Hoppa yfir valmynd

Orlof húsmæðra

Í lögum um orlof húsmæðra kemur meðal annars fram að Kvenfélagasamband Íslands skiptir landinu í orlofssvæði með tilliti til framkvæmdar laganna. Fer skiptingin fram á landsþingi sambandsins. Héraðssambönd Kvenfélagasambands Íslands kjósa á ársfundi orlofsnefndir fyrir orlofssvæðin, hvert í sínu umdæmi. Orlofsnefndirnar skipuleggja orlof húsmæðra hver í sínu umdæmi og sjá um rekstur orlofsheimila.

Til þess að standa straum af kostnaði við orlof húsmæðra skal sveitarsjóður leggja árlega fram fjárhæð sem nemi minnst 100 kr. fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Fjárhæð þessi tekur breytingum eftir vísitölu framfærslukostnaðar og miðast við vísitöluna eins og hún er í febrúar ár hvert. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí. Orlofsnefndum er heimilt að láta orlofsþega greiða allt að 15% af beinum kostnaði orlofsdvalar, ef þörf krefur.

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum