Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Þetta er ekki sami texti og er á þessari vefsíðu.
Hér er fjallað allmennt um vefinn og hvað sé á honum.

Vefur Stjórnarráðs Íslands er vefur ráðuneytanna og ríkisstjórnarinnar. Í aðalvalmyndinni efst eru fimm flokkar.

Undir Verkefni eru tæplega þrjátíu verkefnaflokkar og undir þeim er sérhæfðara efni. Til dæmis er fjallað um sjávarútveg undir flokki atvinnuvega. Á verkefnasíðunum er heiti ráðuneytis eða ráðuneyta sem fara með viðkomandi málefni.

Undir Efst á baugi eru fréttir frá ráðuneytunum.

Undir Gögn er hægt að finna útgefin rit og skýrslur ráðuneytanna. Þar er líka að finna úrskurði og álit, bæði ráðuneyta og sjálfstæðra úrskurðarnefnda. Þar eru einnig eyðublöð og stefnur.

Ráðuneyti eru upplýsingar um hvert og eitt ráðuneyti, svo sem helstu verkefni. Þar birtast nýjustu fréttir frá þeim. Þar er líka skrá yfir nefndir og starfsfólk ráðuneytanna.

Undir Ríkisstjórn eru upplýsingar um ráðherra í sitjandi ríkisstjórn og annað efni sem tengist þeim, svo sem ræður þeirra. Þar eru líka dagskrár ríkisstjórnarfunda og sögulegt efni um fyrri ríkisstjórnir.

Mikið efni er að finna á vefnum. Efst í hægra horninu á öllum síðum er hægt að fara í leit. Hægt er að sía leitarniðurstöður, til dæmis með því að leita aðeins að efni ákveðins ráðuneytis eða aðeins í ræðum ráðherra. Svipuð virkni er í boði þegar leitað er í fréttum eða útgefnu efni.

Um vefinn

Leitast er við að gera vefinn þannig að hann gagnist notendum sem best, því eru allar ábendingar vel þegnar. Þær má senda á [email protected]

Ábendingar er varða annað en vefinn skal senda á viðkomandi ráðuneyti, t.d. með því að smella á „Hafa samband“ hnappinn sem er hér fyrir neðan til hægri.  


Vefstefna Stjórnarráðs Íslands

Vefur Stjórnarráðs Íslands, stjornarradid.is (e. government.is), er sameiginlegur ytri vefur ráðuneytanna. Markmiðið með vefnum er að fólk geti á einum stað nálgast upplýsingar, þjónustu og gögn frá Stjórnarráðinu með auðveldum hætti.

Efni vefsins er faglega unnið. Veittar eru áreiðanlegar upplýsingar um málefni ráðuneyta og ríkisstjórnar og leitast við að setja þær fram á einföldu og skýru máli. Nýtt efni er birt þegar það á við og eldra efni uppfært eftir þörfum.

Vefurinn styður við opna og gagnsæja stjórnsýslu.

Notendur og efni vefsins

Notendur vefs Stjórnaráðsins eru fjölbreyttur hópur. Við skrif og framsetningu efnis er leitast við að taka tillit til ólíkra þarfa. Í flestum tilvikum er efni sett fram með almenna notendur í huga, texti hafður stuttur og skýr svo hann gagnist sem flestum. Ef um mjög sértækt efni eða langan texta er að ræða er í upphafi birt stutt samantekt sem skýrir innihaldið. Grunnupplýsingar og efni sem er mest sótt er í efstu lögum vefsins en ítarlegra efni þar undir.

Ritstjórn og ábyrgð

Efni á vef Stjórnarráðsins er birt á ábyrgð ráðuneyta sem skráð eru fyrir efninu.

Hvert ráðuneyti sér um ritstjórn á því efni sem það birtir á vefnum og heyrir undir verksvið þess samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu málefna milli ráðuneyta. Ritstjórn á forsíðu vefsins er í höndum forsætisráðuneytisins í samstarfi við önnur ráðuneyti svo og efni sem er almennt um ríkisstjórn og Stjórnarráðið.

Framtíðarsýn

Ráðuneytin hafa um árabil rekið fjölda vefja. Með sameiningu þeirra er leitast við að bæta þjónustu við notendur með sem hagkvæmustum hætti. Á sameinuðum vef geta notendur á einum stað fundið efni og þjónustu óháð því hvaða ráðuneyti veitir hana. Skipulag efnis og leitarvirkni á vefnum er miðuð að þörfum notenda.

Við uppbyggingu sameiginlegs vefs, stjornarradid.is (government.is), var byrjað á sameina aðalvefi ráðuneytanna, í kjölfarið munu flestir aðrir vefir sem eru í umsjón ráðuneytanna verða hluti hans. Tilteknir vefir verða þó ekki hluti af nýjum vef. Það sem kann að hindra flutning þeirra eru flókin tæknileg atriði, mikill kostnaður og lagalegar hindranir. Ekki verða settir upp vefir vegna tímabundinna verkefna, slíkt efni verður þess í stað hluti af Stjórnarráðsvefnum.

Vefur Stjórnarráðs Íslands á að vera til fyrirmyndar hvað varðar innihald, nytsemi, aðgengi, þjónustu og öryggi. Sérstaklega er gætt að aðgengismálum og farið eftir stefnu stjórnvalda í þeim efnum.

Vefurinn tekur mið af tækniþróun og þeim möguleikum sem hún býður upp á. Dæmi um það er aðlögun útlits að mismunandi skjástærðum og ritstýrð leit. Stöðlum og almennum viðmiðum í vefmálum er fylgt. 

Nánari upplýsingar er að finna í eftirfarandi gögnum:


Uppfært 2018

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum