Þingmálaskrá 152. löggjafarþings 2021–2022
Samkvæmt 1. mgr. 47. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, skal fylgja eftirriti stefnuræðu forsætisráðherra við upphaf þings yfirlit um þau mál sem ríkisstjórn hyggst leggja fram á þinginu ásamt áætlun um hvenær þeim verður útbýtt. Yfirlit fyrir 152. löggjafarþing fer hér á eftir. Fram kemur hvenær ætlunin er að leggja mál fram. Flutt kunna að verða fleiri mál en getið er og atvik geta hindrað flutning einstakra mála. Í samræmi við 2. mgr. 47. gr. laganna mun ríkisstjórnin jafnframt við upphaf vetrarþings, að loknu jólahléi, afhenda forseta Alþingis endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi.
Þingmálaskrá 152. löggjafarþings 2021–2022 til útprentunar
Endurskoðuð þingmálaskrá 152. löggjafarþings 2021-2022 til útprentunar - 17. janúar 2022
Ný mál eru auðkennd með því að þeim fylgir lýsing á efni. Niðurfelld mál eru með ljósara letri.
Forsætisráðherra
1. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, nr. 85/2018 (fjölgun mismununarþátta). |
Desember – lagt fram. |
2. |
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.). |
11. febrúar. |
3. |
Frumvarp til laga um Vísinda- og nýsköpunarráð. |
11. febrúar. |
4. |
Frumvarp til laga um rýni fjárfestinga erlendra aðila í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi vegna þjóðaröryggis. |
17. mars. |
5. |
Tillaga til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. |
Desember – lögð fram. |
6. |
Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd þingsályktana frá árinu 2020. |
Nóvember – lögð fram. |
7. |
Skýrsla forsætisráðherra um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi. |
31. maí. |
8. |
Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd upplýsingalaga. |
31. maí. |
9. |
Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025. Tillagan felur í sér að unnið verði markvisst að aðgerðum í þágu hinsegin fólks með réttarbótum, stefnumótun, fræðslu og vitundarvakningu. Um er að ræða fjölbreyttar aðgerðir sem snerta málefnasvið margra ráðuneyta og miða að því að bæta stöðu og réttindi hinsegin fólks í samfélaginu. |
10. mars. |
Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra
1. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019 (skipti eða slit tiltekinna skráningarskyldra aðila). |
Janúar → 28. febrúar. |
2. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995 (hluthafar og milliliðir). |
Janúar → 28. febrúar |
3. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um fyrirtækjaskrá (skipti o.fl.). [Breytt heiti frumvarps.] |
31. janúar. |
4. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011 (hljóð- og myndmiðlunarþjónusta). |
31. janúar. |
5. |
Frumvarp til laga um breytingu á kvikmyndalögum, nr. 137/2001 (styrkir til kvikmyndagerðar með skilyrði um endurgreiðslu). |
Febrúar → 31. mars. |
6. |
Frumvarp til laga um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. [Frá MBR.] |
Fellt niður. |
7. |
Tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslensks táknmáls. [Frá VIN.] |
Felld niður. |
Félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra
1. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Barna- og fjölskyldustofu og lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (flutningur starfsmanna). |
Desember – lagt fram. |
2. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012(móttaka einstaklinga með alþjóðlega vernd, innflytjendaráð). |
Desember → 31. janúar. |
3. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980 (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð). [Breytt frumvarp.] |
15. febrúar. |
4. |
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur). |
Febrúar → 31. mars. |
5. |
Frumvarp til starfskjaralaga. |
Mars → 15. febrúar. |
6. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili (nálgunarbann eða brottvísun af heimili). |
Fellt niður. |
7. |
Frumvarp til laga um sorgarleyfi. |
15. mars. |
8. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938 (Félagsdómur). |
Mars → 15. febrúar. |
9. |
Frumvarp til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra barna og fatlaðra barna. |
1. mars. |
10. |
Frumvarp til laga um framkvæmd öryggisráðstafana og öryggisþjónustu. |
31. mars. |
11. |
Frumvarp til laga um stuðning við hreyfihamlaða einstaklinga vegna bifreiða. |
Fellt niður. |
12. |
Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021–2024. |
Desember → 31. janúar. |
13. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 105/2014 (EURES-netið). Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð (ESB) nr. 2016/589 er varðar evrópska vinnumiðlunarnetið (EURES-netið). Reglugerðin fellir brott tiltekin ákvæði í reglugerð (ESB) nr. 492/2011, sem lögfest er hér á landi og birt sem fylgiskjal með lögum nr. 105/2014, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins. Innleiðing. |
31. mars. |
Fjármála- og efnahagsráðherra
1. |
Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022. |
Nóvember – lagt fram. |
2. |
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022. |
Nóvember – lagt fram. |
3. |
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (gjalddagar, refsinæmi o.fl.). |
Nóvember – lagt fram. |
4. |
Frumvarp til laga um staðfestingu ríkisreiknings 2020. |
Desember – lagt fram. |
5. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (samsköttun, vaxtafrádráttur). |
Desember – lagt fram. |
6. |
Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2021 II. |
Desember – lagt fram. |
7. |
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (bifreiðagjald, olíu- og kílómetragjald, vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.). |
Desember – lagt fram. |
8. |
Frumvarp til laga um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði (EuVECA og EuSEF). |
20. janúar. |
9. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (innleiðing EES-gerða o.fl.). |
31. janúar. |
10. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ríkisábyrgðir og lögum um lánasýslu ríkisins (endurskoðun). |
Janúar → 30. mars. |
11. |
Frumvarp til laga um upplýsingar tengdar sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu. |
Febrúar → 21. mars |
12. |
Frumvarp til laga um greiðslureikninga (PAD). |
28. febrúar. |
13. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 7/2021 (breyting á móðurgerð). |
Febrúar – lagt fram. |
14. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020 (fjármögnun skilasjóðs). |
Febrúar → 3. mars. |
15. |
Frumvarp til laga um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum með verðbréf og endurnotkun (SFTs). |
30. mars. |
16. |
Frumvarp til laga um fjárfestingar og fasteignaumsýslu ríkisins. |
16. mars. |
17. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrá, nr. 15/2018 (breyting á eftirliti). | Fellt niður. |
18. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt (netverslun o.fl.). |
29. mars. |
19. |
Frumvarp til laga um evrópska langtímafjárfestingarsjóði (ELTIF). |
21. mars. |
20. |
Frumvarp til laga um um peningamarkaðssjóði. |
31. mars. |
21. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021 (ýmsar breytingar). |
31. mars. |
22. |
Tillaga til þingsályktunar um um fjármálastefnu fyrir árin 2022–2026. |
Nóvember – lögð fram. |
23. |
Tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2023–2027. |
31. mars. |
24. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði (ESB-endurbótalýsing). Með frumvarpinu er lagt til að tekin verði upp í íslenskan rétt ákvæði reglugerðar (ESB) 2021/337 um breytingu á reglugerð (ESB) 2017/1129, sem kveður á um endurbótalýsingu verðbréfa sem ætlað er að aðstoða fyrirtæki við endurfjármögnun vegna efnahagsáfallsins sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur valdið. Innleiðing. |
20. janúar. |
25. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 (málefni forstöðumanna). Með frumvarpinu er ætlunin að taka af vafa um að ákvarðanir ráðherra, um grunnmat starfa forstöðumanna ríkisstofnana, séu stjórnvaldsfyrirmæli. |
24. mars. |
26. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða og fleira). Með frumvarpinu er ráðgert að leggja til að fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða verði rýmkaðar. Í ráðuneytinu stendur yfir greining á þörf fyrir breytingar að þessu leyti. Að auki að lagt verði til að lífeyrissjóðum verði heimilt að senda yfirlit og upplýsingar til sjóðfélaga með rafrænum hætti. |
1. mars. |
27. |
Sérstakt frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2022 vegna breyttrar framsetningar á fjárheimildum sem leiða af breyttri skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. |
8. febrúar. |
Heilbrigðisráðherra
1. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar). |
Desember – lagt fram. |
2. |
Frumvarp til laga um dýralyf |
Desember – lagt fram. |
3. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007 (skimunarskrá). |
Janúar → 15. febrúar. |
4. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga og lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (aðgangur að heilbrigðisgögnum). |
Fellt niður. |
5. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta). |
Febrúar → 31. mars. |
6. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum
um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, nr. 87/2018 (nikótínvörur, eftirlit o.fl.). |
25. febrúar. |
7. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (hlutverk og fjöldi færni- og heilsumatsnefnda). |
Fellt niður. |
8. |
Frumvarp til laga um breytingu á sóttvarnalögum, nr. 19/1997 (heildarendurskoðun). |
31. mars. |
9. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002 (bann við tóbaki með einkennandi bragði). |
Fellt niður. |
10. |
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum (samþætting þjónustu í þágu farsældar barna). |
31. mars. |
11. |
Tillaga til þingsályktunar um framtíðarsýn um heilbrigðisþjónustu við aldraða. |
23. febrúar. |
12. |
Tillaga til þingsályktunar um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. |
Febrúar → 31. mars. |
13. |
Skýrsla heilbrigðisráðherra um áætlun um framkvæmd heilbrigðisstefnu til fimm ára. |
17. mars. |
14. |
Skýrsla heilbrigðisráðherra um áætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára. |
31. mars. |
15. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (stjórn Landspítala). Í frumvarpinu er lagt til að skipuð verði fagleg stjórn yfir Landspítala að norrænni fyrirmynd. Lagðar eru til breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu þess efnis. Markmiðið er að styrkja stjórn stærstu heilbrigðisstofnunar landsins, Landspítala, með því að veita lagastoð fyrir því að stjórn verði skipuð yfir spítalann sem gegni því hlutverki að tryggja frekari faglegan rekstur spítalans. Efni frumvarpsins á rætur að rekja til sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. |
28. febrúar. |
16. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár, nr. 55/2009 (umsýsluumboð). Í frumvarpinu er lögð til heimild til handa sérfræðilæknum til að veita þriðja aðila umsýsluumboð fyrir hönd einstaklings 16 ára og eldri sem er ófær um að veita slíkt umboð sjálfur vegna líkamlegrar eða andlegrar skerðingar. Í dag eru hvorki aðstandendur né aðrir utan heilbrigðisstarfsfólks með réttindi til að aðstoða þessa einstaklinga við umsýslu sinna mála. Slíkt umboð myndi veita viðkomandi aðgang að t.d. Heilsuveru og öðrum rafrænum lausnum innan heilbrigðiskerfisins sem embætti landlæknis hefur veitt leyfi fyrir. Með þessu mun öll umsýsla fyrir hönd annarra vera skráð og rekjanleg. Um er að ræða mikla réttarbót fyrir umrædda einstaklinga og aðstandendur þeirra. |
31. mars. |
Innanríkisráðherra
1. |
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum (framlenging bráðabirgðaheimilda). |
Desember – lagt fram. |
2. |
Frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum, nr. 75/1998 (sala á framleiðslustað). |
Janúar → 25. febrúar. |
3. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008 (réttarstaða brotaþola, fatlaðra og aðstandenda). |
28. janúar. |
4. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008 (almannavarnastig o.fl.). |
Janúar – lagt fram. |
5. |
Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (barnaníðsefni, hatursorðræða, mismunun o.fl.). |
28. janúar. |
6. |
Frumvarp til laga um breytingu á hjúskaparlögum, nr. 31/1993 (aldur hjónaefna, könnunarmenn o.fl.). |
Janúar – lagt fram. |
7. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (Brexit – Youth Mobility Scheme). |
Janúar → 15. febrúar. |
8. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, dvalar- og atvinnuleyfi). |
25. janúar. |
9. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögum um meðferð einkamála o.fl. (ýmsar breytingar). |
Janúar → 25. febrúar. |
10. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008 (ýmsar breytingar vegna skipulagðrar brotastarfsemi). |
Janúar → 25. febrúar. |
11. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996 (aðgerðir til að koma í veg fyrir brot). |
Janúar → 30. mars. |
12. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, nr. 13/1984 (einföldun málsmeðferðar). |
Janúar → 15. febrúar. |
13. |
Frumvarp til laga um samningsbundna gerðardóma. |
Fellt niður. |
14. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993 (reikningshald Kirkjugarðasjóðs o.fl.). |
Janúar → 15. febrúar. |
15. |
Frumvarp til breytinga á lögum um útgáfu og notkun nafnskírteina, nr. 25/1965 (ný nafnskírteini). |
Janúar → 30. mars. |
16. |
Frumvarp til laga um landamæri. |
25. febrúar. |
17. |
Frumvarp til laga um breytingu á vopnalögum, nr. 16/1998 (öflun og varsla skotvopna). |
Febrúar → 30. mars. |
18. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991 (kennitöluflakk). |
Janúar → 15. febrúar. |
19. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008 (bótafjárhæðir). |
Febrúar → 30. mars. |
20. |
Frumvarp
til laga um breytinga á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 (einföldun málsmeðferðar, forgangsröðun mála o.fl.). Með frumvarpinu er brugðist við ábendingum sem hafa borist frá Persónuvernd. Lagt er til að meðferð mála verði einfölduð að því leyti að ekki þurfi að ljúka öllum kvörtunarmálum með úrskurði en slík breyting er til þess fallin að draga úr verkefnaálagi hjá Persónuvernd. Þá er jafnframt lagt til að Persónuvernd fái skýra heimild til að forgangsraða málum. |
30. mars. |
21. |
Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (erlend mútubrot). Með frumvarpinu verður ákvæðum 109. gr. og 264. gr. a um mútuboð til erlendra opinberra starfsmanna breytt í samræmi við tilmæli í skýrslu vinnuhóps á vegum OECD og varðar innleiðingu og framkvæmd íslenskra stjórnvalda á samningi samtakanna um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. |
25. febrúar. |
Innviðaráðherra
1. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftferðir, nr. 60/1998 (skyldur flugrekenda vegna COVID-19). |
Desember – lagt fram. |
2. |
Frumvarp til laga um áhafnir skipa. |
Janúar – lagt fram. |
3. |
Frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur. |
31. janúar. |
4. |
Frumvarp til laga um loftferðir. |
Janúar – lagt fram. |
5. |
Frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði innviðaráðuneytis. [Breytt heiti frumvarps.] |
Janúar → 31. mars. |
6. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Slysavarnaskóla sjómanna, nr. 33/1991 (skipan og hlutverk skólanefndar, aðskildar fjárreiður). |
Janúar → 28. febrúar. |
7. |
Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019 (EES-reglur, ökutæki o.fl.). |
Janúar → 31. mars. |
8. |
Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð. |
Janúar → 31. mars. |
9. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971 (tilfærsla á innheimtu meðlaga o.fl.). |
28. febrúar. |
10. |
Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar o.fl.). |
31. mars. |
11. |
Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun o.fl.). |
31. mars. |
12. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003 (gjaldtaka o.fl.). |
31. mars. |
13. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu, nr. 98/2019 (úrbætur á póstmarkaði). |
31. mars. |
14. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001 (uppbygging nýrrar mannvirkjaskrár). |
15. mars. |
15. |
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022–2036. |
31. mars. |
16. |
Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994 (skráningarskylda húsaleigusamninga og hækkun leigufjárhæðar). Markmið frumvarpsins lýtur annars vegar að því að auka réttaröryggi leigjenda á markaði og hins vegar að skráningu leigusamninga í opinberan gagnagrunn. Endurflutt. |
31. janúar. |
17. |
Frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis). Með frumvarpinu er kveðið á um heimild til að unnið sé sérstakt innviðaskipulag sem tekur til svæðis þvert á sveitarfélagsmörk til að auðvelda og flýta fyrir uppbyggingu flutningskerfis raforku. Endurflutt. |
31. janúar. |
Mennta- og barnamálaráðherra
1. |
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði menntamála (samþætting þjónustu í þágu farsældar barna). |
31. mars. |
2. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, nr. 45/2019 (hlutverk, afhending gagna, vinnsla persónuupplýsinga og siðareglur). Frá því að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa í byrjun árs 2020 hefur þörfin fyrir úrræðið sýnt sig. Komið hefur í ljós að þörf er á breytingu á lögunum með hliðsjón af því hvernig starf samskiptaráðgjafa hefur þróast. Í því samhengi skal nefnt að einstaklingar sem nýta úrræðið senda samskiptaráðgjafa oft á tíðum mjög viðkvæm gögn og er því talin þörf á að styrkja betur heimildir samskiptaráðgjafa til að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar auk þess sem talin er þörf á að skerpa á hlutverki samskiptaráðgjafans. Markmiðið frumvarpinu er að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála fái viðhlítandi heimildir í lögum og að löggjöfin verði þannig úr garði gerð að störf hans nýtist sem best almenningi til heilla. |
25. mars. |
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
1. |
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (eftirlit Fiskistofu o.fl.). |
31. janúar. |
2. |
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiða og erlendrar fjárfestingar (veiðar á bláuggatúnfiski). |
31. janúar. |
3. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993 (bætur vegna varna gegn dýrasjúkdómum). |
Janúar → 31. mars. |
4. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru (lífræn framleiðsla). |
31. janúar. |
5. |
Frumvarp til laga um breyting á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja). Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að úthluta aflamarki til veiða á stofnum hryggleysingja auk þess að lögð er til breyting á veiðistjórn sandkola. Endurflutt. |
31. janúar. |
6. |
Frumvarp til laga um breyting á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). Samkvæmt ákvæði XIX til bráðabirgða við lög um stjórn fiskveiða skal hefja endurskoðun ákvæða um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni eigi síðar en 1. október 2020, en ákvæði gildandi laga um þetta málefni falla brott 1. janúar 2023. Með frumvarpinu er brugðist við þessu. |
31. janúar. |
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
1. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og þjálfun sundkennara, eftirlit með starfsemi og athöfnum o.fl.). |
Desember → 23. febrúar. |
2. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr.49/1997 (markmiðsákvæði, endurskoðun hættumats, sektir o.fl.) |
Janúar → 23. febrúar. |
3. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum menningarminjar, nr. 80/2012 (verndarsvæði í byggð). |
Fellt niður. |
4. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (EES-innleiðing, undanþága frá starfsleyfi). |
1. mars. |
5. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn vatnamála, nr. 36/2011 (stjórnsýsla). |
Fellt niður. |
6. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (leiðrétting o.fl.). [Breytt heiti frumvarps.] |
21. mars. |
7. |
Tillaga til þingsályktunar um verndar- og orkunýtingaráætlun (3. áfangi). |
31. mars. |
8. |
Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. |
Felld niður. |
9. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins og brottfall laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis (bann við olíuleit og vinnslu á hafi). Með frumvarpinu verður lagt bann við olíuleit og vinnslu á hafi. Frumvarpið er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. |
21. mars. |
10. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (bætt nýting virkjana). Frumvarpið er liður í stefnu stjórnvalda í orkumálum um að tryggja orkuöryggi og afhendingaröryggi raforku. Með frumvarpinu verður lagt til að heimilt sé að ráðast í tæknilegar aflaukningar á virkjunum sem eru í rekstri án þess að slíkar uppfærslur þurfi að fara í gegn um ferli verndar- og orkunýtingaráætlunar, jafnvel þó um sé að ræða aflaukningu virkjana yfir 10 MW. |
21. mars. |
11. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 (losun úrgangs í náttúrunni). Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á 9. gr. laganna sem fjallar um óheimila losun úrgangs. Með breytingunni verður skýrar kveðið á um bann við losun úrgangs í náttúrunni. |
3. mars. |
12. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar, nr. 87/2002 (niðurgreiðsla). Notendur sem njóta niðurgreiddrar rafhitunar eiga þess kost að sækja um eingreiðslu til Orkustofnunar vegna kaupa á varmadælu. Stuðningskerfið hefur í framkvæmd reynst þungt og óskilvirkt. Með frumvarpinu er stefnt að því að einfalda niðurgreiðslukerfið og stuðla þannig að sanngjarnara og skilvirkara kerfi sem hefur í för með sér fleiri varmadælur með ávinning fyrir neytendur, ríki, raforkukerfið og orkuskipti. |
31. mars. |
Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra
1. |
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fríverslunarsamnings við Bretland, annarra samninga við Bretland o.fl. (atvinnuréttindi, kjötinnflutningur og vinnudvöl ungs fólks). |
Desember → 31. janúar. |
2. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða, nr.93/2008 (frysting fjármuna, skráning á lista yfir þvingunaraðgerðir o.fl.). |
Fellt niður. |
3. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu, nr. 58/2010 (sérfræðimat, gjaldtaka, reglugerðarheimild o.fl.). |
25. mars. |
4. |
Tillaga til til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu árið 2022 |
Desember – lögð fram. |
5. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu fríverslunarsamnings milli Íslands, Konungsríkisins Noregs, furstadæmisins Liechtensteins og Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands. |
Desember – lögð fram. |
6. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.214/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. |
Desember → 31. janúar |
7. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.50/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. |
Desember – lögð fram. |
8. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og bókun 37 við EES-samninginn (dýralyf). |
Desember – lögð fram. |
9. |
Tillaga til þingsályktunar um
staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 274/2021 og 275/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn. |
Desember → 31. janúar. |
10. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn. |
Desember → 31. janúar |
11. |
Tillaga til þingsályktunar um
staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn (endurbótalýsing verðbréfa). |
Desember – lögð fram. |
12. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 388/2021 frá 10. desember 2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. |
Desember – lögð fram. |
13. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 300/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. |
Janúar → 28. febrúar. |
14. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 385/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. |
Janúar → 28. febrúar. |
15. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.22/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. |
Janúar → 28. febrúar. |
16. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.59/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn |
Janúar → 28. febrúar. |
17. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.53/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. |
Janúar → 28. febrúar. |
18. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.54/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. |
Janúar → 28. febrúar. |
19. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 69/2021 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn. |
Janúar → 28. febrúar. |
20. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2021 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn. |
Janúar → 28. febrúar. |
21. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.171/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. |
Janúar → 28. febrúar. |
22. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samninga um skiptingu landgrunns á Ægisdjúpi. |
Janúar → 28. febrúar. |
23. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.215/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. |
Febrúar → 31. janúar. |
24. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn. |
28. febrúar. |
25. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn. |
28. febrúar. |
26. |
Skýrsla utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um framkvæmd EES- samningsins. |
Febrúar. |
27. |
Skýrsla utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um utanríkis- og alþjóðamál. |
Apríl. |
28. |
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu rammasamnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu. Með rammasamningnum eru gerðar þær breytingar á núverandi samningsframkvæmd að horfið er frá gerð árlegs bréfskiptasamnings Íslands og Færeyja um fiskveiðar í lögsögu ríkjanna, sem lagður hefur verið fyrir Alþingi. Þess í stað verði heimilt að semja um þessi fiskveiðiréttindi, sem og önnur skyld atriði, á samráðsfundum ríkjanna sem haldnir verða á grundvelli heimildar í rammasamningnum. |
30. mars. |
Vísinda, iðnaðar og nýsköpunarráðherra
1. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, lögum um Fjarskiptastofu og lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri (áfallaþol fjarskiptaþjónustu og fjarskiptaneta). |
Desember – lagt fram. |
2. |
Frumvarp til laga um fjarskipti. |
31. janúar. |
3. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, nr. 61/1997 (endurskoðun laganna). |
Fellt niður. |
4. |
Frumvarp til laga um Menntarannsóknarsjóð. |
31. mars. |
5. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða og lögum um Fjarskiptastofu (eftirlit með vatnsveitum og stafrænni þjónustu, upplýsingaskylda o.fl.). |
Fellt niður. |
6. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskiptasjóð, nr. 132/2005 (framlenging á sólarlagsákvæði). |
Fellt niður. |
Ríkisstjórn
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.