Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Rannsóknir og nýsköpun gegna ríku hlutverki í hagþróun, menningu og velferð og efla möguleika samfélagsins til að takast á við krefjandi samfélagsáskoranir. Allir háskólar hér á landi, auk fjölda stofnana og fyrirtækja, leggja stund á rannsóknir og nýsköpun og námu heildarútgjöld til rannsókna og þróunar á árinu 2015 um 2,2% af vergri landsframleiðslu (vlf). Um þriðjungur útgjaldanna, eða tæplega 0,8% af vlf, var á vegum háskóla og opinberra stofnana. Í Stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2017-2019 er stefnt að því að heildarútgjöld til rannsókna og þróunar hér á landi nái 3% af vlf.

Vísinda- og tækniráð starfar samkvæmt lögum nr. 2/2003 og hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu, og mótar opinbera stefnu í þeim efnum til þriggja ára í senn. Forsætisráðherra gegnir formennsku í ráðinu en auk hans sitja þar mennta- og menningarmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og allt að fjórir aðrir ráðherrar auk fulltrúa háskóla, vísindasamfélags og atvinnulífs. Ábyrgð ríkisins á sviðum vísinda, nýsköpunar og rannsókna er á höndum fjögurra ráðuneyta. Samkvæmt forsetaúrskurði falla vísindamál undir mennta- og menningarmálaráðuneyti, einkum á sviði grunnrannsókna, opinbers stuðnings við vísindastarfsemi og alþjóðlegs samstarfs um vísindi. Vísinda- og tækniráð fellur undir forsætisráðuneytið. Undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti falla meðal annars tæknirannsóknir og nýsköpun auk stuðnings ríkisins við rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun í atvinnugreinum auk rannsókna á lífríki hafs og áa. Undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti falla umhverfis- og orkurannsóknir og rannsóknir á heilbrigðissviði eru á höndum velferðarráðuneytis.

Verkefni á sviði vísinda, nýsköpunar og rannsókna heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun: Rannsóknir, nýsköpun og þekkingargreinar.

Vísindi, nýsköpun og rannsóknir

Rannsóknir og nýsköpun gegna ríku hlutverki í hagþróun, menningu og velferð og efla möguleika samfélagsins til að takast á við krefjandi samfélagsáskoranir.  Allir háskólar hér á landi, auk fjölda stofnana og fyrirtækja, leggja stund á rannsóknir og nýsköpun og námu heildarútgjöld til rannsókna og þróunar á árinu 2015 um 2,2% af vergri landsframleiðslu (vlf). Um þriðjungur útgjaldanna, eða tæplega 0,8% af vlf, var á vegum háskóla og opinberra stofnana. Í Stefnu og aðgerðaáætlun (pdf) Vísinda- og tækniráðs 2017-2019 er stefnt að því að heildarútgjöld til rannsókna og þróunar hér á landi nái 3% af vlf. 

Vísinda- og tækniráð starfar samkvæmt lögum nr. 2/2003 og hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu, og mótar opinbera stefnu í þeim efnum til þriggja ára í senn. Forsætisráðherra gegnir formennsku í ráðinu en auk hans sitja þar mennta- og menningarmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra  og allt að fjórir aðrir ráðherrar auk fulltrúa háskóla, vísindasamfélags og atvinnulífs. Ábyrgð ríkisins á sviðum vísinda, nýsköpunar og rannsókna er á höndum fjögurra ráðuneyta. Samkvæmt forsetaúrskurði falla vísindamál undir mennta- og menningarmálaráðuneyti, einkum á sviði grunnrannsókna, opinbers stuðnings við vísindastarfsemi og alþjóðlegs samstarfs um vísindi. Vísinda- og tækniráð fellur undir forsætisráðuneytið. Undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti falla meðal annars tæknirannsóknir og nýsköpun auk stuðnings ríkisins við rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun í atvinnugreinum auk rannsókna á lífríki hafs og áa. Undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti falla umhverfis- og orkurannsóknir og rannsóknir á heilbrigðissviði eru á höndum velferðarráðuneytis. 

Sjá einnig:

Rit og skýrslur

Síðast uppfært: 18.11.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum