Hoppa yfir valmynd

Ríkisborgararéttur

Erlendur ríkisborgari sem hefur verið búsettur á Íslandi í ákveðinn tíma getur sótt um að öðlast íslenskan ríkisborgararétt ef hann uppfyllir skilyrði laga þar að lútandi. Útlendingastofnun veitir íslenskan ríkisborgararétt og sér um afgreiðslu umsókna. 

Alþingi getur einnig veitt ríkisborgararétt með lögum. 

Þegar útlendingi er veittur íslenskur ríkisborgararéttur er ekki gerð krafa til þess að hann afsali sér fyrri ríkisborgararétti sínum til þess að fá íslenskan ríkisborgararétt. Hins vegar getur verið að lög þess ríkis sem útlendingurinn á ríkisborgararétt í kveði á um að ríkisborgararéttur hans í því ríki falli niður er hann fær ríkisborgararétt í öðru ríki. Gildir það til dæmis um Noreg.
 Hinn 1. júlí 2003 tók gildi breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr.100/1952. Breytingin heimilar íslenskum ríkisborgurum að halda íslensku ríkisfangi þótt þeir sæki um ríkisborgararétt í öðru ríki, enda  heimili það ríki tvöfaldan ríkisborgararétt. 

Dómsmálaráðuneytið fer með almenna umsjón og stefnumótun í ríkisborgaramálum og tekur þátt í alþjóðlegri samvinnu um málefni ríkisborgararéttar. Meðferð kærumála vegna ákvarðana Útlendingastofnunar á grundvelli laga um íslenskan ríkisborgararétt er hjá ráðuneytinu. 

Sjá einnig:

Útlendingastofnun

Útlendingastofnun veitir íslenskan ríkisborgararétt og sér um afgreiðslu umsókna. Ítarlegar upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á vef stofnunarinnar.

Útlendingastofnun tekur ekki við umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt fyrr en búsetuskilyrði er uppfyllt, nema þess sé óskað að umsókn verði lögð fyrir Alþingi.

Síðast uppfært: 19.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum