Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2024
08.10.2024Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna voru kynntar á alþjóðlegum degi kennara 5. október...
Mennta- og barnamálaráðuneytið
Sölvhólsgötu 4
101 Reykjavík
Sími: 545 9500
Netfang: [email protected]
Kt.: 460269-2969
Afgreiðsla ráðuneytisins er opin virka daga kl. 8.30–16.00.
Meginhlutverk mennta- og barnamálaráðuneytisins er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi.
Meðal málefna sem ráðuneytið fer með eru fræðslumál barna og ungmenna, þar með talin málefni leik-, grunn og framhaldsskóla, listaskóla og lýðskóla, og málefni sem snerta þjónustu við börn og ungmenni, s.s. barnavernd og samþætting þjónustu í þeirra þágu. Mennta- og barnamálaráðuneytið fer einnig með íþrótta- og æskulýðsmál. Menntun á framhaldsskólastigi, hvort heldur bók-, verk- eða listnám, heyrir undir ráðuneytið.
Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Allar embættisfærslur starfsmanna eru gerðar í umboði ráðherra. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Ráðuneytinu er skipt í fjórar skrifstofur: Skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar, skrifstofu greininga og fjármála, skrifstofu gæða og eftirlits og skrifstofu ráðuneytisstjóra og innri þjónustu
Undirstofnanir ráðuneytisins eru Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og fjölskyldustofa, Menntamálastofnun og framhaldsskólar landsins.
Menntamálaráðuneytið var formlega stofnað 1. júní 1947 þegar ákveðið var að forsætis- og menntamálaráðuneytið skyldu framvegis starfa undir sama ráðuneytisstjóra. Þetta hélst óbreytt til 1. janúar 1970, en þá var þeim skipt í tvö ráðuneyti. Heiti ráðuneytisins var með lögum breytt í mennta- og menningarmálaráðuneyti 1. október 2009 og í mennta- og barnamálaráðuneyti 1. febrúar 2022.
Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna voru kynntar á alþjóðlegum degi kennara 5. október...
Menntaþing var haldið á mánudag þar sem næstu aðgerðir í menntastefnu til ársins 2030 voru kynntar...
Eurydice-samstarfið er evrópskt samstarf sem ætlað er að veita stefnumótandi aðilum og öðrum áhugasömum áreiðanlegar og samanburðarhæfar upplýsingar. Kynntu þér skýrslur Eurydice.
Kallað hefur verið eftir stefnumiðaðri áætlun og þriggja ára áætlun frá stofnunum ráðuneytisins og öðrum aðilum.
Drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum eru að jafnaði sett á vefinn til samráðs og umsagnar.
Fæddur í Reykjavík 29. október 1982. Búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 2002. B.Sc.-próf í almennum búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2007. Alþingismaður fyrir Norðvesturkjördæmi frá árinu 2009.
- Nánar...