Hoppa yfir valmynd

Úrskurðir og álit


Sýni 1-200 af 20036 niðurstöðum.

Áskriftir

  • 30. september 2024 / Matsnefnd eignarnámsbóta

    Matsmál nr. 2/2023, úrskurður 16. ágúst 2024

    Vegagerðin gegn Óskari Gunnlaugssyni, Baldri Gunnlaugssyni, Birni Gunnlaugssyni, Guðríði Gunnlaugsdóttur, Hauki Gunnlaugssyni, Vilborgu Gunnlaugsdóttur Erni Ingólfssyni, Guðlaugu Helgu Ingólfsdóttur Svavari Ingólfssyni, Svandísi Ingólfsdóttur, Sigrúnu S. Ingólfsdóttur, Ástu B. Ingólfsdóttur, og Gunnlaugi Ingólfssyni.


  • 1218/2024. Úrskurður frá 25. september 2024

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að PDF-skjölum í vörslum Garðabæjar sem innihéldu yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Ákvörðun Garðabæjar að synja beiðni kæranda var byggð á því að PDF-skjölin væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sem heimilt væri að takmarka aðgang að. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin uppfylltu ekki skilyrði upplýsingalaga að teljast vinnugögn. Beiðni kæranda var vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.


  • 1217/2024. Úrskurður frá 25. september 2024

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra og útgerðarstjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs var á því byggð að gögnin vörðuðu málefni starfsmanna félagsins og væru því undanþegin aðgangi samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi að ráðningarsamningar væru gögn í málum sem vörðuðu ráðningu einstakra starfsmanna í starf og því væri almennt heimilt að takmarka aðgang að slíkum samningum á grundvelli upplýsingalaga. Nefndin taldi hins vegar með vísan til þess að framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs teldist til æðstu stjórnenda félagsins að kærandi ætti rétt til aðgangs að upplýsingum um launakjör hans sem fram kæmu í ráðningarsamningnum. Að öðru leyti var ákvörðun félagsins staðfest.


  • 24. september 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 16/2024

    Kærð var ákvörðun embættis landlæknis um að svipta lækni með sérfræðileyfi í geðlækningum starfsleyfi á grundvelli 2. mgr. 15. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu. Voru ástæður starfsleyfissviptingarinnar að meginstefnu tvær. Annars vegar byggði embættið á að kærandi hafi ávísað óhoflegu magni af ávana- og fíknilyfjum til fjögurra sjúklinga hans um langan tíma. Þá hefðu þau lyf sem kærandi ávísaði til umræddra sjúklinga ekki virkað saman og ekki ætluð til framhaldsmeðferðar auk þess sem eftirlit og eftirfylgni kæranda var ábótavant. Hins vegar byggði embættið á að einn af umræddum sjúklingum hefði verið látinn frá árinu 2014. Læknirinn hafi því ávísað miklu magni af ávana- og fíknilyfjum til látins einstaklings, sem sambýlismaður sjúklingsins leysti út á grundvelli umboðs, yfir tæplega tíu ára tímabil. Á því tímabili hafi læknirinn breytt meðferð, stækkað skammta, sent reikninga til SÍ vegna meðferðar hins látna og skrifað út vottorð vegna örorkulífeyrisumsóknar. Var það niðurstaða ráðuneytisins að læknirinn hefði með alvarlegum hætti brotið gegn fjölmörgum skyldum sínum og ákvæðum heilbrigðislöggjafar ítrekað yfir langt tímabil. Læknirinn gæti ekki borið fyrir sig að hafa verið blekktur. Var ákvörðun embættisins af þeim sökum staðfest þar sem vægari úrræði en svipting kæmu ekki til greina.


  • 23. september 2024 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 4/2023 - Úrskurður

    Ráðning. Mismunun á grundvelli fötlunar. Ekki fallist á brot.


  • 20. september 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 596/2023 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um vegabréfsáritun til landsins er staðfest.


  • 16. september 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 105/2024 Úrskurður 16. september 2024

    Beiðni um eiginnafnið Imba (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 16. september 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 104/2024 Úrskurður 16. september 2024

    Beiðni um eiginnafnið Dúrra (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 16. september 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 103/2024 Úrskurður 16. september 2024

    Beiðni um eiginnafnið Hafsól (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 16. september 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 102/2024 Úrskurður 16. september 2024

    Beiðni um eiginnafnið Melía (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 16. september 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 101/2024 Úrskurður 16. september 2024

    Beiðni um eiginnafnið Marselín (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 16. september 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 100/2024 Úrskurður 16. september 2024

    Beiðni um eiginnafnið Gonzales er hafnað. Beiðni um millinafnið Gonzales er hafnað.


  • 16. september 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 99/2024 Úrskurður 16. september 2024

    Beiðni um eiginnafnið Sisa (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 16. september 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 98/2024 Úrskurður 16. september 2024

    Beiðni um eiginnafnið Baldr er hafnað.


  • 16. september 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 97/2024 Úrskurður 16. september 2024

    Beiðni um eiginnafnið Milan (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 16. september 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 95/2024 Úrskurður 16. september 2024

    Beiðni um eiginnafnið Ekkó (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 13. september 2024 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Stjórnsýslukæra vegna synjunar Matvælastofnunar um leyfi til innflutnings á hundi.

    Innflutningur hunda, innflutningsskilyrði, Reglugerð nr. 200/2020, Lög nr. 54/1990


  • 13. september 2024 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 2/2023 - Úrskurður

    Ráðning í starf. Stjórnvald. Mismunun á grundvelli kyns. Ekki fallist á brot.


  • 12. september 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 23/2024

    Kærandi kærði ákvörðun embættis landlæknis um að synja tilkynningu kæranda um breytingu á rekstri í heilbrigðisþjónustu þar sem kærandi taldi að embættinu skorti lagastoð til að synja tilkynningunni. Embættið hélt því fram að margt væri óljóst við rekstrartilkynningu kæranda auk þess sem þjónustan væri að meginstefnu til ætluð heilbrigðum einstaklingum. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að synjun á tilkynningu um rekstur eða breytingu á rekstri yrði að eiga sér stoð í 75. gr. stjórnarskrárinnar og ákvæðum laganna. Í úrskurði ráðuneytisins nr. 18/2024 hefði verið fjallað um frekari kröfur landlæknis og að hverju þær mættu lúta. Var niðurstaða ráðuneytisins sú að embættið hefði að hluta til byggt á sjónarmiðum sem það hefði ekki heimild til að lögum. Þá hefði embættið ekki lagt mat á hvort hægt væri að taka minna íþynjandi ákvörðun með skilyrðum í stað þess að synja tilkynningu kæranda. Var ákvörðun embættisins af þeim sökum felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka mál kæranda til meðferðar að nýju.


  • 11. september 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 267/2024-Úrskurður

    Sjúklingatrygging. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu og málinu vísað til Sjúkratrygginga Íslands til nýrrar meðferðar.


  • 11. september 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 227/2024-Úrskurður

    Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.


  • 11. september 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 224/2024-Úrskurður

    Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.


  • 11. september 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 151/2024-Úrskurður

    Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu


  • 11. september 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 11/2024-Úrskurður

    Tannlækningar. Staðfest afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannréttingar.


  • 10. september 2024 / Matsnefnd eignarnámsbóta

    Matsmál nr. 1/2024, úrskurður 28. ágúst 2024

    Vegagerðin gegn Sigvalda H Ragnarssyni


  • 1216/2024. Úrskurður frá 9. september 2024

    Kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál var vísað frá nefndinni, þar sem upplýsingalög gilda ekki um gögn í vörslu dómstóla um meðferð einstakra dómsmála.


  • 1215/2024. Úrskurður frá 9. september 2024

    Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst beiðni um endurupptöku máls sem lauk með úrskurði nr. 1201/2024, með vísan til þess að úrskurðurinn væri haldinn verulegum annmarka. Nefndin taldi að skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, fyrir endurupptöku væru ekki uppfyllt. Þá væru ekki vísbendingar um að á úrskurði nefndarinnar væri haldinn annmarka sem leitt gæti til endurupptöku á ólögfestum grundvelli. Beiðni um endurupptöku var því hafnað.


  • 1214/2024. Úrskurður frá 9. september 2024

    Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst beiðni um endurupptöku sem litið var svo á að lyti að tveimur málum sem lauk með úrskurðum árin 2020 og 2022. Nefndin taldi að skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, fyrir endurupptöku væru ekki uppfyllt. Þá væru ekki vísbendingar um að á úrskurðum nefndarinnar væru verulegir annmarkar að lögum. Beiðni um endurupptöku var því hafnað.


  • 1213/2024. Úrskurður frá 9. september 2024

    Vestmannaferjan Herjólfur ohf. synjaði beiðni um aðgang að rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024, með vísan til þess að áætlunin væri vinnugagn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að gagnið uppfyllti skilyrði þess að teljast vinnugagn. Þá væri í áætluninni ekki að finna neinar þær upplýsingar sem tilgreindar væru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Með vísan til þess var ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs staðfest.


  • 1212/2024. Úrskurður frá 9. september 2024

    Utanríkisráðuneyti synjaði beiðni um aðgang að samskiptum í tengslum við þá ákvörðun ráðherra að senda farþegaflugvél til Ísrael til að ferja heim Íslendinga sem þar væru strandaglópar. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á því að hluti gagnanna varðaði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, auk þess sem annar hluti þeirra hefði að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem var byggður á 1. málsl. 9. gr. laganna og lagði fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu að því leyti. Hins vegar féllst nefndin á að ef þau gögn sem synjað var um aðgang að með vísan til 2. tölul. 10. gr. laganna yrðu afhent kynni það að hafa skaðleg áhrif á tengsl Íslands við þau ríki sem samskiptin vörðuðu og raska mikilvægum almannahagsmunum. Var sá hluti ákvörðunar ráðuneytisins því staðfestur.


  • 06. september 2024 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 10/2024 - Úrskurður

    Frávísun. Lögvarðir hagsmunir.



  • 05. september 2024 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 9/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Viðmiðunarfjárhæð. Viðbótarkrafa. Tilkynning um val tilboðs. Mat á hæfi.


  • 05. september 2024 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 11/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Tilboðsgögn. Sérfræðingur. Ákvörðun um val tilboðs felld úr gildi.


  • 05. september 2024 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 21/2024. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Stöðvunarkröfu hafnað. Forval. Tilboðsgögn.



  • 04. september 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 24/2024

    Kærandi óskaði eftir endurupptöku á úrskurði ráðuneytisins nr. 10/2023, og varðaði málsmeðferðarkæru kæranda vegna málsmeðferðar embættis landlæknis samkvæmt 12. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, en ráðuneytið staðfesti með áðurgreindum úrskurði málsmeðferð embættisins í málinu. Kærandi byggði endurupptöku beiðni sína á áliti umboðsmanns Alþingis nr. 12179/2023 sem tilkomið var vegna kvörtunar kæranda til umboðsmanns vegnar úrskurðar ráðuneytisins. Í álitinu kom fram að umboðsmaður teldi að málsmeðferð embættisins hefði ekki verið í samræmi við lög og niðurstaða ráðuneytisins í úrskurðinum af þeim sökum ekki heldur. Í niðurstöðu ráðuneytisins kom fram að fallist væri á álit umboðsmanns og var endurupptökubeiðnin af þeim sökum samþykkt. Þá var það mat ráðuneytisins að nauðsynlegt væri að fella málsmeðferð embættisins úr gildi vegna málsins og leggja fyrir embættið að taka mál kæranda fyrir að nýju.


  • 03. september 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 92/2024 Úrskurður 3. september 2024

    Beiðni um eiginnafnið Kilja (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 03. september 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 90/2024 Úrskurður 3. september 2024

    Beiðni um eiginnafnið Álft (kvk.) er hafnað.


  • 03. september 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 83/2024 Úrskurður 3. september 2024

    Beiðni um millinafnið Baróns er samþykkt.


  • 03. september 2024 / Yfirfasteignamatsnefnd

    Mál nr. 2/2024

    Hraunberg [], Reykjavík


  • 30. ágúst 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 18/2024

    Kærð var ákvörðun embættis landlæknis um að synja tilkynningu kæranda um breytingu á rekstri í heilbrigðisþjónustu. Í málinu reyndi á hvort frekari kröfur landlæknis, sem honum er heimilt að setja vegna rekstrartilkynninga, samkvæmt 3. mgr. 6. gr. laga nr. 41/2007 og 2. mgr. 26. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, fælu í sér of víðtækt framsal valds til landlæknis. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að nauðsynlegt gæti verið að veita landlækni heimild til að gera ákveðnar frekari kröfur til verndar öryggi sjúklinga og gæða heilbrigðisþjónustu. Þær yrðu þó ávallt að eiga sér stoð í ákvæðum fyrrgreindra laga og 75. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944. Þar sem kröfur landlæknis í málinu sóttu aðeins að hluta til stoð í ákvæði og markmið laganna var niðurstaða ráðuneytisins að fella ákvörðun embættisins úr gildi og leggja fyrir það að taka tilkynningu kæranda fyrir að nýju.


  • 29. ágúst 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 9/2024-Álit

    Daggæsla barna í fjöleignarhúsi. Samþykki eigenda.


  • 29. ágúst 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 7/2024-Úrskurður

    Innheimta leigusala á verðbótum á leigu ekki í samræmi við ákvæði í leigusamningi aðila.


  • 29. ágúst 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 5/2024-Úrskurður

    Krafa leigusala í tryggingu leigjanda.


  • 29. ágúst 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 1/2024-Úrskurður

    Tryggingarfé: Ágreiningi um bótaskyldu leigjanda ekki vísað til kærunefndar innan tilskilins frests. Heimilt að halda eftir fjárhæð vegna verðbóta.


  • 29. ágúst 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 141/2023-Úrskurður

    Endurkrafa leigjanda: Ofgreiddur orkukostnaður.


  • 28. ágúst 2024 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 15/2023. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Hugbúnaðargerð. Sérfræðingur. Kærufrestur.


  • 28. ágúst 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 96/2024 Úrskurður 28. ágúst 2024

    Beiðni um eiginnafnið Buffý (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 27. ágúst 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 17/2024

    Kærð var ákvörðun embættis landlæknis um að synja umsókn kæranda um sérfræðileyfi í hjartalækningum sem undirsérgrein við lyflækningar. Kærandi í málinu hélt því fram að skilyrði væru til að staðfesta umsókn hans, enda hefði hann lokið sérfræðinámi. Embætti landlæknis taldi að skilyrði fyrir að veita kæranda sérfræðileyfi væru ekki fyrir hendi, enda væri það forsenda fyrir veitingu sérfræðileyfis, ef ekki er fyrir að fara marklýsingu fyrir námið hér á landi, að umsækjandi hafi fengið útgefið leyfi í námsríkinu sem embætti landlæknis er heimilt að staðfesta á Íslandi. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að kærandi hafi ekki uppfyllt skilyrði reglugerðar nr. 856/2023 né reglugerðar nr. 467/2015 til að hljóta sérfræðileyfi. Var ákvörðun embættis landlæknis af þeim sökum staðfest.


  • 23. ágúst 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 89/2024 Úrskurður 23. ágúst 2024

    Beiðni um eiginnafnið Josef (kk.) er hafnað.


  • 23. ágúst 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 87/2024 Úrskurður 23. ágúst 2024

    Beiðni um eiginnafnið Hennie (kvk.) er hafnað.


  • 23. ágúst 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 79/2024 Úrskurður 23. ágúst 2024

    Beiðni um eiginnafnið Amira (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 21. ágúst 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 304/2024-Úrskurður

    Slysatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga.


  • 21. ágúst 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 293/2024-Úrskurður

    Lyfjaskírteini. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um útgáfu lyfjaskírteinis vegna lyfsins semaglutide (Wegovy). Fallist er á útgáfu lyfjaskírteinis vegna semaglutide (Wegovy).


  • 21. ágúst 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 287/2024-Úrskurður

    Slysatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga.


  • 21. ágúst 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 254/2024-Úrskurður

    Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.


  • 21. ágúst 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 245/2024-

    Slysatrygging/öroka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 0% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.


  • 21. ágúst 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 176/2024-Úrskurður

    Læknismeðferð erlendis. Staðfest afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands um endurgreiðslu á kostnaði vegna læknismeðferðar erlendis.


  • 21. ágúst 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 170/2024-Úrskurður

    Læknismeðferð erlendis. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um endurgreiðslu á kostnaði vegna læknismeðferðar erlendis.


  • 21. ágúst 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 150/2024-Úrskurður

    Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.


  • 21. ágúst 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 22/2024-Úrskurður

    Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannlækningum


  • 21. ágúst 2024 / Úrskurðir mennta- og barnamálaráðuneytisins

    Kæra vegna skólaaksturs fyrir barn frá grunnskóla sveitarfélags að heimili

      Fimmtudaginn 18. júlí 2024 var kveðinn upp í mennta- og barnamálaráðuneytinu svohljóðandi   Úrskurður í máli nr. MRN24020155   Kæra, kröfur og kæruheimild Mennta- og barnamálaráðuneyti)...


  • 21. ágúst 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 547/2023-Úrskurður

    Beiðni um endurupptöku máls synjað.


  • 21. ágúst 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 184/2024-Úrskurður

    Slysatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 8% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.


  • 21. ágúst 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 154/2024-Úrskurður

    Beiðni um endurupptöku máls synjað.


  • 21. ágúst 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 116/2024-Úrskurður

    Hjálpartæki. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um styrk til kaupa á sérhönnuðum búningi með raförvunarbúnaði.


  • 20. ágúst 2024 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 1/2023 - Úrskurður

    Uppsögn. Meðganga maka. Þjóðernisuppruni. Ekki fallist á brot.


  • 19. ágúst 2024 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 10/2023 - Úrskurður

    Skipun í embætti. Mismunun á grundvelli kyns. Ekki fallist á brot.


  • 19. ágúst 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 94/2024 Úrskurður 19. ágúst 2024

    Beiðni um millinafnið Listó er samþykkt.


  • 19. ágúst 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 93/2024 Úrskurður 19. ágúst 2024

    Beiðni um eiginnafnið Arló er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn.


  • 19. ágúst 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 91/2024 Úrskurður 19. ágúst 2024

    Beiðni um eiginnafnið Todor (k.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 19. ágúst 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 88/2024 Úrskurður 19. ágúst 2024

    Beiðni um eiginnafnið Marló er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn.


  • 19. ágúst 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 85/2024 Úrskurður 19. ágúst 2024

    Beiðni um eiginnafnið Ástborg (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 19. ágúst 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 84/2024 Úrskurður 19. ágúst 2024

    Beiðni um eiginnafnið Líana (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 19. ágúst 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 82/2024 Úrskurður 19. ágúst 2024

    Beiðni um eiginnafnið Konstantína (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 19. ágúst 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 80/2024 Úrskurður 19. ágúst 2024

    Beiðni um eiginnafnið Logar (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 19. ágúst 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 78/2024 Úrskurður 19. ágúst 2024

    Beiðni um eiginnafnið Salvarr (kk.) er hafnað.


  • 19. ágúst 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 77/2024 Úrskurður 19. ágúst 2024

    Beiðni um eiginnafnið Santos (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 15. ágúst 2024 / Úrskurðir á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins

    Stjórnsýsluúrskurður: Kæra, kröfur og kæruheimild - synjun um endurgreiðslu útlags kostnaðar vegna túlkaþjónustu

    ÚRSKURÐUR í stjórnsýslumáli nr. MVF23090319 I. Kæra, kröfur og kæruheimild


  • 14. ágúst 2024 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 9/2024 - Úrskurður

    Frávísun. Kærufrestur.


  • 14. ágúst 2024 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 12/2024 - Úrskurður

    Frávísun. Lögsaga.


  • 14. ágúst 2024 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 14/2023 - Úrskurður

    Ráðning í starf. Mismunun á grundvelli kyns. Ekki fallist á brot.


  • 14. ágúst 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 22/2024

    Kærð var ákvörðun færni- og heilsumatsnefndar höfuðborgarsvæðisins um að synja umsókn kæranda um færni- og heilsumat þar sem talið var að forsendur fyrir færni- og heilsumati væru ekki nægjanlegar að sinni auk þess sem heimaþjónusta væri ekki fullnýtt. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að af gögnum málsins og samskiptum við kæranda væri ljóst að gögn málsins sem færni- og heilsumatsnefndin aflaði um stöðu kæranda væru röng og ættu líkast til ekki við um kæranda. Var því ekki mótmælt af hálfu nefndarinnar. Var það mat ráðuneytisins að af þeim sökum gæti málið ekki talist rannsakað með fullnægjandi hætti. Ákvörðun færni- og heilsumatsnefndar var af þeim sökum felld úr gildi og lagt fyrir nefndina að taka umsókn kæranda fyrir að nýju.


  • 12. ágúst 2024 / Úrskurðir á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins

    Úrskurður vegna stjórnsýslukæru: synjun um útgáfu rekstrarleyfis í flokki II staðfest

    Synjun útgáfu rekstrarleyfis. Rekstrarleyfi í flokki II



  • 08. ágúst 2024 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 12/2023 - Úrskurður

    Uppsögn. Fæðingarorlof. Ástæður tengdar meðgöngu og barnsburði. Ekki fallist á brot.


  • 08. ágúst 2024 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 6/2023 - Úrskurður

    Tilkynningarskylda. Mismunun vegna kynþáttar og þjóðernisuppruna. Utan vinnumarkaðar. Ekki fallist á brot.


  • 06. ágúst 2024 / Úrskurðir á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins

    Úrskurður vegna stjórnsýslukæru: stjórnvaldssekt vegna rekstur gististaða án tilskilins rekstrarleyfis - sekt lækkuð

    Stjónvaldssekt. Leyfislaus gististarfsemi. Rekstrarleyfi.


  • 01. ágúst 2024 / Úrskurðir á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins

    Úrskurður vegna stjórnsýslukæru: kærð synjun um eftirvinnslustyrk vegna verkefnis

    Úrskurður dags. 23. júlí 2024, kærð synjun eftirvinnslustyrks vegna verkefnis


  • 19. júlí 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 20/2024

    Óskað var eftir endurupptöku á úrskurði ráðuneytisins nr. 12/2024 þar sem talið var að úrskurðurinn væri haldinn efnislegum annmörkum. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að skilyrði fyrir endurupptöku væru ekki fyrir hendi enda væru atvik málsins ekki með þeim hætti sem greinir í 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Engu að síður taldi ráðuneytið að því bæri skylda til að líta til annarra heimilda sem það hefði til að endurskoða ákvörðunina. Kannaði ráðuneytið m.a. hvort skilyrði fyrir afturköllun ákvörðunar væru fyrir hendi. Niðurstaða ráðuneytisins var að svo væri ekki enda væri úrskurðurinn lögum samkvæmt. Var endurupptökubeiðni kæranda af þeim sökum hafnað.


  • 18. júlí 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 707/2024 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið, sbr. 78. gr. laga um útlendinga, er staðfest.


  • 18. júlí 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 719/2024 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um dvalarleyfi fyrir foreldra, sbr. 72. gr. laga um útlendinga, er staðfest. ​


  • 18. júlí 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 706/2024 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa umsókn kæranda um dvalarleyfi frá, sbr. 1. mgr. 101. gr. laga um útlendinga, er staðfest.


  • 18. júlí 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 503/2024 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann kæranda, sbr. b-lið 1. mgr. 98. og 2. mgr. 101. gr. laga um útlendinga, er felld úr gildi. ​


  • 18. júlí 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 14/2024

    Kærð var málsmeðferð setts landlæknis í kvörtunarmáli til ráðuneytisins. Gerðar voru athugasemdir við marga þætti málsmeðferðar setts landlæknis í kærum sem stöfuðu bæði frá heilbrigðisstofnun og sjúklingi. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að hvorki yrði hæfi setts landlæknis né óháðu sérfræðinga málsins dregin í efa. Rannsókn málsins hefði verið fullnægjandi og andmælaréttur virtur. Hins vegar hefði málsmeðferðartími farið úr hófi fram og að rökstuðningur setts landlæknis í málinu hefði ekki að fullu samrýmst ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993 og laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu. Var málsmeðferð setts landlæknis staðfest að öðru leyti. Þá var það niðurstaða ráðuneytisins að aðeins væri hægt að kvarta yfir framkomu heilbrigðisstarfsmanna í garð notenda heilbrigðisþjónustu og að ákvörðun um að tilkynna ekki atvik væri ekki kæranleg á grundvelli 12. gr. laga nr. 41/2007.


  • 15. júlí 2024 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 49/2023. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Samningskaup án undangenginnar útboðsauglýsingar. Brýnir almannahagsmunir. Krafa um óvirkni samnings. Stjórnvaldssekt. Málskostnaður.


  • 15. júlí 2024 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 4/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Hugbúnaður. Útboðsgögn. Almennt útboð. Fasaskipt útboð. Bindandi samningur.


  • 15. júlí 2024 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 1/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Sérfræðingur. Hugbúnaðargerð. Útboðsgögn. Bindandi samningur.


  • 15. júlí 2024 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 19/2024. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Verðfyrirspurn. Bindandi samningur. Kröfu um stöðvun innkaupaferlis hafnað.




  • 12. júlí 2024 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 14/2024. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Biðtími. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar. Krafa um stöðvun innkaupaferlis.




  • 12. júlí 2024 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 16/2024. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Tilboðsgögn. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.


  • 11. júlí 2024 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 8/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Örútboð. Tilboðsgögn. Val tilboðs. Jafnræði. Málskostnaður.





  • 10. júlí 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 216/2024-Úrskurður

    Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann mætti ekki í boðað viðtal hjá stofnuninni.


  • 10. júlí 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr 204/2024-Úrskurður

    Viðurlög. Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda vegna ótilkynntra tekna. Einnig staðfest ákvörðun stofnunarinnar um innheimtu ofgreiddra bóta.


  • 10. júlí 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 202/2024-Úrskurður

    Ávinnslutímabil. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur. Kærandi hafði ekki starfað í að minnsta kosti 24 mánuði á innlendum vinnumarkaði frá því að hann fékk síðast greiddar atvinnuleysisbætur og því ekki áunnið sér rétt til nýs bótatímabils.


  • 10. júlí 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 197/2024-Úrskurður

    Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann mætti ekki á boðaðan fund hjá stofnuninni.


  • 10. júlí 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 225/2024-Úrskurður

    Framlenging lífeyrisgreiðslna. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn um framlengingu lífeyrisgreiðslna þrátt fyrir dvöl á sjúkrastofnun. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði framlengingar lífeyrisgreiðslna þar sem að hún var talin fær um að greiða afborganir og rekstrarkostnað vegna íbúðarinnar.


  • 10. júlí 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 221/2024-Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.


  • 10. júlí 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 209/2024-Úrskurður

    Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til mats á örorku. Að mati úrskurðarnefndar er endurhæfing ekki raunhæf að sinni.


  • 10. júlí 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 146/2024-Úrskurður

    Uppbót á lífeyri. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um uppbót á lífeyri. Tekjur kæranda voru umfram þau tekjumörk sem tilgreind eru í 11. gr. reglugerðar nr. 1200/2018 um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri. Ekki fallist á að ákvörðun Tryggingastofnunar brjóti í bága við jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.


  • 10. júlí 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 123/2024 Úrskurður

    Ellilífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um búsetuhlutfall kæranda vegna greiðslu ellilífeyris.


  • 10. júlí 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 196/2024-Úrskurður

    Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði þar sem hann mætti ekki á boðað námskeið. Einnig staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda þar sem hann mætti ekki á boðað námskeið.


  • 10. júlí 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 185/2024-Úrskurður

    Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann mætti ekki í boðað viðtal hjá stofnuninni.


  • 10. júlí 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 132/2024-Úrskurður

    Viðurlög. Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði vegna ótilkynntra tekna. Einnig staðfest ákvörðun stofnunarinnar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta.


  • 08. júlí 2024 / Úrskurðir á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins

    Úrskurður vegna stjórnsýslukæru: Stjórnvaldssekt sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði vegna rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi lækkuð.

    stjórnvaldssekt vegna Rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi. Lögaðili ekki sektaður án skýrrar lagaheimildar. Almennar fyrningarreglur. Sektarfjárhæð lækkuð. Stjórnvaldssekt sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði


  • 08. júlí 2024 / Úrskurðir á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins

    Úrskurður vegna stjórnsýslukæru: Stjórnvaldssekt vegna Rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi - sekt lækkuð

    Stjórnvaldssekt vegna Rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi. Lögaðili ekki sektaður án skýrrar lagaheimildar. Almennar fyrningarreglur. Sektarfjárhæð lækkuð.


  • 05. júlí 2024 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 8/2023 - Úrskurður

    Ráðning í starf. Stjórnvald. Mismunun á grundvelli kyns. Mismunun á grundvelli aldurs. Fjölþætt mismunun. Fallist á brot.




  • 04. júlí 2024 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 4/2024. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Hugbúnaður. Aflétting sjálfkrafa stöðvunar samningsgerðar.


  • 04. júlí 2024 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 6/2024. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Kröfu kæranda um stöðvun innkaupaferlis hafnað.


  • 04. júlí 2024 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 8/2024. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Örútboð. Tilboðsgögn. Stöðvun samningsgerðar.


  • 03. júlí 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 135/2023-Úrskurður

    Endurgreiðsla tryggingarfjár.


  • 03. júlí 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 112/2023-Álit

    Bótaábyrgð húsfélags vegna tjóns á séreign af völdum viðgerða á sameign


  • 03. júlí 2024 / Yfirfasteignamatsnefnd

    Mál nr. 1/2024

    Drekahlíð [], Sauðárkróki


  • 03. júlí 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 110/2023-Álit

    Sólpallur á sameiginlegri lóð. Samþykki.


  • 02. júlí 2024 / Úrskurðir á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins

    Úrskurður vegna stjórnsýsluákæru - synjun um útgáfu rekstrarleyfis vegna gististaðar í flokki II staðfest

    Ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja umsókn kæranda um útgáfu rekstrarleyfis vegna gististaðar í flokki II staðfest.


  • 02. júlí 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 76/2024 Úrskurður 2. júlí 2024

    Beiðni um eiginnafnið Hronn er hafnað.


  • 02. júlí 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 75/2024 Úrskurður 2. júlí 2024

    Beiðni um eiginnafnið Núri (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 02. júlí 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 74/2024 Úrskurður 2. júlí 2024

    Beiðni um eiginnafnið Foster (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 02. júlí 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 73/2024 Úrskurður 2. júlí 2024

    Beiðni um eiginnafnið Roj (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 02. júlí 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 72/2024 Úrskurður 2. júlí 2024

    Beiðni um eiginnafnið Ana (kvk.) er samþykkt og skal fært á mannanafnaskrá.


  • 02. júlí 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 71/2024 Úrskurður 2. júlí 2024

    Beiðni um eiginnafnið Ahelia (kvk.) er samþykkt og skal fært á mannanafnaskrá.


  • 02. júlí 2024 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 69/2024 Úrskurður 2. júlí 2024

    Beiðni um eiginnafnið Maríabet (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 02. júlí 2024 / Úrskurðir félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins

    Úrskurður félags- og vinnumarkaðsráðuneytis 3/2024

    Ákvörðun Fjölmenningarseturs, nú Vinnumálastofnun, um synjun á endurgreiðslu á veittri aðstoð við erlenda ríkisborgara á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga felld úr gildi.


  • 01. júlí 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 18/2024-Úrskurður

    Tryggingarfé: Leigusali gerði ekki skriflega kröfu í tryggingarféð innan tilskilins frests


  • 01. júlí 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 10/2024-Úrskurður

    Tryggingarfé: Leigjandi hætti við að taka herbergi á leigu.


  • 01. júlí 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 4/2024-Úrskurður

    Tryggingarfé: Leigusali gerði ekki skriflega kröfu í tryggingarféð innan tilskilins frests


  • 01. júlí 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 143/2023-Álit

    Eigendaskipti: Greiðandi kröfu vegna sameiginlegra framkvæmda.


  • 01. júlí 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 139/2023-Álit

    Umgengni í sameiginlegu þvottahúsi.


  • 01. júlí 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 134/2023-Úrskurður

    Tryggingarfé: Ágreiningi um bótaskyldu leigjanda ekki vísað til kærunefndar innan tilskilins frests.


  • 01. júlí 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 133/2023-Úrskurður

    Krafa leigusala í tryggingu leigjanda tekin til efnislegrar úrlausnar.


  • 01. júlí 2024 / Úrskurðir á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins

    Úrskurður vegna stjórnsýslukæru: Ferðamálastofa skal endurákvarða fjárhæð tryggingar og iðgjalds kæranda

    Ákvörðun fjárhæðar tryggingar og iðgjalds vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar. Krafist að ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingar og iðgjalds sem kæranda er gert að leggja fram verði felld úr gildi og fjárhæðin endurákvörðuð án álags, sbr. 7. og 10. gr. reglugerðar nr. 812/2021, um Ferðatryggingasjóð.


  • 01. júlí 2024 / Úrskurðir á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins

    Úrskurður vegna sjórnsýsluákæru - Ákvörðun fjárhæðar tryggingar og iðgjalds vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar.

    Ákvörðun fjárhæðar tryggingar og iðgjalds vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar.


  • 01. júlí 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 127/2023-Úrskurður

    Krafa leigusala í tryggingu leigjanda tekin til efnislegrar úrlausnar.


  • 01. júlí 2024 / Úrskurðir á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins

    Úrskurður vegna stjórnsýslukæru: Ákvörðun fjárhæðar tryggingar og iðgjalds vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar

    Ákvörðun fjárhæðar tryggingar og iðgjalds vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar.


  • 01. júlí 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 106/2023-Álit

    Ákvörðunartaka. Útlit sameignar. Nýbygging.


  • 01. júlí 2024 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 105/2023-Álit

    Högghljóð milli hæða. Hljóðmæling. Nýtt gólfefni.


  • 27. júní 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 19/2024

    Kærður var málshraði embættis landlæknis í kvörtunarmáli til ráðuneytisins. Kærandi kvartaði til embættis landlæknis þann 24. júní 2021 en þegar kæra barst ráðuneytinu beið málið enn eftir að komast í umsögn hjá óháðum sérfræðingi. Ráðuneytið gerði ekki athugasemdir við að embætti landlæknis forgangsraðaði kvörtunum enda væri byggt á málefnalegum sjónarmiðum. Kvartanir til embættisins varði iðulega atvik sem beri að taka alvarlega og því beri ávallt að beita forgangsröðun af varfærni, svo sem embætti landlæknis geri. Engu að síður var það niðurstaða ráðuneytisins að málsmeðferðartími kvörtunarmálsins samrýmdist ekki kröfum 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.


  • 1211/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að skattskrám ársins 2022 vegna tekna á árinu 2021, sem gerðar væru á grundvelli 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Skatturinn kvað ekki heimilt að afhenda gögnin með vísan til þess að upplýsingar í þeim væru háðar þagnarskyldu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að 117. gr. laga um tekjuskatt væri sérstakt þagnarskylduákvæði sem gengi almennt framar rétti til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum. Ákvæðið væri grundvallarregla á sviði skattaréttar um trúnað um tekjur og efnahag skattaðila, og umbeðnar upplýsingar féllu undir ákvæðið. Ákvæði 2. mgr. 98. gr. laganna væri undantekningarregla gagnvart þagnarskyldunni í 117. gr. laganna og fæli ekki í sér ríkari fyrirmæli um afhendingu skattskráa en berum orðum fælist í ákvæðinu. Með vísan til þessa auk fleiri sjónarmiða var ákvörðun Skattsins staðfest.


  • 1210/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að myndskeiði í vörslum Fiskistofu sem sýndi brottkast á fiski. Ákvörðun Fiskistofu að synja beiðninni byggðist að hluta til á því að afhending myndskeiðsins væri óheimil vegna hagsmuna útgerða og skipverja, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Nefndin taldi að þótt andlit skipverja hefðu í flestum tilvikum verið gerð ógreinileg teldust þeir engu að síður vera persónugreinanlegir í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá taldi nefndin að það að Fiskistofa hefði ekki á þeim tíma haft lagaheimild til þess að gera þær upptökur af skipverjum sem finna mætti í myndskeiðinu hefði áhrif á mat samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá teldust upplýsingar um það hvort einstaklingur væri grunaður um refsiverðan verknað eða önnur lögbrot almennt vera upplýsingar um einkamálefni viðkomandi sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Með vísan til þessa auk fleiri sjónarmiða taldi úrskurðarnefndin að óheimilt væri að afhenda það myndskeið sem um var deilt í málinu, og staðfesti ákvörðun Fiskistofu.


  • 1209/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kæranda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Ákvörðun ríkislögmanns var staðfest.


  • 1208/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Fiskistofu. Ákvörðun Fiskistofu að synja beiðni kæranda var byggð á 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, með vísan til þess að meðferð beiðninnar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Fiskistofa hefði með fullnægjandi hætti sýnt fram á að skilyrði þess að ákvæðinu yrði beitt væru uppfyllt í málinu. Var ákvörðun Fiskistofu því staðfest.


  • 1207/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024

    Deilt var um rétt kærenda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kærenda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Hins vegar voru kærendur taldir eiga rétt til aðgangs að fylgigögnum sem fylgdu einni umsögninni. Að öðru leyti var ákvörðun ríkislögmanns staðfest.


  • 1206/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kæranda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Ákvörðun ríkislögmanns var staðfest.


  • 1205/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs meðal annars að gögnum um bótakröfu og bótagreiðslu sveitarfélags til einstaklings. Ákvörðun sveitarfélagsins að synja beiðninni byggðist fyrst og fremst á því að óheimilt væri að afhenda gögnin því þau vörðuðu einkamálefni einstaklingsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og taldi þau hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklingsins sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Var ákvörðun sveitarfélagsins því staðfest.


  • 25. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 154/2024 Úrskurður

    Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.


  • 25. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 169/2024 - Úrskurður

    Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.


  • 25. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 143/2024- Úrskurður

    Sjúklingatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um varanlega örorku samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.


  • 25. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 109/2024 - Úrskurður

    Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.


  • 25. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 153/2024-Úrskurður

    Slysatryggingar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga.


  • 24. júní 2024 / Matsnefnd eignarnámsbóta

    Matsmál nr. 4/2023, úrskurður 19. júní 2024

    Vegagerðin ohf. gegn Víkingi P. Aðalsteinssyni


  • 21. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 218/2024-Úrskurður

    Fjárhagsaðstoð. Felld úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja kæranda um áframhaldandi fjárhagsaðstoð. Ekki lagt mat á raunverulegar aðstæður kæranda og möguleika til framfærslu.


  • 21. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 178/2024-Úrskurður

    Sorgarleyfi. Staðfestur útreikningur Vinnumálastofnunar á mánaðarlegum greiðslum til kæranda í sorgarleyfi.


  • 19. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 162/2024-Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.


  • 19. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 160/2024-Úrskurður

    Umönnunarmat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að ákvarða umönnun sonar kæranda samkvæmt 3. flokk, 35% greiðslur.


  • 19. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 148/2024-Úrskurður

    Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til mats á örorku. Að mati úrskurðarnefndar er frekari endurhæfing ekki raunhæf.


  • 19. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 126/2024-Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.


  • 18. júní 2024 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Úrskurður nr. 5/2024 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu strandveiðileyfis í eina viku skv. 1. og 2. mgr. 15. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.

    Svipting strandveiðileyfis. Brottkast. Frestun réttaráhrifa. Viðurlög. Persónuvernd.


  • 18. júní 2024 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Úrskurður nr. 4/2024 um ákvörðun Fiskistofu um að veita skriflega áminningu skv. 3. mgr. 15. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.

    Áminning. Vigtun. Skráning afla. Strandveiðar. Viðurlög.



  • 14. júní 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 645/2024 Úrskurður

    Endurteknum umsóknum kærenda er vísað frá og kröfu kærenda um frestun réttaráhrifa er hafnað.


  • 14. júní 2024 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar og framgöngu MAST um afhendingu hrúts

    Stjórnsýslulög, reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar


  • 1204/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024

    Kærandi óskaði eftir upplýsingum um hvort Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. hefði gefið út mörg leyfi til undirmanna á Herjólfi til að stunda önnur launuð eða ólaunuð störf. Herjólfur synjaði beiðninni með vísan til þess að ekki væru veittar upplýsingar um starfssamband félagsins við starfsfólk þess. Í skýringum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að ekki lægi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir. Úrskurðarnefndin taldi samkvæmt þessu að ekki lægi fyrir ákvörðun sem kæranleg væri til nefndarinnar og staðfesti því ákvörðun Herjólfs.


  • 1203/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024

    Kærandi óskaði eftir upplýsingum um heildartölu úr bókhaldi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um sálfræðikostnað sem félagið hefði greitt árið 2023. Herjólfur synjaði beiðninni með vísan til þess að ekki væru veittar upplýsingar um starfssamband félagsins við starfsfólk þess. Í skýringum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að ekki lægi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir. Úrskurðarnefndin taldi samkvæmt þessu að ekki lægi fyrir ákvörðun sem kæranleg væri til nefndarinnar og staðfesti því ákvörðun Herjólfs.


  • 1202/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum varðandi innkaup ríkislögreglustjóra á skotvopnum, skotfærum og öðrum vörum í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fór á Íslandi í maí 2023. Ákvörðun ríkislögreglustjóra að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum var byggð á 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og 2. málsl. 9. gr. sömu laga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagði fyrir ríkislögreglustjóra að taka að nýju til meðferðar og afgreiðslu þann hluta beiðninnar sem laut að upplýsingum um skotvopn og skotfæri. Þá taldi nefndin að kærandi ætti rétt til aðgangs að sölureikningum varðandi kaup á fatnaði, hjálmum og fylgibúnaði.


  • 1201/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Fjármála- og efnahagsráðuneyti synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að greinargerðin væri undirorpin þagnarskyldu og að án samþykkis Ríkisendurskoðunar væri ráðuneytinu óheimilt að afhenda hana kæranda. Eftir að kæra í málinu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál var greinargerðin birt af hálfu forsætisnefndar á vef Alþingis. Með vísan til þess taldi úrskurðarnefndin að þeir hagsmunir sem áður kynnu að hafa staðið afhendingu greinargerðarinnar í vegi væru niður fallnir og að ráðuneytinu bæri að afhenda hana kæranda.


  • 1200/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum sem ríkislögmaður aflaði í tilefni af erindi til embættisins þar sem krafist var viðurkenningar á bótaskyldu. Ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að gögnin teldust bréfaskipti við sérfróða aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að umbeðnar umsagnir lytu að könnun á réttarstöðu hlutaðeigandi stjórnvalda vegna nærliggjandi möguleika á málshöfðun og að ríkislögmanni hefði þannig verið heimilt að takmarka aðgang kæranda að þeim. Ákvörðun ríkislögmanns var því staðfest.


  • 12. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 118/2024 - Úrskurður

    Lyfjaskírteini. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um útgáfu lyfjaskírteinis vegna lyfsins Baqsimi.


  • 12. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    mÁL NR. 113/2024 - Úrskurður

    Hjálpartæki. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um styrk til kaupa á sérsmíðuðum skóm. Málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar.


  • 12. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 175/2024-Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um örorkulífeyri á þeim grundvelli hún uppfyllti ekki skilyrði 1. mgr. 24. gr. laga um almannatryggingar að hafa verið tryggð á landinu samfellt í að minnsta kosti þrjú ár.


  • 12. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 107/2024 - Úrskurður

    Sjúklingatrygging. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr sjúklingatryggingu


  • 12. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr . 82/2024 - Úrskurður

    Sjúklingatrygging. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr sjúklingatryggingu.


  • 1199/2024. Úrskurður frá 7. júní 2024

    Kæranda var synjað um aðgang að PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá Garðabæjar yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Ákvörðunin var byggð á því að skjölin uppfylltu ekki skilyrði þess að teljast gögn í skilningi upplýsingalaga, auk þess sem þau vörðuðu ekki tiltekið mál. Úrskurðarnefndin taldi að með því að færa skjáskot úr málaskrá sinni yfir á PDF-form hefði sveitarfélagið búið til gögn í skilningi upplýsingalaga, sem teldust fyrirliggjandi. Þá næði upplýsingaréttur einnig til tiltekinna fyrirliggjandi gagna þótt þau væru ekki hluti af ákveðnu máli. Nefndin taldi þannig að sveitarfélagið hefði ekki afgreitt beiðni kæranda á réttum lagagrundvelli og vísaði beiðninni til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.


  • 07. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 152/2024-Úrskurður

    Felld úr gildi ákvörðun barnaverndarþjónustu um að synja kæranda um afhendingu gagna.


  • 07. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 137/2024-Úrskurður

    Staðfest ákvörðun barnaverndarþjónustu um að loka máli.


  • 07. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 99/2024-Úrskurður

    Staðfest ákvörðun barnaverndarþjónustu um að synja kærendum um afléttingu á nafnleynd tilkynningar


  • 05. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 173/2024-Úrskurður

    Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði þar sem hann mætti ekki í boðað viðtal hjá stofnuninni.


  • 05. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 171/2024-Úrskurður

    Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann mætti ekki í boðað viðtal hjá stofnuninni.


  • 05. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 166/2024-Úrskurður

    Nám. Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda og að innheimta ofgreiddar bætur þar sem hún stundaði nám.


  • 05. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 145/2024-Úrskurður

    Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann mætti ekki á boðaðan kynningarfund hjá stofnuninni.


  • 05. júní 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 136/2024-Úrskurður

    Slysatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 5% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta