Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Öruggt húsnæði er mikilvæg forsenda fyrir velferð hverrar fjölskyldu. Meginmarkmið opinberrar stefnu í húsnæðismálum er að tryggja húsnæðisöryggi allra landsmanna. Í því felst m.a. að stuðla að því að á hverjum tíma sé hæfilegt framboð af hentugu húsnæði sem mætir ólíkum þörfum fólks, efnum og aðstæðum og að veita fjárhagslegan stuðning þeim sem þess þurfa með.

Stjórnskipulagi húsnæðismála er lýst í lögum um húsnæðismál en samkvæmt þeim annast Íbúðalánasjóður stjórn og framkvæmd húsnæðismála í umboði ráðherra.

Sveitarstjórnir bera ábyrgð á að leysa húsnæðisþörf fólks í viðkomandi sveitarfélagi sem ekki er fært um það án aðstoðar.

Verkefni á sviði húsnæðismála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun er húsnæðisstuðningur.

Húsnæðis- og mannvirkjamál

Öruggt húsnæði er mikilvæg forsenda fyrir velferð hverrar fjölskyldu. Meginmarkmið opinberrar stefnu í húsnæðismálum er að tryggja húsnæðisöryggi allra landsmanna. Í því felst m.a. að stuðla að því að á hverjum tíma sé hæfilegt framboð af hentugu húsnæði sem mætir ólíkum þörfum fólks, efnum og aðstæðum og að veita fjárhagslegan stuðning þeim sem þess þurfa með.

Stjórnskipulagi húsnæðismála er lýst í lögum um húsnæðismál en samkvæmt þeim annast Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stjórn og framkvæmd húsnæðismála í umboði ráðherra.

Sveitarstjórnir bera ábyrgð á að leysa húsnæðisþörf fólks í viðkomandi sveitarfélagi sem ekki er fært um það án aðstoðar.

 

Verkefni á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun: 

  • Húsnæðisstuðningur

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 19.8.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum