Hoppa yfir valmynd

Ríkisborgararéttur

Erlendur ríkisborgari sem hefur verið búsettur á Íslandi í ákveðinn tíma getur sótt um að öðlast íslenskan ríkisborgararétt ef hann uppfyllir skilyrði laga þar að lútandi. Útlendingastofnun veitir íslenskan ríkisborgararétt og sér um afgreiðslu umsókna. 

Alþingi getur einnig veitt ríkisborgararétt með lögum. Umsóknir sem fara fyrir Alþingi ber að senda til Útlendingastofnunar eins og aðrar umsóknir.

Dómsmálaráðuneytið fer með almenna umsjón og stefnumótun í ríkisborgaramálum og tekur þátt í alþjóðlegri samvinnu um málefni ríkisborgararéttar. Meðferð kærumála vegna ákvarðana Útlendingastofnunar á grundvelli laga um íslenskan ríkisborgararétt er hjá ráðuneytinu. 

Sjá einnig:

Útlendingastofnun

Útlendingastofnun veitir íslenskan ríkisborgararétt og sér um afgreiðslu umsókna. Ítarlegar upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á vef stofnunarinnar.

Útlendingastofnun tekur ekki við umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt fyrr en búsetuskilyrði er uppfyllt, nema þess sé óskað að umsókn verði lögð fyrir Alþingi.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira