Hoppa yfir valmynd

Alþjóðlegt samstarf um rannsóknir

Vísindi eru í eðli sínu alþjóðleg og mikilvægt að íslensk nýsköpunarfyrirtæki og stofnanir stefni á alþjóðlegan markað. Umtalsverður hluti vísinda- og nýsköpunarstarfs á Íslandi er fjármagnaður af erlendum sjóðum og áætlunum. Aukin tækifæri felast í samstarfi við önnur ríki um fjármögnun rannsókna á ákveðnum sviðum og gæðaviðmiðum sem gilda í því samhengi, ekki síst í með nánu samstarfi við Norðurlönd.

Norrænt samstarf á sviði vísindamála

Samstarfi Norðurlanda á sviði rannsókna og menntunar er stýrt af norrænum ráðherrum menntamála og rannsókna, saman sitja þeir í ráðherranefnd um menntun og rannsóknir. Samstarfið miðar fyrst og fremst að því að efla norrænan virðisauka á eftirfarandi meginsviðum:

  • skólasamstarf og fullorðinsfræðsla,
  • æðri menntun og rannsóknir,
  • tungumálasamstarf á Norðurlöndum,
  • upplýsinga- og samskiptatækni.

Norræna samstarfið veitir íslenskum nemendum og stofnunum tækifæri til að fjármagna mennta-, rannsókna- og tungumálasamstarf á Norðurlöndum.

Ísland tekur þátt í starfi Nordforsk sem hefur umsjón með rannsóknum og rannsóknamenntun á Norðurlöndum. Stofnunin skipuleggur samstarfsverkefni og tekur Ísland m.a. þátt í verkefnunum Education for tomorrow og Toppforskningsinitiativet.

Evrópusamstarf

Aðild Íslands að EES-samningnum veitir rétt til þátttöku í margvíslegu samstarfi á sviði vísindamála við ríki innan ESB, EFTA ríkin og ríki sem hafa gert sérstaka samstarfssamninga um menntamál við ESB. Evrópusamstarfinu má skipta gróflega í tvo flokka: Samstarf um stefnumótun og samstarfsáætlanir, sem eru sjóðir sem veita fé til rannsóknarverkefna.

Samstarf um stefnumótun, þróun og úrbætur á sviði vísindamála

Ísland er hluti af Evrópska rannsóknarsvæðinu (ERA) og á sæti stjórnarnefnd þar um (European Research Area and Innovation Committee). Ísland tekur jafnframt þátt í starfi ERA vinnuhópa:

Samstarfsáætlanir

 Rannsóknar- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon 2020, er langstærsta og umfangsmesta rannsóknaráætlun ESB hingað til. Áætlunin gildir 2014-2020 og er heildarfjármagn hennar nærri 80 milljarðar evra. Markmið Horizon 2020 er að styðja við rannsóknir og nýsköpun á öllum sviðum vísinda og fræða með það að markmiði að auka samkeppnishæfni Evrópu, skapa störf og stuðla að því að fleiri góðar hugmyndir komist á markað. Áætlunin endurspeglar grundvallarmarkmið stefnu ESB til 2020 um að styðja sjálfbæran hagvöxt í Evrópu.

  Undirbúningur fyrir næstu rannsóknaráætlun er þegar hafinn, en hún ber vinnuheitið níunda rammaáætlunin (e. Framework Program 9 eða FP9). Ísland hefur sent frá sér fyrsta álit á drögum að nýrri rannsóknaráætlun.

OECD

Markmið samstarfs OECD ríkja er þríþætt:

  • Að ná sem mestum og varanlegustum hagvexti og sem hæstu atvinnustigi í aðildarríkjunum,
  • að stuðla að almennri efnahagsþróun jafnt í aðildarríkjunum sem utan þeirra,
  • að leggja sitt að mörkum til vaxtar og þróunar heimsviðskiptanna.

OECD birtir margvíslegar upplýsingar um vísindamál og má þar nefna OECD Science and Technology and Innovation Outlook.

Síðast uppfært: 13.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum