Hoppa yfir valmynd

Upplýsingar úr málaskrám ráðuneyta

Birting að frumkvæði stjórnvalda

Þann 1. janúar 2021 tók í gildi breyting á upplýsingalögum nr. 140/2012 varðandi birtingu upplýsinga að frumkvæði stjórnvalda.

Skv. 2. mgr. 13. gr. laganna er nú ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands skylt að birta upplýsingar úr málaskrám sínum með rafrænum hætti. Að lágmarki ber að birta skrá yfir mál sem eru til meðferðar í ráðuneyti í tilefni af innsendu eða útsendu erindi þar sem tilgreint er málsnúmer og heiti máls. 

Jafnframt segir í 3. mgr. 13. gr sömu laga að ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um það hvernig birtingu upplýsinga skuli hagað, þar með talið hvar og hvernig upplýsingar skuli birtar, sjá nánar í reglugerð um birtingu upplýsinga að frumkvæði stjórnvalda nr. 464/2018.

Til að sjá lista yfir mál, smelltu á viðkomandi ráðuneyti og Excel- eða PDF-skjal vistast hjá þér. Ný mál hvers mánaðar eru á sér blaði  (e. sheet) í Excel skjalinu.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum