Siðareglur, hagsmunir og hagsmunaverðir
Núgildandi siðareglur ráðherra voru samþykktar í ríkisstjórn Íslands í apríl 2024. Um siðareglur ráðherra er fjallað í VI. kafla laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011.
Sjá einnig Handbók um siðareglur ráðherra sem samin var af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni forsætisráðuneytisins og í samvinnu við ráðuneytið. Í handbókinni eru settar fram skýringar á siðareglum ráðherra ásamt raunhæfum dæmum um túlkun þeirra.
Siðareglur ráðherra
Inngangur.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt meðfylgjandi siðareglur ráðherra, sbr. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Siðareglurnar veita leiðsögn um það hvers konar framganga hæfir svo veigamiklu embætti en jafnframt gefa þær almenningi færi á að bera hegðun ráðherra saman við skráðar og útgefnar reglur. Þeim er ætlað að stuðla að trausti almennings á stjórnsýslunni.
Hver og einn ráðherra gætir að því fyrir sitt leyti að farið sé eftir reglunum. Ráðherra getur í vafatilvikum leitað ráðgjafar hjá forsætisráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 115/2011.
Þeir sem telja ráðherra hafa brotið gegn siðareglunum geta komið ábendingum um það á framfæri við umboðsmann Alþingis en hann gætir þess meðal annars að stjórnsýslan fari fram í samræmi við siðareglur settar á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands, sbr. 1. mgr 2. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Telji einhver að brot á siðareglum hafi jafnframt falið í sér að hann sjálfur hafi verið beittur rangsleitni er unnt að bera fram kvörtun við umboðsmann Alþingis, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 85/1997.
1. gr.
Frumskyldur.
a. Ráðherra hefur almannahagsmuni ávallt að leiðarljósi í störfum sínum.
b. Ráðherra hefur í heiðri lýðræðisleg gildi, mannréttindi og meginreglur réttarríkisins.
c. Ráðherra starfar í anda gagnsæis, sannsögli, ábyrgðar og heilinda.
d. Ráðherra sinnir starfi sínu af alúð, trúmennsku og heiðarleika. Hann beitir því valdi er fylgir embættinu á grundvelli laga og stjórnarskrár af hófsemi og sanngirni og án tillits til eigin hagsmuna.
2. gr.
Hagsmunatengsl og hagsmunaárekstrar.
a. Ráðherra notfærir sér ekki stöðu sína í eiginhagsmunaskyni eða í þágu hagsmuna tengdra aðila.
b. Ráðherra forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar og gætir þess að persónuleg tengsl hafi ekki áhrif á störf sín. Takist honum ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.
c. Ráðherra upplýsir um fjárhagsleg hagsmunatengsl eða önnur slík tengsl sem valdið geta hagsmunaárekstrum.
d. Ráðherra hefur ekki með höndum störf eða verkefni sem ósamrýmanleg eru embætti hans.
e. Ráðherra gætir hófs í viðtöku gjafa og þiggur ekki verðmætar gjafir persónulega í krafti embættis síns. Halda skal skrá um gjafir til ráðherra og skal hún birt opinberlega.
f. Ráðherra beitir sér fyrir því innan ráðuneytis og þeirra stofnana sem undir það heyra að tekið sé á hagsmunaárekstrum þegar þeir koma upp og hann fær vitneskju þar um. Þá skal hann beita sér fyrir því að starfsfólk sé sér meðvitað um mögulega hagsmunaárekstra og leiðir til að koma í veg fyrir þá.
3. gr.
Meðferð fjármuna.
a. Ráðherra sýnir ráðdeild við meðferð fjármuna hins opinbera og hvetur starfsfólk ráðuneytis síns til hins sama.
b. Ráðherra nýtir ekki opinbera fjármuni eða gæði starfsins í persónulegum eða pólitískum tilgangi nema að svo miklu leyti sem lög og reglur leyfa.
c. Ráðherra efnir ekki til móttöku fyrir hópa og samtök, sem hefur í för með sér útgjöld, nema slíkt samræmist starfsemi ráðuneytis.
4. gr.
Háttsemi og framganga.
a. Ráðherra sýnir virðingu í samskiptum og leggur sig fram um að framganga hans sé til fyrirmyndar þannig að hún styðji við hugarfar heilinda og ábyrgðar hjá stjórnvöldum og almenningi.
b. Ráðherra hefur trúverðugleika embættis síns að leiðarljósi í allri framgöngu og virðir mannréttindi og mannlega reisn í hvívetna.
5. gr.
Faglegir stjórnarhættir.
a. Ráðherra leggur sig fram um að eiga gott samstarf við samráðherra og tryggir viðeigandi samráð við þá um stjórnarmálefni.
b. Ráðherra viðhefur faglega stjórnarhætti í hvívetna. Hann sér til þess að faglega sé staðið að skipun embættismanna og annars starfsfólks og leitar faglegs mats starfsfólks ráðuneytis síns áður en ákvarðanir eru teknar um einstök mál.
c. Ráðherra virðir hlutleysi og faglegt sjálfstæði embættismanna og annarra starfsmanna.
d. Ráðherra gerir skýran greinarmun á flokkspólitísku starfi, svo sem í tengslum við kosningar, og verkefnum ráðuneytis síns hverju sinni. Hann felur starfsmönnum ráðuneyta, öðrum en aðstoðarmanni, ekki verkefni sem tengjast hinu fyrrnefnda.
e. Ráðherra sér til þess að brugðist sé við ábendingum starfsmanna um siðferðilega ámælisvert eða ólögmætt athæfi í ráðuneyti hans eða á starfssviði ráðuneytisins. Hann gætir þess að starfsmenn sem benda á slíkt gjaldi ekki fyrir það.
6. gr.
Gagnsæi og upplýsingamiðlun.
a. Ráðherra viðhefur gagnsæi um störf sín og ráðuneytis síns.
b. Ráðherra leggur sig fram um að gera upplýsingar aðgengilegar í samræmi við lög og almenn viðmið og hefur frumkvæði að birtingu upplýsinga sem eru í almannaþágu. Hann beitir sér fyrir því að upplýsingum sé miðlað af nákvæmni, heilindum og með skýrum hætti.
c. Ráðherra hefur frumkvæði að því að leiðrétta, eins fljótt og auðið er, rangar eða villandi upplýsingar, sem og hvers kyns misskilning er varðar málefni sem heyrir undir ráðherra.
d. Ráðherra viðhefur virkt og skipulegt samráð við almenning og hagaðila á forsendum jafnræðis og með almannahagsmuni að leiðarljósi. Hann tryggir gagnsæi um samskipti við hagaðila.
7. gr.
Ábyrgð og eftirfylgni.
a. Ráðherra ber ábyrgð gagnvart Alþingi og almenningi á ákvörðunum sínum og breytni. Honum ber að sýna samstarfsvilja séu störf hans tekin til skoðunar af hálfu Alþingis eða eftirlitsstofnana þess og eins þegar þingmenn óska eftir upplýsingum á grundvelli laga um þingsköp.
b. Forsætisráðherra tryggir reglubundna fræðslu fyrir ráðherra um siðareglur og stuðlar að virkri samræðu um þær innan ríkisstjórnar.
8. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi siðareglur ráðherra, nr. 1346/2023.
Forsætisráðuneytinu, 3. maí 2024
Bjarni Benediktsson
Samkvæmt lögum nr. 64/2020, um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, ber ráðherrum, aðstoðarmönnum ráðherra, ráðuneytisstjórum, skrifstofustjórum og sendiherrum að tilkynna forsætisráðuneytinu um tiltekna hagsmuni sína, skuldir og ábyrgðir, auk sömu upplýsinga fyrir maka og ólögráða börn.
Forsætisráðuneytið birtir upplýsingarnar opinberlega að hluta, þ.e. um hagsmuni ráðherra, aðstoðarmanna ráðherra og ráðuneytisstjóra.
Forsætisráðuneytið mælist til þess að hagsmunaskráningin sé yfirfarin og uppfærð í lok aprílmánaðar ár hvert. Þó ber að tilkynna jafnóðum ef umtalsverðar breytingar verða á þeim upplýsingum sem fram koma í hagsmunaskráningu.
Leiðbeiningar vegna hagsmunaskráningar
Forsætisráðuneytið
- Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra
- Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri
- Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra
- Dagný Jónsdóttir, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar
- Áslaug María Friðriksdóttir, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar
- Anna Lísa Björnsdóttir, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar
Dómsmálaráðuneytið
- Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra
- Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri
- Björg Ásta Þórðardóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
- Árni Grétar Finnsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
Félags- og vinnaumarkaðsráðuneytið
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
- Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri
- Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður félags- og vinnumarkaðsráðherra
- Bjarki Þór Grönfeldt, aðstoðarmaður félags- og vinnumarkaðsráðherra
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra
- Hermann Sæmundsson, ráðuneytisstjóri
- Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra
- Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri
- Eydís Arna Líndal, aðstoðarmaður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Áslaug Hulda Jónsdóttir, aðstoðarmaður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Heilbrigðisráðuneytið
- Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
- Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri
- Sigurjón Jónsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra
- Sonja Lind, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra
Innviðaráðuneytið
- Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra
- Aðalsteinn Þorsteinsson, ráðuneytisstjóri
- Kári Gautason, aðstoðarmaður innviðaráðherra
- Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður innviðaráðherra
Matvælaráðuneytið
- Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra
- Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri
- Bjarki Hjörleifsson, aðstoðarmaður matvælaráðherra
Menningar- og viðskiptaráðuneytið
- Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra
- Sigrún Brynja Einarsdóttir, ráðuneytisstjóri
- Hafþór Eide Hafþórsson, aðstoðamaður menningar- og viðskiptaráðherra
- Jóhanna Olga Hreiðarsdóttir, aðstoðarmaður menningar- og viðskiptaráðherra
Mennta- og barnamálaráðuneytið
- Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
- Erna Kristín Blöndal, ráðuneytisstjóri
- Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra (í leyfi)
- Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
- Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
- Stefán Guðmundsson, ráðuneytisstjóri
- Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
- Unnur Brá Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Utanríkisráðuneytið
Samkvæmt lögum nr. 64/2020, um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, ber ráðherrum, aðstoðarmönnum ráðherra, ráðuneytisstjórum, skrifstofustjórum og sendiherrum að tilkynna forsætisráðuneytinu um tiltekna hagsmuni sína, skuldir og ábyrgðir, auk sömu upplýsinga fyrir maka og ólögráða börn.
Forsætisráðuneytið birtir upplýsingarnar opinberlega að hluta, þ.e. um hagsmuni ráðherra, aðstoðarmanna ráðherra og ráðuneytisstjóra.
Aukastörf
- Ólafur Elínarson, aðstoðarmaður félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Situr í stjórn landsnefndar UN Women á Íslandi sem er ólaunað starf. Heimild veitt 23. febrúar 2022. - Þórlindur Kjartansson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra.
Dómgæsla á vegum Körfuknattleikssambands Íslands. Greitt samkvæmt gjaldskrá. Heimild veitt 19. ágúst 2022.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
- Bókin Tölvuvæðing í hálfa öld - Upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014 eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson, gjöf frá aðstandendum UT messunnar í kjölfar fyrirlesturs ráðherra á viðburðinum. 13. febrúar 2023.
- Glendrornach Whiskey flaska, gjöf frá Ólafi Hand 25. apríl 2023.
- Öskjur fyrir penna og bréfaklemmur, gjöf frá Suður Kóreu 5. júní 2023.
- Bolli, bókin Vikings on a Prairie Ocean - The Saga of Lake, a Family and a Man eftir Glenn Sigurdson, hálsmen og súkkulaði frá Kanada eftir heimsókn ráðherra til landsins í ágúst.
- Kviss spil og gjafabréf í kjölfar þátttöku ráðherra í sjónvarpsþættinum Kviss.
- Bókin Saga Héðins í kjölfar heimsóknar ráðherra í Héðinn.
- Dagatal frá sendiráði Japans á Íslandi
- Rauðvínsflaska frá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi í kjölfar undirritunar Artemis samnings við NASA. 8. desember 2023.
- Rauðvínsflaska frá sendiráði Indlands á Íslandi. Jólagjöf. 12. desember 2023.
- Kaldreyktur jólalax frá Bull Hill Capital. Jólagjöf. 12. desember 2023.
- Jólakúla úr súkkulaði frá sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Jólagjöf. 21. desember 2023.
- Uppgjör bankamanns eftir Lárus Welding. Gjöf frá rithöfundi. 20. desember 2022.
- Bolli, gjöf frá Hrafnseyri. 19. desember 2022.
- Konfekt, jólagjöf frá sendiráði Bandaríkjanna. 15. desember 2022.
- Vínflaska, jólagjöf frá sendiherra Indlands á Íslandi. 14. desember 2022.
- Konfekt, þakkargjöf vegna framlags til morgunráðstefnu Framvís. 13. desember 2022.
- Dagatal 2023, gjöf frá sendiherra Japans á Íslandi. 12. desember 2022.
- Venjulegar konur - vændi á Íslandi eftir Brynhildi Björnsdóttur. Gjöf frá rithöfundi. 6. desember 2022.
- Næla, gjöf frá AURORA. 6. desember 2022.
- Iceland Travel Guide: Women's History - Be inspired by the women of Iceland, gjöf frá Fjalldísi Chim. 23. nóvember 2022.
- Skriffærabox, gjöf frá Josephine Teo, ráðherra samskipta- og upplýsingamála, netöryggis og snjallvæðingar í Singapúr. 11. nóvember 2022.
- Skrautdiskar, gjöf frá Chan Chun Sing, menntamálaráðherra Singapúr. 10. nóvember 2022.
- Postulínsdiskar og dúkur. Gjöf frá Dr Tan See Leng, viðskipta- og iðnaðarráðherra Singapúr. 9. nóvember 2022.
- Reykelsi, gjöf frá sendiherra Svíðþjóðar við opnun á listasýningu. 21. október 2022.
- Konfekt, gjöf frá Petru Baader fyrir hönd Baader samsteypunnar í Þýskalandi. 4. október 2022.
- Kerti, gjöf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. 30. september 2022.
- Ísmolar frá Georg Jensen, gjöf frá NORDUnet Conference. 15. september 2022.
- Tréhestur, gjöf frá Ásgarði, vinnustofu fatlaðra í Mosfellsbæ og sjálfstæðisfélögunum í Mosfellsbæ. 29. ágúst 2022.
- Blómvöndur, þakkargjöf frá Listaháskóla Íslands við tilefni fyrsta dags kennslu við nýja kvikmyndadeild skólans. 22. ágúst 2022.
- Bolli, gjöf frá Nývest. 9. júlí 2022.
- Útskorinn þjóðarfugl Máritíusar, gjöf með ósk um stuðning við fulltrúa landsins í ICU Council frá ráðuneyti upplýsinga, samkipta og nýsköpunar á Máritíus. 9. júlí 2022.
- Bréfapressa, gjöf frá EMBL í kjölfar fundar með ráðherra. 9. júní 2022.
- Shapers, makers and originals bók, gjöf frá Southern Alberta Institute of Technology háskólanum í Kanada í kjölfar Global Energy Show ráðstefnunnar. 6. júní 2022.
- Næla, gjöf frá Calgary háskóla í kjölfar Global Energy Show ráðstefnunnar. 6. júní 2022.
- Súkkulaði, gjöf frá BPW á 17. Evrópuráðstefnu BPW. 30. maí 2022.
- Blómvöndur, gjöf frá Viðskiptaráði í kjölfar Viðskiptaþings. 17. maí 2022.
Bjarni Benediktsson
1.1-16.10.2023
- Panettone, gjöf frá Sigurjóni Aðalsteinssyni
- Hortensíur og túlípanar, gjöf frá Bændasamtökunum.
- iPad, gjöf frá gestgjöfum EBRD fundar. Ráðherra gaf sinn iPad áfram til sjálfboðaliða sem fylgdi sendinefnd Íslands eftir á fundinum.
- Glerdiskur, gjöf frá Neil Gray, ráðherra í ríkisstjórn Skotlands.
- Vefnaður. Gjöf frá H.E. B. Shyam, sendiherra Indlands, dags. 7. mars 2022
- Kassi af döðlum. Gjöf frá Faisal Alibrahim, efnahagsráðherra Sádí-Arabíu, dags. 8. apríl 2022
- Sturlunga saga I-III, bækur gefnar út af Hinu íslenzka fornritafélagi. Gjöf frá félaginu, apríl 2022.
- Konfektkassi, kippa af Pepsi max, 1 boðsmiði á leik í Bestu deildinni og Unbroken töflur (1 staukur). Gjöf vegna þátttöku í þættinum Besti þátturinn, dags. 13. júní 202
- Vefnaður. Gjöf frá orku- og auðlindamálaráðherra Indónesíu, dags. 15. júní 2022
- Bókin Debatable Lands/Óræð lönd eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson. Gjöf frá Gagarín, dags. 21. júní 2022
- Rauðvínsflaska og mánakökur. Gjöf frá HE Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, dags. 7. september 2022
- Fjórir miðar á 30 ára afmæli Stórsveitarinnar. Boð frá Stórsveitinni, dags. 18. september 2022
- Bókin Venjulegar konur – Vændi á Ísland eftir Brynhildi Björnsdóttur. Gjöf frá höfundi á fundi með Stígamótum, dags. 21. september 2022
- Kerti. Gjöf frá Vestfjarðarstofu, september 2022
- Bolli. Gjöf frá Menningarsetrinu á Hrafnseyri, september 2022
- Bækurnar Játning eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og Lifað með öldinni eftir Jóhannes Nordal. Gjöf frá Ólafi Jóhanni Ólafssyni og Ingimar Jónssyni hjá Pennanum Eymundsson í tengslum við fund um stöðu íslenskrar útgáfu í stafvæddum heimi o.fl., dags, 11. nóvember 2022
- Ostakarfa. Gjöf frá Mjólkursamsölunni, nóvember 2022.
- Bjórinn Grýla (1 dós) og jólakúla. Gjöf frá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa, dags. 5. desember 2022
- Dagatal. Jólagjöf frá sendiherra Japan, desember 2022
- Rauðvínsflaska, kampavínsflaska, te og dagatal. Jólagjöf frá sendiherra Kína, desember 2022
- Koníaksflaska. Jólagjöf frá sendiherra Indlands, desember 2022
- Súkkulaði. Jólagjöf frá sendiherra Bandaríkjanna, desember 2022
- Húskarlahangikjöt. Gjöf frá Kjarnafæði, desember 2022
- Sýnisbók þess að Ísland er ekki barbaraland heldur land bókmennta og menningar eftir Jón Þorkelsson. Gjöf frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, desember 2022.
- Tveir miðar á frumsýningu á Ellen B. Gjöf frá Þjóðleikhúsinu, desember 2022
- Fjórir miðar á frumsýningu á Mátulegir. Gjöf frá Borgarleikhúsinu, desember 2022
- Uppgjör bankamanns eftir Lárus Welding. Gjöf frá rithöfundi. 20. desember 2022.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
- Lítil, japönsk hirsla. Gjöf frá japanska sendiherranum á Íslandi. 31. mars 2022.
- Kaffikrús með loki. Gjöf frá Félagi íslenskra félagsliða. 25. maí 2022.
- Skel. Gjöf frá sjávarútvegsráðherra Nýja-Sjálands. 1. júlí 2022.
- Afrit af litlu málverki eftir Jón Kr. Ólafsson söngvara. Gjöf frá Jóni sjálfum. 7. sept 2022.
- Tvö kristalsglös. Gjöf á óformlegum ráðherrafundi á málefnasviði ráðherra félags- og atvinnumála EPSCO í Prag. 13.okt. 2022
- Bókin Geðveikar batasögur II. Gjöf frá notendum Hugarafls. 18. nóv. 2022
- Freyðivínsflaska. Gjöf frá indverska sendiherranum á Íslandi. 19. des 2022.
- Bókin Uppgjör bankamanns eftir Lárusi Welding. Gjöf frá höfundi. 19. des 2022.
- Rauðvínsflaska. Gjöf frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi. 19. des 2022.
Lilja D. Alfreðsdóttir
Bókin Iceland as it is. Gjöf frá Eleven Experience, janúar 2023
Bækurnar Forystumaður úr Fljótum og Sumar í Glaumbæ, auk taupoka. Gjöf frá Safnahúsi Skagfirðinga, janúar 2023
Eintak af safnablaðinu Kvisti. Gjöf frá Tækniminjasafni Austurlands, febrúar 2023
Bækurnar Hryggdýr og Snorra-Edda. Gjöf frá Sigurbjörgu Þrastardóttur, febrúar 2023
Rit Fornleifastofnunar, Arcaheologia Islandica. Gjöf frá Fornleifastofnun, febrúar 2023
Bókin Innen Stadt Aussem. Gjöf frá menntamálaráðherra Þýskalands, mars 2023
Bókin Troubled Waters. Gjöf sem ráðherra var gefin í heimsókn til Berlínar, mars 2023
DVD-diskurinn Málarinn og sálmurinn hans um litinn. Gjöf frá Erlendi Sveinssyni, mars 2023
Hljómplatan Music from and inspired by the motion picture Tár. Gjöf frá Deutsche Grammofon, mars 2023
Bókin Læknir verður til. Gjöf frá Króníku og Henrik Geir Garcia, maí 2023
Bókin Tómið eftir sjálfsvíg – Bjargráð til að lifa með sorginni. Gjöf frá Önnu Margréti Bjarnadóttur, maí 2023
Bókin Abadakone. Gjöf frá National Gallery of Canada, maí 2023
Tækifæriskort. Gjöf frá Canada Council of the Arts, maí 2023
Þrjár bækur um Feneyjatvíæringinn í arkitektúr. Gjöf frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, maí 2023
Taupoki, sápa, servíettur og ilmolía. Gjöf frá Rannsóknasetri skapandi greina, júní 2023
Bókin Alheimur úr engu – Hvers vegna eitthvað er til frekar en ekkert. Gjöf frá Náttúruminjasafni Íslands, júlí 2023
Áskrift að tónleikaröðum Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2023-2024. Gjöf frá Sinfóníuhljómsveit Íslands, september 2023
Bókin Monumenta Montenegrina Vaticana. Gjöf frá menningarmálaráðherra Svartfjallalands, september 2023
Bókin Emerging Ecologies. Gjöf frá MoMA safninu í New York, september 2023
Taupoki, konfekt og bókin Eesti. Gjöf frá menningarmálaráðherra Eistlands, október 2023
Eyrnalokkar. Gjöf frá sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, nóvember 2023
Lífeyrisbókin. Gjöf frá starfsfólki eignastýringar Arion banka, nóvember 2023
Dagatal. Gjöf frá sendiherra Japans á Íslandi, nóvember 2023
Bókin 88 Stories Around Iceland. Gjöf frá Ármanni Reynissyni, desember 2023
Súkkulaði. Gjöf frá sendiherra ESB á Íslandi, desember 2023
Vínflaska. Gjöf frá sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, desember 2023
Vínflaska, te og dagata. Gjöf frá sendiherra Kína á Íslandi, desember 2023
Vínflaska. Gjöf frá sendiherra Indlands á Íslandi, desember 2023
Bækurnar Snjór í Paradís, Hvítalogn, Högni og Kynlegt stríð. Gjöf frá Forlaginu, desember 2023
Sendiherra Finnlands | Bókin We are the North | 25. febrúar 2022 |
Heimilisiðnaðarfélag Íslands | Bókin Faldar og skart - faldbúningurinn og aðrir íslenskir þjóðbúningar eftir Sigrúnu Helgadóttur | 25. febrúar 2022 |
Hið íslenska bókmenntafélag | Bókin Íslenskar bókmenntir - saga og samhengi | 8. mars 2022 |
Sendiherra Kanada | Bókin Canada C3 - Connecting Candians Coast to Coast to Coast | 25. mars 2022 |
Sendiherra Indlands | Skrautvasi | 31. mars 2022 |
Þórarinn Eldjárn | Bókin Allt og sumt eftir Þórarinn Eldjárn | 25. apríl 2022 |
Halla Helgadóttir | Bókin Um haf innan eftir Helga Guðmundsson | 25. apríl 2022 |
Bjartur & Veröld | Bókin Reimleikar eftir Ármann Jakobsson | 9. maí 2022 |
Skálholtsrannsóknir og Fornleifastofnun Íslands | Fyrsta bindi bókar um fornleifarannsóknir í Skálholti eftir Gavin Murray Lucas og Mjöll Snæsdóttur | 23. maí 2022 |
Þórður Ingi Guðjónsson/Hið íslenska fornritafélag | Sturlunga saga I-III | 30. maí 2022 |
Sigríður Snævarr | Bókin Nýttu kraftinn - hugmyndir, ráð og hvatning fyrir atvinnuleitendur og alla þá sem leita sér að nýjum tækifærum eftir Maríu Björk Óskarsdóttur og Sigríði Snævarr | 13. júní 2022 |
Sendiherra Japans | Tvö glös í öskju | 20. júní 2022 |
Jóhann Sigurðsson | Íslendingasögur - Íslendingaþættir I-V, fimm bindi í öskju | 21. júní 2022 |
Hákon Hansson/Breiðdalssetur | Bækurnar Íslensk bókmenntasaga 874-1960 og Hákon Finnsson - frá Brekkum á Rangárvöllum að Borgum í Hornafirði | 12. júlí 2022 |
Sverrir Kristinsson | Bókin Pastoral sinfónían eftir André Gide | 20. júlí 2022 |
Bryony Matthew | Þrjú eintök af bókinni Tæknitröll og íseldfjöll eftir Bryony Matthew | 17. ágúst 2022 |
Gjöf frá nokkrum Siglfirðingum | Bókin Húsin í bænum | 24. ágúst 2022 |
Sendiráð Indlands | Sjal og bókin Making of New India - Transformation Under Modi Government | 31. ágúst 2022 |
Sendiráð Kína | Bókin Xi Jinping - kínversk stjórnmál I | 17. október 2022 |
Pétur Ásgeirsson | Bókin Á norðurslóð - ferðasaga frá Grænlandi eftir Pétur Ásgeirsson og Ásgeir Pétursson | 21. október 2022 |
Yrsa Sigurðardóttir | Bókin Gættu þinna handa eftir Yrsu Sigurðardóttur | 31. október 2022 |
Sögur útgáfa | Á sporbaug - nýyrði Jónasar Hallgrímssonar eftir Önnu Sigríði Þráinsdóttur og Elínu Elísabetu Einarsdóttur, þrjár bækur og veggspjöld | 1. nóvember 2022 |
Guðni Ágústsson | Bókin Flói bernsku minnar eftir Guðna Ágústsson | 4. nóvember 2022 |
Formaður þingmálanefndar georgíska þingsins | Skrautplatti | 8. nóvember 2022 |
Kerecis | Listaverk úr fiskroði | 10. nóvember 2022 |
Knútur Bruun | Bókin Abstrakt geómetría á Íslandi 1950-1960 | 23. nóvember 2022 |
Esja forlag | Bækurnar North Korea Naked og Iceland's Travel Guide - Women's History eftir Fjalldísi Ghim og bókin Living in Iceland - Foreigner Survival Guide eftir Fjalldísi Ghim og Hafþór Jóhannsson | 23. nóvember 2022 |
Norræna félagið | Bolli, poki og penni | 7. desember 2022 |
Sendiherra Kína | Te, vín og dagatal | 12. desember 2022 |
Sendráð Bandaríkjanna | Súkkulaði | 20. desember 2022 |
Sendiherra Indlands | Vínflaska | 20. desember 2022 |
Lárus Welding | Bókin Uppgjör Bankamanns eftir Lárus Welding | 22. desember 2022 |
Þjóðminjasafn Íslands | Taupoki og bókin Nesstofa við Seltjörn eftir Þorstein Gunnarsson | 22. desember 2022 |
Bjartur bókaforlag | Níu bækur eftir ýmsa höfunda | 22. desember 2022 |
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs | Drykkur, servíettur og kerti | 22. desember 2022 |
Sendiráð Georgíu | Vínflaska | 23. desember 2022 |
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum | Bókin Sýnisbók þess að Ísland er ekki barbaraland heldur land bókmennta & menningar | 23. desember 2022 |
Sigurður Ingi Jóhannsson
- Bókin Venjulegar konur – vændi á Íslandi e. Brynhildi Björnsdóttur. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, afhenti ráðherra bókina í tilefni af málþingi um vændi á Íslandi, sem haldið var 22. september 2022.
- Gjafir í tengslum við þing Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) í Montréal, sept. 2022:
- Vasi frá flugmálayfirvöldum í Saudi-Arabíu.
- Ermahnappar frá samgönguráðherra Hollands. - Lítil flaska af skosku viskíi og glas merkt skoska þinginu. Gjöf frá skoskri þingmannanefnd á Arctic Circle, okt. 2022.
- Tveir miðar á óperuna La Traviata e. Verdi í Hörpu 6. nóv. Gjöf frá Íslensku óperunni.
- Dagatal 2023. Jólakveðja frá japanska sendiráðinu, des. 2022.
- Vínflaska. Jólakveðja frá indverska sendiráðinu, des. 2022.
- Tvær vínflöskur, te og dagatal. Jólakveðja frá kínverska sendiráðinu, des, 2022
- Súkkulaði. Gjöf frá sendiráði Bandaríkjanna, des. 2022.
- Bókin Uppgjör bankamanns e. Lárus Welding, des. 2022.
- Dagatal 2023. Gjöf frá Loftmyndum ehf., des. 2022.
- Síld. Gjöf frá Loðnuvinnslunni, des. 2022
- Konfekt. Jólakveðja frá stjórn og starfsfólki Betri samgangna, des. 2022.
- Bókin Cloacina – saga fráveitu e. Guðjón Friðriksson sagnfræðing. Gjöf frá Veitum.
- Bókin Fákur – þarfasti þjónninn í Reykjavík - e. Helga Sigurðsson. Gjöf frá Hestamannafélaginu Fáki, des. 2021.
- Fræðibækur um sauðfjár- og geitasjúkdóma e. Sigurð Sigurðarson dýralækni. Gjöf frá höfundi, des. 2021.
- Dagatal 2022. Jólakveðja frá japanska sendiráðinu, des.2021
- Léttvínsflaska, te og dagatal 2022. Jólakveðja frá kínverska sendiráðinu, des. 2021
- Vínflaska. Jólakveðja frá indverska sendiráðinu, des. 2021.
Ásmundur Einar Daðason
- Áfengisflaska. Nýársgjöf frá indverska sendiráðinu, 4. janúar 2022.
- Skartgripaskrín. Gjöf frá japanska sendiráðinu, 12. apríl 2022.
- Moltukassi. Gjöf frá Claudia Plakolm frá Austurríki, 16. maí 2022.
- Blómvöndur. Gjöf frá Exampla, 23. nóvember 2022.
- Jólaálfur. Gjöf frá SÁÁ, 1. desember 2022.
- Vínflaska. Jóla- og nýársgjöf frá sendiherra Indlands, 16. desember 2022.
- Dagatal 2023. Gjöf frá sendiherra Japans, 19. desember 2022.
- Bókin Uppgjör bankamanns. Gjöf frá höfundi, Lárusi Welding, 19. desember 2022.
- Bókin Vinir Ferguson & Vestfjarða. Gjöf frá höfundi, Karli G. Friðrikssyni, 27. desember 2022.
- Pakki af servíettum. Nýársgjöf frá Auðnast, 27. desember 2022.
- Dagatal, vínflaska, tvær fígúrur tengdar Vetrarólympíuleikum 2022, kínverskt postulín. Jólagjöf frá kínverska sendiráðinu, dags. 15. desember 2021.
- Vodka. Jólagjöf frá rússneska sendiráðinu, dags. 15. desember 2021.
- Jólakúla. Jólagjöf frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og Reykjadals, dags. 22. desember 2021.
- Bókin Stórir draumar. Gjöf frá Rakel Lúðvísdóttur, Gísla Frey Valdórssyni, Söru Lind Guðbergsdóttur og Stefáni E. Stefánssyni, dags. 22. desember 2021.
Guðlaugur Þór Þórðarson
- Leirkrús, margnota burðarpoki og lítið landakort af Þýskalandi. Gjöf frá sendiherra Þýskalands á Íslandi, 17. janúar 2024.
- Bókin í stríði og friði fréttamennskunnar - Eða uppgjörið við alla mína fjölmiðlatíð. Gjöf frá höfundi, Sigmundi Erni Rúnarssyni, janúar 2024.
- Bækurnar Byggðir Borgarfjarðar (4 bindi). Gjöf frá sveitarstjóra Borgarbyggðar, 21. febrúar 2024.
- Bókin Skúli fógeti, 28. febrúar 2024.
- Kínverskt útsaumað handverk, 28. febrúar 2024.
- Bókin Seðlabankinn gegn Samherja - Eftirlit eða eftirför?, 6. mars 2024
- Bókin Mín eigin lög - Framkvæmd stórnarskrárákvæða um meðferð lagafrumvarpa á Alþingi og í danska þinginu. Gjöf frá höfundi Dr. Hauki Anrþórssyni, 20. mars 2024.
- Ljóðabókin Mold. Gjöf frá höfundi Sigurði Ingólfssyni 3. apríl 2024.
- Tvær rauðvínsflöskur frá Georgíu. Gjöf frá forseta Georgíu í opinberri heimsókn forseta Íslands í mars 2024.
- Kínverskur skrautdiskur. Gjöf frá héraðsstjóra Shanxi héraðs í Kína, 29. apríl 2024.
- Japanskir sushiprjónar. Gjöf frá framleiðanda hjá NHK, Japan Broadcasting Corporation, 29. apríl 2024.
- Line ákavíti og bókin Mysteriet I Vestisen - Slefangsttragedien som lamslo nasjonen eftir Arnold Farstad. Gjöf frá bæjarstjóra sveitarfélagsins Hareid í Noregi, 22. maí 2024.
- Bókin The Hungarian Way of Strategy, Parker penni og hvítvínsflaska. Gjöf frá aðstoðarráðerra orkumála í Ungverjalandi, 28. maí 2024.
- Bókin Travel in Georgia, tvær léttvínsflöskur og churchkhela, gorgískt sætindi. Gjöf frá ráðherra efnahags- og sjálfbærrar þróunar í Georgíu, 30. maí 2024.
- Bókin Barðastrandahreppur, göngubók. Gjöf frá höfundi, Elvu Björgu Einarsdóttur, 12. janúar 2023
- Léttvínsflaska. Gjöf frá fulltrúa IIJ, 24. janúar 2023
- Grænni tjöruhreinsir og olíuhreinsir, umhverfisvænir. Gjöfn frá Gefn, 26. janúar 2023
- Bókin Mold ert þú - jarðvegur og íslensk náttúra. Gjöf frá höfundi, Ólafi G. Arnalds, 25. maí 2023
- Bækurnar Saga Landsvirkjunar - Orka í þágu þjóðar og Landsvirkjun 1965-2005 - Fyrirtækið og umhverfi þess. Gjöf frá Landsvirkjun, ágúst 2023.
- Írskt viskí. Gjöf frá Malcolm Noonan ráðherra náttúru- og minjaverndar á Írlandi, 24. nóvember 2023.
- Dagatal 2024. Gjöf frá sendiráði Japans, desember 2023
- HR súkkulaði jólakúla. Jólakveðja frá sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, desember 2023
- Léttvínsflaska, borðdagatal 2024 og krús með jurtatei. Jólakveðja frá sendiherra Kína á Íslandi, desember 2023
- Léttvínsflaska. Jólakveðja frá sendiherra Indlands á Íslandi, desember 2023
- Léttvínsflaska. Jólakveðja frá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi, desember 2023
- Hleðslubanki. Jólakveðja frá starfsfólki Bláma, desember 2023
- Bókin Landsvirkjun 1965-2005 - Gjöf frá Landsvirkjun.
- Gylltur platti með mynd af franska þinghúsinu. Gjöf frá vinahópi frá franska þinginu, 1. mars 2022
- Baum Kuchen sætabrauð. Gjöf frá fulltrúum Mitsubishi Corporation, BP og Simens Energy í Þýskalandi, 25. apríl 2022.
- Minnisbók, músamotta og taupoki. Gjöf frá nemendum frá Penn háskólanum í Pennsylvaníu USA, 19. maí 2022.
- Enskt te. Gjöf frá IIJ, japanskt gagnaverafyrirtæki, 5. júlí 2022.
- Tebolli, málaður í tilefni krýningarafmælis Bretadrottningar. Gjöf frá breska sendiherranum, 15. ágúst 2022.
- Lítið glerlistaverk. Gjöf frá Dr. Edith Heard frá EMBL, 15. ágúst 2022.
- Tvö útskorin kristalsglös. Gjöf í tengslum við óformlegan fund umhverfisráðherra ESB og EFTA ríkjanna 13.-14. júlí 2022.
- Bókin Snæfellsjökull eftir Harald Sigurðsson. Gjöf frá þjóðgarðinum Snæfellsjökull, 24. ágúst 2022.
- Bókin El Teide. Gjöf frá umhverfisráðherra Kanaríeyja og sendinefnd, 5. september 2022.
- Bókin Water treasures of the Himalayas. Gjöf frá sendiherra Indlands á Íslandi, 27. september 2022
- Tvö handblásin kristalsglös sem hönnuð eru af Rony Plesl í tilefni formennsku Tékklands í ESB - Gjöf í tengslum við fund orkumálaráðherra ESB og EFTA ríkjanna 12-13. október 2022.
- Lítil flaska af skosku viskíi og glas merkt skoska þinginu. Gjöf frá skoskri þingnefnd, 15. október 2022.
- Léttvínsflaska, skúkkulaðistykki og myndabók um Ungverjaland. Gjöf frá sendiherra Ungverjalands gagvart Íslandi, 22. nóvember 2022.
- Dagatal 2023. Jólakveðja frá japanska sendiráðinu, 8. desember 2022.
- Hálsbindi og ermahnappar. Jólakveðja frá sendiherra Ungverjalands gagnvart Íslandi, 12. desember 2022.
- Léttvínsflaska. Jólakveðja frá sendiráði Bandaríkjanna, 15. desember 2022.
- Freyðivín. Jólakveðja frá sendiherra Indlands, 15. desember 2022.
- HR súkkulaði jólakúla. Jólakveðja frá sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, 16. desember 2022.
- Bókin Uppgjör bankamanns. Gjöf frá höfundi, Lárusi Welding, dags. 20. desember 2022.
- Dagatal 2023. Gjöf frá Loftmyndum, desember 2022.
- Jólastjarna og amarillis blóm. Gjöf frá Bændasamtökum Íslands, desember 2021
- Léttvínsflaska og konfekt - Jólakveðja frá sendiráði Bandaríkjanna, desember 2021
- Borðdagatal 2022. Gjöf frá Loftmyndum ehf., desember 2021
- Dagatal 2022. Jólakveðja frá japanska sendiráðinu, desember 2021.
- Vodkaflaska. Jólakveðja frá rússneska sendiráðinu, desember 2021
- Léttvínsflaska. Jólakveðja frá kanadíska sendiráðinu, desember 2021
- Léttvínsflaska, te og dagatal. Jólakveðja frá kínverska sendiráðinu, desember 2021
- Koníaksflaska VSOP. Jólakveðja frá indverska sendiráðinu, desember 2021.
Svandís Svavarsdóttir
- Bók og veggborði frá Íslandsstofu, 8. september 2022.
- Glerskál frá sendinefnd frá Möltu, 21. september 2022.
- Mynd og handtaska frá sjávarútvegsráðherra og sendinefnd Síerra Leóne, 22. september 2022.
- Bolli, kerti, reykelsi, penni, kort, bæklingur og merktur poki frá ráðstefnuhöldurum. NJF ráðstefna á Selfossi 29. september 2022.
- Tvö glös frá sendiherra Japans, 27. október 2022.
- Freyðivínsflaska frá indverska sendiráðinu, 19. desember 2022.
- Súkkulaðimolar frá bandaríska sendiráðinu, 19. desember 2022.
- Kampavínsflaska, rauðvínsflaska, te og dagatal frá kínverska sendiráðinu, 19. desember 2022.
- Bók frá Lárusi Welding (Uppgjör bankamanns), 21. desember 2022.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
16.10-2023-31.12.2023
- Bolli, gjöf frá utanríkisráðherra Malaví
- Bolli, gjöf frá sendiherra
- Vínflaska, jólagjöf frá sendiherra Bandaríkjanna
- Hleðslubanki, jólagjöf frá Bláma
- Dagatal, gjöf frá sendiráði Japan
- Vínflaska, dagatal og te, jólagjöf frá sendiherra Kína
- Súkkulaðijólakúla, gjöf frá sendiherra Evrópusambandisins
- Lax, jólagjöf frá Bull Hill Capital
- Vínflaska, jólagjöf frá sendiherra Georgíu.
- Flaska af koníaki. Jólagjöf frá sendiherra Indlands á Íslandi. Janúar 2022.
- Bók og klútur. Gjöf frá sendiherra Kanada á Íslandi. Janúar 2022.
- Flugvængur (skrautmunur). Gjöf af öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Mars 2022.
- Döðlur og myndabók. Gjöf frá efnahagsráðherra Sádi-Arabíu. Júní 2022
- Kaffi. Gjöf frá Sveinbirni Gissurarsyni. Júní 2022.
- Sjal. Gjöf frá varaforsætisráðherra Taílands. Ágúst 2022.
- Sjal. Gjöf frá varautanríkisráðherra Indlands. Ágúst 2022.
- Rauðvín og smákökur. Gjöf frá sendiherra Kína á Íslandi. September 2022.
- Glerskál. Gjöf frá forseta Slóveníu. September 2022.
- Skrautdiskur. Gjöf frá sendiherra Suður-Kóreu. Október 2022.
- Bók um Xi Jinping, forseta Kína. Gjöf frá sendiráði Kína á Íslandi. Október 2022.
- Dúkur. Afmælisgjöf frá utanríkisráðherra Ungverjalands. Nóvember 2022.
- Glerskál. Gjöf frá framkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Nóvember 2022.
- Sjal. Gjöf frá forseta Evrópuráðsþingsins. Nóvember 2022.
- Sjal. Gjöf frá utanríkisráðherra Króatíu. Nóvember 2022.
- Bókin Faces of the North. Gjöf frá skipuleggjendum norðurslóðaráðstefnu í London. Nóvember 2022.
- Blóm, bók og skál. Gjöf frá Írönum búsettum á Íslandi. Desember 2022.
- Bókin Woven with Brown Thread. Gjöf frá Gender Justice Unit í Malaví. Desember 2022.
- Flaska af freyðivíni. Jólagjöf frá sendiherra Indlands á Íslandi. Desember 2022.
- Bækurnar Íslenska menntakonan verður til og Nýttu kraftin. Gjöf frá Sigríði Snævarr sendiherra. Desember 2022.
- Dagatal, flaska af kampavíni og flaska af rauðvíni. Jólagjöf frá sendiráði Kína á Íslandi. Desember 2022.
- Súkkulaði. Jólagjöf frá sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Desember 2022.
- Flaska af rauðvíni. Jólagjöf frá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi. Desember 2022.
- Flaska af rauðvíni. Jólagjöf frá sendiráði Georgíu gagnvart Íslandi. Desember 2022.
- Bókin Uppgjör bankamanns. Gjöf frá Lárusi Welding. Desember 2022.
- Konfekt. Jólagjöf frá sendiherra Sádi-Arabíu gagnvart Íslandi. Desember 2022.
- Flaska af vodka. Jólagjöf frá sendiherra Rússlands á Íslandi. Desember 2021
- Rauðvín, dagatal og te. Jólagjöf frá sendiráði Kína á Íslandi. Desember 2021.
- Hvítvín og sýróp. Jólagjöf frá sendiráði Kanada á Íslandi. Desember 2021.
- Bók og klútur. Jólagjöf frá sendiráði Póllands á Íslandi. Desember 2021.
Ríkisstjórn
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.