Hoppa yfir valmynd

Endurskoðuð þingmálaskrá 154. löggjafarþings 2023–2024

Samkvæmt 1. mgr. 47. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, skal fylgja eftirriti stefnuræðu forsætis­ráðherra við upphaf þings yfirlit um þau mál sem ríkisstjórn hyggst leggja fram á þinginu ásamt áætlun um hvenær þeim verður útbýtt. Yfirlit fyrir 154. löggjafarþing fer hér á eftir. Fram kemur hvenær ætlun­in er að leggja mál fram. Flutt kunna að verða fleiri mál en getið er og atvik geta hindrað flutning ein­stakra mála. Í samræmi við 2. mgr. 47. gr. laganna mun ríkisstjórnin jafnframt við upphaf vetrar­þings, að loknu jólahléi, afhenda forseta Alþingis endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnar­frum­varpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi.

Endurskoðuð þingmálaskrá, 154. löggjafarþing, lögð fram í janúar 2024

Þingmálaskrá, 154. löggjafarþing (pdf)

Samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og þingsályktunartillagna frá 24. febrúar 2023 eru áform ríkisstjórnar um lagasetningu og drög að lagafrumvörpum að meginreglu birt í samráðsgátt og kostur gefinn á umsögnum og ábendingum. Hægt er að gerast áskrifandi að málum og öllum er frjálst að senda inn umsögn eða ábendingu.

 

Í endurskoðaðri þingmálaskrá eru ný mál auðkennd með því að þeim fylgir lýsing á efni. Niðurfelld mál eru með ljósara letri.

Forsætisráðherra

1.

Frumvarp til laga um Mannréttindastofnun Íslands.

September – lagt fram.

2.

Frumvarp til laga um almennar sanngirnisbætur.

September – lagt fram.

 

3.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands o.fl. (rekstraröryggi greiðslumiðlunar). [Breytt heiti frumvarps.]

Október → 31. janúar.

4.

Frumvarp til laga um rýni á beinum erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu.

Nóvember → 16. febrúar.

5.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998 (ýmsar breytingar).

Mars → 31. janúar.

6.

Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2022.

Október – lögð fram.

7.

Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd upplýsingalaga.

30. maí.

8.

Skýrsla forsætisráðherra um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi.

20. maí.

9.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 21/1994, með síðari breytingum.

Í 34. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið er kveðið á um að dómstóll eða réttur (e. court or tribunal) í EFTA-ríki geti farið fram á ráðgefandi álit frá EFTA-dómstólnum. Í dómaframkvæmd EFTA-dómstólsins hafa sjálfstæðar stjórnsýslunefndir verið taldar falla undir hugtakið „tribunal“. Þannig hefur kærunefnd útboðsmála til dæmis fengið ráðgefandi álit frá EFTA-dómstólnum. Hins vegar eru dæmi um að sjálfstæðar stjórnsýslunefndir hér á landi hafi ekki talið sér heimilt að afla ráðgefandi álits því ekki sé tekið á þeim möguleika í lögum nr. 21/1994 um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 21/1994. Í þeim lögum er einungis getið um dómstóla, þ.e. héraðsdómstóla, Landsrétt, Hæstarétt og Félagsdóm. Með frumvarpi þessu verður því tekið af skarið um sjálfstæðum stjórnsýslunefndum sé heimilt að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um atriði mála sem eru til úrskurðar.

29. febrúar.

Dómsmálaráðherra

1.

Frumvarp til laga um breytingu á vopnalögum, nr. 16/1998 (skotvopn, skráning, varsla, eftirlit o.fl.). [Breytt heiti frumvarps.]

September – lagt fram.

2.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993 (reikningshald Kirkjugarðasjóðs o.fl.).

September – lagt fram.

3.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 50/2016 (sameining héraðsdómstólanna).

Fellt niður.

4.

Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996 (aðgerðir til að koma í veg fyrir brot).

Október → 22. janúar.

5.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, og lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991 (stafræn miðlun gagna og stafrænar birtingar).

Október → 6. febrúar.

6.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðför, nr. 90/1989, og lögum um nauðungarsölu, nr. 90/1991 (stafræn málsmeðferð).

Nóvember → 6. febrúar.

7.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd).

Nóvember → 22. janúar.

8.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög, nr. 108/1999, og lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka).

Janúar → 26. febrúar.

 

9.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi, nr. 75/2019 (gildissvið gagnvart dómstólum, gjaldtaka o.fl.).

Janúar → 18. mars.

10.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008 (ýmsar breytingar vegna skipulagðrar brotastarfsemi).

Fellt niður.

11.

Frumvarp til laga um breytingu á lögræðislögum, nr. 71/1997 (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.).

Janúar → 22. febrúar.

 

12.

Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993 (örorkumat o.fl.).

Fellt niður.

 

13.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, nr. 13/1984 (einföldun málsmeðferðar).

Fellt niður.

 

14.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 50/2016 (nefnd um dómarastörf,
leyfi dómara, tilnefningarhlutverk Hæstaréttar).

Fellt niður.

15.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um söfnunarkassa, nr. 73/1994, og lögum um happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13/1973 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka).

Febrúar → 22. mars.

16.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018 (ýmsar breytingar).

Febrúar → 15. mars.

17.

Frumvarp til laga um lögsögu, gildandi lög, viðurkenningu, fullnustu og samvinnu vegna ábyrgðar foreldra og aðgerða til verndar börnum.

Fellt niður.

18.

Frumvarp til laga um lokuð búsetuúrræði.

29. febrúar.

19.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008 (bótafjárhæðir).

Fellt niður.

20.

Frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum, nr. 75/1998 (heimabruggun). [Breytt heiti frumvarps.]

Mars → 31. janúar.

21.

Frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum, nr. 75/1998 (vefverslun með áfengi).

Heimild til rekstrar vefverslunar með áfengi í smásölu að uppfylltum skilyrðum.

15. febrúar.

22.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fullnustu refsinga, nr. 15/2016 (samfélagsþjónusta og reynslulausn).

Framlenging ákvæða til bráðabirgða um heimildir til að fullnusta refsingu með samfélagsþjónustu og veitingu reynslulausnar.

15. mars.

Félags- og vinnumarkaðsráðherra

1.

Frumvarp til laga um atvinnuleysistryggingar.

Fellt niður.

2.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010 (málsmeðferð og skilyrði). [Breytt heiti frumvarps.]

Október – lagt fram.

3.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. [Breytt heiti frumvarps.]

Nóvember → 20. mars.

4.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938 (störf ríkissáttasemjara).

Janúar → 6. mars.

5.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (reglugerðarheimildir).

Janúar → 9. febrúar.

6.

Frumvarp til starfskjaralaga.

Janúar → 28. febrúar.

7.

Frumvarp til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna.

Fellt niður.

8.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, og lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (sjálfstætt starfandi einstaklingar o.fl.).

Febrúar → 22. mars.

9.

Frumvarp til laga um öryggisráðstafanir samkvæmt dómsúrlausn.

Fellt niður.

10.

Frumvarp til laga um framhaldsfræðslu.

Fellt niður.

11.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011 (ýmsar breytingar).

22. mars.

12.

Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning fyrir örorkulífeyrisþega.

20. mars.

13.

Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027. [Breytt heiti tillögu.]

Nóvember – lögð fram.

14.

Tillaga til þingsályktunar um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks.

Felld niður.

Fjármála- og efnahagsráðherra

1.

Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2024.

September – lagt fram.

2.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024.

September – lagt fram.

3.

Frumvarp til laga um staðfestingu ríkisreiknings 2022.

September – lagt fram.

4.

Frumvarp til laga um veggjöld vegna notkunar bifreiða (gjaldtaka hreinorku- og tengiltvinnbifreiða).

Október – lagt fram.

5.

Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2023.

Október – lagt fram.

6.

Frumvarp til laga um þjóðarsjóð.

Október → 29. febrúar.

7.

Frumvarp til laga um fjárfestingar ríkisins.

Fellt niður.

8.

Frumvarp til laga um slit ógjaldfærra opinberra aðila. [Breytt heiti frumvarps.]

Nóvember → 22. janúar.

9.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009, og lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. (kolefnisgjald og bensíngjald). [Breytt heiti frumvarps.]

Nóvember → 5. febrúar.

 

10.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.). [Breytt heiti frumvarps.]

Nóvember – lagt fram.

11.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (heimilisfesti o.fl.).

Fellt niður.

12.

Frumvarp til laga um framkvæmdir og umsýslu fasteigna fyrir Landspítala og sérhæfða sjúkrahúsþjónustu (NLSH).

Nóvember → 29. febrúar.

13.

Frumvarp til laga um högun upplýsingatækni í rekstri ríkisins.

Nóvember → 22. mars.

14.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016 (markviss innkaup, stofnanaumgjörð).

Nóvember → 11. mars.

15.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (fjárfestingarheimildir og viðbótarlífeyrissparnaður).

Nóvember → 20. mars.

 

16.

Frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga á fjármálamarkaði (úrelt lög).

Desember → 20. febrúar.

 

17.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á fjármálamarkaði (lagfæringar).

Desember → 18. mars.

 

18.

Frumvarp til laga um verðbréfun (STS).

Fellt niður.

19.

Frumvarp til laga um greiðslur yfir landamæri í evrum (CBPR).

Fellt niður.

 

20.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, o.fl. (uppgjörstímabil o.fl.).

Janúar → 21. mars.

21.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ríkisábyrgðir, nr. 121/1997, og lögum um lánasýslu ríkisins, nr. 43/1990 (endurskoðun).

Fellt niður.

22.

Frumvarp til laga um sölu og meðferð eignarhluta ríkisins í fyrirtækjum.

Janúar → 15. mars.

23.

Frumvarp til laga um innviði á markaði fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni (DLT).

Janúar → 21. mars.

24.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (stafræn viðskipti yfir landamæri og lágmarksskattur á alþjóðafyrirtæki).

Fellt niður.

25.

Frumvarp til laga um hópfjármögnun fyrir fyrirtæki (ECSP).

Fellt niður.

26.

Frumvarp til laga um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar (DORA).

Fellt niður.

27.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018 (miðlægir mótaðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins).

Fellt niður.

28.

Frumvarp til laga um starfstengda eftirlaunasjóði (IORP II).

Fellt niður.

29.

Frumvarp til laga um veggjöld vegna notkunar bifreiða (gjaldtaka ökutækja, eldsneytis o.fl.).

Fellt niður.

30.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, og lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (skattlagning sýndareigna).

Fellt niður.

31.

Tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2025-2029.

15. mars.

32.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003. (erlendar fjárfestingar í nýsköpun).

Í frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um tekjuskatt með það að markmiði að einfalda regluverk þegar kemur að erlendri fjárfestingu í íslenskum félögum og þá einkum til að auðvelda fjármögnun í nýsköpun.

29. febrúar.

33.

Frumvarp til laga um heimild til að samþykkja hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Frumvarpið veitir ríkisstjórninni heimild til að samþykkja 16. kvótaendurskoðun AGS. Endurskoðunin felur í sér aukningu heildarkvóta Íslands.

15. mars.

34.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber fjármál nr. 123/2015 (flýting endurupptöku tölusettra fjármálareglna).

Með frumvarpinu verður endurupptöku tölusettra skilyrða (fjármálareglna) samkvæmt lögunum flýtt um eitt ár og taki aftur gildi í ársbyrjun 2025 í stað ársbyrjunar 2026.

31. janúar.

35.

Tillaga til þingsályktunar um niðurfellingu á bundnu eigin fé hjá ríkisaðilum í A1-hluta.

Tillagan felur í sér að fella niður bundið eigið fé úr ársreikningum 18 ríkisaðila. Við gildistöku laga nr. 123/2015 um opinber fjármál áttu allar markaðar tekjur að renna í ríkissjóð nema rekstrartekjur ríkisaðila í A-hluta, sem færa skal bæði í reikninga viðkomandi aðila og hjá ríkissjóði.

20. mars.

36.

Frumvarp til fjáraukalaga. Frumvarp til fjáraukalaga til að afla heimilda fyrir sértækum aðgerðum í tengslum við náttúruhamfarir í Grindavík. Frumvarpið byggir á 26. gr. laga um opinber fjármál þar sem kveðið er á um að fjármála- og efnahagsráðherra sé heimilt, ef þess gerist þörf, að leita aukinna

fjárheimilda í frumvarpi til fjáraukalaga til að bregðast við tímabundnum, ófyrirséðum og óhjákvæmilegum útgjöldum innan fjárlagaársins, enda hafi ekki verið unnt að bregðast við þeim með úrræðum sem tilgreind eru í lögum um opinber fjármál.

31. janúar.

 

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

1.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um íslensk landshöfuðlén og lögum um Fjarskiptastofu (fjarskiptanet, skráning o.fl.). [Breytt heiti frumvarps.]

September – lagt fram.

 

2.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um endurnot opinberra upplýsinga, nr. 45/2018 (mjög verðmæt gagnasett, EES-reglur o.fl.). [Breytt heiti frumvarps.]

Október – lagt fram.

 

3.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006 (örnám og prófgráður). [Breytt heiti frumvarps]

Október – lagt fram.

4.

Frumvarp til laga um Kríu, nýsköpunarsjóð (sameining sjóða).

Nóvember → 29. febrúar.

5.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991 (viðbótarvernd).

Febrúar → 15. mars.

 

6.

Frumvarp til laga um ramma um frjálst flæði ópersónugreinanlegra upplýsinga á Evrópska efnahagssvæðinu (frjálst flæði ópersónugreinanlegra upplýsinga).

29. febrúar.

7.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna, nr. 153/2020 (endurskoðun).

31. mars.

8.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 (endurskoðun).

Fellt niður

9.

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélags á Íslandi.

September – lögð fram.

10.

Skýrsla háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um Tæknisetur og stöðu nýsköpunarstuðnings eftir niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Október → 29. febrúar.

11.

Skýrsla háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um um mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020. [Breytt heiti frumvarps.]

Nóvember → lögð fram.

12.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr. 26/2010 (EES-reglur, meðalhófsprófun við lögverndun nýrra starfa).

Með frumvarpinu er innleidd í íslenskan rétt tilskipun (ESB) 2018/958 um meðalhófsprófun við lögverndun nýrra starfa. Markmið tilskipunarinnar er að stuðla að því að tiltekin rýni eigi sér stað áður en tillögur um nýjar lögverndaðar starfsgreinar eru leiddar í lög eða reglur. Jafnframt skuli slík rýni fara fram þegar ráðist er í endurskoðun eldri krafna. Beita skal meðalhófi við slíkar ákvarðanir og kannað hvort ná megi sömu markmiðum með öðrum aðgerðum en lögverndun.

31. mars.

Heilbrigðisráðherra

1.

Frumvarp til sóttvarnalaga (heildarlög).

September → 22. mars.

2.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002 (innihaldsefni, rekjanleiki, umbúðir tóbaksvara o.fl.).

September – lagt fram.

3.

Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum og lögum um lækningatæki (upplýsingar um birgðastöðu).

September – lagt fram.

4.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, lögum um landlækni og lýðheilsu og lögum um réttindi sjúklinga (refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn alvarlegra atvika). [Breytt heiti frumvarps.]

September – lagt fram.

 

5.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (takmörkun á beitingu nauðungar).

Október → 22. mars.

6.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014 (samþykki Persónuverndar).

Október → 4. mars.

7.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu, og lögum um sjúkraskrá, (heilbrigðisskrár o.fl.). [Breytt heiti frumvarps.]

Nóvember → 5. febrúar.

8.

Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 100/2020 (viðbrögð við lyfjaskorti, lyfjaávísanir o.fl.).

Nóvember → 12. mars.

9.

Frumvarp til laga um sjúklingatryggingu (heildarlög).

Desember → 9. febrúar.

10.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár, nr. 55/2009 (umsýsluumboð).

Janúar → 12. febrúar.

11.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (fjarheilbrigðisþjónusta).

Janúar → 19. febrúar.

12.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007 (eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum o.fl.).

Fellt niður.

13.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008 (ýmsar breytingar).

18. mars.

14.

Skýrsla heilbrigðisráðherra um áætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára.

31. mars.

15.

Skýrsla heilbrigðisráðherra um áætlun um framkvæmd heilbrigðisstefnu til fimm ára.

31. mars.

16.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrá og lögum um landlækni og lýðheilsu (miðlun sjúkraskrárupplýsinga innan EES).

22. mars.

Innviðaráðherra

1.

Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2012 (hagkvæmar íbúðir).

September – lagt fram.

2.

Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

September – lagt fram.

3.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003 (skipulag o.fl.).

September – lagt fram.

4.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu, nr. 98/2019 (úrbætur á póstmarkaði).

September – lagt fram.

5.

Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019 (EES-mál).

September – lagt fram.

6.

Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994 (húsnæðisöryggi og réttarstaða leigjenda).

September → 16. febrúar

 

7.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.

September – lagt fram.

8.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011 (breytingar á úthlutunarreglum).

Október – lagt fram.

9.

Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (gjaldtaka o.fl.).

Október → 16. febrúar.

 

10.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða, nr. 88/2018 (skipan svæðaráða o.fl.).

Október → 16. febrúar

11.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (gististarfsemi í fjöleignarhúsum).

Nóvember → 16. febrúar

 

12.

Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019 (smáfarartæki o.fl.).

Nóvember → 22. mars

13.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir (úrbætur í brunavörnum). [Breytt heiti frumvarps.]

Nóvember – lagt fram.

 

14.

Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2012 (tímabundnar uppbyggingarheimildir).

Nóvember → 25. janúar

15.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, nr. 80/2018 (lögheimilisflutningur).

22. mars.

16.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur, nr. 75/2016 (endurskoðun húsnæðisstuðnings við leigjendur).

22. mars.

17.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016 (endurskoðun á fyrirkomulagi stofnframlaga).

22. mars.

18.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998 (endurskoðun á fyrirkomulagi hlutdeildarlána).

22. mars.

19.

Frumvarp til laga um almenningssamgöngur.

Fellt niður.

20.

Frumvarp til laga um lóðarleigusamninga.

22. mars.

21.

Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.

September – lögð fram.

22.

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.

September – lögð fram.

23.

Tillaga til þingsályktunar um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.

Október – lögð fram.

24.

Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.

Nóvember – lögð fram.

25.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ, nr. 94/2023 (framlenging gildistíma stuðningsúrræðis).

Frumvarpið felur í sér tvær breytingar á lögunum, annars vegar er gildistími úrræðisins framlengdur um þrjá mánuði, til 31. maí 2024 og hins vegar er umsóknarfrestur framlengdur um jafn langan tíma, til 31. ágúst 2024.

25. janúar.

26.

Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2012 (skipulagsgjald).

Markmið frumvarpsins er tvíþætt, þ.e. breyta fyrirkomulag álagningu skipulagsgjalds og ráðstöfun gjaldsins til sveitarfélaga.

Lagt er til að felld verði á brott upptalning á þeim verkefnum sem skipulagsgjaldi er ætlað að standa straum af og þess í stað verði fjallað um þau verkefni í 18. gr. laganna. Þá er jafnframt lagt til að fjárveitingar í Skipulagssjóð skuli nema því sem næst innheimtum skipulagsgjöldum sem renni í ríkissjóð.

Þá er lagt til að breyting verði á álagningu og útreikningi skipulagsgjalds og breytingar sem fjalla um greiðslu kostnaðar vegna skipulagsgjalds, en breytingarnar snúast fyrst og fremst að því að jafna út kostnaðarþátttöku skipulagssjóðs milli sveitarfélaga.

20. febrúar.

Matvælaráðherra

1.

Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993 (framleiðendafélög).

Október – lagt fram.

 

2.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994 (EES-reglur).

Fellt niður.

 

3.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu fyrir dýr (EES-reglur o.fl.). [Breytt heiti frumvarps.]

Október – lagt fram.

4.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu fyrir dýr, nr. 66/1998 (gjaldtaka).

Fellt niður.

5.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (leyfi til prófana á vinnslu- og veiðarfærabúnaði).

Október – lagt fram.

6.

Frumvarp til laga um sjávarútveg (heildarlög). [Breytt heiti frumvarps.]

Janúar → 18. mars.

7.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, nr. 13/1998 (eftirlit).

30. janúar.

8.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um opinberar stofnanir (framkvæmd stjórnsýslu og eftirlits).

Janúar → 18. mars

9.

Frumvarp til laga um lagareldi (stefnumótun í lagareldi).

26. febrúar.

10.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli, nr. 93/1995 (opinbert eftirlit með matvælum).

Fellt niður.

11.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2012 (eftirlit).

18. mars.

12.

Tillaga til þingsályktunar um stefnu í lagareldi.

Október → 26. febrúar.

13.

Tillaga til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu.

Janúar → 18. mars.

Menningar- og viðskiptaráðherra

1.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011 (EES-reglur, hljóð- og myndmiðlun o.fl.). [Breytt heiti frumvarps.]

September – lagt fram.

2.

Frumvarp til laga um breytingu á kvikmyndalögum, nr. 137/2001 (framleiðslustyrkur til lokafjármögnunar). [Breytt heiti frumvarps.]

September – lagt fram.

3.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga (endurskoðunarnefndir, siðareglur, sektarákvæði o.fl.). [Breytt heiti frumvarps.]

September – lagt fram.

4.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995 (innleiðing).

Nóvember → 31. janúar.

5.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003 (innleiðing).

Nóvember → 20. janúar.

6.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014.

Nóvember → 27. febrúar.

7.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011 (menningarframlag fjölmiðlaveitna).

Janúar → 27. febrúar.

8.

Frumvarp til markaðssetningarlaga.

27. febrúar.

9.

Frumvarp til laga um bókhald.

Fellt niður.

10.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 (rekstrarleyfisskyld gististarfsemi). [Breytt heiti frumvarps.]

29. febrúar.

11.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um listamannalaun, nr. 57/2009 (endurskoðun).

Febrúar → 15. mars.

12.

Frumvarp til laga um rafrænar skuldaviðurkenningar.

Febrúar → 29. mars.

13.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendakaup, nr. 48/2003, o.fl. (innleiðing).

29. mars.

14.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (innleiðing).

Fellt niður.

15.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (innleiðing).

Fellt niður.

16.

Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (höfundaréttur á stafræna innri markaðnum).

Fellt niður.

17.

Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (reglur um höfundarétt og tilteknar netútsendingar útvarpsfyrirtækja og endurvarp hljóðvarps- og sjónvarpsefnis).

Fellt niður.

18.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991 (endurskoðun).

1. mars.

19.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006 (innleiðing).

Fellt niður.

20.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011 (hagræði vegna styrkja til einkarekinna fjölmiðla).

29. mars.

21.

Tillaga til þingsályktunar um fjölmiðlastefnu (stefnumótun og aðgerðaáætlun).

Október → 15. febrúar.

22.

Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026.

Október – lögð fram.

23.

Tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslensks táknmáls 2024-2027 og aðgerðaáætlun.

Október – lögð fram.

24.

Tillaga til þingsályktunar um uppbyggingu á söguslóðum.

15. febrúar.

25.

Tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu til 2030 og aðgerðaáætlun hennar (stefnumótun og aðgerðaáætlun).

27. febrúar.

26.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sviðslistir, nr. 165/2019 (Þjóðarópera).

Með frumvarpinu er ætlunin að kveða á um stofnun nýrrar Þjóðaróperu. Í því skyni verði í frumvarpinu m.a. kveðið á um rekstrarform Þjóðaróperu, hlutverk hennar og helstu verkefni, skipun forstöðumanns hennar, fjárhag hennar og samstarf við aðrar sviðslistastofnanir.

29. mars.

27.

Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005 (veltumörk tilkynningarskyldra samruna og samrunagjald).

Með frumvarpinu er ætlunin að endurskoða fjárhæðir, annars vegar veltumarka tilkynningarskyldra samruna og hins vegar samrunagjalda, í samkeppnislögum. Við endurskoðunina verður tekið tillit til verðlagsþróunar sl. fjögur ár, frá því fjárhæðirnar voru síðast endurskoðaðar, sem og til skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á Samkeppniseftirlitinu frá 2022.

29. mars.

28.

Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda í neytendamálum.

Ætlunin er að setja fram heildræna stefnu í neytendamálum sem lögð verði fram samhliða frumvarpi til nýrra heildarlaga um markaðssetningu, sbr. mál nr. 8 á þingmálaskránni.

27. febrúar.

29.

Tillaga til þingsályktunar um bókmenntastefnu.

Með bókmenntastefnu er ætlunin að móta framtíðarsýn fyrir bókmenntir í víðum skilningi á Íslandi. Sérstök aðgerðaáætlun fyrir árin 2024­-2030 fylgir stefnunni. Meginmarkmið með stefnunni eru að treysta stöðu íslenskrar tungu, stuðla að auknum lestri og tryggja stöðu bókarinnar í samfélaginu.

15. mars.

Mennta- og barnamálaráðherra

1.

Frumvarp til laga um Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu. [Breytt heiti frumvarps.]

September – lagt fram.

2.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.). [Breytt heiti frumvarps.]

September – lagt fram.

3.

Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002 (endurgreiðslur).

Október → 31. janúar.

4.

Frumvarp til laga um gagnaöflun um farsæld barna og ungmenna.

Fellt niður.

5.

Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, o.fl. (reglugerðarheimildir). [Breytt heiti frumvarps.]

Október – lagt fram.

6.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008 (vinnustaðanám, innritun o.fl.).

Nóvember → 29. febrúar.

7.

Frumvarp til laga um skólaþjónustu.

Nóvember → 31. mars.

8.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um námsstyrki, nr. 79/2003 (nemendur með alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða).

Janúar → 29. febrúar.

9.

Frumvarp til laga um skák.

29. febrúar.

10.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um námsgögn, nr. 71/2007, o.fl. (námsgögn).

Febrúar → 31. mars.

11.

Frumvarp til laga um barnavernd.

31. mars.

12.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, o.fl. (börn með fjölþættan vanda).

31. mars.

13.

Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2023-2027.

September – lögð fram.

14.

Skýrsla mennta- og barnamálaráðherra um framkvæmd skólahalds í grunnskólum.

September → 28. febrúar.

Umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra

1.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (geymsla koldíoxíðs).

September → 31. janúar.

2.

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuöryggi o.fl.).

September – lagt fram.

3.

Frumvarp til laga um breytingu lögum um Orkustofnun og raforkulögum (Raforkueftirlitið). [Breytt heiti frumvarps.]

September – lagt fram.

4.

Frumvarp til laga um brottfall laga um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða, nr. 81/1997.

Október → 27. febrúar.

5.

Frumvarp til laga um Umhverfis- og orkustofnun. [Breytt heiti frumvarps.]

Október → lagt fram.

6.

Frumvarp til laga um Náttúruverndar- og minjastofnun.

Október → 31. janúar.

7.

Frumvarp til laga um Náttúrufræðistofnun. [Breytt heiti frumvarps.]

Október → lagt fram.

8.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002 (hringrásarhagkerfi, umbúðir, ökutæki o.fl.).

Október → 29. febrúar.

9.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (niðurlagning Loftslagssjóðs).

Október → 20. febrúar.

10.

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (viðskiptakerfi fyrir raforku o.fl.).

Nóvember → 31. mars.

11.

Frumvarp til laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. [Breytt heiti frumvarps.]

Nóvember – lagt fram.

12.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna leyfisveitinga Orkustofnunar (þjónustugjöld).

Nóvember → 31. janúar.

13.

Frumvarp til laga um vindorku.

Nóvember → 23. febrúar.

14.

Frumvarp til laga um vernd, velferð og veiðar á villtum dýrum, fuglum og spendýrum.

Fellt niður.

15.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004 (EES-innleiðing, móttaka úrgangs í höfnum).

Nóvember → 20. febrúar.

16.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004 (varp í hafið).

Janúar → 29. febrúar.

17.

Frumvarp til laga um eldsneytisbirgðir.

Febrúar → 31. mars.

18.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (landtaka skipa utan hafna).

Fellt niður.

19.

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuöryggi).

Febrúar → 31. mars.

20.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sameininga stofnana umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis (samræming málsmeðferðarreglna, valdheimilda og annarra reglna).

Fellt niður.

21.

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (verkefni Raforkueftirlitsins).

Febrúar → 31. mars.

22.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997 (markmiðsákvæði, endurskoðun hættumats, sektir o.fl.).

31. mars.

23.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (EES-innleiðing, áfastir tappar og lok á einnota plastflöskur).

12. mars.

24.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (styrking stjórnsýslu loftslagsmála o.fl.).

19. mars.

25.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (endurskoðun eftirlitskerfis).

31. mars.

26.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn vatnamála (málsmeðferðarreglur).

31. mars.

27.

Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Janúar → 20. febrúar.

28.

Tillaga til þingsályktunar um verndar- og orkunýtingaráætlun (4. áfangi).

31. mars.

29.

Skýrsla umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um raforku.

31. mars.

30.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ETS-kerfið, nr. 96/2023 (innleiðing ákvæða ETS tilskipunar um ETS2-kerfið).

Innleiðing nýs ETS-kerfis sem verður hliðstætt ETS-kerfinu sem mun ná utan um losun frá byggingum, vegasamgöngum og smærri iðnaði. Innleiðing.

31. mars.

Utanríkisráðherra

1.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, með síðari breytingum (bókun 35).

Október → 29. febrúar.

2.

Tillaga til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2024-2028.

Október – lögð fram.

3.

Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2022 frá 10. júní 2022 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið), nr. 191/2022 frá 10. júní um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi), nr. 17/2023 frá 3. febrúar 2023 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og nr. 50/2023 frá 17. mars 2023 um

breytingu á V. viðauka (Frjáls för launþega) og VIII. viðauka (Staðfesturéttur) við EES-samninginn.

Október – lögð fram.

4.

Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Moldóvu.

Október – lögð fram.

5.

Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar sem ekki hefur enn verið tekin.

Felld niður.

6.

Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 185/2023 og nr. 240/2023 frá 22. september 2023 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn:

1) Ákvörðun nr.185/2023: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/858 frá 30. maí 2022 um tilraunaregluverk fyrir innviði markaða sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni og um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 600/2014 og (ESB) nr. 909/2014 og tilskipun 2014/65/ESB. 2) Ákvörðun nr. 240/2023: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1807 frá 14. nóvember 2018 um ramma um frjálst flæði ópersónulegra upplýsinga í Evrópusambandinu og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1669 frá 10. nóvember 2020 um tilraunaverkefni til að koma til framkvæmda tilteknum ákvæðum um samvinnu á sviði stjórnsýslu, sem sett eru fram í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1807 um ramma um frjálst flæði ópersónulegra upplýsinga í Evrópusambandinu, með því að nota upplýsingakerfið fyrir innri markaðinn.

22. febrúar.

7.

Skýrsla utanríkisráðherra um framkvæmd EES-samningsins.

Október – lögð fram.

8.

Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál.

5. mars.

9.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, með síðari breytingum (Uppbyggingarsjóður EES 2021-2027).

22. mars.

10.

Strandríkjasamningur um loðnu: Rammasamningur milli Grænlands og Íslands um verndun og stjórn loðnuveiða

Um er að ræða strandríkjasamning við Grænland um loðnu. Samningurinn gerir ráð fyrir að veittur verði aðgangur að íslenskri efnahagslögsögu og þarf því staðfestingu þingsins, sbr. 21. gr. stjórnarskrárinnar.

22. mars.

11.

Tvíhliða aðgangssamningur vegna makrílveiða: Sameiginleg bókun fiskveiðisamráðs Íslands og Grænlands um aðgang til makrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi fyrir 2024.

Um er að ræða tvíhliða samning við Grænland varðandi makríl. Samningurinn gerir ráð fyrir að veittur verði aðgangur að íslenskri efnahagslögsögu og þarf því staðfestingu þingsins, sbr. 21. gr. stjórnarskrárinnar.

22. mars.

12.

Skýrsla utanríkisráðherra vegna bókunar 35 við EES-samninginn.

25. janúar.

Síðast uppfært: 6.5.2024 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum