Hoppa yfir valmynd

Úrskurðir og álit


Sýni 1-200 af 11869 niðurstöðum.

Áskriftir

 • 29. apríl 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 3/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru 6. mars 2019 kærði Þjótandi ehf. útboð Vegagerðarinnar „Reykjavíkurvegur (355), Biskupstungnabraut - Laugarvatnsvegur“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Vegagerðarinnar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að velja tilboð GT verktaka ehf. og Borgarvirkis ehf. í hinu kærða útboði. Þá er gerð krafa um að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


 • 29. apríl 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 22/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 8. nóvember 2018 kærði Sporthöllin ehf. útboð Garðabæjar (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) auðkennt „Íþróttamiðstöðin við Ásgarð. Aðstaða fyrir líkamsrækt“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi þá ákvörðun varnaraðila í hinu kærða útboði að meta tilboð kæranda ógilt og ganga til samninga við Laugar ehf. og að varnaraðila verði gert að ganga til samninga við kæranda. Til vara er þess krafist að útboðið verði ógilt og lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða innkaupin út að nýju. Þá er í öllum tilvikum krafist álits á skaðabótaskyldu varnaraðila auk málskostnaðar. Varnaraðila og Laugum ehf. var kynnt kæran og gefin kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum 15. nóvember 2018 og 11. janúar 2019 krafðist varnaraðili þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Með tölvubréfi 3. desember 2018 óskaði kæruefnd útboðsmála eftir upplýsingum frá kæranda um hvort hin kærðu innkaup hefðu verið auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Kærandi svaraði erindi nefndarinnar með tölvubréfi 12. sama mánaðar. Kærandi skilaði andsvörum 17. febrúar 2019. Laugar ehf. hafa ekki látið málið til sín taka. Með ákvörðun 20. desember 2018 tók kærunefnd útboðsmála þá ákvörðun að stöðva hið kærða útboð um stundarsakir.


 • 29. apríl 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 18/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 25. september 2018 kærir Garðlist ehf. útboð Garðabæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2018-2021“. Kærandi krefst þess að „ákvörðun Garðabæjar um að velja ekki tilboð kæranda verði felld úr gildi og Garðabæ verði gert að velja tilboð kæranda og ganga til samninga við kæranda.“ Til vara er þess krafist að „útboðið verði fellt úr gildi og varnaraðila gert að bjóða þjónustuna út að nýju.“ Þá er óskað álits kærunefndar útboðsmála á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar. Varnaraðila og Íslenska Gámafélaginu ehf. var kynnt kæran og gefin kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum mótteknum 3. október og 9. nóvember 2018 krafðist varnaraðili þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Með greinargerð 2. október og tölvubréfi 16. október 2018 krafðist Íslenska Gámafélagið ehf. sömuleiðis að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Með tölvubréfi 4. febrúar 2019 upplýsti kærandi að hann myndi ekki koma að frekari athugasemdum af sinni hálfu. Með ákvörðun 26. október 2018 hafnaði kærunefnd útboðsmála kröfu kæranda um að hið kærða útboð yrði stöðvað um stundarsakir.


 • 29. apríl 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 26/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru 3. desember 2018 kærði Olíuverzlun Íslands hf. örútboð Landspítalans nr. 39/2018 „Bleiur og undirlegg fyrir Landspítala“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að efna til örútboðsins. Til vara er þess krafist að nefndin leggi fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið að nýju þar sem búið verði að fella niður tvo nánar tilgreinda skilmála. Þá er jafnframt gerð krafa um að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað.


 • 29. apríl 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 14/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru 3. september 2018 kærði Síminn hf. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Íslandspósts ohf. nr. 20735 „Síma- og fjarskiptaþjónusta fyrir Íslandspóst“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felldar verði úr gildi ákvarðanir varnaraðilans Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sem varnaraðila) fyrir hönd varnaraðilans Íslandspósts ohf. um ógildingu útboðsferlis og um að halda hraðútboð. Jafnframt er gerð krafa um að nefndin veiti álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og að honum verði gert að greiða kæranda málskostnað. Varnaraðilum var gefinn kostur á að koma að athugasemdum og bárust þær með greinargerðum 10. september og 2. nóvember 2018. Varnaraðilar krefjast þess að öllum kröfum kæranda verði hafnað og varnaraðilinn Sýn hf. krefst jafnframt málskostnaðar úr hendi kæranda. Varnaraðili krefst þess til vara að heimilt verði að ganga að tilboði Sýnar hf. að fjárhæð 24.802.848 krónur. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 4. desember 2018. Með ákvörðun 24. október 2018 stöðvaði kærunefnd útboðsmála fyrirhugað innkaupaferli varnaraðila Ríkiskaupa fyrir hönd Íslandspósts ohf. á síma- og fjarskiptaþjónusta fyrir Íslandspóst.


 • 29. apríl 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 13/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 21. ágúst 2018 kærði Hreint ehf. útboð Kópavogsbæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 18061101 auðkennt „Ræstingarþjónusta í fimm grunnskólum Kópavogsbæjar“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi sú ákvörðun varnaraðila að velja tilboð Sólar ehf. í útboðinu „að því er varðar ræstingarþjónustu í Hörðuvallaskóla og Smáraskóla“ og jafnframt að varnaraðila „verði gert að velja tilboð Hreint ehf. í umrædda skóla og ganga til samninga við Hreint ehf.“ Til vara er þess krafist að hið kærða útboð verði fellt úr gildi og varnaraðila gert að bjóða þjónustuna út á nýjan leik. Þá er þess krafist að nefndin veiti álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem varnaraðila verði gert að greiða málskostnað.


 • 24. apríl 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 37/2019 Úrskurður 24. apríl 2019

  Aðlögum kenninafns: Patreksson


 • 24. apríl 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 36/2019 Úrskurður 24. apríl 2019

  Beiðni um eiginnafnið Neó (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. apríl 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 35/2019 Úrskurður 24. apríl 2019

  Beiðni um eiginnafnið Snæsól (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. apríl 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 34/2019 Úrskurður 24. apríl 2019

  Beiðni um eiginnafnið Kusi (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. apríl 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 33/2019 Úrskurður 24. apríl 2019

  Aðlögun kenninafns: Gregorsdóttir


 • 24. apríl 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 32/2019 Úrskurður 24. apríl 2019

  Beiðni um eiginnafnið Liam (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. apríl 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 31/2019 Úrskurður 24. apríl 2019

  Beiðni um eiginnafnið Lucia (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 24. apríl 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 30/2019 Úrskurður 24. apríl 2019

  Beiðni um eiginnafnið Midian (kk.) er hafnað.


 • 24. apríl 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 27/2019 Úrskurður 24. apríl 2019

  Beiðni um eiginnafnið Marzellíus (kk) er hafnað.


 • 24. apríl 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 26/2019 Úrskurður 24. apríl 2019

  Beiðni um eiginnafnið Kíra (kvk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá


 • 782/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019

  Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um fjölda þrotabúa sem tiltekinn lögmaður hefði fengið úthlutað á ákveðnu tímabili. Úrskurðarnefnd vísaði til athugasemda við 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í frumvarpinu sem varð að lögunum. Þar kæmi fram að undir gildissvið ákvæðisins féllu aðeins þeir aðilar sem falið væri að fara með stjórnsýslu og teldust til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins. Undir ákvæðið féllu því ekki aðrir opinberir aðilar á borð við dómstóla. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.


 • 781/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019

  Kærðar voru tafir Seðlabanka Íslands á meðferð beiðni Samherja hf. um aðgang að gögnum. Í umsögn Seðlabanka Íslands kom fram að umbeðnar upplýsingar vörðuðu stjórnsýslumál kæranda hjá Seðlabankanum. Með vísan til 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga giltu lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Úrskurðarnefnd taldi að þar sem umbeðin gögn tilheyrðu stjórnsýslumálum sem til meðferðar voru hjá Seðlabanka Íslands og kærandi hefði verið aðili þeirra mála í skilningi stjórnsýslulaga, færi um aðgang að upplýsingum sem tengdust þeim eftir 15.-19. gr. stjórnsýslulaga. Kæran var því talin falla utan gildissviðs upplýsingalaga og henni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.


 • 780/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019

  Kærð var afgreiðsla Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um nöfn umsækjenda í ýmsar stöður hjá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að upplýsingarnar lægju ekki fyrir hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu. Þar sem ekki teldist um að ræða synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum var ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.


 • 779/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019

  Kærð var synjun Vegagerðarinnar á beiðni um aðgang að glærum sem starfsmaður Vegagerðarinnar hafði sýnt í tengslum við erindi sem hann hélt á erlendri ráðstefnu. Kærandi taldi að þar sem stofnunin hefði greitt kostnað vegna þátttöku starfsmannsins í ráðstefnunni hefði almenningur hagsmuni af því að fá að sjá glærurnar. Í umsögn Vegagerðarinnar kom fram að stofnunin teldi glærurnar vera eign starfsmannsins en ekki Vegagerðarinnar, og féllu því ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laganna. Taldi stofnunin engu skipta hvort starfsmaður hefði fengið heimild til að sinna endurmenntun í vinnutíma eða eftir atvikum fengið framlag vegna útlagðs kostnaðar. Úrskurðarnefndin taldi að þótt Vegagerðin teldist stjórnvald og heyrði undir gildissvið upplýsingalaga yrði að gera þá kröfu til þess að gagn í vörslum stjórnvalds væri í einhverjum tengslum við þá starfsemi sem færi fram á vegum þess. Væri þá til þess að líta að starfsfólk kynni að geyma á starfsstað ýmis gögn sem ekki tengdust starfi þeirra. Voru upplýsingalög því ekki talin ná til þeirra glæra sem starfsmaðurinn sýndi í tengslum við erindið á ráðstefnunni enda hefði þátttaka hans á ráðstefnunni ekki verið á vegum Vegagerðarinnar. Var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.


 • 778/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019

  Kærð var ófullnægjandi afgreiðsla og synjun Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, á beiðni um gögn sem vörðuðu annars vegar kæranda sjálfan og hins vegar B. Í umsögn LÍN kom fram að öll gögn sem vörðuðu kæranda sjálfan og lægju fyrir hjá stofnuninni hefðu þegar verið afhent. Hvað varðaði gögn um B taldi LÍN að beiðni kæranda væri ekki nægjanlega vel afmörkuð í skilningi 15. gr. upplýsingalaga. Hvað varðaði gögn um kæranda sjálfan taldi úrskurðarnefndin ekki unnt að ráða að tekin hefði verið afstaða til hvers liðs gagnabeiðninnar fyrir sig. Vegna beiðni kæranda um gögn um B taldi úrskurðarnefndin að beiðni kæranda hefði verið nægjanlega vel afmörkuð. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti verulega á að tekin hefði verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Hin kærða ákvörðun var því felld úr gildi og lagt fyrir LÍN að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar.


 • 777/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019

  Kærð var ófullnægjandi afgreiðsla og synjun Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, á beiðni um gögn sem vörðuðu annars vegar kæranda sjálfan og hins vegar B. Í umsögn LÍN kom fram að öll gögn sem vörðuðu kæranda sjálfan og lægju fyrir hjá stofnuninni hefðu þegar verið afhent. Hvað varðaði gögn um B taldi LÍN að beiðni kæranda væri ekki nægjanlega vel afmörkuð í skilningi 15. gr. upplýsingalaga. Hvað varðaði gögn um kæranda sjálfan taldi úrskurðarnefndin ekki unnt að ráða að tekin hefði verið afstaða til hvers liðs gagnabeiðninnar fyrir sig. Vegna beiðni kæranda um gögn um B taldi úrskurðarnefndin að beiðni kæranda hefði verið nægjanlega vel afmörkuð. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti verulega á að tekin hefði verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Hin kærða ákvörðun var því felld úr gildi og lagt fyrir LÍN að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar.


 • 12. apríl 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 6/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru 23. maí 2018 kærði N1 hf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 14055 „Rammasamningur um tunnur, ker og djúpgáma fyrir Reykjavíkurborg“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Reykjavíkurborgar um að ganga ekki til samninga við hann vegna hluta 1 í útboðinu. Til vara krefst hann þess að varnaraðila verði gert skylt að auglýsa og bjóða innkaupin út að nýju. Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála veiti álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og honum verði gert að greiða kæranda málskostnað. Varnaraðilum var gefinn kostur á að koma að athugasemdum og bárust þær með greinargerð 29. júní 2018. Varnaraðili krefst þess að öllum kröfum kæranda verði hafnað og kærandi greiði málskostnað í ríkissjóð. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 16. júlí 2018.


 • 12. apríl 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 17/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru 24. september 2018 kærði Þjótandi ehf. útboð Flóahrepps „Flóaljós, nýlögn ljósleiðara 2018-2019“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Flóahrepps (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að ganga til samninga við SH leiðarann ehf. Þá gerir kærandi þá kröfu að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Varnaraðilum var gefinn kostur á að koma að athugasemdum og bárust þær með greinargerðum 1. og 19. október 2018 þar sem þess var krafist að öllum kröfum kæranda yrði hafnað eða vísað frá. Kæranda var gefinn kostur á að gera athugasemdir við greinargerð varnaraðila en tilkynnti nefndinni 18. desember 2018 að hann gerði ekki frekari athugasemdir.


 • 12. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

  Nr. 139/2019

  Frávísun


 • 12. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

  Nr. 15/2019 - Úrskurður

  Umgengni


 • 11. apríl 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 28/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála

  Með kæru 17. desember 2018 kærði Andrúm arkitektar ehf. útboð nr. 20684 sem er framkvæmdasamkeppni Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir hönd Forsætisráðuneytisins undir heitinu „Viðbygging við Stjórnarráðshús, Lækjargötu“. Skilja verður kröfugerð kæranda þannig að hann geri aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Framkvæmdasýslunnar og forsætisráðuneytisins (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) um að veita tillögu Kurt og Pí ehf. fyrstu verðlaun í samkeppninni. Þá er gerð krafa um að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og varnaraðilum verði gert að greiða kæranda málskostnað. Varnaraðilum var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum 21. desember 2018, 28. janúar 2019, 22. febrúar 2019 og 1. mars 2019 kröfðust varnaraðilar þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Kærandi skilaði andsvörum við greinargerðum varnaraðila 15. febrúar 2019. Þá bárust athugasemdir frá Arkitektafélagi Íslands 3. mars 2019. Aðilum var gefinn kostur á munnlegum athugasemdum við fyrirtöku málsins 19. mars 2019.


 • 11. apríl 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 20/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 1. nóvember 2018 kærir Vistor hf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa f.h. Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri, Sólvangs Hjúkrunarheimilis, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, Áss í Hveragerði, Markar hjúkrunarheimilis og Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir sameiginlega vísað til sem varnaraðila). Útboðið var nr. 20727 og auðkennt „Ýmis lyf 43 fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir; Storkuþáttur VIII, framleiddur með raðbrigða erfðatækni (human recombinant factor VIII) í ATC flokki B02BD02“. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu varnaraðila, sem ráðin verður af málatilbúnaði hans, um að aflétta stöðvun samningsgerðar sem komst á með kæru í máli þessu en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar


 • 11. apríl 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 12/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru 30. júlí 2018 kærði AFA JCDecaux Ísland ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að gera samning við Dengsa ehf. um götugögn, biðskýli og auglýsingastanda. Kærandi gerir kröfu um að samningur varnaraðila við Dengsa ehf. verði lýstur óvirkur og varnaraðila gert að auglýsa útboð á nýjan leik. Þá er gerð krafa um að kærunefndin láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað


 • 11. apríl 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 8/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru 19. júní 2018 kærði Work North ehf. útboð Kópavogsbæjar „Kársnesskóli við Skólagerði, niðurrif“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Kópavogsbæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um val á tilboði Abltaks ehf. og varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Varnaraðilum var gefinn kostur á að gera athugasemdir og barst greinargerð frá varnaraðila Kópavogsbæ 3. júlí 2018 sem skilja verður þannig að gerð sé krafa um að öllum kröfum kæranda verði hafnað. Hinn 12. nóvember 2018 lýsti kærandi því að hann myndi ekki gera frekari athugasemdir.


 • 11. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

  Nr. 80/2019 - Úrskurður

  Íbúðalánasjóður Húsnæðisbætur


 • 11. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

  nR. 62/2019 - Úrskurður

  Íbúðalánasjóður Uppgreiðsluþóknun


 • 10. apríl 2019 / Kærunefnd jafnréttismála

  Mál nr. 8/2018

  Ráðning í starf. Hæfnismat. Sönnunarbyrði.


 • 10. apríl 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 28/2019 Úrskurður 10. apríl 2019

  Beiðni um eiginnafnið/millinafnið Jette (kvk.) er hafnað.


 • 10. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 49/2019 - Úrskurður

  Örorkumat


 • 10. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 33/2019 - Úrskurður

  Umönnunarmat


 • 10. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 414/2018 - Úrskurður

  Sjúklingatrygging


 • 10. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 21/2019 - Úrskurður

  Sjúklingatrygging


 • 10. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 12/2019 - Úrskurður

  Sjúklingatrygging


 • 09. apríl 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 29/2019 Úrskurður 9. apríl 2019

  Beiðni um eiginnafnið Náttúra (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 08. apríl 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 8/2019 - Úrskurður

  Tryggingarfé


 • 08. apríl 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 7/2019 - Úrskurður

  Leigusamningur: Kostnaður vegna útkalls tæknimanns


 • 08. apríl 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 6/2019 - Úrskurður

  Tryggingarfé.


 • 08. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

  Nr. 35/2019 - Úrskurður

  Íbúðalánasjóður Lánveiting


 • 08. apríl 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 4/2019 - Úrskurður

  Hækkun húsaleigu


 • 08. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

  Nr. 420/2018 - Úrskurður

  Frávísun enginn ágreiningur


 • 08. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

  Nr. 404/2018 - Úrskurður

  Umsókn hafnað ávinnslutímabil


 • 08. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

  Nr. 53/2019 - Úrskurður

  Viðurlög


 • 08. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

  Nr. 42/2019 - Úrskurður

  Skilyrði endurupptöku


 • 03. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 419/2018 - Úrskurður

  Meðlag, mæðralaun og umönnunargreiðslur


 • 03. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 57/2019 - Úrskurður

  Heimilisuppbót


 • 03. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 48/2019 - Úrskurður

  Ofgreiddar bætur


 • 03. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 182/2018 Endurupptaka - Úrskurður

  Endurupptekið Ellilífeyrir


 • 03. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 432/2018 - Úrskurður

  Slysatrygging


 • 03. apríl 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 398/2018 - Úrskurður - Endurupptaka

  Örorkubætur Endurupptökubeiðni


 • 27. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 44/2015 - Úrskurður - Endurupptaka

  Örorkubætur Endurupptaka


 • 27. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 54/2019 - Úrskurður

  Kærufrestur


 • 27. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 22/2019 - Úrskurður

  Ofgreiddar bætur


 • 27. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 17/2019 - Úrskurður

  Meðlag


 • 27. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 11/2019 - Úrskurður

  Formannmarki


 • 27. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 1/2019 - Úrskurður

  Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa


 • 27. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 429/2018 - Úrskurður

  Slysatrygging


 • 26. mars 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 132/2018 - Álit

  Sérafnotaflötur: Umgengnisréttur. Mannvirki.


 • 26. mars 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 5/2019 - Úrskurður

  Tryggingarfé.


 • 26. mars 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 3/2019 - Úrskurður

  Tryggingarfé: Vextir.


 • 26. mars 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 2/2019 - Álit

  Sameiginlegur kostnaður/sérkostnaður.


 • 26. mars 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 1/2019 - Úrskurður

  Tryggingarfé.


 • 25. mars 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 25/2019 Úrskurður 25. mars 2019

  Beiðni um eiginnafnið Lynd (kvk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 25. mars 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 24/2019 Úrskurður 25. mars 2019

  Beiðni um eiginnafnið Systa (kvk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 25. mars 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 23/2019 Úrskurður 25. mars 2019

  Beiðni um eiginnafnið Valthor (kk) er hafnað


 • 25. mars 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 20/2019 Úrskurður 25. mars 2019

  Beiðni um eiginnafnið Thurid (kvk) er hafnað


 • 25. mars 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 19/2019 Úrskurður 25. mars 2019

  Beiðni um eiginnafnið Sukki (kk) er hafnað


 • 776/2019. Úrskurður frá 12. mars 2019

  Kærð var ákvörðun Borgarbyggðar að synja kæranda um aðgang að gögnum vegna gistihúss sem rekið væri í næsta húsi við kæranda. Synjun Borgarbyggðar var m.a. byggð á 9. og 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi hélt því fram að um rétt sinn til aðgangs að gögnunum færi eftir 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem fjallað er um upplýsingarétt aðila máls. Úrskurðarnefndin fór yfir gagnabeiðni kæranda og komst að þeirri niðurstöðu að um rétt kæranda til aðgangs að þeim færi eftir 15. gr. stjórnsýslulaga. Slíkur ágreiningur yrði ekki borinn undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga. Var því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni.


 • 775/2019. Úrskurður frá 12. mars 2019

  Heilbrigðisstofnun Suðurlands krafðist frestunar réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 772/2019 á meðan mál yrði borið undir dómstóla með vísan til 24. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin fór yfir röksemdir Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir kröfunni og komst að þeirri niðurstöðu að skilyrði ákvæðisins væru ekki uppfyllt. Kröfunni var því hafnað.


 • 21. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

  Nr. 36/2019 - Úrskurður

  Frávísun Engin stjórnvaldsákvörðun


 • 21. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

  Nr. 370/2018 - Úrskurður

  Frávísun Lögvarðir hagsmunir


 • 20. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 44/2019 - Úrskurður

  Örorkumat


 • 20. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 43/2019 - Úrskurður

  Örorkumat


 • 20. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 444/2018 - Úrskurður

  Slysatrygging Örorka


 • 20. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 423/2018 - Úrskurður

  ​Læknismeðferð erlendis


 • 20. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 29/2019 - Úrskurður

  Örorkumat


 • 15. mars 2019 / Úrskurðir á sviði sveitarstjórnarmála

  Úrskurður í máli nr. SRN17040840

  Orkuveita Reykjavíkur: Álagning vatnsgjalds úrskurðuð ólögmæt


 • 15. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

  Nr. 448/2018 - Úrskurður

  Umgengni


 • 13. mars 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 16/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 10. september 2018 kærði L3 Communications UK Limited útboð Isavia (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Explosives Detection System 2018/S 035-077687“. Kærandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í hinum kærðu innkaupum sem tilkynnt var kæranda 31. ágúst sl. Jafnframt krefst kærandi þess að lagt verði fyrir kaupanda að taka á nýjan leik ákvörðun um val tilboðs. Til vara er gerð krafa um að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar.


 • 13. mars 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 11/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 25. júní 2018 kærði Stjarnan ehf. útboð Isavia ohf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Veitingar á 2. hæð í suðurbyggingu“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að velja tilboð Halpal slf. í hinu kærða útboði. Til vara er þess krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá er krafist málskostnaðar.


 • 13. mars 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 10/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 25. júní 2018 kærði Clippers ehf. útboð Isavia ohf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Veitingar á 2. hæð í suðurbyggingu“. Kærandi krefst þess að kærunefnd ógildi með úrskurði þá ákvörðun varnaraðila að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði og kærunefnd veiti álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá er krafist málskostnaðar.


 • 13. mars 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 24/2015B. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

  Með ákvörðun 9. nóvember 2018 féllst kærunefnd útboðamála á kröfu kæranda, Enor ehf., þess efnis að fyrri úrskurður nefndarinnar milli sömu aðila í máli nr. 24/2015 frá 7. mars 2016 yrði endurupptekinn. Í málinu krefst kærandi þess enn sem fyrr að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi þá ákvörðun varnaraðila, Hafnarfjarðar og Ríkiskaupa, að meta tilboð kæranda ógilt í örútboði nr. 20148 samkvæmt rammasamningi nr. 15392 á endurskoðun ársreiknings fyrir Hafnarfjarðarbæ, Hafnarfjarðarhöfn og GN eignir ehf. Þá er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.


 • 13. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

  Nr. 430/2018 - Úrskurður

  Umgengni ömmu og afa


 • 12. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 449/2018 - Úrskurður

  Sjúklingatrygging


 • 12. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 442/2018 - Úrskurður

  Uppbætur á lífeyri


 • 12. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 437/2018 - Úrskurður

  Sjúklingatrygging


 • 12. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 436/2018 - Úrskurður

  Sjúklingatrygging


 • 12. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 431/2018 - Úrskurður

  Sjúklingatrygging.


 • 12. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 402/2018 - Úrskurður

  Bætur úr sjúklingatryggingu


 • 12. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 398/2018 - Úrskurður

  Örorkubætur


 • 12. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 93/2019 - Úrskurður

  Formannmarki • 11. mars 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 130/2018 - Úrskurður

  Krafa leigusala í ábyrgðartryggingu • 11. mars 2019 / Kærunefnd húsamála

  129/2018 - Úrskurður

  Tryggingarfé


 • 11. mars 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 128/2018 - Álit

  Kostnaðarþátttaka: Svalagólf. Leki.


 • 11. mars 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 127/2018 - Álit

  Kostnaður vegna sjálfsábyrgðar.


 • 11. mars 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 124/2018 - Álit

  Starfsemi húsfélagsdeildar. Bílastæði.


 • 11. mars 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 122/2018 - Álit

  Séreign/sameign. Viðgerðir á viðbyggingu. Útlit svala.


 • 11. mars 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 116/2018 - Álit

  Endurnýjun glugga. Viðgerð eftir múrbrot. Húsfundir. Ákvörðun um litaval. ​


 • 08. mars 2019 / Yfirfasteignamatsnefnd

  Mál nr. 16/2018

  Hraunteigur [], Borgarbyggð


 • 06. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 455/2018 - Úrskurður

  Örorkumat


 • 06. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 418/2018 - Úrskurður

  Örorkumat


 • 06. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 407/2018 - Úrskurður

  Umönnunarmat


 • 06. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 14/2019 - Úrskurður

  Örorkumat


 • 06. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 9/2019 - Úrskurður

  Umönnunarmat


 • 06. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 8/2019 - Úrskurður

  Umönnunarmat


 • 06. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 453/2018 - Úrskurður

  Hjálpartæki


 • 06. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

  Nr. 454/2018 - Úrskurður

  Ofgreiddar bætur


 • 06. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

  Nr. 438/2018 - Úrskurður

  Viðurlög


 • 06. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 445/2018 - Úrskurður

  Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu Sérgreinalækningar


 • 06. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

  Nr. 389/2018 - Úrskurður

  Ofgreiddar bætur


 • 06. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 355/2018 - Úrskurður

  Slysatrygging Örorka


 • 06. mars 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

  Nr. 13/2019 - Úrskurður

  Viðurlög Ofgreiddar bætur


 • 01. mars 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál. nr. 22/2019 Úrskurður 1. mars 2019

  Beiðni um eiginnafnið Sigarr (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 27. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 440/2018 - Úrskurður

  Örorkumat


 • 27. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

  Nr. 434/2018 - Úrskurður

  Foreldragreiðslur


 • 27. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 433/2018 - Úrskurður

  Slysatrygging Örorka


 • 27. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 388/2018 - Úrskurður

  Sjúklingatrygging


 • 27. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 361/2018 - Úrskurður

  Sjúklingatrygging: Fyrning.


 • 27. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 435/2018 - Úrskurður

  Örorkumat


 • 27. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 360/2018 - Úrskurður

  Sjúklingatrygging.


 • 27. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 347/2018 - Úrskurður

  Sjúklingatrygging.


 • 27. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 310/2018 - Úrskurður

  Tannlækningar


 • 27. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 309/2018 - Úrskurður

  Tannlækningar


 • 26. febrúar 2019 / Félagsdómur

  Mál nr. 12/2018. Dómur 26. febrúar 2019

  Heiðveig María Einarsdóttir (Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður) gegn Sjómannafélagi Íslands (Jónas Þór Jónasson lögmaður)


 • 21. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

  Nr. 443/2018 - Úrskurður

  Félagslegt leiguhúsnæði


 • 21. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

  Nr. 439/2018 - Úrskurður

  Íbúðalánasjóður Lánveiting


 • 21. febrúar 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 125/2018 - Úrskurður

  Tryggingarfé. Endurgreiðsla leigu.


 • 20. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd raforkumála

  Úrskurður úrskurðarnefndar raforkumála í máli nr. 1/2018 - Kæra Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. á ákvörðun Orkustofnunar

    Nr. 1/2018 - Kæra Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. á ákvörðun Orkustofnunar


 • 20. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 397/2018 - Úrskurður

  Örorkubætur


 • 20. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 396/2018 - Úrskurður

  Ferðakostnaður innanlands


 • 20. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 256/2017 - Úrskurður - Endurupptaka

  Hjálpartæki Endurupptaka


 • 20. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 51/2019 - Úrskurður

  Kærufrestur


 • 20. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 18/2019 - Úrskurður

  Formannmarki


 • 20. febrúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 21/2019 Úrskurður 19. febrúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Ljósunn (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 20. febrúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 18/2019 Úrskurður 19. febrúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Tarón (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 20. febrúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 16/2019 Úrskurður 19. febrúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Leonardó (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 20. febrúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 15/2019 Úrskurður 19. febrúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Kráka (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 20. febrúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 13/2019 Úrskurður 19. febrúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Othar (kk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá


 • 20. febrúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 12/2019 Úrskurður 19. febrúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Ariel (kvk) er hafnað


 • 20. febrúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 11/2019 Úrskurður 19. febrúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Skrýmir (kk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá


 • 20. febrúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 10/2019 Úrskurður 19. febrúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Luai (kk) er hafnað


 • 20. febrúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 5/2019 Úrskurður 20. febrúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Zoe (kvk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá


 • 18. febrúar 2019 / Yfirfasteignamatsnefnd

  Mál nr. 14/2018

  Stórólfshvoll lóð, Rangárþingi eystra


 • 18. febrúar 2019 / Yfirfasteignamatsnefnd

  Mál nr. 13/2018

  Skálabrekka, Þingvöllum


 • 774/2019. Úrskurður frá 31. janúar 2019

  Kærð var ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni um aðgang að upplýsingum um svokallaða fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Í umsögn Seðlabankans var rakið að ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands teldist til sérstaks þagnarskylduákvæðis annars vegar um hagi viðskiptamanna bankans og hins vegar málefni bankans sjálfs. Óhugsandi væri að líta öðruvísi á en svo að umbeðnar upplýsingar vörðuðu meira eða minna fjárhagsmálefni bæði einstaklinga og lögaðila sem sanngjarnt væri og eðlilegt að trúnaður skyldi ríkja um. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að það léki ekki vafi á því að umbeðnar upplýsingar vörðuðu hagi þeirra aðila sem þar væru nefndir, sem viðskiptamanna bankans í skilningi 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Þar sem gögnin væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt lögum næði réttur kæranda samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga ekki til þeirra samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. laganna. Ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum var því staðfest.


 • 773/2019. Úrskurður frá 31. janúar 2019

  Kærð var afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um annars vegar fundargerðir kjararáðs á tilteknu tímabili og hins vegar upplýsingar um ákveðnar launahækkanir í tengslum við ráðið. Fram kom af hálfu ráðuneytisins að gögnin væru ekki og hefðu ekki verið í vörslum ráðuneytisins. Ráðuneytið teldi því að ekki lægi fyrir synjun sem kæranleg væri til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi gögn málsins sýna að þegar beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum kjararáðs hefði verið sett fram hefði starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins unnið að frágangi skjalasafns kjararáðs í húsnæði á forræði Stjórnarráðsins. Nefndin teldi engum vafa undirorpið að gögnin hefðu þannig verið í vörslum ráðuneytisins á þessum tímapunkti og teldust þar af leiðandi fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Þar sem afgreiðsla ráðuneytisins á beiðni kæranda hefði ekki samrýmst ákvæðum upplýsingalaga og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga teldi nefndin hina kærðu ákvörðun vera haldna efnislegum annmörkum sem að mati nefndarinnar væru svo verulegir að ekki yrði hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.


 • 772/2019. Úrskurður frá 31. janúar 2019

  Kærð var synjun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á beiðni um aðgang að tveimur tilkynningum um meint ástand kæranda, sem er læknir, í útkalli. Í umsögn stofnunarinnar kom fram að bæði almanna- og einkahagsmunir mæltu gegn því að kæranda yrðu afhent umbeðin gögn. Meðal annars væri nauðsynlegt að aðilar sem hefðu grunsemdir um möguleg brot heilbrigðisstarfsfólks í starfi gætu upplýst rétta aðila um þær án þess að eiga á hættu að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður yrði upplýstur um nöfn þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að ekki stæðu rök til að synja kæranda um aðgang að umbeðnum tilkynningum, þar sem upplýsingalög innihéldu ekki heimild til að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli þeirra tilteknu hagsmuna sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands nefndi í umsögn sinni. Var því lagt fyrir stofnunina að veita kæranda aðgang að tilkynningunum.


 • 08. febrúar 2019 / Kærunefnd jafnréttismála

  Nr. 9/2018 - Úrskurður

  Sjúkratryggingar. Valdsvið. Frávísun.


 • 07. febrúar 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 126/2018 - Úrskurður

  Tryggingarfé.


 • 07. febrúar 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 121/2018 - Álit

  Sameign/séreign: Lagnir.


 • 07. febrúar 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 119/2018 - Úrskurður

  Frístundahús


 • 06. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 451/2018 - Úrskurður

  Umönnunarmat


 • 06. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 261/2015 - Úrskurður

  Endurhæfingarlífeyrir - Endurupptekið mál nr. 261/2015


 • 06. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 337/2018 - Úrskurður

  Sjúklingatrygging


 • 06. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 326/2018 - Úrskurður

  Sjúklingatrygging


 • 06. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 289/2018 - Úrskurður

  Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu


 • 06. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 224/2018 - Úrskurður

  Örorkumat


 • 06. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 427/2018 - Úrskurður

  Örorkumat


 • 06. febrúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 424/2018 - Úrskukrður

  Örorkumat


 • 05. febrúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 17/2019 Úrskurður 5. febrúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Vetrarsól (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 05. febrúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 14/2019 Úrskurður 5. febrúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Albjört (kvk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 04. febrúar 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 22/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 8. nóvember 2018 kærir Sporthöllin ehf. útboð Garðabæjar (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) auðkennt „Íþróttamiðstöðin við Ásgarð. Aðstaða fyrir líkamsrækt“. Kærandi krefst þess að hið kærða innkaupaferli verði stöðvað. Þá krefst hann þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að meta tilboð kæranda ógilt og ganga til samninga við Laugar ehf. Jafnframt að varnaraðila verði gert að ganga til samninga við kæranda. Til vara er þess krafist að útboðið verði ógilt og lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða innkaupin út að nýju. Þá er í öllum tilvikum krafist álits á skaðabótaskyldu varnaraðila. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu varnaraðila um að stöðva um stundarsakir hið kærða útboðsferli.


 • 04. febrúar 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 21/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru 2. nóvember 2018 kærði Líftækni ehf. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Landspítala nr. V-20716 „Automated Hematology Analyzer“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felldar verði úr gildi ákvarðanir varnaraðila Ríkiskaupa og Landspítala (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að vísa frá tilboði kæranda og að velja tilboð Lyra ehf. í hinu kærða útboði og lagt verði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið að nýju. Þá er gerð krafa um að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og að varnaraðilum verði gert að greiða kæranda málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


 • Ákvörðun Fiskistofu, dags. 25. janúar 2018, um að svipta skipið [S] almennu veiðileyfi í eina viku og breyta aflaskráningu.

  Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vísar til stjórnsýslukæru [X hdl.] f.h. [Y ehf.], dags. 21. febrúar 2018, þar sem kærð er ákvörðun Fiskistofu, dags. 25. janúar 2018, um að svipta skipið [S] almennu veiðileyfi í eina viku og breyta aflaskráningu.


 • 30. janúar 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 115/2018 - Álit

  Sérkostnaður/sameiginlegur kostnaður.


 • 30. janúar 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 113/2018 - Úrskurður

  Krafa leigusala: Kostnaður vegna málningar


 • 30. janúar 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 112/2018 - Úrskurður

  Tryggingarfé.


 • 30. janúar 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 111/2018 - Álit

  Stofnun húsfélags.


 • 30. janúar 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 110/2018 - Álit

  Hagnýting séreignar.


 • 30. janúar 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 109/2018 - Álit

  Kostnaður: Svalir. Leki.


 • 30. janúar 2019 / Kærunefnd húsamála

  Nr. 114/2018 - Álit

  Kostnaðarþátttaka: Ákvæði í eignaskiptasamningi.


 • 30. janúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 411/2018 - Úrskurður

  Læknismeðferð erlendis


 • 30. janúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 406/2018 - Úrskurður

  Tannlækningar


 • 30. janúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 394/2018 - Úrskurður

  Örorkumat


 • 30. janúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 392/2018 - Úrskurður

  Örorkumat


 • 30. janúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 391/2018 - Úrskukrður

  Örorkumat


 • 30. janúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 381/2018 - Úrskurður

  Endurhæfingarlífeyrir


 • 30. janúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 380/2018 - Úrskurður

  Tannlækningar


 • 30. janúar 2019 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

  Nr. 416/2018 - Úrskurður

  Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu Sérgreinalækningar


 • 29. janúar 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 28/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru 17. desember 2018 kærði Andrúm arkitektar ehf. útboð nr. 20684 sem er framkvæmdasamkeppni Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir hönd Forsætisráðuneytisins „Viðbygging við stjórnarráðshús, Lækjargötu“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Framkvæmdasýslunnar og Forsætisráðuneytisins (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að veita tillögu Kurt og Pí ehf. fyrstu verðlaun í samkeppninni. Þá er gerð krafa um að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og að varnaraðilum verði gert að greiða kæranda málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


 • 29. janúar 2019 / Kærunefnd útboðsmála

  Mál nr. 24/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

  Með kæru 13. nóvember 2018 kærði Hugvit hf. samkeppnisútboð Ríkiskaupa fyrir hönd Háskóla Íslands nr. 20724 „Mála- og skjalakerfi fyrir Háskóla Íslands“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felldar verði úr gildi ákvarðanir varnaraðila Ríkiskaupa og Háskóla Íslands (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) um að velja tilboð Spektra ehf. og varnaraðilum verði gert að velja tilboð kæranda. Til vara er þess krafist að útboðið verði fellt úr gildi og varnaraðilum gert að auglýsa það að nýju. Til þrautavara er þess krafist að samningur varnaraðila við Spektra ehf. verði lýstur óvirkur. Einnig er gerð krafa um að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og að varnaraðilum verði gert að greiða kæranda málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


 • 28. janúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 9/2019 Úrskurður 28. janúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Natalí (kvk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 28. janúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 8/2019 Úrskurður 28. janúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Baldína (kvk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 28. janúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 7/2019 Úrskurður 28. janúar 2019

  Beiðni um millinafnið Eðvald er hafnað.


 • 28. janúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 6/2019 Úrskurður 28. janúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Emanúela (kvk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 28. janúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 4/2019 Úrskurður 28. janúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Elízabet (kvk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá


 • 28. janúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 3/2019 Úrskurður 28. janúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Ásynja (kvk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 28. janúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 2/2019 Úrskurður 28. janúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Nanyore (kvk) er hafnað.


 • 28. janúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 1/2019 Úrskurður 28. janúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Nasha (kvk) er hafnað.


 • 28. janúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 102/2018 Úrskurður 28. janúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Einara (kvk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 28. janúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 101/2018 Úrskurður 28. janúar 2019

  Beiðni um eiginnafnið Kolþerna (kvk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


 • 28. janúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 100/2018 Úrskurður 28. janúar 2019

  Beiðni um millinafnið Danski er hafnað


 • 28. janúar 2019 / Mannanafnanefnd

  Mál nr. 93/2018 Úrskurður 28. janúar 2019

  Beiðni um úrskurð um eiginnafnið Javi (kk) er hafnað. Beiðni um úrskurð um eiginnafnið Javí (kk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira