Efst á baugi - Nýjustu fréttir

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpar 45. þing BSRB

Forsætisráðherra ávarpar 45. þing BSRB

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði 45. þing BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun.

Þjónusta fyrir konur hjá heilsugæslunni

Velferðarráðuneytið hefur falið Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að útfæra tilraunaverkefni um móttöku innan heilsugæslunnar þar sem konur gætu sótt ráðgjöf og ýmsa þjónustu vegna sértækra heilsufarsvandamála sem eru bundin við konur.
Samningur um samstarf á milli Íslands og Kína á sviði einkaleyfa og vörumerkja - Mynd

Samningur um samstarf á milli Íslands og Kína á sviði einkaleyfa og vörumerkja

Á fundi ráðherranna kom fram að íslensk fyrirtæki eru í auknu mæli að sækja um einkaleyfi og vernd vörumerkja í Kína og er eitt af markmiðum samstarfssamningsins að liðka fyrir því og hvetja til þess.
 Forskot til framtíðar

Forskot til framtíðar - ráðstefna um vinnumarkaðsmál

Ráðstefnan Forskot til framtíðar verður haldin í Reykjavík föstudaginn 2. nóvember. Til umfjöllunarinnar er vinnumarkaður framtíðarinnar með áherslu á möguleg áhrif breyttrar heimsmyndar á náms- og atvinnutækifæri ungs fólks. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill en skráning þátttöku er nauðsynleg.
Norrænt samstarf

Undirbúningur að samnorrænum innkaupum lyfja heldur áfram

Ráðherrar heilbrigðismála í Danmörku og Noregi hafa lýst afdráttarlausum vilja til þess að vinna áfram með Íslandi að sameiginlegum innkaupum lyfja og að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirriti einnig yfirlýsingu landanna þar að lútandi fyrir Íslands hönd.
Alþingishúsið

Mælt fyrir frumvarpi um dvalarrými og dagdvöl

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi á Alþingi sem hefur að markmiði að jafna aðgang þeirra sem þurfa á dvöl í dvalarrými eða dagdvöl að halda, óháð aldri og snýr einnig að forgangsröðun umsókna eftir þörfum viðkomandi einstaklinga.

Tímamót í velferðarþjónustu - Ráðstefna 7. - 8. nóvember

Velferðarráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands boða til ráðstefnu og málstofa dagana 7. – 8. nóvember. Sjálfstæði, nýsköpun og samvinna eru lykilhugtök ráðstefnunnar þar sem fjallað verður um velferðarþjónustuna á Íslandi, stöðu hennar og verkefnin sem framundan eru í ljósi. Fjöldi þeirra sem þurfa aðstoð og þjónustu vex hröðum skrefum og kröfur um gæði og einstaklingsmiðaða þjónustu aukast. Um þetta verður fjallað, ræddar lykilspurningar sem þetta varða og sjónum beint að tækifærum sem framundan eru.
Guðlaugur Þór Þórðarson og James Foggo aðmíráll

Minningarathöfn markar upphaf Trident Juncture 2018 á Íslandi

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og James E. Foggo aðmíráll leiddu í morgun minningarathöfn um þau sem létu lífið vegna átaka á Atlantshafi í síðari heimsstyrjöld. Athöfnin markar upphaf varnaræfingarinnar Trident Juncture 2018 á Íslandi.
Tímamótaaðgerð til stuðnings íslenskum bókum - Mynd

Tímamótaaðgerð til stuðnings íslenskum bókum

Með frumvarpi um stuðning við bókaútgáfu er lagt til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag.

Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar fái heimild til að ávísa getnaðarvörnum

Bæta á aðgengi kvenna, einkum ungra kvenna, að kynheilbrigðisþjónustu og nýta betur fagþekkingu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra samkvæmt lagafrumvarpi sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja fram á Alþingi. Samkvæmt því verður ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum heimilað að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Ráðherra kynnti frumvarpið á fundi ríkisstjórnar í dag.
Opinber stuðningur við vísindarannsóknir – lagabreytingar í Samráðsgátt - Mynd

Opinber stuðningur við vísindarannsóknir – lagabreytingar í Samráðsgátt

Frumvarp um breytingar á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir hefur verið sett í Samráðsgátt stjórnvalda.
Unnur Brá Konráðsdóttir

Unnur Brá Konráðsdóttir verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unni Brá Konráðsdóttur, aðstoðarmanni ríkisstjórnarinnar, verður falið að tryggja samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn