Upplýsingar um kórónaveiruna, COVID-19, á auðlesnu máli
Landssamtökin Þroskahjálp, í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið og embætti landlæknis, hafa útbúið meðfylgjandi bækling sem inniheldur upplýsingar á auðlesnu máli um kórónaveiruna (PDF). Sjá einnig vefsíðu Landssamtakanna Þroskahjálpar. (10. mars 2020)
Fjölskyldan er grunneining samfélagsins en fjölskylduformin eru margvísleg. Ríki og sveitarfélög hafa margvíslegum skyldum að gegna til að stuðla að velferð hverrar fjölskyldu með hliðsjón af ólíkum þörfum og aðstæðum. Sem dæmi um verkefni er varða félags- og fjölskyldumál má nefna málefni barna, hjúskap og sambúðarmál, málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga.
Verkefni á sviði félags- og fjölskyldumála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun:
- Örorka og málefni fatlaðs fólks
- Fjölskyldumál
- Málefni aldraðra