Dómsmálaráðuneytið
Vernd vegna fjöldaflótta lengd í fimm ár í stað þriggja að hámarki
03.12.2024Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á 44. gr. laga um útlendinga, nr...
Málefni innflytjenda og útlendinga hér á landi snúa að tveimur ráðuneytum og nokkrum undirstofnunum. Dómsmálaráðuneytið fer með verkefni sem lúta að málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, landamæraeftirlit, Schengen-samstarfið o.fl. og félagsmálaráðuneytið fer með málefni innflytjenda og flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda.
Meginmarkmið laga um útlendinga er að tryggja mannúðlega og skilvirka meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga hér á landi ásamt því að kveða á um réttarstöðu og tryggja réttaröryggi útlendinga sem koma til landsins eða fara frá því, sækja um dvalarleyfi eða dveljast hér á landi. Ólíkar reglur gilda um komu og dvöl einstaklinga hér á landi eftir tilgangi dvalar og eftir því hvort er frá ríki Evrópska efnahagssvæðisins eða frá ríki utan þess. Meginreglan er sú að útlendingar þurfa atvinnu- og dvalarleyfi í því skyni að starfa hér á landi.
Útlendingastofnun ber ábyrgð á afgreiðslu dvalarleyfa, vegabréfsáritana, ríkisborgararéttar, og umsókna um alþjóðlega vernd en umsóknir eru lagðar fram hjá Útlendingastofnun eða lögreglu. Kærur á grundvelli laga um útlendinga skulu berast kærunefnd útlendingamála. Úrskurðir nefndarinnar eru birtir hér.
Lög um málefni innflytjenda hafa það að markmiði að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Þessu skuli náð m.a. með því að hagsmunir innflytjenda séu samþættir allri stefnumótun, stjórnsýslu og þjónustu hins opinbera, víðtæku samstarfi, aukinni fræðslu og miðlun upplýsinga um málefni innflytjenda.
Verkefni á sviði útlendinga heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun: Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla innanríkismála og fjölskyldumál.
Meginmarkmið laga um útlendinga er að tryggja mannúðlega og skilvirka meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga hér á landi ásamt því að kveða á um réttarstöðu og tryggja réttaröryggi útlendinga sem koma til landsins eða fara frá því, sækja um dvalarleyfi eða dveljast hér á landi. Ólíkar reglur gilda um komu og dvöl einstaklinga hér á landi eftir tilgangi dvalar og eftir því hvort er frá ríki Evrópska efnahagssvæðisins eða frá ríki utan þess. Meginreglan er sú að útlendingar þurfa atvinnu- og dvalarleyfi í því skyni að starfa hér á landi.
Lög um málefni innflytjenda hafa það að markmiði að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Þessu skuli náð m.a. með því að hagsmunir innflytjenda séu samþættir allri stefnumótun, stjórnsýslu og þjónustu hins opinbera, víðtæku samstarfi, aukinni fræðslu og miðlun upplýsinga um málefni innflytjenda.
Útlendingastofnun ber ábyrgð á afgreiðslu dvalarleyfa, vegabréfsáritana, ríkisborgararéttar, og umsókna um alþjóðlega vernd en umsóknir eru lagðar fram hjá Útlendingastofnun eða lögreglu. Kærur á grundvelli laga um útlendinga skulu berast kærunefnd útlendingamála. Úrskurðir Kærunefndar útlendingamála eru birtir á vef stjórnarráðsins.
Málefni innflytjenda og útlendinga hér á landi snúa að tveimur ráðuneytum og nokkrum undirstofnunum. Dómsmálaráðuneytið fer með verkefni sem lúta að málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, landamæraeftirlit, Schengen-samstarfið o.fl. og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið fer með málefni innflytjenda og flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda.
Dómsmálaráðuneytið
Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á 44. gr. laga um útlendinga, nr...
Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið auglýsti nýverið embætti nefndarmanns í kærunefnd útlendingamála laust til...
Yfirlit um lög er varða ríkisborgararétt, vegabréf, útlendinga og fleira er að finna á vef Alþingis.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.