Hoppa yfir valmynd

Úrskurðir og álit


Sýni 1-200 af 14329 niðurstöðum.

Áskriftir

 • 02. mars 2021 / Matsnefnd eignarnámsbóta

  Matsmál nr. 2/2008, úrskurður 12. janúar 2021

  Vegagerðin gegn Eyvindartungu ehf.


 • 01. mars 2021 / Yfirfasteignamatsnefnd

  Mál nr. 11/2020

  Sörlagata [], Akureyri


 • 26. febrúar 2021 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

  Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um stöðvun á dreifingu vöru

  Stöðvun dreifingar á matvælum, aukefni matvæla, miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. • 973/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

  Í málinu var deilt um þá ákvörðun prófnefndar um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður um að synja beiðni kæranda um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir árin 2014 – 2020. Þrátt fyrir að ekki væri víst að öll prófin yrðu notuð í öllum prófum framvegis taldi úrskurðarnefndin ljóst að þau væru lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta væri á að þau yrðu þýðingarlaus ef þau yrðu afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.


 • 972/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

  Deilt var um afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um lítrasölu vöru á nánar tilgreindu tímabili. Úrskurðarnefndin leit til þess að kæranda hefði verið leiðbeint um hvernig unnt væri að kalla fram umræddar upplýsingar á vefsvæði stofnunarinnar. Eins og málið var vaxið taldi úrskurðarnefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda. Var það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa kærunni frá nefndinni.


 • 971/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

  A kærði synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni um aðgang annars vegar að upplýsingum varðandi stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og hins vegar stærstu innflytjendur svínakjöts á Íslandi. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það með ráðuneytinu að upplýsingar um þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi hefðu að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins i efa að gögn varðandi stærstu innflytjendur svínakjöts væru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu og var kærunni því vísað frá hvað þennan þátt hennar varðaði.


 • 970/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

  Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum og upplýsingum hjá Garðabæ. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu sveitarfélagsins þess efnis að kæranda hefði þegar verið afhent umbeðin sendibréf. Þá taldi úrskurðarnefndin sig ekki heldur hafa forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu sveitarfélagsins að önnur gögn sem kæran laut að væru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni.


 • 969/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

  A, blaðamaður, kærði synjun Borgarskjalasafns á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um málefni vistheimilisins Arnarholts sem byggði á því að um viðkvæmt starfsmannamál væri að ræða sem ekki væri heimilt að veita aðgang að, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014. Úrskurðarnefndin taldi Borgarskjalasafn ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af sjónarmiðum 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, sem rakin eru hér að framan. Þá tók nefndin fram að ekki yrði séð að Borgarskjalasafn hefði leitað samþykkis þess aðila sem um væri fjallað í gögnunum. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði því fyrir Borgarskjalasafn að taka málið til nýrrar meðferðar.


 • 24. febrúar 2021 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 47/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Bindandi samningur. Tæknilegt hæfi. Fjárhagslegt hæfi. Byggt á getu annarra. Viðbótargögn. Skaðabótaskyldu hafnað.


 • 24. febrúar 2021 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 43/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Bindandi samningur. Afturköllun. Gildistími tilboðs. Skaðabótakröfu hafnað.


 • 24. febrúar 2021 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 42/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Bindandi samningur. Afturköllun valákvörðunar. Gildistími tilboðs. Skaðabótakröfu hafnað.


 • 24. febrúar 2021 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 2/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

  Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 25/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Ingaló (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 24/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Sanný (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 22/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Lucas (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 21/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Amía (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 20/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Bertmarí (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 19/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Róma (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 18/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Hrafnrún (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 17/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Estíva (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 16/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Soren (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 15/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Gulla (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 14/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Kuggi (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 13/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Fallist er á föðurkenninguna Kristófersson.


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 12/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Theo (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnanna Teó (kk.) og Theó (kk.)


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 11/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Venedía (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 9/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Sólarr (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. febrúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 6/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Kaos er samþykkt og skal nafnið fært á lista yfir kynhlutlaus nöfn í mannanafnaskrá.


 • 23. febrúar 2021 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

  Ákvörðun Fiskistofu um afturköllun endurvigtunarleyfis

  Endurvigtunarleyfi. Afturköllun. Meðalhóf. Ítrekunaráhrif.


 • 968/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021.

  A kærði afgreiðslu barnaverndar Kópavogs á beiðni hans um aðgang að forsjárhæfnismati sem barnsmóðir hans gekkst undir. Úrskurðarnefndin taldi umrædd gögn hluta af barnaverndarmáli í skilningi 45. gr. barnaverndarlaga og tók fram að sérstökum aðila, úrskurðarnefnd velferðarmála væri falið að fjalla um ágreining í tengslum við slík mál, þ. á m. vegna aðgangs að gögnum. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.


 • 967/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021.

  Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að greinargerðin hefði verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og að hún væri í drögum og athugun málsins væri ekki lokið. Væri greinargerðin því undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest.


 • 966/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021.

  A kærði synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum í tengslum við sátt Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf. sem tengdust fjárfestingarferli Frjálsa Lífeyrissjóðsins í United Silicon hf. Úrskurðarnefndin taldi hafið yfir vafa að umbeðnar upplýsingar hefðu ýmist að geyma upplýsingar um hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019 Íslands, eða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Var því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun bankans.


 • 965/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021.

  Stúdentaráð Háskóla Íslands kærði afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að niðurstöðum könnunar um atvinnumál stúdenta. Úrskurðarnefndin taldi ekki unnt að leggja annað til grundvallar en að ráðuneytið hefði afhent kæranda umbeðin gögn. Þá tók nefndin fram að það félli utan við úrskurðarvald nefndarinnar að fjalla um ákvörðun ráðuneytisins að birta ekki niðurstöður könnunarinnar opinberlega að eigin frumkvæði. Að mati úrskurðarnefndarinnar lá því ekki fyrir kæranleg ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar. Var kærunni því vísað frá nefndinni.


 • 15. febrúar 2021 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

  Ákvörðun Fiskistofu um afturköllun endurvigtunarleyfis

  Endurvigtunarleyfi. Afturköllun.


 • 964/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020.

  Kærð var afgreiðsla Garðabæjar á beiðni kæranda um að fá afhent öll gögn frá forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs sveitarfélagsins og varða kæranda, eiginkonu hans og dætur á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndin fékk hvorki ráðið af ákvörðun sveitarfélagsins né gögnum málsins að að lagt hafi verið mat á beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra laga. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni er fært að endurskoða og lagði því fyrir vseitarfélagið að taka málið til nýrrar meðferðar.


 • 963/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020.

  Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar um heildarlaun framkvæmdarstjóra félagsins og upplýsingar um samanburð á launum framkvæmdarstjóra og framkvæmdarstjóra annarra tilgreindra fyrirtækja. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að samkvæmt 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga bæri að veita upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra. Synjun félagsins var því felld úr gildi og lagt fyrir Herjólf að veita umbeðnar upplýsingar. Að öðru leyti var kæru kæranda vísað frá.


 • 962/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020.

  Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði frá kæru kæranda sem laut að því hvort Vestmannaeyjabæ væri skylt að veita aðgang að tölvu og prentara til að nálgast skjöl og upplýsingar á vefsíðu sveitarfélagsins þar sem ágreiningsefnið félli utan við úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar.


 • 961/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020.

  Kærð var synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni A, fréttamanns, um aðgang að greinargerð starfshóps um varðveislu handrita á Íslandi. Úrskurðarnefndin taldi ljóst, m.a. af fyrirsögn greinargerðarinnar og innihald hennar, að hún hafi verið tekið saman fyrir fund ríkisstjórnar og því undanþegin upplýsingarétti almennings með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Synjun ráðuneytisins á afhendingu greinargerðarinnar var því staðfest.


 • 960/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020

  Kærð var synjun Hjúkrunarheimilisins Skjóls á beiðni kæranda, blaðamanns, á beiðni hans um aðgang að atvikaskrá heimilisins og upplýsingum um tiltekna starfsmenn. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að atvikaskráin hefði að geyma upplýsingar sem teldust sjúkrarskrárupplýsingar. Um aðgang sjúklings og aðstandenda til sjúkraskrár færi samkvæmt lögum um sjúkraskrár. Um aðgang annarra að slíkum upplýsingum færi hins vegar samkvæmt almennum ákvæðum upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að ekki yrði séð að lagt hefði verið mat á beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga og taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni er fært að endurskoða og lagði því fyrir Hjúkrunarheimilið að taka málið til nýrrar meðferðar. Þá taldi úrskurðarnefndin lagaskilyrði bresta til þess að fjalla um beiðni kæranda um upplýsingar um tiltekna starfsmenn, m.a. um launakjör þeirra.


 • 11. febrúar 2021 / Kærunefnd útlendingamála

  Nr. 352/2020 Úrskurður

  Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um ótímabundið dvalarleyfi er staðfest.


 • 6/2020 A gegn Háskóla Íslands

  Ár 2021, 19. janúar, lauk áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema, þau Einar Hugi Bjarnason lögmaður og formaður nefndarinnar, Eva Halldórsdóttir lögmaður og Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður málinu nr. 6/2020, A gegn Háskóla Íslands.


 • 09. febrúar 2021 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 587/2020 - Úrskurður

  Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratryggingar Íslands um synjun bóta úr sjúklingatryggingu. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að krafa kæranda um bætur samkvæmt lögum um sjúklingatrygginga hafi verið sett fram innan þess fjögurra ára fyrningarfrests sem kveðið er á um í 1. mgr. 19. gr. laganna.


 • 09. febrúar 2021 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 554/2020 - Úrskurður

  Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun bóta úr sjúklingatryggingu. Ekki talið að bótaskylda væri fyrir hendi á grundvelli 1. tölul. 2. gr. laga um sjúklingatryggingu vegna meðferðar kæranda.


 • 09. febrúar 2021 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 492/2020 - Úrskurður

  Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr sjúklingatryggingu. Varanlegur miski kæranda metinn 8 stig.


 • 05. febrúar 2021 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

  Staðfesting ákvörðunar Matvælastofnunar um stöðvun innflutnings notaðrar dráttavélar.

  Matvælastofnun, stöðvun innflutnings notaðrar dráttavélar, lög nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.


 • 04. febrúar 2021 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 50/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Örútboð. Rammasamningur. Bindandi samningur. Álit á skaðabótaskyldu.


 • 04. febrúar 2021 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 25/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Kærufrestur. Lögvarðir hagsmunir. Jafnræði. Tæknilýsingar. Valforsendur. Útboð ógilt. Álit á skaðabótaskyldu.


 • 04. febrúar 2021 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 52/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

  Aðkoma fyrirtækis að undirbúningi innkaupa. Jafnræði. Stöðvun samningsgerðar aflétt.


 • 04. febrúar 2021 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 35/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Auglýsing á EES svæðinu. Álit á skaðabótaskyldu. • 04. febrúar 2021 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 55/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

  Stöðvun samningsgerðar. Auglýsing á EES-svæðinu. Tilboðsfrestur. Rammasamningur.


 • 04. febrúar 2021 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 54/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

  Rammasamningur. Örútboð. Stöðvun innkaupaferlis.


 • 02. febrúar 2021 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

  Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna beiðni um afhendingu matsblaðs vegna úthlutunar aflamarks.

  Afhending matsblaðs. Réttur aðila máls til aðgangs að gögnum. Aflaheimildir Byggðastofnunar. Úthlutun aflaheimilda. Mat stjórnvalda.


 • 01. febrúar 2021 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 127/2020 - Úrskurður

  Krafa leigusala í tryggingu leigjanda.


 • 01. febrúar 2021 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 122/2020 -Álit

  Kostnaðarskipting: Gjald vegna húsfélagsþjónustu.


 • 01. febrúar 2021 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 121/2020 - Úrskurður

  Leigusala heimilt að halda eftir hluta tryggingarfjár.


 • 01. febrúar 2021 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 120/2020 - Úrskurður

  Atvinnuhúsnæði. Riftun leigjanda. Lögmannskostnaður.


 • 01. febrúar 2021 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 119/2020 - Úrskurður

  Tímabundinn leigusamningur. Riftun leigjanda.


 • 01. febrúar 2021 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 117/2020 - Úrskurður

  Leigusala heimilt að ganga að hluta tryggingarfjár. Lögmannskostnaður.


 • 01. febrúar 2021 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 104/2020 - Úrskurður

  Tímabundinn leigusamningur. Riftun. Tryggingarfé.


 • 01. febrúar 2021 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 92/2020 - Úrskurður

  Ótímabundinn leigusamningur. Lok leigutíma. Tryggingarfé. Ofgreidd leiga.


 • 29. janúar 2021 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 48/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Innkaup á sviði félagsþjónustu og annarrar sértækrar þjónustu. Forauglýsing. Málskotsheimild. Lögvarðir hagsmunir. Kærufrestur. Frávísun.


 • 27. janúar 2021 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 483/2020 - Úrskurður

  Foreldragreiðslur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um foreldragreiðslur. Ástand barns fellur ekki undir sjúkdóms- og fötlunarstig laga nr. 22/2006


 • 27. janúar 2021 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 385/2020 - Úrskurður

  Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun bóta úr sjúklingatryggingu. Ekki talið að bótaskylda væri fyrir hendi á grundvelli 1-4. tölul. 2. gr. og 19. gr. laga um sjúklingatryggingu.


 • 26. janúar 2021 / Matsnefnd eignarnámsbóta

  Matsmál nr. 17/2019, úrskurður 17. desember 2020

  Umhverfis- og auðlindaráðherra gegn Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur R3 ehf. Bryndísi Jónsdóttur Sigurði Jónasi Þorbergssyni Sigurði Baldurssyni Garðari Finnssyni Hilmari Finnsyni og Gísla Sverrisyni


 • 25. janúar 2021 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

  Fyrirhuguð ákvörðun Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis.

  Ólögmætur sjávarafli. Svipting veiðileyfis. Kæruheimild Stjórnvaldsákvörðun. Frávísun.


 • 4/2020 A gegn Háskóla Íslands

  Mál þetta hófst með kæru A sem barst áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema með bréfi, dags. 2. júlí 2020 sem barst nefndinni 29. júlí s.á. Kærð er ákvörðun forseta B sviðs Háskóla Íslands („HÍ“) 8. júlí 2020 um að áminna kæranda fyrir að hafa nýtt utanaðkomandi aðstoð í prófi í EFN406G Lífræn efnafræði II.


 • 19. janúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 10/2021 Úrskurður 19. janúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Ailsa (kvk.) er hafnað.


 • 19. janúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 8/2021 Úrskurður 19. janúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Esjarr (kk.) er hafnað.


 • 19. janúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 7/2021 Úrskurður 19. janúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Leah (kvk.) er hafnað. Beiðni um millinafnið Leah er hafnað.


 • 19. janúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 5/2021 Úrskurður 19. janúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Aquamann er hafnað.


 • 19. janúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 4/2021 Úrskurður 19. janúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Alpha er hafnað.


 • 19. janúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 3/2021 úrskurður 19. janúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Alaia (kvk.) er hafnað. Vegna þesssa máls hefur mannanafnanefnd ákveðið að úrskurða nafnmyndina Alaía (kvk.) á mannanafnaskrá sem eiginnafn.


 • 19. janúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 2/2021 Úrskurður 19. janúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Viðey (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 19. janúar 2021 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 1/2021 Úrskurður 19. janúar 2021

  Beiðni um eiginnafnið Alia (kvk) er hafnað. Vegna þessa máls hefur mannanafnanefnd ákveðið að úrskurða nafnmyndina Alía (kvk.) á mannanafnaskrá sem eiginnafn.


 • 18. janúar 2021 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 108/2020 - Álit

  Skaðabótaábyrgð húsfélags.


 • 18. janúar 2021 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 118/2020 - Úrskurður

  Ágreiningi um bótaskyldu leigjanda vísað of seint til kærunefndar.


 • 18. janúar 2021 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 116/2020 - Úrskurður

  Endurgreiðsla tryggingarfjár.


 • 18. janúar 2021 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 113/2020 - Úrskurður

  Lögmæti riftunar leigjanda á leigusamningi.


 • 18. janúar 2021 / Kærunefnd húsamála

  Álit í máli 97/2020

  Forgangsréttur leigjanda.


 • 13. janúar 2021 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 489/2020 - Úrskurður

  Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun bóta úr sjúklingatryggingu. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að krafa kæranda um bætur samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu hafi ekki verið sett fram innan þess fjögurra ára fyrningarfrests sem kveðið er á um í 1. mgr. 19. gr. laganna.


 • 13. janúar 2021 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 467/2020 - Úrskurður

  Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun bóta úr sjúklingatryggingu. Ekki talið að bótaskylda væri fyrir hendi á grundvelli 1. tölul. 2. gr. laga um sjúklingatryggingu vegna meðferðar kæranda.


 • 13. janúar 2021 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 460/2020 - Úrskurður

  Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun bóta úr sjúklingatryggingu. Ekki talið að bótaskylda væri fyrir hendi á grundvelli 1. tölul. 2. gr. laga um sjúklingatryggingu vegna meðferðar kæranda.


 • 13. janúar 2021 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 446/2020 - Úrskurður

  Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun bóta úr sjúklingatryggingu. Ekki talið að að bótaskylda væri fyrir hendi á grundvelli 1. tölul. 2. gr. laga um sjúklingatryggingu vegna meðferðar kæranda.


 • 12. janúar 2021 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

  Staðfesting á ákvörðun Matvælastofnunar um skyldu til daglegs eftirlits með meindýravörnum.

  Meindýr, dýravelferð, meindýravarnir, lög nr. 55/2013, um velferð dýra.


 • 05. janúar 2021 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

  Kæra vegna ákvörðunar Matvælastofnunar dags. 3. júlí 2018 um óásættanlegt holdafar hunds

  Lykilorð: Matvælastofnun, velferð dýra, frávísun Úrskurðurinn birtur 7. Desember 2020 ​


 • 05. janúar 2021 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

  Ákvörðun Matvælastofnunar um synjun innflutnings á hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier staðfest

  Lykilorð: Synjun, hundategund, Reglugerð nr. 200/2020 um innflutning hunda og katta, lög nr. 54/1990 um innflutning dýra.


 • 31. desember 2020 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 51/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

  Gildissvið laga um opinber innkaup. Leiga á fasteign. Kröfu um stöðvun samningsgerðar hafnað.


 • 31. desember 2020 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 26/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Kærufrestur. Gildistími tilboða. Framlenging á gildistíma tilboða.


 • 31. desember 2020 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 24/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Hæfiskröfur. Viðbótargögn. Ársreikningar. Málskostnaður. • 30. desember 2020 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 50/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

  Örútboð. Rammasamningur. Biðtími. Bindandi samningur. Stöðvunarkröfu hafnað.


 • 30. desember 2020 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 32/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Kærufrestur. Tæknilegt hæfi. Ógilt tilboð. Val tilboða. Bindandi samningur. Álit um skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.


 • 30. desember 2020 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 31/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Kærufrestur. Tæknilegt hæfi. Val tilboða. Bindandi samningur. Álit um skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.


 • 29. desember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 111/2020 Úrskurður 29. desember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Frost er samþykkt og skal nafnið fært á lista yfir kynhlutlaus nöfn í mannanafnaskrá.


 • 23. desember 2020 / Endurupptökunefnd

  Mál nr. 12/2020

  Beiðni um endurupptöku hæstaréttarmálsins nr. 15/1991


 • 23. desember 2020 / Endurupptökunefnd

  Mál nr. 9/2020

  Beiðni um endurupptöku hæstaréttarmálsins nr. 62/2001


 • 23. desember 2020 / Endurupptökunefnd

  Mál nr. 7/2020

  Beiðni um endurupptöku héraðsdómsmálsins nr. S-37/2019


 • 23. desember 2020 / Endurupptökunefnd

  Mál nr. 5/2020

  Beiðni um endurupptöku héraðsdómsmálsins nr. E-430/2016


 • 23. desember 2020 / Endurupptökunefnd

  Mál nr. 3/2020

  Beiðni um endurupptöku landsréttarmálsins nr. 562/2018


 • 23. desember 2020 / Endurupptökunefnd

  Mál nr. 2/2020

  Beiðni um endurupptöku héraðsdómsmálsins nr. E-3765/2017


 • 23. desember 2020 / Endurupptökunefnd

  Mál nr. 15/2019

  Beiðni um endurupptöku héraðsdómsmálsins nr. S-976/2014


 • 23. desember 2020 / Endurupptökunefnd

  Mál nr. 13/2019

  Beiðni um endurupptöku hæstaréttarmálsins nr. 498/2015


 • 23. desember 2020 / Endurupptökunefnd

  Mál nr. 11/2019

  Beiðni um endurupptöku landsréttarmálsins nr. 42/2018


 • 22. desember 2020 / Kærunefnd jafnréttismála

  Mál nr. 19/2020 - Úrskurður

  Jöfn meðferð á vinnumarkaði. Ráðning í starf. Hæfnismat.


 • 22. desember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 118/2020 Úrskurður 22. desember 2020

  Fallist er á móðurkenninguna Evudóttir.


 • 22. desember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 117/2020 Úrskurður 22. desember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Melasól (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 22. desember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 116/2020 Úrskurður 22. desember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Tíberíus (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 22. desember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 115/2020 Úrskurður 22. desember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Toby (kvk.) er hafnað. Vegna þessa máls hefur mannanafnanefnd ákveðið að úrskurða nafnmyndina Tóbý (kvk.) á mannanafnaskrá sem eiginnafn.


 • 22. desember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 114/2020 Úrskurður 22. desember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Zebastian (kk.) er hafnað.


 • 22. desember 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

  Staðfesting á ákvörðun Fiskistofu um synjun á jöfnum skiptum á aflamarki í makríl í B-flokki af aflamarksskipi yfir á krókaaflamarksbát í makríl í A-flokki

  Lykilorð: Krókaaflamark, aflamark, A- flokkur, B-flokkur, jöfn skipti á aflamarki, makríll


 • 22. desember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 113/2020 Úrskurður 22. desember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Lárenzína (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnsins Lárensína (kvk.) Vegna þessa máls hefur mannanafnanefnd ákveðið að úrskurða nafnmyndina Lárenz (kk.) á mannanafnaskrá sem eiginnafn.


 • 22. desember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 112/2020 Úrskurður 22. desember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Frederik (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnsins Friðrik (kk.)


 • 22. desember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 110/2020 Úrskurður 22. desember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Aleksandra (kvk.) er hafnað.


 • 22. desember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 109/2020 Úrskurður 22. desember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Emanuel (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 21. desember 2020 / Yfirfasteignamatsnefnd

  Mál nr. 9/2020

  Stöðvarhús, Blönduvirkjun


 • 21. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 114/2020 - Úrskurður

  Frávísun: Málið skuli fyrst koma til afgreiðslu innan húsfélags.


 • 21. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 110/2020 - Úrskurður

  Tryggingarfé. Leigusala ber að endurgreiða.


 • 21. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 109/2020 -Álit

  Skoðun á bókhaldi húsfélags. Afrit af fundargerðum. Húsreglur.


 • 21. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 107/2020 -Álit

  Sameiginlegur kostnaður/sérkostnaður: Viðgerð á svalagólfi.


 • 21. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 103/2020 - Álit

  Aðgengi að facebook síðu húsfélags.


 • 21. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 102/2020 - Álit

  Hundahald. Sérinngangur.


 • 21. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 101/2020 - Úrskurður

  Krafa leigusala í bankaábyrgð leigjanda.


 • 21. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 100/2020 - Úrskurður

  Riftun leigusamnings. Bætur.


 • 959/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

  Kærð var synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að álitsgerðum nefnda um hæfni umsækjenda um þrjú embætti lögreglustjóra. Úrskurðarnefndin staðfesti að ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja beiðninni á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.


 • 958/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

  Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum í tengslum við uppgjör bótakröfu í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að því hefði verið heimilt að synja um aðgang að umbeðnum gögnum þar sem þau fælu í sér bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að þrátt fyrir að ekki hafi komið til þess að leita þyrfti atbeina dómstóla við uppgjör bótakröfunnar yrði að leggja til grundvallar að umrædd samskipti hafi staðið í nægilegum tengslum við möguleika á höfðun dómsmáls. Var synjun ráðuneytisins því staðfest.


 • 957/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

  Kærð var synjun Þjóðskrár Íslands á beiðni um lista yfir þá einstaklinga sem væru skráðir í tiltekið trúfélag og lista yfir einstaklinga sem látist hefðu síðastliðin tvö ár og hefðu verið skráðir í söfnuðinn á dánardegi. Í svari Þjóðskrár Íslands kom fram að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og þyrfti stofnunin að framkvæma sérvinnslu úr skrám til þess að verða við upplýsingabeiðninni. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Þjóðskrár. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni.


 • 955/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

  Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um útboðsferli, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs vegna raforkukaupa. Í svari félagsins til kæranda var vísað til þess hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni.


 • 956/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

  Í málinu var deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015. Sveitarfélagið sagði slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, auk þess sem upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna væru undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. laganna. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var sú að kæranda hefði ekki verið synjað um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni.


 • 954/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

  Deilt var um ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni fjölmiðils um aðgang að upplýsingum í greinargerðum bankans í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins gegn bankanum. Seðlabankinn hafði afhent greinargerðirnar en afmáð úr þeim upplýsingar með vísan til 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019 og 15. gr. laga um gjaldeyrismál, nr. 87/1992 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með Seðlabanka Íslands að upplýsingarnar vörðuðu viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Var því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun bankans.


 • 953/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

  Deilt var um ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ eins og hann stendur hverju sinni. Úrskurðarnefndin taldi verða að líta svo á að umbeðin gögn hafi ekki verið fyrirliggjandi í ráðuneytinu þegar beiðni kæranda barst því þar sem opnir undirskriftarlistar séu varðveittir hjá utanaðkomandi einkaaðila.


 • 17. desember 2020 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 32/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Kærufrestur. Óvirkni samnings hafnað. Stjórnvaldssekt. Álit á skaðabótaskyldu. Valdsvið kærunefndar.


 • 17. desember 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

  Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta

  Lykilorð: Byggðakvóti. Úthlutun aflaheimilda. Skráning skips. Lögvarðir hagsmunir. Frávísun.


 • 17. desember 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

  Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta

  Lykilorð: Byggðakvóti. Úthlutun aflaheimilda. Skráning skips. Lögvarðir hagsmunir. Frávísun.


 • 16. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 331/2020

  Meðlag, heimilisuppbót og mæðralaun. Ákvarðanir Tryggingastofnunar ríkisins um að stöðva greiðslur mæðralauna og heimilisuppbótar til kæranda afturvirkt og endurkrefja um ofgreiddar bætur eru felldar úr gildi. Þeim hluta málsins vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Ákvörðun Tryggingastofnunar um að stöðva milligöngu meðlagsgreiðslna til kæranda og endurkrefja um ofgreitt meðlag, er felld úr gildi.


 • 16. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 476/2020

  Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki var talið afsakanlegt að kæran barst ekki fyrr eða að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar


 • 16. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 461/2020

  Slysatrygging/örorka. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 5% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss og varanleg læknisfræðileg örorka ákvörðuð 8%.


 • 16. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  306/2020

  Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2019. Fallist er á að kærð ákvörðun hafi ekki verið í samræmi við 1. mgr. 22. gr. stjórnsýslulaga um efni rökstuðnings. Ákvörðunin ekki felld úr gildi með vísan til framangreindra annmarka þar sem bætt var úr þeim annmörkum undir rekstri málsins.


 • 16. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 418/2020

  Umönnunargreiðslur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma umönnunargreiðslna vegna dóttur kæranda. Ekki heimilt að greiða umönnunargreiðslur lengra en tvö ár aftur í tímann frá umsókn, sbr. 4. mgr. 53. gr. laga um almannatryggingar.


 • 16. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 417/2020

  Umönnunargreiðslur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma umönnunargreiðslna vegna sonar kæranda. Ekki heimilt að greiða umönnunargreiðslur lengra en tvö ár aftur í tímann frá umsókn, sbr. við 4. mgr. 53. gr. laga um almannatryggingar.


 • 16. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  398/2020

  Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki heimilt að fella niður kröfu á hendur kæranda með vísan til 11. gr. reglugerðarinnar og ekki var fallist á að fella niður endurgreiðslukröfuna á grundvelli almennra reglna.


 • 16. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 397/2020

  Ellilífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um ellilífeyrisgreiðslur til kæranda.


 • 16. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál 370/2020

  Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2019. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki fallist á að tilefni sé til niðurfellingar endurgreiðslukröfunnar á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009.


 • 16. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

  Mál nr. 637/2020 - Úrskurður

  Frávísun. Kæra barst að liðnum kærufresti.


 • 15. desember 2020 / Yfirfasteignamatsnefnd

  Mál nr. 10/2020

  Starfsmannahús/skrifstofa, Búrfellsvirkjun


 • 15. desember 2020 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 30/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Kærufrestur. Tæknilegt hæfi. Ógilt tilboð. Val tilboða. Bindandi samningur. Álit um skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.


 • 15. desember 2020 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 27/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Kærufrestur. Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Ógilt tilboð. Val tilboða. Álit um skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður. • 14. desember 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

  Veiðileyfissvipting Fiskistofu felld úr gildi.

  veiðileyfissvipting, ógilding.


 • 10. desember 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

  Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.

  Byggðakvóti. Úthlutun aflaheimilda. Skilyrði fyrir úthlutun. Skráning báts. Málsmeðferð.


 • 08. desember 2020 / Álit á sviði sveitarstjórnarmála

  Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20110042

  Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20110042


 • 04. desember 2020 / Kærunefnd jafnréttismála

  Mál nr. 15/2020 - Úrskurður

  Jöfn meðferð á vinnmarkaði. Ráðning í starf á veitingastað. Heyrnarleysi.


 • 04. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

  Mál nr. 525/2020 - Úrskurður

  Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að synja kæranda um heimild til greiðsluaðlögunar með vísan til b-liðar 1. mgr. 6. gr. og b-,c- og f-liða 2. mgr. 6. gr. lge.


 • 04. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

  Mál nr. 524/2020 - Úrskurður

  Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kærenda með vísan a-liðar 12. gr. lge., sbr. 15. gr. lge.


 • 03. desember 2020 / Kærunefnd útlendingamála

  Nr. 375/2020 Úrskurður

  Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.


 • 03. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 86/2020 - Úrskurður

  Riftun. Bankaábyrgð. Bætur.


 • 03. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 75/2020 - Úrskurður

  Viðhald leiguhúsnæðis.


 • 03. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 98/2020-Álit

  Ákvörðunartaka: Bygging palls á sameiginlegri lóð.


 • 03. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 95/2020 - Úrskurður

  Leigusamningur. Loftnetskerfi.


 • 03. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 94/2020 - Álit

  Hundahald á sameiginlegri lóð. Uppsetning girðingar.


 • 03. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 91/2020 - Álit

  Ótímabundinn leigusamningur. Vísitöluhækkun leigu.


 • 03. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 90/2020 - Úrskurður

  Tímabundinn leigusamningur. Lok leigutíma.


 • 03. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 89/2020 -Álit

  Heimild eiganda til að ráðast í viðgerðir á kostnað húsfélags.


 • 03. desember 2020 / Kærunefnd húsamála

  Mál nr. 85/2020 - Álit

  Frístundabyggð: Bann við lausagöngu katta.


 • 02. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  334/2020

  Endurhæfingarlífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um endurhæfingarlífeyri. Úrskurðarnefndin féllst hvorki á þá málsástæðu kæranda að Tryggingastofnun hefði brotið gegn rannsóknarskyldu sinni gagnvart kæranda, né var fallist á að Tryggingastofnun hefði brotið þannig gegn leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart kæranda að tilefni væri til þess að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi.


 • 02. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  321/2020

  Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til mats á örorku. Að mati úrskurðarnefndar er endurhæfing ekki raunhæf í tilviki kæranda.


 • 02. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 449/2020

  Slysatrygging. Staðfest er ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga


 • 02. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 435/2020

  Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.


 • 02. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 215/2020

  Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku í tannréttingum. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, um að afturkalla eldri ákvörðun stofnunarinnar


 • 02. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 504/2020

  Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var misræmi í gögnum málsins varðandi mat á líkamlegri og andlegri færni kæranda.


 • 02. desember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 478/2020

  Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Úrskurðarnefndin taldi rétt að stofnunin mæti örorku kæranda samkvæmt örorkustaðli að undangenginni læknisskoðun


 • 30. nóvember 2020 / Úrskurðir ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

  Synjun á endurnýjun rekstrarleyfis í flokki II

  Rekstrarleyfi - Gististaðir - Flokkur II - Synjun á endurnýjun rekstrarleyfis.


 • 27. nóvember 2020 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 38/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Bindandi samningur. Álit á skaðabótaskyldu hafnað.


 • 27. nóvember 2020 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 36/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Fjárhagslegt hæfi. Persónulegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Ársreikningur. Bindandi samningur. Álit á skaðabótaskyldu hafnað.


 • 27. nóvember 2020 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 45/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

  Tæknilýsingar. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.


 • 939/2020. Úrskurður frá 27. nóvember 2020

  Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum er vörðuðu samningu lagafrumvarps. Um var að ræða nokkuð magn gagna sem synjað var um aðgang að á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugögn sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, um væri að ræða gögn sem felld yrðu undir 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga auk þess sem óheimilt væri að veita aðgang að hluta gagnanna með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að, staðfesti synjun ráðuneytisins að hluta, felldi ákvörðunina úr gildi varðandi önnur gögn og vísaði hluta beiðninnar aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar.


 • 26. nóvember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

  Mál nr. 279/2020 - Úrskurður

  Fjárhagsaðstoð. Staðfest synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um fjárhagsaðstoð til framfærslu. Kærandi átti fjármuni inn á bankabók.


 • 25. nóvember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  350/2020

  Hjálpartæki. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um styrk til kaupa á rafskutlu.


 • 25. nóvember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  345/2020

  Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu - liðskiptaaðgerð. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerðar á mjöðm.


 • 25. nóvember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 464/2020

  Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.


 • 25. nóvember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 456/2020

  Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja A, um örorkumat, er staðfest.


 • 25. nóvember 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

  Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn kæranda um úthlutun byggðakvóta.

  Byggðakvóti - Úthlutun aflaheimilda - Skilyrði fyrir úthlutun - Skráning báts - Endurnýjun skips.


 • 25. nóvember 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

  Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.

  Byggðakvóti - Úthlutun aflaheimilda - Viðmiðanir um úthlutun aflaheimilda - Lögvarðir hagsmunir - Útreikningur úthlutunar.


 • 25. nóvember 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

  Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn kæranda um úthlutun byggðakvóta.

  Byggðakvóti - Úthlutun aflaheimilda - Skilyrði fyrir úthlutun - Skráning báts - Málsmeðferð.


 • 25. nóvember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 501/2020

  Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja kæranda um örorkustyrk og þeim hluta málsins vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar.


 • 25. nóvember 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Mál nr. 485/2020

  Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannlækningum.


 • 24. nóvember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 108/2020 Úrskurður 24. nóvember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Lilith (kvk.) er hafnað.


 • 24. nóvember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 107/2020 Úrskurður 24. nóvember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Sotti (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. nóvember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 106/2020 Úrskurður 24. nóvember 2020

  Beiðni um millinafnið Alpine er hafnað.


 • 24. nóvember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 105/2020 Úrskurður 24. nóvember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Nathaníel (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnsins Nataníel (kk.).


 • 24. nóvember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 104/2020 Úrskurður 24. nóvember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Nikolaj (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnsins Nikolai (kk.).


 • 24. nóvember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 103/2020 Úrskurður 24. nóvember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Sófía (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnanna Sofia (kvk.) og Sofía (kvk.).


 • 24. nóvember 2020 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 95/2020 Úrskurður 24. nóvember 2020

  Beiðni um eiginnafnið Regin (kk.) er hafnað.


 • 951/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

  Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að gögnum sem varða ríkisaðstoðarmál sem var til meðferðar hjá eftirlitsstofnun EFTA. Synjunin byggðist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Við mat á því hvort umrædd gögn yrðu felld undir undanþáguna horfði úrskurðarnefndin m.a. til þess að málinu var ekki lokið af hálfu ESA og þannig væri ekki útilokað að afhending gagnanna gæti valdið tjóni. Var ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.


 • 950/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

  Kærð var afgreiðsla yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum kjörstjórnarinnar í tengslum við forsetakosningar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að óháð því hvort starfsemi yfirkjörstjórna falli undir stjórnsýslu Alþingis eða ekki væri afgreiðsla yfirkjörstjórnar á beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Varð því að vísa kærunni frá.


 • 949/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

  Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurða nr. 934/2020, 936/2020 og 941/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.


 • 948/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

  Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 779/2019 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.


 • 947/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

  Deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum félagsins en í svari til kæranda var bent á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar þar sem nálgast mátti fundargerðirnar. Úrskurðarnefndin taldi afgreiðslu Herjólfs vera fullnægjandi með vísan til 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki var um að ræða synjun um aðgang að gögnum var málinu vísað frá.


 • 946/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

  Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1. Herjólfur svaraði kæranda því að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá félaginu og benti honum á að beina beiðninni til Vegagerðarinnar. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira