Úrskurðir og álit
-
05. janúar 2021 /Kæra vegna ákvörðunar Matvælastofnunar dags. 3. júlí 2018 um óásættanlegt holdafar hunds
Lykilorð: Matvælastofnun, velferð dýra, frávísun Úrskurðurinn birtur 7. Desember 2020
-
05. janúar 2021 /Ákvörðun Matvælastofnunar um synjun innflutnings á hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier staðfest
Lykilorð: Synjun, hundategund, Reglugerð nr. 200/2020 um innflutning hunda og katta, lög nr. 54/1990 um innflutning dýra.
-
31. desember 2020 /Mál nr. 51/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Gildissvið laga um opinber innkaup. Leiga á fasteign. Kröfu um stöðvun samningsgerðar hafnað.
-
31. desember 2020 /Mál nr. 26/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Gildistími tilboða. Framlenging á gildistíma tilboða.
-
31. desember 2020 /Mál nr. 24/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Hæfiskröfur. Viðbótargögn. Ársreikningar. Málskostnaður.
-
-
30. desember 2020 /Mál nr. 50/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Örútboð. Rammasamningur. Biðtími. Bindandi samningur. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
30. desember 2020 /Mál nr. 32/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Tæknilegt hæfi. Ógilt tilboð. Val tilboða. Bindandi samningur. Álit um skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.
-
30. desember 2020 /Mál nr. 31/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Tæknilegt hæfi. Val tilboða. Bindandi samningur. Álit um skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.
-
29. desember 2020 /Mál nr. 111/2020 Úrskurður 29. desember 2020
Beiðni um eiginnafnið Frost er samþykkt og skal nafnið fært á lista yfir kynhlutlaus nöfn í mannanafnaskrá.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
22. desember 2020 /Mál nr. 19/2020 - Úrskurður
Jöfn meðferð á vinnumarkaði. Ráðning í starf. Hæfnismat.
-
22. desember 2020 /Mál nr. 118/2020 Úrskurður 22. desember 2020
Fallist er á móðurkenninguna Evudóttir.
-
22. desember 2020 /Mál nr. 117/2020 Úrskurður 22. desember 2020
Beiðni um eiginnafnið Melasól (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
22. desember 2020 /Mál nr. 116/2020 Úrskurður 22. desember 2020
Beiðni um eiginnafnið Tíberíus (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
22. desember 2020 /Mál nr. 115/2020 Úrskurður 22. desember 2020
Beiðni um eiginnafnið Toby (kvk.) er hafnað. Vegna þessa máls hefur mannanafnanefnd ákveðið að úrskurða nafnmyndina Tóbý (kvk.) á mannanafnaskrá sem eiginnafn.
-
22. desember 2020 /Mál nr. 114/2020 Úrskurður 22. desember 2020
Beiðni um eiginnafnið Zebastian (kk.) er hafnað.
-
22. desember 2020 /Staðfesting á ákvörðun Fiskistofu um synjun á jöfnum skiptum á aflamarki í makríl í B-flokki af aflamarksskipi yfir á krókaaflamarksbát í makríl í A-flokki
Lykilorð: Krókaaflamark, aflamark, A- flokkur, B-flokkur, jöfn skipti á aflamarki, makríll
-
22. desember 2020 /Mál nr. 113/2020 Úrskurður 22. desember 2020
Beiðni um eiginnafnið Lárenzína (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnsins Lárensína (kvk.) Vegna þessa máls hefur mannanafnanefnd ákveðið að úrskurða nafnmyndina Lárenz (kk.) á mannanafnaskrá sem eiginnafn.
-
22. desember 2020 /Mál nr. 112/2020 Úrskurður 22. desember 2020
Beiðni um eiginnafnið Frederik (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnsins Friðrik (kk.)
-
22. desember 2020 /Mál nr. 110/2020 Úrskurður 22. desember 2020
Beiðni um eiginnafnið Aleksandra (kvk.) er hafnað.
-
22. desember 2020 /Mál nr. 109/2020 Úrskurður 22. desember 2020
Beiðni um eiginnafnið Emanuel (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
-
21. desember 2020 /Mál nr. 114/2020 - Úrskurður
Frávísun: Málið skuli fyrst koma til afgreiðslu innan húsfélags.
-
-
21. desember 2020 /Mál nr. 109/2020 -Álit
Skoðun á bókhaldi húsfélags. Afrit af fundargerðum. Húsreglur.
-
21. desember 2020 /Mál nr. 107/2020 -Álit
Sameiginlegur kostnaður/sérkostnaður: Viðgerð á svalagólfi.
-
-
-
-
-
19. desember 2020 /959/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020
Kærð var synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að álitsgerðum nefnda um hæfni umsækjenda um þrjú embætti lögreglustjóra. Úrskurðarnefndin staðfesti að ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja beiðninni á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.
-
19. desember 2020 /958/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020
Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum í tengslum við uppgjör bótakröfu í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að því hefði verið heimilt að synja um aðgang að umbeðnum gögnum þar sem þau fælu í sér bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að þrátt fyrir að ekki hafi komið til þess að leita þyrfti atbeina dómstóla við uppgjör bótakröfunnar yrði að leggja til grundvallar að umrædd samskipti hafi staðið í nægilegum tengslum við möguleika á höfðun dómsmáls. Var synjun ráðuneytisins því staðfest.
-
19. desember 2020 /957/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020
Kærð var synjun Þjóðskrár Íslands á beiðni um lista yfir þá einstaklinga sem væru skráðir í tiltekið trúfélag og lista yfir einstaklinga sem látist hefðu síðastliðin tvö ár og hefðu verið skráðir í söfnuðinn á dánardegi. Í svari Þjóðskrár Íslands kom fram að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og þyrfti stofnunin að framkvæma sérvinnslu úr skrám til þess að verða við upplýsingabeiðninni. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Þjóðskrár. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni.
-
19. desember 2020 /955/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020
Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um útboðsferli, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs vegna raforkukaupa. Í svari félagsins til kæranda var vísað til þess hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni.
-
18. desember 2020 /956/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020
Í málinu var deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015. Sveitarfélagið sagði slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, auk þess sem upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna væru undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. laganna. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var sú að kæranda hefði ekki verið synjað um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni.
-
18. desember 2020 /954/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020
Deilt var um ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni fjölmiðils um aðgang að upplýsingum í greinargerðum bankans í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins gegn bankanum. Seðlabankinn hafði afhent greinargerðirnar en afmáð úr þeim upplýsingar með vísan til 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019 og 15. gr. laga um gjaldeyrismál, nr. 87/1992 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með Seðlabanka Íslands að upplýsingarnar vörðuðu viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Var því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun bankans.
-
18. desember 2020 /953/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020
Deilt var um ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ eins og hann stendur hverju sinni. Úrskurðarnefndin taldi verða að líta svo á að umbeðin gögn hafi ekki verið fyrirliggjandi í ráðuneytinu þegar beiðni kæranda barst því þar sem opnir undirskriftarlistar séu varðveittir hjá utanaðkomandi einkaaðila.
-
17. desember 2020 /Mál nr. 32/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Óvirkni samnings hafnað. Stjórnvaldssekt. Álit á skaðabótaskyldu. Valdsvið kærunefndar.
-
17. desember 2020 /Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta (frávísun)
Lykilorð: Byggðakvóti. Úthlutun aflaheimilda. Skráning skips. Lögvarðir hagsmunir. Frávísun.
-
17. desember 2020 /Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta (Frávísun)
Lykilorð: Byggðakvóti. Úthlutun aflaheimilda. Skráning skips. Lögvarðir hagsmunir. Frávísun.
-
16. desember 2020 /Mál nr. 331/2020
Meðlag, heimilisuppbót og mæðralaun. Ákvarðanir Tryggingastofnunar ríkisins um að stöðva greiðslur mæðralauna og heimilisuppbótar til kæranda afturvirkt og endurkrefja um ofgreiddar bætur eru felldar úr gildi. Þeim hluta málsins vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Ákvörðun Tryggingastofnunar um að stöðva milligöngu meðlagsgreiðslna til kæranda og endurkrefja um ofgreitt meðlag, er felld úr gildi.
-
16. desember 2020 /Mál nr. 476/2020
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki var talið afsakanlegt að kæran barst ekki fyrr eða að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar
-
16. desember 2020 /Mál nr. 461/2020
Slysatrygging/örorka. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 5% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss og varanleg læknisfræðileg örorka ákvörðuð 8%.
-
16. desember 2020 /306/2020
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2019. Fallist er á að kærð ákvörðun hafi ekki verið í samræmi við 1. mgr. 22. gr. stjórnsýslulaga um efni rökstuðnings. Ákvörðunin ekki felld úr gildi með vísan til framangreindra annmarka þar sem bætt var úr þeim annmörkum undir rekstri málsins.
-
16. desember 2020 /Mál nr. 418/2020
Umönnunargreiðslur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma umönnunargreiðslna vegna dóttur kæranda. Ekki heimilt að greiða umönnunargreiðslur lengra en tvö ár aftur í tímann frá umsókn, sbr. 4. mgr. 53. gr. laga um almannatryggingar.
-
16. desember 2020 /Mál nr. 417/2020
Umönnunargreiðslur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma umönnunargreiðslna vegna sonar kæranda. Ekki heimilt að greiða umönnunargreiðslur lengra en tvö ár aftur í tímann frá umsókn, sbr. við 4. mgr. 53. gr. laga um almannatryggingar.
-
16. desember 2020 /398/2020
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki heimilt að fella niður kröfu á hendur kæranda með vísan til 11. gr. reglugerðarinnar og ekki var fallist á að fella niður endurgreiðslukröfuna á grundvelli almennra reglna.
-
16. desember 2020 /Mál nr. 397/2020
Ellilífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um ellilífeyrisgreiðslur til kæranda.
-
16. desember 2020 /Mál 370/2020
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2019. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki fallist á að tilefni sé til niðurfellingar endurgreiðslukröfunnar á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009.
-
-
15. desember 2020 /Mál nr. 30/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Tæknilegt hæfi. Ógilt tilboð. Val tilboða. Bindandi samningur. Álit um skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.
-
15. desember 2020 /Mál nr. 27/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Ógilt tilboð. Val tilboða. Álit um skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.
-
-
10. desember 2020 /Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.
Byggðakvóti. Úthlutun aflaheimilda. Skilyrði fyrir úthlutun. Skráning báts. Málsmeðferð.
-
08. desember 2020 /Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20110042
Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20110042
-
04. desember 2020 /Mál nr. 15/2020 - Úrskurður
Jöfn meðferð á vinnmarkaði. Ráðning í starf á veitingastað. Heyrnarleysi.
-
04. desember 2020 /Mál nr. 525/2020 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að synja kæranda um heimild til greiðsluaðlögunar með vísan til b-liðar 1. mgr. 6. gr. og b-,c- og f-liða 2. mgr. 6. gr. lge.
-
04. desember 2020 /Mál nr. 524/2020 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kærenda með vísan a-liðar 12. gr. lge., sbr. 15. gr. lge.
-
-
-
-
-
-
-
-
03. desember 2020 /Mál nr. 89/2020 -Álit
Heimild eiganda til að ráðast í viðgerðir á kostnað húsfélags.
-
-
02. desember 2020 /334/2020
Endurhæfingarlífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um endurhæfingarlífeyri. Úrskurðarnefndin féllst hvorki á þá málsástæðu kæranda að Tryggingastofnun hefði brotið gegn rannsóknarskyldu sinni gagnvart kæranda, né var fallist á að Tryggingastofnun hefði brotið þannig gegn leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart kæranda að tilefni væri til þess að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi.
-
02. desember 2020 /321/2020
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til mats á örorku. Að mati úrskurðarnefndar er endurhæfing ekki raunhæf í tilviki kæranda.
-
02. desember 2020 /Mál nr. 449/2020
Slysatrygging. Staðfest er ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga
-
02. desember 2020 /Mál nr. 435/2020
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
02. desember 2020 /Mál nr. 215/2020
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku í tannréttingum. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, um að afturkalla eldri ákvörðun stofnunarinnar
-
02. desember 2020 /Mál nr. 504/2020
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var misræmi í gögnum málsins varðandi mat á líkamlegri og andlegri færni kæranda.
-
02. desember 2020 /Mál nr. 478/2020
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Úrskurðarnefndin taldi rétt að stofnunin mæti örorku kæranda samkvæmt örorkustaðli að undangenginni læknisskoðun
-
30. nóvember 2020 /Synjun á endurnýjun rekstrarleyfis í flokki II
Rekstrarleyfi - Gististaðir - Flokkur II - Synjun á endurnýjun rekstrarleyfis.
-
27. nóvember 2020 /Mál nr. 38/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Bindandi samningur. Álit á skaðabótaskyldu hafnað.
-
27. nóvember 2020 /Mál nr. 36/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Persónulegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Ársreikningur. Bindandi samningur. Álit á skaðabótaskyldu hafnað.
-
27. nóvember 2020 /Mál nr. 45/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Tæknilýsingar. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
27. nóvember 2020 /939/2020. Úrskurður frá 27. nóvember 2020
Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum er vörðuðu samningu lagafrumvarps. Um var að ræða nokkuð magn gagna sem synjað var um aðgang að á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugögn sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, um væri að ræða gögn sem felld yrðu undir 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga auk þess sem óheimilt væri að veita aðgang að hluta gagnanna með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að, staðfesti synjun ráðuneytisins að hluta, felldi ákvörðunina úr gildi varðandi önnur gögn og vísaði hluta beiðninnar aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar.
-
25. nóvember 2020 /350/2020
Hjálpartæki. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um styrk til kaupa á rafskutlu.
-
25. nóvember 2020 /345/2020
Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu - liðskiptaaðgerð. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerðar á mjöðm.
-
25. nóvember 2020 /Mál nr. 464/2020
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
25. nóvember 2020 /Mál nr. 456/2020
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja A, um örorkumat, er staðfest.
-
25. nóvember 2020 /Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn kæranda um úthlutun byggðakvóta.
Byggðakvóti - Úthlutun aflaheimilda - Skilyrði fyrir úthlutun - Skráning báts - Endurnýjun skips.
-
25. nóvember 2020 /Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.
Byggðakvóti - Úthlutun aflaheimilda - Viðmiðanir um úthlutun aflaheimilda - Lögvarðir hagsmunir - Útreikningur úthlutunar.
-
25. nóvember 2020 /Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn kæranda um úthlutun byggðakvóta.
Byggðakvóti - Úthlutun aflaheimilda - Skilyrði fyrir úthlutun - Skráning báts - Málsmeðferð.
-
25. nóvember 2020 /Mál nr. 501/2020
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja kæranda um örorkustyrk og þeim hluta málsins vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar.
-
25. nóvember 2020 /Mál nr. 485/2020
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannlækningum.
-
24. nóvember 2020 /Mál nr. 108/2020 Úrskurður 24. nóvember 2020
Beiðni um eiginnafnið Lilith (kvk.) er hafnað.
-
24. nóvember 2020 /Mál nr. 107/2020 Úrskurður 24. nóvember 2020
Beiðni um eiginnafnið Sotti (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. nóvember 2020 /Mál nr. 106/2020 Úrskurður 24. nóvember 2020
Beiðni um millinafnið Alpine er hafnað.
-
24. nóvember 2020 /Mál nr. 105/2020 Úrskurður 24. nóvember 2020
Beiðni um eiginnafnið Nathaníel (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnsins Nataníel (kk.).
-
24. nóvember 2020 /Mál nr. 104/2020 Úrskurður 24. nóvember 2020
Beiðni um eiginnafnið Nikolaj (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnsins Nikolai (kk.).
-
24. nóvember 2020 /Mál nr. 103/2020 Úrskurður 24. nóvember 2020
Beiðni um eiginnafnið Sófía (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnanna Sofia (kvk.) og Sofía (kvk.).
-
24. nóvember 2020 /Mál nr. 95/2020 Úrskurður 24. nóvember 2020
Beiðni um eiginnafnið Regin (kk.) er hafnað.
-
23. nóvember 2020 /951/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020
Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að gögnum sem varða ríkisaðstoðarmál sem var til meðferðar hjá eftirlitsstofnun EFTA. Synjunin byggðist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Við mat á því hvort umrædd gögn yrðu felld undir undanþáguna horfði úrskurðarnefndin m.a. til þess að málinu var ekki lokið af hálfu ESA og þannig væri ekki útilokað að afhending gagnanna gæti valdið tjóni. Var ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.
-
23. nóvember 2020 /950/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020
Kærð var afgreiðsla yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum kjörstjórnarinnar í tengslum við forsetakosningar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að óháð því hvort starfsemi yfirkjörstjórna falli undir stjórnsýslu Alþingis eða ekki væri afgreiðsla yfirkjörstjórnar á beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Varð því að vísa kærunni frá.
-
23. nóvember 2020 /949/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020
Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurða nr. 934/2020, 936/2020 og 941/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.
-
23. nóvember 2020 /948/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020
Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 779/2019 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.
-
23. nóvember 2020 /947/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020
Deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum félagsins en í svari til kæranda var bent á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar þar sem nálgast mátti fundargerðirnar. Úrskurðarnefndin taldi afgreiðslu Herjólfs vera fullnægjandi með vísan til 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki var um að ræða synjun um aðgang að gögnum var málinu vísað frá.
-
23. nóvember 2020 /946/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020
Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1. Herjólfur svaraði kæranda því að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá félaginu og benti honum á að beina beiðninni til Vegagerðarinnar. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
23. nóvember 2020 /945/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020
Í málinu var deilt um afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni kæranda um upplýsingar um ábendingu til stofnunarinnar vegna búsetu hans erlendis. Í svörum stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að engin slík ábending væri fyrirliggjandi í málinu enda hefði stofnunin nálgast upplýsingar um búsetu kæranda með eigin eftirliti. Að mati nefndarinnar var ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og var málinu vísað frá.
-
-
18. nóvember 2020 /349/2020
Ofgreiddar bætur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem að ákvörðun um nýtingu persónuafsláttar á ekki undir úrskurðarnefnd velferðarmála.
-
18. nóvember 2020 /318/2020
Örorkumat. Staðfest synjun Tryggingastofnunar ríkisins um að endurupptöku á örorkumati kæranda. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að ekki væru veigamiklar ástæður sem mæltu með því að endurupptaka örorkumat Tryggingastofnunar í tilviki kæranda.
-
18. nóvember 2020 /314/2020
Örorkumat. Staðfest synjun Tryggingastofnunar ríkisins um að endurupptöku á örorkumötum kæranda. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að ekki væru veigamiklar ástæður sem mæltu með því að endurupptaka örorkumöt Tryggingastofnunar í tilviki kæranda.
-
18. nóvember 2020 /313/2020
Örorkumat. Staðfest synjun Tryggingastofnunar ríkisins um að endurupptöku á örorkumati kæranda. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að ekki væru veigamiklar ástæður sem mæltu með því að endurupptaka örorkumat Tryggingastofnunar í tilviki kæranda.
-
18. nóvember 2020 /240/2020
Örorkubætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um lífeyrisgreiðslur á þeim grundvelli að hann hafi aldrei verið með skráð lögheimili á Íslandi í skilningi 1. mgr. 2. gr. laga nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur.
-
18. nóvember 2020 /Rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II
Rekstrarleyfi. Veitingastaður. Flokkur II.
-
18. nóvember 2020 /Mál nr. 367/2020
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2019. Ekki fallist á að líta eigi fram hjá fjármagnstekjum maka kæranda við endurreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum þar sem í a-lið 2. mgr. 16. gr. laga um almannatryggingar segir að fjármagnstekjur skiptist til helminga á milli hjóna við útreikning bóta og ekki skipti máli hvort hjónanna sé eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar.
-
18. nóvember 2020 /Mál nr. 364/2020
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2019.
-
18. nóvember 2020 /Mál nr. 112/2020
Heimilisuppbót. Staðfest ákvörðun Tryggingarstofnunar ríkisins um að stöðva greiðslur heimilisuppbótar til kæranda afturvirkt og krefjast endurgreiðslu með álagi. Talið að ekkert í gögnum málsins benti til annars en að kærandi hefði notið einhvers fjárhagslegs hagræðis af sambýli við dóttur sína.
-
18. nóvember 2020 /3/2020 A gegn Listaháskóla Íslands
Mál þetta hófst með kæru A sem barst áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema með tölvupósti þann 17. júlí 2020 þar sem kærð var sú ákvörðun Listaháskóla Íslands („LHÍ“) að kærandi skyldi skila að nýju ritgerðum í námskeiðunum „Sviðslistasaga“ og „Sviðslistir og saga ismanna“ og gerð krafa um að fyrri ákvarðanir um einkunnagjöf í námskeiðunum skyldi standa.
-
-
-
-
-
-
16. nóvember 2020 /944/2020. Úrskurður frá 30. október 2020
Deilt var um synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um samantekt með auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum á tilteknu tímabili. Eins og atvikum málsins var háttað féllst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þá staðhæfingu Herjólfs að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að félaginu væri ekki skylt að taka gögnin saman. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
16. nóvember 2020 /943/2020. Úrskurður frá 30. október 2020
Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að dómi Félagsdóms varðandi lögmæti verkfalls á Herjólfi. Í svari félagsins við beiðni kæranda var bent á hvar dóminn væri að finna á vef Félagsdóms. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Herjólfi hefði verið heimilt að afgreiða beiðni með því að vísa á vef Félagsdóms, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
16. nóvember 2020 /942/2020. Úrskurður frá 30. október 2020
Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um störf. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að ferilskrá framkvæmdastjórans væri gagn í máli sem varðaði umsókn hans um starf hjá Herjólfi og var synjun félagsins því staðfest.
-
16. nóvember 2020 /941/2020. Úrskurður frá 30. október 2020
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar synjaði kæranda um aðgang að gögnum sem tengdust máli kæranda og sonar hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda kunna að eiga rétt til gagnanna á grundvelli 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Yrði því ágreiningur um aðgang að gögnunum borinn undir úrskurðarnefnd velferðarmála en ekki úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.
-
16. nóvember 2020 /940/2020. Úrskurður frá 30. október 2020
Kærð var afgreiðsla Vinnueftirlitsins á beiðni kæranda um aðgang að ábendingum og kvörtunum sem borist hefðu stofnuninni vegna tiltekins vinnustaðar. Vinnueftirlitið kvað engin slík gögn liggja fyrir hjá stofnuninni. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þær fullyrðingar Vinnueftirlitsins. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá.
-
16. nóvember 2020 /938/2020. Úrskurður frá 30. október 2020
Kærð var afgreiðsla Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á beiðni um aðgang að gögnum. KMÍ afhenti kæranda gögn við meðferð málsins og staðhæfði að frekari gögn væru ekki fyrirliggjandi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til þess að draga þá staðhæfingu í efa og var því kærunni vísað frá.
-
13. nóvember 2020 /Mál nr. 47/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Tæknilegt hæfi. Byggt á getu annarra. Viðbótargögn. Almannahagsmunir. Krafa um afléttingu stöðvunar samþykkt.
-
13. nóvember 2020 /Mál nr. 46/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Útboðsgögn. Tæknilegt hæfi. Kröfu um stöðvun útboðs hafnað.
-
13. nóvember 2020 /Kærð er ákvörðun Fiskistofu, dags. 21. nóvember 2019, um að svipta skip útgerðar leyfi til veiða í atvinnuskyn í eina viku frá og með 19. desember 2019
Svipting á leyfi til veiða í atvinnuskyni, umframafli, meðafli, neikvæð aflastaða, netaveiðar
-
13. nóvember 2020 /Ákvörðun Fiskistofu um synjun á beiðni um jöfn skipti við flutning á makríl og botnfisks milli skipa.
Makríll, 15. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, krókaaflamark, vanhæfi, Stjórnsýsluframkvæmd
-
13. nóvember 2020 /Kærð er ákvörðun Fiskistofu, dags. 6. maí 2019, um afturköllun á leyfi kæranda til endurvigtunar á sjávarafla
Meðalhóf, réttmætisregla stjórnsýsluréttar, vigtun sjávarafla, afturköllun vigtunarleyfis, málshraði, minni háttar brot, meiri háttar brot, áminning, skráning sjávarafla.
-
13. nóvember 2020 /Kærð er ákvörðun Fiskistofu, dags. 18. janúar 2019, sem varðar synjun á umsókn um heimavigtunarleyfi
Heimavigutnarleyfi, afturköllun, réttmætar væntingar, breytt stjórnsýsluframkvæmd, vigtunarleyfi
-
11. nóvember 2020 /Mál nr. 440/2020
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur
-
11. nóvember 2020 /Mál nr. 420/2020
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Úrskurðarnefndin taldi að um væri að ræða óútskýrt misræmi á milli skoðunarskýrslna og fyrirliggjandi læknisfræðilegra gagna.
-
11. nóvember 2020 /267/2020
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Úrskurðarnefndin taldi að um væri að ræða óútskýrt misræmi á milli skoðunarskýrslna og fyrirliggjandi læknisfræðilegra gagna.
-
11. nóvember 2020 /Mál nr. 439/2020 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um varanlegan miska og varanlega örorku kæranda
-
11. nóvember 2020 /Mál nr. 399/2020
Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um styrk til bifreiðakaupa. Skilyrði um verulega hreyfihömlun samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 170/2009 ekki uppfyllt.
-
11. nóvember 2020 /Mál nr. 238/2020
Makabætur. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um makabætur vegna umönnunar eiginkonu hans. Málinu vísað aftur til stofnunarinnar til rannsóknar á umönnunarþörf eiginkonu kæranda og tekjum kæranda.
-
11. nóvember 2020 /Mál nr. 393/2020
Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hefði verið fullreynd.
-
-
-
05. nóvember 2020 /Mál nr. 44/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Útboðsskylda. Viðmiðunarfjárhæð. Valdsvið kærunefndar. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
05. nóvember 2020 /Mál nr. 18/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Reglugerð nr. 340/2017. Viðmiðunarfjárhæð. Valdsvið kærunefndar.
-
05. nóvember 2020 /Nr. 376/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að vísa honum frá Íslandi er staðfest.
-
05. nóvember 2020 /Mál nr. 80/2020 - Álit
Útleiga á geymslum og herbergjum í kjallara. Aðgengi að sameiginlegu þvottahúsi. Eldunaraðstaða í geymslum og herbergjum í kjallara. Lagnir.
-
-
-
-
-
05. nóvember 2020 /Nr. 318/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að vísa honum frá Íslandi er staðfest.
-
04. nóvember 2020 /337/2020
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
04. nóvember 2020 /Mál nr. 436/2020
Hjálpartæki. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um styrk til kaupa á rafknúnum utandyrahjólastól.
-
04. nóvember 2020 /302/2020
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
04. nóvember 2020 /Mál nr. 409/2020
Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu – liðskiptaaðgerð. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerðar á mjöðm.
-
04. nóvember 2020 /Mál 408/2020
Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu - liðskiptaaðgerð. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerðar á mjöðm.
-
04. nóvember 2020 /Mál nr. 400/2020
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
04. nóvember 2020 /Mál 372/2020
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
04. nóvember 2020 /Mál nr. 363/2020
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Ekki talið að veikindi kæranda væru þess eðlis að endurhæfing gæti ekki komið að gagni.
-
03. nóvember 2020 /Mál nr. 39/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Reglugerð nr. 340/2017. Valdsvið kærunefndar.
-
-
02. nóvember 2020 /937/2020. Úrskurður frá 20. október 2020
Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 927/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.
-
02. nóvember 2020 /936/2020. Úrskurður frá 20. október 2020
Kærð var afgreiðsla utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til annars en að leggja til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn í málinu hefðu þegar verið afhent kæranda. Var málinu því vísað frá.
-
02. nóvember 2020 /935/2020. Úrskurður frá 20. október 2020
Ríkisskattstjóri synjaði beiðni Ríkisútvarpsins ohf. um aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald tiltekna félaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti með vísan til laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulega eigenda, eða þagnarskylduákvæðis laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Var því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ríkisskattstjóra óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum um upphæðir á hlutafjármiðum, vegabréfsnúmer, afrit vegabréfs og að tilteknu bréfi en að öðru leyti var ríkisskattstjóra gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.
-
02. nóvember 2020 /934/2020. Úrskurður frá 20. október 2020
Kærð var afgreiðsla Barnaverndarstofu á beiðni um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til annars en að leggja til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn í málinu hefðu þegar verið afhent kæranda. Var málinu því vísað frá.
-
02. nóvember 2020 /933/2020. Úrskurður frá 20. október 2020
Deilt var um synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni um aðgang að upplýsingum um hvenær þjónustunotendur voru lagðir inn á hjúkrunarheimilið Skjól á tilteknu tímabili. Synjun Sjúkratrygginga byggði á því að óheimilt væri að veita aðgang að gögnunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og ákvæða laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að umbeðin gögn fælu í sér upplýsingar um einkamálefni einstaklinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga enda væri ekki um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar. Var Sjúkratryggingum því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum.
-
02. nóvember 2020 /932/2020. Úrskurður frá 20. október 2020
Kærð var afgreiðsla Landspítala á beiðni um upplýsingar úr sjúkraskrá, þ.e. lista yfir alla þá sem hafi flett kæranda upp í sjúkraskrá auk allra upplýsinga um kæranda sem skráðar hafi verið í sjúkraskrá. Kærunni var vísað frá þar sem upplýsingar um aðgang að sjúkraskrá eru ekki kæranlegar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
-
02. nóvember 2020 /931/2020. Úrskurður frá 20. október 2020
Í málinu synjaði Póst- og fjarskiptastofnun beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvar farnetssendar væru staðsettir í Reykjavík. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísað til þess að samkvæmt ákvæði 5. mgr. 62. gr. a væri heimilt að veita almenningi takmarkaðan aðgang að gagnagrunninum. Nefndin féllst á það að heimilt væri að undanþiggja upplýsingar um heimilisfang byggingar þar sem farnetssendar væru staðsettir með vísan til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Hins vegar væri heimilt að upplýsa um staðsetningu þeirra án þess að svo nákvæm staðfesting væri gefin upp. Væri því staðfest synjun stofnunarinnar á aðgangi að Excel-skjölum frá fjarskiptafyrirtækjum þar sem heimilisföng væru tiltekin. Þá taldi nefndin sig ekki hafa forsendur til annars en að taka trúanlega þá fullyrðingu stofnunarinnar að útbúa þyrfti sérstaklega gögn með umbeðnum upplýsingum eins og þær væru vistaðar í gagnagrunni um almenn fjarskiptanet.
-
02. nóvember 2020 /Matsmál nr. 3/2020, úrskurður 26. október 2020
Rarik ohf. gegn Bjarna Sigjónssyni og Akurnesbúinu ehf.
-
30. október 2020 /Afturköllun á ákvörðunar Fiskistofu um úthlutun á byggðakvóta í Sandgerði
Byggðakvóti, Afturköllun, 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, Leiðbeininga- og rannsóknaskylda, jafnræði
-
30. október 2020 /Mál nr. 54B/2020 Úrskurður 30. október 2020
Beiðni um eiginnafnið Manuela (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnsins Manúela (kvk.).
-
29. október 2020 /Mál nr. 338/2020 - Úrskurður
Málefni fatlaðra. Felld úr gildi synjun Hafnarfjarðarbæjar á beiðni kæranda um breytingu á samningi um notendastýrða persónulega aðstoð. Ekki lagt heildstætt mat á stuðningsþörf kæranda vegna breyttra heimilisaðstæðna.
-
29. október 2020 /Mál nr. 146/2020 - Úrskurður
Endurupptökubeiðni. Beiðni um endurupptöku synjað. Ekki fallist á að úrskurður nefndarinnar væri haldinn verulegum annmörkum að formi og efni.
-
28. október 2020 /288/2020
Makabætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja kæranda um makabætur. Úrskurðarnefndin taldi að ekki yrði ráðið af þeim læknisvottorðum sem lágu fyrir að þörf eiginmanns kæranda fyrir umönnun væri slík að möguleikar hennar til tekjuöflunar væru skertir sökum þeirrar umönnunar.
-
28. október 2020 /Mál nr. 388/2020
Læknismeðferð erlendis. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku vegna ferðakostnaðar og uppihalds vegna læknismeðferðar erlendis.
-
28. október 2020 /Mál nr. 392/2020
Slysatrygging/örorka. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 30% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss og varanleg læknisfræðileg örorka ákvörðuð 34%.
-
28. október 2020 /Mál nr. 383/2020
Slysatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 15% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss
-
28. október 2020 /Mál nr. 379/2020
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
28. október 2020 /Mál 378/2020
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi láti reyna á starfsendurhæfingu áður en til örorkumats kemur.
-
28. október 2020 /Mál nr. 355/2020
Slysatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 8% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.
-
28. október 2020 /Mál nr. 96/2020 Úrskurður 28. október 2020
Beiðni um eiginnafnið Theó (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnsins Teó.
-
27. október 2020 /Mál nr. 365/2020 - Úrskurður
Kæru vísað frá þar sem lögvarðir hagsmunir kæranda af efnislegri úrlausn málsins voru ekki til staðar
-
-
22. október 2020 /Mál nr. 366/2020 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta vegna lífeyrissjóðsgreiðslna.
-
22. október 2020 /Mál nr. 359/2020 - Úrskurður
Biðtími. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Starfi sagt upp án gildra ástæðna.
-
22. október 2020 /Mál nr. 351/2020 - Úrskurður
Launamaður. Almenn skilyrði. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur. Stofnuninni bar að leggja mat á hvort kærandi væri búsettur og staddur hér á landi.
-
22. október 2020 /Mál nr. 343/2020 - Úrskurður
Greiðslur í sóttkví. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja umsókn kæranda um greiðslur á grundvelli laga nr. 24/2020. Skilyrði um sóttkví ekki uppfyllt.
-
22. október 2020 /Mál nr. 330/2020 - Úrskurður
Sjálfstætt starfandi. Almenn skilyrði. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur þar sem hann stóð ekki skil á greiðslu tryggingagjalds og staðgreiðsluskatts af reiknuðu endurgjaldi.
-
22. október 2020 /Mál nr. 316/2020 - Úrskurður
Bótaréttur og ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um 50% bótarétt kæranda í stað 100% og að innheimta ofgreiddar bætur
-
-
21. október 2020 /Mál nr. 16/2020 - Úrskurður
Mismunun á grundvelli kyns. Endurráðning starfsmanna.
-
21. október 2020 /319/2020
Ellilífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að stöðva greiðslur ellilífeyris til kæranda. Talið var að ekki væri heimild til þess að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi með vísan til þess að Covid-19 hefði haft áhrif á flugsamgöngur, né annarra málsástæðna sem kærandi vísaði til.
-
21. október 2020 /Mál nr. 265/2020
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2019 og ákvörðun að krefja kæranda um endurgreiðslu ofgreiddra bóta
-
21. október 2020 /291/2020
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum kæranda á árinu 2019. Úrskurðarnefnd taldi að regla 2. mgr. 33. gr. laga um tekjuskatt skyldi ekki gilda þegar kæmi að endurreikningi Tryggingastofnunar á tekjutengdum bótum kæranda.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.