Efst á baugi - Nýjustu fréttir

Menntakerfi Eistlands í fremstu röð - Mynd

Menntakerfi Eistlands í fremstu röð

Eistland og Ísland standa frammi fyrir áþekkum áskorunum í menntamálum. Þetta kom fram á fundi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Mailis Reps mennta- og vísindamálaráðherra Eistlands.
Gylfi Ólafsson

Gylfi Ólafsson skipaður forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Ákvörðun ráðherra er í samræmi við niðurstöðu lögskipaðrar nefndar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana.

Drög að lagafrumvarpi um netöryggismál til umsagnar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett drög að lagafrumvarpi um netöryggismál til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Meginmarkmið frumvarpsins er að auka öryggi net- og upplýsingakerfa og bæta viðbrögð við öryggisatvikum. Umsagnarfrestur er til og með 10. ágúst nk.
Svipmynd frá samgönguþingi 2018 sem haldið var í Súlnasal, Hótel Sögu.

Áskoranir í samgöngumálum í kastljósinu á samgönguþingi

Hátt á annað hundrað manns sátu samgönguþing 2018 sem fram fór í dag. Fjallað var um helstu áherslur í samgönguáætlun sem lögð verður fyrir Alþingi í haust, áskoranir í samgöngumálum, framkvæmdir og fjármögnun, almenningssamgöngur, umferðaröryggi og hlutverk upplýsingatækninnar í framtíðarsamgöngum. Frummælendur fjölluðu um hvert málefni og í kjölfarið voru umræður með þátttöku sérfræðinga á viðkomandi sviði, ásamt fyrirspurnum úr sal.
Frá fyrsta fundi loftslagsráðs

Loftslagsráð kemur saman í fyrsta sinn

Loftslagsráð kom saman í fyrsta sinn í gær, en því er ætlað að vera stjórnvöldum til aðhalds með markvissri ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi. Þar á meðal eru aðgerðir til að draga úr losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda, efla viðnámsþol gagnvart afleiðingum veðurfarsbreytinga og efla almenna vitund um loftslagsmál og aðgerðir til að sporna gegn þeim.
Mynd/Hari

Nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda.
Rannveig Sigurðardóttir

Forsætisráðherra skipar í embætti aðstoðarseðlabankastjóra

Forsætisráðherra hefur samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands ákveðið að skipa Rannveigu Sigurðardóttur í embætti aðstoðarseðlabankastjóra til fimm ára frá og með 1. júlí 2018.
Svipmynd frá stefnumótunarfundinum í morgun.

Ný stefna mótuð um fjarskipti, póstmál, netöryggismál og málefni Þjóðskrár Íslands

Ein sameiginleg stefna fyrir fjarskipti, póstmál, netöryggismál og málefni Þjóðskrár Íslands er nú í undirbúningi í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Af því tilefni bauð ráðuneytið til stefnumótunarfundar í dag þar sem saman komu helstu hagsmunaaðilar, framkvæmdaaðilar og samstarfsaðilar ráðuneytisins í þeim málaflokkum sem hin nýja stefna mun ná til.
Íþróttamál á Íslandi vekja athygli Eista - Mynd

Íþróttamál á Íslandi vekja athygli Eista

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hóf ferð sína til Eistlands á fundi með Indrek Saar menningarmálaráðherra.
Velferðarráðuneytið Skógarhlíð

Hlutur kynjanna í nefndum ráðuneytanna aldrei jafnari

Hlutur kynjanna í nefndum ráðuneytanna hefur aldrei verið jafnari, hvort heldur litið er til allra starfandi nefnda eða nýskipana á starfsárinu 2017. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Jafnréttisstofu um kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Stjórnarráðsins.

Samgönguþing hefst kl. 13 í dag – útsending á vefnum

Á annað hundrað manns eru skráðir til þátttöku á samgönguþingi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og samgönguráð boða til á Hótel Sögu kl. 13-16.30 í dag. Hægt verður að fylgjast með streymi frá þinginu hér á vefnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn