Hoppa yfir valmynd

Gæði og öryggi

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar tók til starfa 7. maí 2018. Stofnunin annast stjórnsýslu og eftirlit með félagsþjónustu sem veitt er af hálfu sveitarfélaga, opinberra stofnana eða á grundvelli samninga. Undir félagsþjónustu sveitarfélaga heyrir meðal annars ýmis þjónusta sem snýr að börnum, fjölskyldum, fötluðu fólki, öldruðum og innflytjendum.

Hlutverk stofnunarinnar á sviði stjórnsýslu eru meðal annars að sjá um þróun og útgáfu gæðaviðmiða, kröfulýsinga og árangursmælikvarða fyrir þjónustu á þeim málasviðum sem undir hana heyra. Unnt er að koma athugasemdum og ábendingum sem snúa að þjónustunni til stofnunarinnar og tekur stofnunin þær til nánari skoðunar eftir því sem við á. Einnig annast stofnunin úttektir á þjónustunni og fylgir þeim eftir.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira