Hoppa yfir valmynd

Þjóðskrá

Þjóðskrá er í flokki mikilvægustu grunnskráa ríkisins. Fleiri skrár tengjast henni beint eða óbeint, svo sem lögheimilisskrá, íbúaskrá, kjörskrá bifreiðaskrá o.fl.

Þjóðskrá Íslands annast skráningu einstaklinga og sér um daglegan rekstur og vinnslu þjóðskrár.

Allir íbúar landsins eru skráðir í þjóðskrá. Þar er skráð fullt nafn, kennitala, heimilisfang o.fl. Þjóðskráin liggur til grundvallar ákvörðunum um réttindi og skyldur einstaklinga með lögheimili á Íslandi og íslenskra ríkisborgara t.d. ákvörðun um skattskyldu, kosningarrétt, rétt á íslensku vegabréfi, sem Þjóðskrá Íslands gefur út, aðgang að ýmsum réttindum sem grundvallast t.d. á lögheimili eða hjúskaparstöðu. Mikilvægt er að skráning í þjóðskrá sé rétt, sjá Mínar síður á Ísland.is.

heildarlöggjöf um skráningu einstaklinga nr. 140/2019 tók gildi 1. janúar 2020. Um var að ræða heildarendurskoðun á eldri löggjöf frá árinu 1962. Megininntak laganna er hvaða upplýsingar skuli skrá í þjóðskrá, hvernig þær eru skráðar og hvernig þeim er miðlað.

Ein af skrám þjóðskrár er lögheimilisskrá en í henni er að finna upplýsingar um lögheimili landsmanna. Um lögheimili og aðsetur gilda lög nr. 80/2018 sem tóku gildi 1. janúar 2019 og reglugerð nr. 1277/2018.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum