Fatlað fólk

Velferðarráðuneytið fer með yfirstjórn málefna fatlaðs fólks samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Ráðherra ber ábyrgð á opinberri stefnumótun í málaflokknum sem skal unnin í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samráð skal haft við heildarsamtök fatlaðs fólks og aðildarfélög þeirra.

Markmið laga um málefni fatlaðs fólks

Markmið laganna er að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Við framkvæmd laganna skal tekið mið af alþjóðlegum skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá skulu stjórnvöld tryggja heildarsamtökum fatlaðs fólks og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumótun og ákvarðanir er varða málefni fatlaðs fólks.

Almenn þjónusta við fatlað fólk

Fatlað fólk á  rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Ávallt skal leitast við að veita fötluðu fólki þjónustu samkvæmt almennum lögum á sviði menntunar, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Reynist þjónustuþörf fatlaðs einstaklings meiri en svo að henni verði fullnægt innan almennrar þjónustu skal hann fá þjónustu samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks.

Skipulag og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk

Sveitarfélög bera ábyrgð á skipulagi,framkvæmd og gæðum þjónustu við fatlað fólk. Sveitarfélögin annast sjálf  innra eftirlit með framkvæmd þjónustunnar. Fatlaður einstaklingur á rétt á þjónustu þar sem hann kýst að búa. Sótt er um þjónustu hjá því sveitarfélagi þar sem einstaklingur á lögheimili og tekur það ákvarðanir um þjónustu við hann. Ef sveitarfélagið er hluti af stærra þjónustusvæði getur það falið öðru sveitarfélagi innan þess eða sérstökum lögaðila að taka slíka ákvörðun fyrir sína hönd.

Eftirlit með þjónustu

Ráðherra málaflokksins annast eftirlit með að þjónusta, starfsemi og rekstur sveitarfélaga og annarra aðila sté í samræmi við markmið laga, reglugerða og reglna settra samkvæmt þeim og að réttindi fatlaðs fólks séu virt. Markmið eftirlitsins er jafnframt að safna og miðla upplýsingum til að tryggja sambærilega þjónustu við fatlaða einstaklinga í ljósi óglíkra þarfa

Þjónustusvæði

Landinu er skipt upp í þjónustusvæði. Miðað er við að fjöldi íbúa sé að lágmarki 8.000. Fámennari sveitarfélög skulu hafa samvinnu við önnur sveitarfélög um skipulag og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og bera þá sameiginlega ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustunnar og kostnaði vegna hennar.

NPA

Notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) er ætlað að veita Fólki tækifæri til að lifa virku og sjálfstæðu lífi. Aðstoðin á að gera Fólki kleift að uppfylla skyldur sínar, þarfir og óskir og gæta hagsmuna sinna að því marki sem mögulegt er.

Þegar þjónustan er skipulögð sem NPA undirbýr notandinn sjálfur starfið með aðstoð, sté þess þörf, og annast verkstjórn með starfi aðstoðarfólks. Notandinn getur því borið daglega verkstjórnarábyrgð og/eða vinnuveitandaábyrgð á starfi þeirra sem aðstoða hann eða falið það öðrum. Verkstjórnandi skilgreinir hvaða þörfum skuli mætt, tekur þátt í ráðningum eða vali aðstoðarfólks, og leiðbeinir því um hvernig aðstoðinni verði háttað. Hann móktar og framfylgir og vinnuáætlunum og annast aðra þætti sem tengjast aðstoðinni. Viðkomandi einstaklingur, sem tekur að sér verkstjórn verður að geta sinnt henni á ábyrgan hátt.

Notendastýringin eða verkstjórnin er leið til þess að stuðla að auknum sveigjanleika og skipulagi virkrar og sjálfstæðrar tilveru.

Nánari upplýsingar um NPA er finna á vefsvæði ráðuneytisins.

Réttindagæsla fyrir fatlað fólk

Fatlaðir einstaklingar sem þurfa aðstoð við að gæta réttar síns geta leitað til réttindagæslumanna sem starfa samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. og reglugerð um réttindagæslumenn. Einnig getur einstaklingur, sem vegna fötlunar sinnar á erfitt með að gæta hagsmuna sinna, fengið sinn persónulega talsmann. Talsmaðurinn aðstoðar einstaklinginn meðal annars við að koma óskum sínum á framfæri og við gæta réttar síns. Enn fremur veitir hann einstaklingum aðstoð við ráðstöfun fjármuna vegna dagslegra útgjalda.

Beiting nauðungar er bönnuð í samskiptunum við fatlað fólk nema veitt hafi verið undanþága, sem sérstök undanþágunefnd veitir. Um þetta er fjallað í V. kafla laga um réttindagæslu fatlaðs fólks. Áður er umsókn um nauðung er tekin til athugunar skal umsögn sérfræðiteymis að liggja fyrir. Sérfræðiteymið veitir þjónustuaðilum ýmsa ráðgjöf, meðal annars um það hvað teljist nauðung og aðferðir til að komast hjá beitingu nauðungar.

Sérstaka síðu um réttindagæslu fyrir fatlað fólk er að finna á vefsvæði ráðuneytisins um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Fötluðu fólki er heimilt að kæra stjórnvaldsákvarðanir um þjónustu sem teknar eru á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks til úrskurðarnefndar velferðarmála. Úrskurðarnefndin fjallar um málsmeðferð, rétt til þjónustu og hvort þjónustan sé í samræmi við lögin, reglugerðir eða reglur hlutaðeigandi sveitarfélaga sem settar eru á grundvelli laganna.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn