Ráðherranefndir

Þrjár ráðherranefndir eru starfandi. Um starfshætti ráðherranefnda gilda reglur nr. 166/2013.

Ráðherranefnd um ríkisfjármál

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra eiga fast sæti í nefndinni. Aðrir ráðherrar sitja fundi nefndarinnar eftir þörfum, samkvæmt ákvörðun forsætisráðherra sem stýrir nefndinni.

Með nefndinni starfa embættismenn í forsætisráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Ráðherranefnd um ríkisfjármál fjallar um stefnumótun og áætlanagerð á sviði ríkisfjármála og fjárlagagerð til undirbúnings umfjöllunar í ríkisstjórn.

Helstu verkefni:

  • Stefnumótun ríkisstjórnar í ríkisfjármálum
  • Undirbúningur fjármálaáætlunar
  • Undirbúningur fjárlagagerðar s.s. tímaáætlun, verklag, tekju- og útgjaldastefna og forgangsröðun
  • Eftirlit með framkvæmd fjárlaga

Ráðherranefnd um efnahagsmál

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra eiga fast sæti í nefndinni. Aðrir ráðherrar sitja fundi nefndarinnar eftir þörfum, samkvæmt ákvörðun forsætisráðherra sem stýrir nefndinni.

Með nefndinni starfa embættismenn í forsætisráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Ráðherranefnd um efnahagsmál fjallar um og undirbýr stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og gegnir eftirlits- og samræmingarhlutverki við framkvæmd efnahagsstefnunnar.

Helstu verkefni:

  • Stefnumótun og samræming stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum
  • Eftirlit með framkvæmd efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar
  • Framtíðarskipan peningamála
  • Samræming í fjármálum ríkisins til skemmri og lengri tíma
  • Samskipti við aðila vinnumarkaðarins
  • Uppbygging fjármálakerfisins

Ráðherranefnd um samræmingu mála er varða fleiri en eitt ráðuneyti

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra eiga fast sæti í nefndinni. Aðrir ráðherrar sitja fundi nefndarinnar eftir þörfum, samkvæmt ákvörðun forsætisráðherra sem stýrir nefndinni.

Með nefndinni starfa embættismenn í forsætisráðuneytinu og frá öðrum ráðuneytum eftir því sem við á.

Ráðherranefnd um samræmingu mála tekur til umfjöllunar hvers kyns málefni þar sem þörf er á samræmingu og samhæfingu á milli ráðuneyta, m.a. til undirbúnings fyrir umfjöllun í ríkisstjórn.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn