Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Rekstur ríkisins er umfangsmikill og viðfangsefni sem mynda fjármálalega og rekstrarlega innviði ríkisins fjölbreytt, þar með talin reikningsskil ríkisaðila, miðlun upplýsinga um fjármál ríkisins, skilvirk greiðslumiðlun, opinber innkaup og kjara- og mannauðssýsla. Unnið er að stöðugum umbótum í ríkisrekstri sem miða að því að skipulag starfsemi ríkisins sé þannig að bregðast megi við breyttum aðstæðum í samfélaginu, sem og að stuðlað sé að markvissri stjórnun, bættri nýtingu fjármuna og auknum árangri.