Sveitarstjórnir og byggðamál

Sveitarfélög ráða sjálf málefnum sínum á eigin ábyrgð eftir því sem lög ákveða í samræmi við 78. gr. stjórnarskrárinnar. Málefni sveitarfélaga heyra stjórnarfarslega undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem standa skal vörð um hagsmuni sveitarfélaga, sjálfstjórn þeirra, verkefni og fjárhag. 

Ráðherra skal hafa eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum í samræmi við lög og önnur stjórnvaldsfyrirmæli. Þá er heimilt að kæra til ráðherra stjórnvaldsákvarðanir sveitarfélaga að svo miklu leyti sem það úrskurðarvald hefur ekki verið falið öðrum að lögum.

Svæða- og byggðamál heyra jafnframt undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar með talið svæða- og byggðarannsóknir, atvinnuþróun og atvinnuþróunarfélög og byggða- og sóknaráætlanir.

Verkefni á sviði sveitarstjórna og byggðamála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun:

Fréttamynd fyrir Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga

Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga

Í ársskýrslu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga fyrir starfstímabilið október 2016-september 2017 kemur fram að rekstrarniðurstaða sveitarfélaga árið...

Fréttamynd fyrir Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélög skrifuðu undir nýja samstarfssamninga

Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélög skrifuðu undir nýja samstarfssamninga

Fulltrúar Byggðastofnunar og átta atvinnuþróunarfélaga um land allt skrifuðu í dag undir nýja samstarfssamninga til næstu fimm ára. Sigurður Ingi Jóhannsson...

Sjá einnig:

Tenglar

Kæruleiðir

Kærur til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga er hægt að senda rafrænt gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins, minarsidur.stjr.is, eða á pdf-formati og senda ráðuneytinu: 

Rit og skýrslur
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn