Vinnumál

Með lögum sem sett hafa verið á sviði vinnuréttar er kveðið á um grundvallarreglur sem varða réttindi og skyldur launafólks og atvinnurekenda. Lögin kveða yfirleitt á um lágmarksréttindi. Óheimilt er að gera samninga um lakari réttindi en kveðið er á um í lögunum og teljast slíkir samningar ógildir.  

Almenn vinnulöggjöf heyrir undir velferðarráðuneytið, sem fer með yfirstjórn þessa málaflokks en Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun, fara með framkvæmd einstakra málaflokka. Sérstök löggjöf varðandi opinbera starfsmenn fellur undir fjármálaráðuneytið. Hafa ber í huga að ýmiss konar sérreglur gilda um afmarkaða hópa á vinnumarkaði, svo sem sjómenn og bankamenn. Jafnframt er kveðið á um réttindi launafólks í kjarasamningum aðila vinnumarkaðsins.

Verkefni á sviði vinnumála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun:
Fréttamynd fyrir Jafnlaunavottun lögfest

Jafnlaunavottun lögfest

Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla á kvenna sem kveður á um lögfestingu jafnlaunavottunar...

Fréttamynd fyrir Þátttaka í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar

Þátttaka í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar

Fjórir vinnustaðir hafa verið valdir til að taka þátt í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar. Markmiðið verkefnisins er að kanna hvort...

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn