Hoppa yfir valmynd

Siðareglur, hagsmunir og hagsmunaverðir

Núgildandi siðareglur ráðherra voru samþykktar í ríkisstjórn Íslands í maí 2022. Um siðareglur ráðherra er fjallað í VI. kafla laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011.

Inngangur.

Ríkisstjórnin hefur samþykkt meðfylgjandi siðareglur ráðherra, sbr. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Siðareglurnar veita leiðsögn um það hvers konar framganga hæfir svo veigamiklu embætti en jafnframt gefa þær almenningi færi á að bera hegðun ráðherra saman við skráðar og útgefnar reglur. Þeim er ætlað að stuðla að trausti almennings á stjórn­sýslunni.

Hver og einn ráðherra gætir að því fyrir sitt leyti að farið sé eftir reglunum. Ráðherra getur í vafatilvikum leitað ráðgjafar hjá forsætisráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 115/2011.

Þeir sem telja ráðherra hafa brotið gegn siðareglunum geta komið ábendingum um það á framfæri við umboðsmann Alþingis en hann gætir þess meðal annars að stjórnsýslan fari fram í samræmi við siðareglur settar á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Telji einhver að brot á siðareglum hafi jafnframt falið í sér að hann sjálfur hafi verið beittur rangsleitni er unnt að bera fram kvörtun við umboðsmann Alþingis, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 85/1997.

1. gr. Störf ráðherra.

 1. Ráðherra sinnir starfi sínu af alúð, trúmennsku og heiðarleika. Hann beitir því valdi er fylgir embættinu á grundvelli laga og stjórnarskrár af hófsemi og sanngirni og án tillits til eigin hags­muna.
 2. Ráðherra sýnir ráðdeild við meðferð fjármuna hins opinbera og hvetur starfsfólk ráðuneytis síns til hins sama.
 3. Ráðherra notfærir sér ekki stöðu sína, eða upplýsingar sem hún veitir honum sérstakan aðgang að til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðila sér nákomna.
 4. Ráðherra hefur í huga að skyldur hans eru fyrst og fremst við almenning.

2. gr. Hagsmunatengsl og hagsmunaárekstrar.

 1. Ráðherra forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða persónu­legra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar og gætir þess að persónuleg tengsl hafi ekki áhrif á störf sín. Takist honum ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.
 2. Ráðherra upplýsir um fjárhagsleg hagsmunatengsl eða önnur slík tengsl sem valdið geta hagsmuna­­árekstrum. Forsætisráðherra getur í samráði við ríkisstjórn ákveðið að kalla með skipu­lögðum hætti eftir frekari upplýsingum um hagsmunatengsl ráðherra sem birtar yrðu almenn­ingi.
 3. Ráðherra beitir sér fyrir því innan ráðuneytis og þeirra stofnana sem undir það heyra að tekið sé á hagsmunaárekstrum strax og þeir koma upp og hann fær vitneskju þar um. Þá skal hann beita sér fyrir því að starfsfólk sé sér meðvitað um mögulega hagsmunaárekstra og leiðir til að koma í veg fyrir þá.

3. gr. Fjármál og launagreiðslur.

 1. Ráðherrastarf (að jafnaði ásamt þingmennsku) telst fullt starf. Ráðherra gegnir ekki öðrum störfum á meðan. Sinni ráðherra öðrum verkefnum er honum óheimilt að þiggja greiðslur fyrir nema þær séu innan hóflegra marka og að fengnu samþykki forsætisráðuneytisins.
 2. Ráðherra er ekki heimilt að hafa einkanot af gæðum starfsins nema að svo miklu leyti sem lög og reglur leyfa.
 3. Halda skal skrá um þær gjafir sem ráðherra þiggur í krafti embættis síns og skulu þær renna til viðkomandi ráðuneytis. Það á þó ekki við um minni háttar persónulegar gjafir samkvæmt nánari afmörkun í lögum.
 4. Ráðherra þiggur að jafnaði ekki boðsferðir af einkaaðilum nema opinberar embættisskyldur séu hluti af dagskrá ferðarinnar.

4. gr. Háttsemi og framganga.

 1. Ráðherra forðast allt athæfi sem líklegt er til að vekja grunsemdir um að hann notfæri sér stöðu sína í eiginhagsmunaskyni.
 2. Ráðherra gætir þess að framganga hans gefi starfsmönnum og almenningi ekki tilefni til að ætla að litið verði framhjá brotum á lögum eða siðareglum.
 3. Ráðherra gætir jafnræðis þegar kemur að því að greiða götu einstakra fyrirtækja á erlendum vettvangi.
 4. Ráðherra efnir ekki til móttöku fyrir hópa og samtök, sem hefur í för með sér útgjöld, nema slíkt samræmist starfsemi ráðuneytis.
 5. Ráðherra gætir þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu, skeyt­ingar­­leysi um lög eða virðingarleysi við manngildi og mannréttindi.

5. gr. Ráðherra og starfslið ráðuneytis.

 1. Ráðherra leggur sig fram um að tryggja að faglega sé staðið að skipun embættismanna og annarra starfsmanna.
 2. Ráðherra virðir hlutleysi og faglegt sjálfstæði embættismanna og annarra starfsmanna.
 3. Ráðherra leitar faglegs mats starfsmanna ráðuneytis síns áður en ákvarðanir eru teknar um einstök mál eftir því sem tilefni er til, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 115/2011.
 4. Ráðherra gerir skýran greinarmun á flokkspólitísku starfi, svo sem í tengslum við kosn­ingar, og verkefnum ráðuneytis síns hverju sinni. Hann felur starfsmönnum ráðuneyta, öðrum en aðstoðar­­manni, ekki verkefni sem tengjast hinu fyrrnefnda.

6. gr. Upplýsingagjöf og samskipti við almenning.

 1. Ráðherra skal upplýsa almenning og fjölmiðla með reglulegum og skipulegum hætti um störf ráðuneytis síns. Leiðrétta ber eins fljótt og auðið er rangar upplýsingar eða mis­skilning sem upp kann að koma varðandi störf ráðherra.
 2. Ráðherra leggur sig fram um að gera upplýsingar aðgengilegar svo framarlega sem lög mæla ekki gegn því og sér til þess að starfsmenn ráðuneytis vinni í sama anda.
 3. Ráðherra synjar ekki um aðgang að upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almanna­hagsmunir krefjist þess að öðru leyti.
 4. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu upplýsinga sé hún í almannaþágu.
 5. Ráðherra leitast við að eiga greið og opin samskipti við frjáls félagasamtök, fagfélög og hags­muna­hópa, með almannahagsmuni að leiðarljósi.

7. gr. Ábyrgð.

 1. Ráðherra skal sýna samstarfsvilja séu störf hans tekin til skoðunar af hálfu Alþingis eða eftirlits­stofnana þess og eins þegar þingmenn óska eftir upplýsingum á grundvelli laga um þingsköp.
 2. Ráðherra ber ábyrgð á því að brugðist sé við ábendingum starfsmanna um siðferðilega ámælis­vert eða ólögmætt athæfi í ráðuneyti hans eða á starfssviði ráðuneytisins. Hann gætir þess að starfs­menn sem benda á slíkt gjaldi ekki fyrir það.

8. gr. Gildistaka.

Reglur þessar öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi siðareglur ráðherra, nr. 1250/2017.

Forsætisráðuneytinu, 27. maí 2022.

Katrín Jakobsdóttir.

Samkvæmt lögum nr. 64/2020, um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, ber ráðherrum, aðstoðarmönnum ráðherra, ráðuneytisstjórum, skrifstofustjórum og sendiherrum að tilkynna forsætisráðuneytinu um tiltekna hagsmuni sína, skuldir og ábyrgðir, auk sömu upplýsinga fyrir maka og ólögráða börn.

Forsætisráðuneytið birtir upplýsingarnar opinberlega að hluta, þ.e. um hagsmuni ráðherra, aðstoðarmanna ráðherra og ráðuneytisstjóra.

Forsætisráðuneytið

Dómsmálaráðuneytið

Félags- og vinnaumarkaðsráðuneytið

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Heilbrigðisráðuneytið

Innviðaráðuneytið

Matvælaráðuneytið

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Utanríkisráðuneytið

Samkvæmt lögum nr. 64/2020, um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, ber ráðherrum, aðstoðarmönnum ráðherra, ráðuneytisstjórum, skrifstofustjórum og sendiherrum að tilkynna forsætisráðuneytinu um tiltekna hagsmuni sína, skuldir og ábyrgðir, auk sömu upplýsinga fyrir maka og ólögráða börn.

Forsætisráðuneytið birtir upplýsingarnar opinberlega að hluta, þ.e. um hagsmuni ráðherra, aðstoðarmanna ráðherra og ráðuneytisstjóra.

 

Aukastörf

 • Ólafur Elínarson, aðstoðarmaður félags- og vinnumarkaðsráðherra.
  Situr í stjórn landsnefndar UN Women á Íslandi sem er ólaunað starf. Heimild veitt 23. febrúar 2022.

 • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
  Samningur við Bjart&Veröld um útgáfu skáldsögu sem skrifuð er með Ragnari Jónassyni. Samningurinn er samvæmt viðmiðum Rithöfundasambands Íslands. Útgáfa sömu bókar í þýðingu í nokkrum ríkjum á komandi árum. Heimild veitt 12. ágúst 2022.
  Forsætisráðherra vék sæti við meðferð málsins. Fjármála- og efnahagsráðherra var settur til að fara með málið.

 • Þórlindur Kjartansson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra.
  Dómgæsla á vegum Körfuknattleikssambands Íslands. Greitt samkvæmt gjaldskrá. Heimild veitt 19. ágúst 2022.

Katrín Jakobsdóttir

 • Gylltur platti með mynd af franska þinghúsinu. Gjöf frá vinahópi á franska þinginu, dags. 1. mars 2022.
 • Loftslagsréttur, bók eftir Hrafnhildi Bragadóttur og Aðalheiði Jóhannsdóttur. Gjöf frá höfundum, dags. 2. mars 2022.
 • Sturlunga saga I-III, bækur gefnar út af Hinu íslenzka fornritafélagi. Gjöf frá Halldóri Blöndal og Þórði Inga Guðjónssyni, dags. 29. mars 2022.
 • GO Thermal samfestingur. Gjöf frá Mxia Reykjavík, dags. 29. mars 2022.
 • Dauðinn og mörgæsin, bók eftir Andrej Kúrkov. Gjöf frá Bjarti/Veröld, dags. 29. mars 2022.
 • Allt og sumt, bók eftir Þórarin Eldjárn. Gjöf frá höfundi, dags. 6. apríl 2022.
 • Fjórar pólskar landsliðstreyjur. Gjöf frá Pólverjum, dags. 6. maí 2022.
 • Tveir miðar á leiksýninguna Framúrskarandi vinkona. Gjöf frá Þjóðleikhúsinu, 6. maí 2022.
 • Súkkulaði, bókin 100 Major Events of Hong Kong og mynd með skrautskrifuðu nafni ráðherra. Gjafir frá Annie Suk Ching Wu, dags. 17. maí 2022.
 • Slæða og selskinnsarmband. Gjafir frá grænlenska þinginu, dags. 17. maí 2022.
 • Grænlenskur hnífur. Gjöf frá Háskólanum í Nuuk, dags. 17. maí 2022.
 • Armband. Gjöf frá grænlenskri konu, dags. 17. maí 2022.
 • Stuttermabolur. Gjöf frá UN Women, dags. 30. maí 2022.
 • Ostakarfa. Gjöf frá Mjólkursamsölunni, dags. 2. júní 2022.
 • Gjafabréf í keilu. Gjöf fyrir þátttöku í Kappsmáli á RÚV, dags. 14. júní 2022.
 • Gjafapoki með ritföngum og brúsa. Gjöf frá Nevis Naturally, dags. 14. júní 2022.
 • Innrömmuð mynd og dúkur. Gjöf úr heimsókn til Evrópuráðsins í Strassborg, dags. 22. júní 2022.
 • Mynt slegin í tilefni þess að 275 ár voru liðin frá fæðingu Francisco de Goya. Gjöf frá spænskum stjórnvöldum, dags. 30. júní 2022.
 • Útskornir indverskir hnífar. Gjöf frá forsætisráðherra Indlands, dags. 4. júlí 2022.
 • Bókin Tæknitröll og íseldfjöll. Gjöf frá höfundi, Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi, dags. 11. ágúst 2022.
 • Blómvöndur. Gjöf frá garðyrkjustöðinni Espiflöt, dags. 17. ágúst 2022.
 • Bók um Edvard Munch. Gjöf frá Munch-safninu í Osló, dags. 18. ágúst 2022.
 • Bókin Sir Joseph Banks, Iceland and the North Atlantic 1772-1820. Gjöf frá Önnu Agnarsdóttur, ritstjóra bókarinnar, dags. 29. ágúst 2022.
 • Bókin Strand í gini gígsins. Gjöf frá höfundi, Ásmundi Friðrikssyni, dags. 30. ágúst 2022.
 • Kerti. Gjöf frá Vestfirðingum, dags. 5. september 2022.
 • Bókin 108 Days & Nights in a KGB Dungeon. Gjöf frá höfundi, Anatol Liabedzka, dags. 5. september 2022.
 • Rauðvínsflaska og mánakökur. Gjöf frá HE Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, dags. 7. september 2022.
 • Myndskreyttur diskur. Gjöf frá Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, dags. 22. september 2022.
 • Bókin Í orðamó. Gjöf frá höfundi, Sigurði Ingólfssyni, dags. 6. október 2022.
 • Vasi. Gjöf frá tékkneskum stjórnvöldum í tengslum við formennsku Tékklands í leiðtogaráði ESB, dags. 10. október 2022.
 • Skál. Gjöf frá þátttakanda á Arctic Circle, dags. 14. október 2022.
 • Glasamottur. Gjöf frá Douglas Elmendorf, rektor Harvard Kennedy School, dags. 14. október 2022.
 • Bókin Xi Jinping – Kínversk stjórnmál. Gjöf frá kínverska sendiráðinu, dags. 17. október 2022.
 • Skál. Gjöf frá Marie-Louise Coleiro Preca, fyrrverandi forseta Möltu, dags. 9. nóvember 2022.
 • Kaffi og te. Gjöf frá Bidya Devi Bhandari, forseta Nepal, dags. 10. nóvember 2022.
 • Bókin Undrabörn. Gjöf frá Steinunni fatahönnuði, dags. 22. nóvember 2022.
 • Fimm Múmín-bollar. Gjöf frá Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, dags. 22. nóvember 2022.
 • Slæða. Gjöf frá Tiny Kox, forseta Evrópuráðsþingsins, dags. 25. nóvember 2022. 
 • Listaverk. Gjöf frá Rakhee Shah, dags. 3. janúar 2021.
 • Bókin The New Systems Reader – Alternatives to a Failed Economy. Gjöf, dags. 25. janúar 2021.
 • Sjal. Afmælisgjöf frá sendiherra Rússlands. Dags. 1. febrúar 2021.
 • Bók með glæpasögum eftir Charles Willeford. Gjöf frá Jim Trupin, dags. 1. febrúar 2021.
 • 10.000 kr. gjafabréf og bökunardót. Gjafir vegna þátttöku í bökunarþætti Evu Laufeyjar Kjaran, dags. 1. mars 2021.
 • 20.000 kr. gjafabréf. Gjöf frá Fjallkonunni, dags. 1. mars 2021.
 • Bókin Engaging Worlds eftir Ruth Esther Gilmore. Gjöf frá höfundi, dags. 17. mars 2021.
 • Bókin Lessons Learned on Bay Street eftir Donald K. Johnson. Gjöf frá höfundi, dags. 3. maí 2021.
 • Bókin Writing in Ice: A Crime Writer‘s Guide to Iceland eftir Michael Ridpath. Gjöf frá höfundi, dags. 14. júní 2021.
 • Bókin Shooting Star of Telepathy eftir Vimal George (rafræn útgáfa). Gjöf frá höfundi, dags. 31. ágúst 2021.
 • Bókin Poetic Flower of Iceland eftir Sachin A. Naik. Gjöf frá höfundi, dags. 6. september 2021.
 • Bókin Áramótaveislan eftir Lucy Foley. Gjöf frá útgefanda, dags. 6. október 2021.
 • Bókin Þú sérð mig ekki eftir Evu Björg Ægisdóttur. Gjöf frá útgefanda, dags. 29. október 2021.
 • Slæða, veski og hleðslusnúrur. Gjafir frá þjóðþingi Mónakó, dags. 9. nóvember 2021.
 • Rauðvínsflaska og súkkulaði. Jólakveðja frá bandaríska sendiráðinu, dags. 12. desember 2021.
 • Sjö tækifæriskort. Gjafir frá Joel Patience, dags. 16. desember 2021.
 • Hvítvínsflaska. Jólagjöf frá kanadíska sendiráðinu, dags. 22. desember 2021.
 • Freyðivínsflaska, leikfangabangsar og dagatal. Jólagjafir frá kínverska sendiráðinu, dags. 2021.
 • Sex bækur úr bókaflokknum Stórir draumar. Gjöf frá útgefendum, dags. 22. desember 2021.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

 • x
 • x

Samkvæmt lögum nr. 64/2020, um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, er hagsmunavörðum, þ.e. einstaklingum sem tala máli einkaaðila gagnvart stjórnvöldum og leitast við að hafa áhrif á störf þeirra í atvinnuskyni, skylt að tilkynna forsætisráðuneytinu um sig og hlutverk sitt. Lögaðilum og fyrirtækjum er heimilt að senda tilkynningu um þá einstaklinga sem sinna hagsmunagæslu í umboði þeirra.

 • Gunnar Þorgeirsson
  Stjórnarformaður Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni, Hagatorgi 1.
  Stjórnarformaður er kosinn á tveggja ára fresti, nú síðast 2020. Hlutverk hagsmunavarðar er viðvarandi og er hans hlutverk að vera málsvari bænda og fyrirtækja í landbúnaði.


 • Vigdís Häsler
  Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni, Hagatorgi 1.
  Hlutverk hagsmunavarðar er viðvarandi og er hennar hlutverk að vera málsvari bænda og fyrirtækja í landbúnaði.


 • Guðrún Vaka Steingrímsdóttir
  Lögfræðingur Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni, Hagatorgi 1.
  Hlutverk hagsmunavarðar er viðvarandi og er hennar hlutverk að vera málsvari bænda og fyrirtækja í landbúnaði.
 • María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins í 100% starfi og það ótímabundið.
  Starfstöð: Borgartún 35, 105 Reykjavík.


 • Bílgreinasambandið er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum.
  Félagatal: https://www.bgs.is/is/um-bgs/felagsmenn/felagatal.
  Í Bílgreinasambandinu er fjöldi fyrirtækja þ.e. almenn bílaverkstæði, bílasölur, bílaumboð, hjólbarðaverkstæði, málningar- og réttingarverkstæði, ryðvarnarstöðvar, smurstöðvar, varahlutaslar og aðrir þjónustuaðilar í bílgreininni.
 • Hlutverk:
  1. Að vera í málsvari fyrir sambandsaðila um málefni bílgreinarinnar gagnvart öllum opinberum aðilum, samtökum, framleiðendum, öðrum viðskiptamönnum og almenningi.
  2. Að efla og þróa bílgreinina á Íslandi, með því að: a) halda utan um stefnumörkun í málefnum bílgreinarinnar b) vinna að eflingu menntunar til aukinnar þekkingar innan bílgreinarinnar c) vinna að eflingu faglegra vinnubragða inna bílgreinarinnar d) vinna að því að viðhafðir séu réttmætir viðskiptahættir innan bílgreinarinnar e) vera í forsvari fyrir bílgreinina við gerð kjarasamninga sem stuðli að gagnkvæmum hag samningsaðila f) að stofna til, skipuleggja og halda sýningar á bifreiðum, hlutum tengdum þeim og iðnaðinum í heild
  3. Að vera sambandsaðilum leiðbeinandi um gildi faglegra vinnubragða til aukinnar hagkvæmni og arðsemi í rekstri sambandsaðila.
  4. Vinna að umhverfisvernd og stuðla að bættri umferðarmenningu og auknu umferðaröryggi.
  5. Að láta til sín taka öll málefni sem hafa almenna þýðingu fyrir sambandsaðila og eflingu bílgreinarinnar í landinu.
 • Bílgreinasambandið er í forsvari atvinnulífsins í menntunarmálum bílgreina, skipar m.a. í prófnefndir og fræðslunefndir í bílgreinum.
 • Bílgreinasambandið er í forsvari fyrir atvinnulífið í kjarasamningum bílgreinarinnar.

 

Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna stórra sem smárra aðildarfyrirtækja með því að vera einarður talsmaður viðskiptafrelsis og heilbrigðrar samkeppni. Í félaginu eru fyrirtæki úr ýmsum geirum atvinnulífsins, s.s. innflutningi, útflutningi, lyfjaframleiðslu, auglýsinga- og markaðsmálum, sjávarútvegi, fræðslu og þjálfun, fjarskiptaþjónustu, flutningum, ferðaþjónustu o.fl. Félagið rekur fjögur millilandaviðskiptaráð; Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, Íslensk-indverska viðskiptaráðið, Íslensk-taílenska viðskiptaráðið og Íslensk-evrópska verslunarráðið.

Starfsmenn sem sinna hagsmunagæzlu á vegum félagsins:

 • Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri,  starfsstöð í Kringlunni 7
 • Guðný Hjaltadóttir lögmaður, starfsstöð í Kringlunni 7
 • Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður, starfsstöð hjá MAGNA lögmönnum, Höfðabakka 9
 • Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri

Jakob Falur er í fullu starfi fyrir samtökin og hefur starfsstöð á skrifstofu Frumtaka að Borgartúni 35, 105 Reykjavík, og kemur fram fyrir hönd samtakanna.

 • Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu (FHG) er sameiginlegur vettvangur þeirra sem stunda hótel- og gistiþjónustu á Íslandi. Markmið samtakanna er m.a. að stuðla að því að atvinnugreinin búi ávallt við heilbrigt rekstrarumhverfi sem tekur mið af því samkeppnisumhverfi sem gistiþjónusta býr við hverju sinni, innanlands jafnt sem erlendis.

 • Formaður:  Kristófer Oliversson

 • Varaformaður: Gyða Árný Helgadóttir

   
   
 • Ásthildur Lóa Þórsdóttir , kt. 201166-3309
  Hlutverk: Formaður stjórnar. Opinber talsmaður samtakanna.
  Starfið er ólaunað sjálfboðaliðastarf og viðvarandi milli árlegra aðalfunda samtakanna.
 • Guðmundur Ásgeirsson , kt. 280478-3509
  Hlutverk: Varaformaður stjórnar. Staðgengill formanns.
  Starfið er ólaunað sjálfboðaliðastarf og viðvarandi milli árlegra aðalfunda samtakanna.
 • Starfsstöð og lögheimili samtakanna er í Ármúla 6, 108 Reykjavík. Jafnframt er hagsmunagæslu á
  vegum samtakanna að miklu leyti sinnt utan fastrar starfsstöðvar.
 • Landssamband smábátaeigenda (LS) er samband félaga og svæðisfélaga smábátaeigenda á Íslandi.  Aðildarfélög eru 15.

   Samkvæmt 2. grein samþykkta félagsins er tilgangur þess að tryggja sameiginlega hagsmuni smábátaeigenda á öllum sviðum, vera opinber málsvari þeirra og stuðla að framförum á sviði fiskveiða, vöruvöndunar, öryggis- og tryggingamála og annarra mála er þá varða.

   Þá skal félagið sérstaklega vera málsvari félagsmanna, svæðisfélaga og undirfélaga þeirra gagnvart stjórnvöldum og stjórnvaldsaðgerðum er lúta að fiskveiðum, öryggismálum, tryggingamálum, málefnum vöruvöndunar og eftirlits og félagslegum réttindum.

   Til að tryggt sé að LS geti fylgt eftir þessum markmiðum er formanni og framkvæmdastjóra heimilt, að fengnu samþykki stjórnar, að höfða hvers konar dómsmál á framangreindum sviðum í nafni LS til þess að gæta hagsmuna svæðisfélaga, undirfélaga innan svæðisfélaga, félagsmanna og einstakra félagsmanna.

  Heimild þessi nær einnig til að áfrýja dómi til Hæstaréttar Íslands og þeirra dómstóla erlendis er fjalla um mannréttindamál.

   

  Samþykktir LS http://www.smabatar.is/samykktir.shtml

   

  Arthur Bogason, formaður LS

  Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS

  Hlutverk hagsmunavarðanna er viðvarandi meðan þeir gegna framangreindum störfum fyrir LS.

  Starfsstöð og lögheimili LS er að Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.

 • Landssamtök skógareigenda eru aðildarfélag Bændasamtaka Íslands.
 • Tilgangur Landssamtaka skógareigenda er:
  1. Að sameina alla skógarbændur landsins í ein búgreinasamtök.
  2. Að bæta aðstöðu skógræktar sem atvinnugreinar í sem víðustum skilningi, bændastéttinni til hagsbóta.
  3. Að vera samtök og málsvari þeirra sem stunda skógrækt á bújörðum.
  4. Að annast samskipti og samningagerð fyrir hönd félagsmanna við opinbera aðila eða aðra þá sem þeir óska. Einnig við hliðstæð samtök erlendis.
  5. Að hvetja til rannsókna og fræðslu atvinnugreininni til hagsbóta.
  6. Að leita leiða til að koma afurðum skógarins í verð.


 • Stjórnarmenn eru kjörnir á árlegum aðalfundi sem haldinn skal fyrir 1. Nóvember ár hvert til eins árs í senn. Stjórn ræður framkvæmdastjóra sem annast umsjón með daglegum rekstri og heldur á prókúru. Framkvæmdastjóri er ráðinn ótímabundið. Formaður, varaformaður og gjaldkeri eru skráð sem raunverulegir eigendur.
  Félagið hefur aðsetur í Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík.


 • Stjórn:
  Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður
  Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður
  Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri
  Björn Bjarndal Jónsson, ritari
  Naomi Bos, meðstjórnandi
  Framkvæmdastjóri: Hlynur Gauti Sigurðsson
 • Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar
 • Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna þroskahjálpar

Eftirtaldir aðilar sinna hagsmunagæslu Lífsvirðingar:

 • Ingrid Kuhlman, formaður stjórnar
 • Bjarni Jónsson, gjaldkeri
 • Hrefna Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
 • Steinar Harðarson, meðstjórnandi
 • Sylviane Lecoultre, meðstjórnandi                                 

Stjórnarseta og starf fyrir Lífsvirðingu er ólaunað.

 • Breki Karlsson, formaður
 • Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri
   

   
 • Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. Starfsstöð er í Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
  Formaður er kosinn til tveggja ára í senn, síðast 2021. Hlutverkið er viðvarandi launað starf í 100% starfshlutfalli.

 • Bergþór Heimir Þórðarson, varaformaður ÖBÍ. Starfsstöð er í Sigtúni 42, 105 Reykjavík
  Varaformaður er kosinn til tveggja ára í senn, síðast 2020. Hlutverkið er viðvarandi launað starf í 50% starfshlutfalli.

 • Eva Þengilsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ. Starfsstöð er í Sigtúni 42, 105 Reykjavík
  Framkvæmdastjóri er ráðin ótímabundið í 100% starfshlutfalli. Hlutverkið er viðvarandi.

 • Bandalagið samanstendur af 41 aðildarfélagi fatlaðs fólks, öryrkja, einstaklinga með langvinna sjúkdóma og aðstandenda þeirra. Aðildarfélögin eru hagsmunasamtök ólíkra fötlunarhópa sem öll starfa á landsvísu. Hvert og eitt er með sérþekkingu á sínu sviði og veita margskonar fræðslu og stuðning. Samanlagður félagafjöldi þeirra er um 36 þúsund manns.

  Hlutverk ÖBÍ, og þar með skráðra hagsmunavarða þess, er að koma fram fyrir hönd fatlaðs fólks gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum svo sem varðandi löggjöf, framkvæmd hennar og í dómsmálum er snerta rétt þess. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) er leiðarljós í starfi bandalagsins.
 • Kristján Þórður Snæbjarnarson
 •  Margrét Halldóra Arnarsdóttir
Hlutverk Samáls, Samtaka álframleiðenda á Íslandi, er að vinna að hagsmunum og framþróun íslensks áliðnaðar og efla upplýsingastreymi og fræðslu um áliðnaðinn. 
 
 • Pétur Blöndal er framkvæmdastjóri Samáls. 
 • Samál hefur aðsetur í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. 
 
 • Samband garðyrkjubænda er aðildarfélag Bændasamtaka Íslands.

  Markmið Sambands garðyrkjubænda eru, samkvæmt 3. grein samþykkta félagsins:

  1. Að vera málsvari garðyrkjunnar og gæta hagsmuna hennar á innlendum sem erlendum vettvangi.
  2. Að stuðla að hvers konar fræðslu- og rannsóknarstarfsemi í garðyrkju.
  3. Að gæta hagsmuna félagsmanna í kjarasamningum, búvörusamningum og öðrum samningum við opinbera aðila.
  4. Að gæta þess að rekstrarumhverfi garðyrkjunnar verði sem best á hverjum tíma. 
  5. Að vera þjónustuvettvangur fyrir sameiginlega hagsmuni félagsmanna allra og einstakra hópa innan félagsins, eftir eðli máls hverju sinni.

 • Stjórnarmenn eru kjörnir á árlegum aðalfundi sem haldinn skal fyrir lok apríl, til eins árs í senn.  Stjórn ræður framkvæmdastjóra sem annast umsjón með daglegum rekstri og heldur á prókúru. Framkvæmdastjóri er ráðinn ótímabundið. Stjórn skráð sem raunverulegir eigendur.

 • Félagið hefur aðsetur í Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík.

  Stjórn:

  Axel Sæland, formaður

  Helga Ragna Pálsdóttir, varaformaður

  Óskar Kristinsson

  Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir

  Þórhallur Bjarnason

  Varastjórn:

  Óli Björn Finnsson

  Ragna Sigurðardóttir

  Framkvæmdastjóri:  Katrín María Andrésdóttir

 • Hagsmunaverðir Samiðnar hafa það hlutverk að koma fram fyrir hönd aðildarfélaga og deilda iðnaðarmanna sem eiga aðild að Samiðn.
 • Hilmar Harðarson, formaður stjórnar
 • Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri
 • Starfsstöð og lögheimili Samiðnar er að Stórhöfða 31, 110 Reykjavík.
 • Berglind Rán Ólafsdóttir, formaður Samorku
 • Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku
 •  Starfsstöð Samorku er að Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

 • Megintilgangur Samorku er að starfrækja trúverðugan,fræðandi og jákvæðan vettvang um starfsemi og hagsmuni orku- og veitufyrirtækja og styrkja þannig stöðu þeirra og rekstur, í þágu samfélagsins.  Samtökin hafa samskipti við stjórnvöld varðandi laga- og reglugerðarumhverfi orku- og veitufyrirtækja og veita umsagnir um mál sem snerta þau.   

  Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja um allt land.  Vegna fjölbreytileika aðildarfyrirtækjanna eru hagsmunirnir fjölbreyttir.   Starf hagsmunavarða felst í að hafa jákvæð áhrif á starfsumhverfi aðildarfyrirtækja og stuðla að því að þau geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki fyrir samfélagið.

  Hlutverk hagsmunavarðanna er viðvarandi, á meðan þeir gegna framangreindum störfum fyrir Samorku.
      
 • Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins
 • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

 • Starfsstöð Samtaka atvinnulífsins er að Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

 • Hlutverk hagsmunavarða SA er að sinna hagsmunagæslu fyrir Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtök þeirra sem eru Samorka – Samtök orku- og veitufyrirtækja, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Samtök iðnaðarins (SI) og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ). Yfir 2000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins og aðildarsamtökum þeirra. 
   
  Vegna fjölda og fjölbreytileika aðildarfyrirtækja SA eru hagsmunirnir að baki fjölbreyttir. Starf hagsmunavarða er að meginstefnu til fólgið í að hafa mótandi áhrif á starfsumhverfi atvinnulífsins og stuðla að samkeppnishæfum og arðsömum atvinnurekstri, líkt og m.a. er tilgangur samtakanna skv. 2. gr. samþykkta þeirra. 
   
  Hlutverk hagsmunavarðanna er viðvarandi, á meðan þeir gegna framangreindum störfum fyrir Samtök atvinnulífsins. 
   

 

 

 

 • Ágúst Elvar Bjarnason 
  Verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 

 • Baldur Arnar Sigmundsson
  Lögfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. 

 • Gunnar Valur Sveinsson
  Verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

 • Jóhannes Þór Skúlason
  Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

   
 • Skapti Örn Ólafsson
  Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.


 • Vilborg Helga Júlíusdóttir
  Hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar .


   
 • Starfsstöð Samtaka ferðaþjónustunnar er í Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

 • Samtök ferðaþjónustunnar – SAF - gæta hagsmuna ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. Innan samtakanna starfar fjölbreyttur hópur fyrirtækja í ýmsum geirum. Auk stjórnar starfa innan SAF átta fagnefndir; afþreyinganefnd, bílaleigunefnd, flugnefnd, ferðasskrifstofunefnd, hópbifreiðanefnd, gististaðanefnd, siglingarnefnd og veitinganefnd. Allar nánari upplýsingar um SAF er að finna á heimasíðu samtakanna – www.saf.is
 • Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF

 • Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í greiningum

 • Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur

 • Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri fjármálafræðslu

 • Margrét Arnheiður Jónsdóttir, lögfræðingur

 • Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur 
   


 • Sjá aðildarfyrirtæki SFF: https://sff.is/um-okkur/adildarfelog/
   

Eftirtaldir aðilar eru hagsmunaverðir Samtaka fyrirtækja í landbúnaði:

 • Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL. Margrét starfar einnig sem sérfræðingur hjá Mjólkursamsölunni ehf.
 • Sigurjón R. Rafnsson, formaður SAFL. Sigurjón starfar einnig sem aðstoðarkaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.

Hlutverk hagsmunavarða Samtaka fyrirtækja í landbúnaði er viðvarandi, á meðan þeir gegna framangreindum störfum fyrir SAFL.

 • Starfsstöð Samtaka fyrirtækja í landbúnaði er að Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.

Meðal þess sem Samtök fyrirtækja í landbúnaði fást við er:

 • Að efla ímynd og styrkja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar.
 • Að stuðla að hagkvæmni íslensks landbúnaðar og íslenskra landbúnaðarfyrirtækja.
 • Að vera í forsvari gagnvart stjórnvöldum í málum er snerta hagsmuni og réttindi félagsmanna.
 • Að efla skilning og ímynd og stuðla að upplýstri umræðu um íslenskan landbúnað.
 • Að taka þátt í alþjóðasamstarfi og gæta hagsmuna íslensks landbúnaðar á erlendum vettvangi.
 • Að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna.
 • Að styðja við nýsköpun og menntun tengda landbúnaði.
 • Að vinna að eflingu rannsókna og sjálfbærni íslensks landbúnaðar.
 • Ólafur Marteinsson, formaður SFS
 • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS

 • Starfsstöð SFS er að Borgartúni 35, 105 Reykjavík, Ólafur Marteinsson, formaður SFS er jafnframt framkvæmdastjóri Ramma hf. Gránugata 1-3, 580 Fjallabyggð. Hlutverk hagsmunavarðanna er viðvarandi, á meðan þeir gegna framangreindum störfum fyrir SFS.  

 • Fjölbreytt fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskeldi eiga aðild að samtökunum. Samkvæmt samþykktum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er tilgangur samtakanna að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi með því: 

  - stuðla að hagkvæmni íslensks sjávarútvegs og íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja,
  - styðja við nýsköpun og menntun tengda sjávarútvegi,
  - efla skilning og ímynd og stuðla að upplýstri umræðu um íslenskan sjávarútveg,
  - taka þátt í alþjóðasamstarfi og gæta hagsmuna íslensks sjávarútvegs á erlendum vettvangi,
  - vera í forsvari gagnvart stjórnvöldum í málum er snerta hagsmuni og réttindi félagsmanna,
  - gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna,
  - vinna að eflingu hafrannsókna og sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins og
  - efla ímynd og styrkja samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum.
   
 • Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins
 • Árni Sigurjónsson, formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins
 • Starfsstöð Samtaka iðnaðarins er að Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

 • Samtök iðnaðarins vinna að hagsmunum iðnaðarins á öllum sviðum og í nánu samráði við þau 1400 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda sem eru innan samtakanna.

  Meðal þess sem Samtök iðnaðarins fást við er að:

  • Þjóna íslenskum iðnaði og gæta hagsmuna hans á innlendum og erlendum vettvangi
  • Hafa áhrif á stefnu stjórnvalda, fjármálastofnana, opinberra stofnana og annarra sem tengjast starfsemi iðnaðarins, með það að markmiði að íslenskum fyrirtækjum verði búin starfsaðstaða sem gerir þau samkeppnishæf á innlendum og erlendum mörkuðum, án hindrana og með arðbærum hætti.
  • Fylgjast vel með alþjóðlegri samningagerð á vegum opinberra aðila og aðstoða þá við að meta þá þætti slíkra samninga er varða hagsmuni iðnaðarins hér á landi og á erlendum mörkuðum.
  • Eiga samstarf við hliðstæð samtök erlendis og vera aðilar að alþjóðasamtökum þeirra til þess að fylgjast betur með og hafa áhrif á þróun atvinnulífs, starfsskilyrði og viðskipti á alþjóðavettvangi.
  • Leggja áherslu á að menntun starfsfólks og stjórnenda í iðnaði sé eins góð og kostur er og að hún stuðli að eðlilegri tækniþróun og falli að þörfum hans.
  • Stuðla að félagslegum, faglegum og efnahagslegum framförum í iðnaði með upplýsinga- og fræðslustarfsemi meðal sinna félaga m.a. um breytingar og túlkun á lögum og reglum sem snerta iðnaðinn hér á landi og á alþjóðavettvangi. Standa fyrir margvíslegri fag- og sérfræðiþjónustu við félaga sína m.a. á sviði markaðsmála, nýsköpunar, gæðamála og framleiðslu með útgáfu fræðsluefnis og kynningar- og fræðslufundum.
  • Vinna að viðskipta- og hagrannsóknum til þess að fylgjast með starfsskilyrðum iðnaðarins og samanburði við aðrar greinar atvinnulífsins innanlands og erlendis.
  • Gæta hagsmuna iðnaðarins við kjarasamningsgerð Samtaka atvinnulífsins.
  • Vera málsvari sinna félagsaðila út á við og álykta fyrir þá varðandi mál sem varða hagsmuni þeirra og opinbera umfjöllun.
  • Vinna að almennri kynningu á íslenskum iðnaði og hvetja með aðgerðum sínum almenning og opinbera aðila til þess að nýta innlenda framleiðslu að öðru jöfnu.
  • Standa vörð um hagsmuni félagsmanna og koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart opinberum aðilum og öðrum stofnunum, samtökum og fyrirtækjum í þeim málum sem hagsmuni þeirra varða. Í því felst m.a. að samtökin geta komið fram fyrir hönd félagsmanna, eins eða fleiri, fyrir dómstólum og stjórnsýslunefndum í málum sem varða sameiginlega jafnt sem einstaklingsbundna hagsmuni þeirra.

 

 • Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ
 • Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
 • Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ
 • Sara Dögg Svanhildardóttir, skrifstofustjóri SVÞ
 • Þóranna Kristín Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ
 • Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, er forstjóri Olíuverzlunar Íslands hf. en hann hefur starfsstöð að Skútuvogi 5, 104 Reykjavík.  Aðrir framangreindir hagsmunaverðir hafa allir starfsstöð á skrifstofu SVÞ að Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

  Hagsmunaverðir SVÞ koma fram fyrir hönd aðildarfyrirtækja SVÞ en félagatal samtakanna má finna á eftirfarandi vefsíðu: https://svth.is/felagatal/. 
   
 • Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
 • Ari Fenger, stjórnarformaður Viðskiptaráðs Íslands

 • Viðskiptaráð er með starfsstöð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

  Ofangreindir hagsmunaverðir sinna viðvarandi verkefnum hjá Viðskiptaráði Íslands á meðan þeir gegn framangreindum störfum hjá ráðinu og sinna þeir hagsmunagæslu í samræmi við tilgang og lög þess. 

  Hlutverk og tilgangur Viðskiptaráðs er að gæta hagsmuna viðskiptalífsins, efla skilning á mikilvægi frjálsræðis í viðskiptum, lágmörkun opinberra afskipta, hagfellds skattaumhverfis og annarra þátta er miða að því að auka samkeppnishæfni Íslands. 
      
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira