Byggðamál
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fer með mál er varða svæða- og byggðamál, svæða- og byggðarannsóknir, atvinnuþróun og atvinnuþróunarfélög. Þá heldur ráðuneytið utan um eftirfarandi verkefni:
- Málefni Byggðastofnunar.
- Stefnumótandi byggðaáætlun.
- Sóknaráætlanir landshluta
- Áhersluverkefni
- Uppbyggingasjóðir - Flutningsjöfnunarsjóð olíuvara
- Svæðisbundna flutningsjöfnun
Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar er unnið að eftirfarandi þáttum vegna byggðamála:
- Stuðla að jöfnun búsetuskilyrða m.t.t. raforku og fjarskipta.
- Gera reglulega úttekt á aðgengi landsmanna að þjónustu í samvinnu við sveitarfélögin.
- Móta höfuðborgarstefnu í samvinnu við Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög.
- Styrkja lýðræðislega aðkomu íbúa að ákvörðunum um byggðamál í gegnum sóknaráætlanir landshluta.
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál
Stýrihópurinn hefur það hlutverk að efla samhæfingu innan stjórnarráðsins í málefnum sem snúa að byggðamálum og trygga virkt samráð við sveitarstjórnarstigið í þeim málaflokki.
Byggðamál
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Stofnanir
Nefndir
Alþjóðlegt samstarf
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.