Hoppa yfir valmynd

Sveitarstjórnir og byggðamál

Sveitarfélög ráða sjálf málefnum sínum á eigin ábyrgð eftir því sem lög ákveða í samræmi við 78. gr. stjórnarskrárinnar. Málefni sveitarfélaga heyra stjórnarfarslega undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem standa skal vörð um hagsmuni sveitarfélaga, sjálfstjórn þeirra, verkefni og fjárhag. 

Ráðherra skal hafa eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum í samræmi við lög og önnur stjórnvaldsfyrirmæli. Þá er heimilt að kæra til ráðherra stjórnvaldsákvarðanir sveitarfélaga að svo miklu leyti sem það úrskurðarvald hefur ekki verið falið öðrum að lögum.

Svæða- og byggðamál heyra jafnframt undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar með talið svæða- og byggðarannsóknir, atvinnuþróun og atvinnuþróunarfélög og byggða- og sóknaráætlanir.

Verkefni á sviði sveitarstjórna og byggðamála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun:

Drög að breytingum á sveitarstjórnarlögum til umsagnar

Drög að breytingum á sveitarstjórnarlögum til umsagnar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að lagafrumvarpi um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, er varðar fjölda...

Ísland fullgildir viðbótarbókun um sjálfsstjórn sveitarfélaga

Ísland fullgildir viðbótarbókun um sjálfsstjórn sveitarfélaga

Viðbótarbókun við Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga um rétt íbúa til þátttöku í málefnum sveitarstjórna hefur verið fullgilt af Íslands hálfu...

Sjá einnig:

Samtök sveitarfélaga

Kæruleiðir

Kærur til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga er hægt að senda rafrænt gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins, minarsidur.stjr.is, eða á pdf-formati og senda ráðuneytinu: 

Rit og skýrslur
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira