, dánarvottorð og krufningar.
Verkefni á sviði lífs og heilsu heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun:
- Sjúkrahúsþjónusta
- Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
- Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
- Lyf og lækningavörur
- Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Rúmlega 60% allra útgjalda ríkissjóðs er varið til heilbrigðis-, félags-, húsnæðis- og...
Heilbrigðisráðuneytið
Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að semja drög að reglugerð um útgáfu...
Á vef Embættis landlæknis er leit sem skilar upplýsingum um heilbrigðisstofnanir, dvalar- og hjúkrunarheimili og heilsugæslustöðvar.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.
Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira