Hoppa yfir valmynd

Fréttir

Hér eru fréttir frá ráðuneytunum frá síðustu fimm árum, nýjustu efst. 

- Fréttir sem eru eldri en fimm ára.


Sýni 1-200 af 8361 niðurstöðum.

Áskriftir Eldri fréttir

 • 06. desember 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Kristján Þór fundaði um heimaslátrun

  Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti fund með helstu hagsmunaaðilum um möguleika þess að rýmka gildandi reglur um slátrun og leita leiða til að auka verðmætasköpun bænda....


 • 05. desember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Bjarni Benediktsson hlaut hvatningarverðlaun Samtóns

  Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hlaut í dag hvatningarverðlaun Samtóns, samtaka rétthafa íslenskrar tónlistar. Verðlaunin hlaut hann fyrir að vera fyrsti ráðherra heims sem viðurke...


 • 05. desember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Helstu nýmæli i frumvarpi um leigubifreiðaakstur

  Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti í gærkvöldi á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um leigubifreiðaakstur. Um er að ræða heildarendurskoðun laga um leigubifreiðar sem...


 • 05. desember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Embætti ríkissáttasemjara laust til umsóknar

  Félagsmálaráðuneytið hefur auglýst embætti ríkissáttasemjara laust til umsóknar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálráðherra, mun skipa í embættið til fimm ára. Umsóknir verða metnar af sérst...


 • 05. desember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Desemberuppbót til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna

  Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót. Óskert desemberup...


 • 05. desember 2019 Dómsmálaráðuneytið

  Svar dómsmálaráðuneytis til fjárlaganefndar

  Dómsmálaráðuneytið hefur svarað fyrirspurn fjárlaganefndar Alþingis vegna starfsloka ríkislögreglustjóra. Í svari ráðuneytisins kemur fram að ríkislögreglustjóri á að baki langan embættisferil og nýtu...


 • 05. desember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Brotið í blað í geðheilbrigðisþjónustu við fanga

  Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað verður sérhæft, þverfaglegt geðheilsuteymi fanga (GHTF) ...


 • 04. desember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Framlög aukin og framkvæmdum flýtt í samgönguáætlun

  Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, lagði í dag fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034. Um er að ræða uppfærða og endurskoðað...


 • 04. desember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Veruleg lækkun tekjuskatts

  Tekjuskattur lækkar verulega með nýsamþykktum lögum Alþingis um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Lækkunin verður í tveimur áföngum, 1. janúar 2020 og 1. janúar 2021. Ábatinn skilar sér til...


 • 04. desember 2019 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

  Forsætisráðherra ræddi afvopnunarmál, loftslagsbreytingar og kynferðislegt ofbeldi á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsins

  Á meðal umfjöllunarefna fundarins voru áskoranir í öryggis- og varnarmálum, netógnir, baráttan gegn hryðjuverkum, útgjöld bandalagsríkjanna til varnarmála, samskiptin við Rússland og horfur í afvopnun...


 • 04. desember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Fundað með stjórn Bandalags íslenska listamanna

  Árlegur samráðsfundur mennta- og menningarmálaráðherra og stjórnar Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) fór fram á dögunum og var aðalviðfangsefni fundarins starfs- og heiðurslaun listamanna og verkef...


 • 04. desember 2019 Forsætisráðuneytið

  Leiðbeiningar um verklag í samskiptum ráðuneyta og stofnana við ríkislögmann

  Forsætisráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar um verklag í samskiptum ráðuneyta og stofnana við embætti ríkislögmanns. Voru þær unnar í samráði við dómsmálaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneyti...


 • 04. desember 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á ostum frá Noregi.

  Með vísan til 65. gr. B búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breytingum og til reglugerðar nr. 1075/2019 er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning á smurostum frá Nor...


 • 04. desember 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum.

  Með vísan til 65. gr. og 65. gr. A, búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breytingum og til reglugerðar nr. 1076/2019, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutningsmagn b...


 • 04. desember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Landsbyggðarverkefni félagsmálaráðherra stuðlar að húsnæðisuppbyggingu í Súðavíkurhreppi

  Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti sér í gær áformaða húsnæðisuppbyggingu í Súðavíkurhreppi en sveitarstjórn Súðavíkurhrepps tók á fundi sínum 21. nóvember síðastliðinn ákvö...


 • 04. desember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Guðrún Ögmundsdóttir skipuð skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu

  Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Guðrúnu Ögmundsdóttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu rekstrar og innri þjónustu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu til fimm ára, frá 2. desember 201...


 • 04. desember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna

  Alls bárust 17 umsóknir um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna í heilbrigðisráðuneytinu en umsóknarfrestur rann út 29. nóvember síðastliðinn. Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þrem...


 • 04. desember 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Heimilt að fullnýta fisk og fiskeldisafurðir til lýsis og fiskimjöls framleiðslu

  Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð sem heimilar að nota megi allar fiskeldisafurðir og allan fisk við framleiðslu á fiskimjöli og lýs...


 • 03. desember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Mikilvægt að hlusta á ungt fólk í umræðum um loftslagsmál

  Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna, tók þátt í málþingi um loftslagsmál í gær með ungu fólki á norrænum loftslagsaðgerðadögum í Stokkhól...


 • 03. desember 2019 Forsætisráðuneytið

  Forsætisráðherra hélt erindi um velsældarhagkerfi hjá Chatham House

  Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti fyrirlestur um velsældarhagkerfi á vegum bresku hugveitunnar Chatham House í Lundúnum í dag. Í fyrirlestrinum fjallaði forsætisráðherra um samstarf Ísland...


 • 03. desember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Skýrsla um Hálendisþjóðgarð afhent ráðherra

  Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í dag skýrslu sinni um þjóðgarð á miðhálendinu. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þi...


 • 03. desember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Stóraukin áhersla á orðaforða og starfsþróun: aðgerðir í kjölfar PISA 2018

  Niðurstöður PISA könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (e. OECD) voru kynntar í dag en könnunin var vorið 2018 lögð fyrir 15 ára nemendur í 142 skólum. Alls tóku 79 ríki þátt að þessu sinni og ...


 • 03. desember 2019 Dómsmálaráðuneytið

  Lögregluráð stofnað

  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra tilkynnti í dag um stofnun lögregluráðs.   Um er að ræða formlegan samráðsvettvang lögreglustjóra sem byggist á því markmiði að efla samráð og...


 • 03. desember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Vitundarvakning um aðlögun samgönguinnviða að loftslagsbreytingum

  Nýlega fór fram ráðstefna í Aþenu á vegum Efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, UNECE, um aðlögun samgöngukerfa að loftslagsbreytingum undir yfirskriftinni: „Raising awareness on adaptation of transport...


 • 03. desember 2019 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

  Forsætisráðherra og utanríkisráðherra sækja fund leiðtoga Atlantshafsbandalagsins í London

  Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja fund leiðtoga Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum sem hefst í dag, þriðjudaginn 3. desember og stendur þar ti...


 • 02. desember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hafin

  Íslensk sendinefnd er nú komin til Madrid á Spáni þar sem 25. ráðstefna aðildarríkja Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP25) var sett í dag. Meginverkefni fundarins er að ljúka við regluverk um ...


 • 02. desember 2019 Dómsmálaráðuneytið

  Skýrsla um aðdraganda þess að Ísland lenti á lista FATF

  Skýrsla dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á lista FATF yfir ríki sem eru samvinnufús, en aðgerðaáætlun um endurbætur er í farvegi, svo nef...


 • 02. desember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Tillögur um framtíðarskipan líknarþjónustu

  Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipaði til að gera tillögur að skipulagningu líknar- og lífslokameðferðar höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi hefur s...


 • 02. desember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Fjölbreytt þjónusta við aldraða

  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skrifar um þjónustu við aldraða og ýmis verkefni sem ráðist hefur verið í til að auka fjölbreytni þjónustunnar, meðal annars til að bæta möguleika fólks til a...


 • 29. nóvember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Allir byggðakjarnar landsins með ljósleiðara eftir tengingu til Mjóafjarðar

  Framkvæmdum við lagningu ljósleiðara til Mjóafjarðar er lokið og tengingar komnar í hús á svæðinu. Byggðin í Mjóafirði er seinasti byggðakjarninn sem tengdur er við ljósleiðarakerfi landsins. Allar by...


 • 29. nóvember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Styrkir til verkefna og rekstrar lausir til umsóknar

  Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála og rekstrarstyrkja til félagasamtaka sem starfa á sviði umhverfismála. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 3. ja...


 • 29. nóvember 2019 Utanríkisráðuneytið

  Utanríkisráðherra á norðurslóðaráðstefnu í Finnlandi

  Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra ávarpaði í dag alþjóðlega ráðstefnu um málefni norðurslóða sem haldin var í Helsinki. Utanríkisráðherra ræddi meðal annars alþjóðamál og tvíhliða samski...


 • 29. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Hjúkrunarrýmum á Akranesi fjölgað um fjögur

  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Höfða á Akranesi varanlega rekstrarheimild fyrir fjórum hjúkrunarrýmum sem þar hafa verið rekin tímabundið sem biðrými fyrir Landspítal...


 • 29. nóvember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Umsækjendur um embætti forstöðumanns Hljóðbókasafns Íslands

  Umsóknarfrestur um embætti forstöðumanns Hljóðbókasafns Íslands rann út þriðjudaginn 18. nóvember sl. Fimm umsóknir bárust, frá einni konu og fjórum körlum. Umsækjendur eru: Guðjón Gísli Guðmundsson...


 • 28. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Löngu tímabær endurskoðun lyfjalaga

  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi til nýrra lyfjalaga. Gildandi lög voru sett fyrir aldarfjórðungi og hefur síðan þá verið breytt tæplega fimmtíu sinnum. Miklar bre...


 • 28. nóvember 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Nýsköpunarráðherra kynnir Kríu frumkvöðlasjóð

  Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir kynnti í dag Kríu frumkvöðlasjóð, nýjan íslenskan hvatasjóð nýsköpunardrifins frumkvöðlastarfs. Kría verður hvatasjóður sem fjárfestir í vísisjóðum (Venture Capital) og m...


 • 28. nóvember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Ríki og borg undirrita samkomulag á grunni skýrslu um flugvallakosti á suðvesturhorninu

  Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur hafa undirritað samkomulag sem felur í sér að hrinda í framkvæmd verkefnum og nauðsynlegum rannsóknum í samræmi við tillögur í skýrslu ...


 • 28. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2019

  Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um tekjur og yfirlit yfir stöðu málefnasviða og málaflokka fyrir fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við fjárheimildir. Byggt er á mánað...


 • 28. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Bylting í aðgengi fólks að stafrænni þjónustu

  Með 350 milljóna viðbótarframlagi á næsta ári, sem samþykkt var í fjárlögum í gær, verður stafræn þjónusta hins opinbera stóraukin. Þetta er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að stafræn samsk...


 • 28. nóvember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  500 milljónir til Loftslagssjóðs – opnað fyrir umsóknir

  Alls verður um 500 milljónum króna varið til Loftslagssjóðs á fimm árum og þar af verða 140 milljónir króna til ráðstöfunar í fyrstu úthlutun. Opnað var í dag fyrir umsóknir í Loftslagssjóð en stofnu...


 • 28. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Fjárlög fyrir 2020 samþykkt: Sterk staða ríkissjóðs og öflug opinber fjárfesting

  Slakað er á aðhaldi í ríkisfjármálum til að milda samdrátt í hagkerfinu Tekjuskattur einstaklinga lækkar – lækkunarferli flýtt Tryggingagjald lækkar  Öflug opinber fjárfesting ...


 • 28. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Desemberuppbót atvinnuleitenda 2019

  Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur sett reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert desemberuppbót er 83.916 krónur. Atvinnuleitendur með börn á framfær...


 • 28. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Heilsueflandi móttökur settar á fót um allt land

  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðstafa 200 milljónum króna af fjárlögum næsta árs til að koma á fót heilsueflandi móttökum um allt land innan heilsugæslunnar. Framlagið k...


 • 27. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Ríkið lánar fyrir útborgun

  „Fyrirhugað er að ríkið láni ákveðnum kaupendahópum fé fyrir hluta af útborguninni,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sem boðar frumvarp um svonefnd hlutdeildarlán að breskr...


 • 27. nóvember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Kynningarfundur um Loftslagssjóð

  Kynningarfundur um Loftslagssjóð fer fram í Norræna húsinu á morgun, fimmtudaginn 28. nóvember, og í kjölfarið verður opnað fyrir umsóknir í sjóðinn. Stofnun Loftslagsjóðs er ein af aðgerðum í aðgerða...


 • 27. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Stuðlað að stafrænum sam- og viðskiptum yfir landamæri

  Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, stýrði í dag fundi norrænu ráðherranefndarinnar um stafræn málefni, sem haldinn var í Riga í Lettlandi. Fundinn sóttu ráðherrar og sendinefndir Norð...


 • 27. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Hámarksgeymslutími kynfruma lengdur

  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um tæknifrjóvgun þannig að hámarksgeymslutími kynfruma verði lengdur úr tíu árum í tuttugu. Breytingin er einkum til hagsbót...


 • 27. nóvember 2019

  Sýning í Brussel helguð starfi Uppbyggingarsjóðs EES

  Opnuð var í vikunni sérstök sýning helguð EES Uppbyggingarsjóðnum í húsakynnum utanríkisþjónustu ESB (EEAS). Samanstendur sýningin af veggspjöldum sem gefa eiga mynd af hinu margbreytilega starfi sjó...


 • 26. nóvember 2019 Dómsmálaráðuneytið

  Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisbrot gegn börnum á netinu

  Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisbrot gegn börnum á netinu fer fram í Háskólanum í Reykjavík, V101, 5. og 6. desember næstkomandi. Fyrirlesarar hafa allir sérþekkingu á málaflokknum innan lögreglunnar,...


 • 26. nóvember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Póst- og fjarskiptastofnun falið að útnefna alþjónustuveitanda í pósti

  Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið að fela Póst- og fjarskiptastofnun að útnefna alþjónustuveitanda í pósti frá og með 1. janúar nk. til að tryggja alþjónustu í pósti. Ný lög um póst...


 • 26. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Félags- og barnamálaráðherra undirritar samning við Grófina-geðverndarmiðstöð á Akureyri

  Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Valdís Eyja Pálsdóttir, forstöðumaður Grófarinnar - geðverndarmiðstöðvar á Akureyri undirrituðu í dag samning um tólf milljóna króna framlag t...


 • 26. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Frumvarp fjármálaráðherra um ívilnanir vegna vistvænna samgangna samþykkt í ríkisstjórn

  Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ívilnanir vegna vistvænna ökutækja, rafmagnsreiðhjóla og annarra reiðhjóla var samþykkt í ríkisstjórn í dag. Umhverfissjónarmið voru höfð að leiðarljósi við ...


 • 26. nóvember 2019 Utanríkisráðuneytið

  Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands ræddu norðurslóðir og viðskipti

  Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ræddu norðurslóðamál, tvíhliða samskipti og viðskipti á fundi sínum í Moskvu í dag. Þá voru öryggismál í Evróp...


 • 26. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Félags- og barnamálaráðherra semur við Aflið á Akureyri

  Aflið á Akureyri, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, fær átján milljóna króna framlag til að standa straum af starfsemi sinni, samkvæmt samningi sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamá...


 • 25. nóvember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Sigríður Halldórsdóttir ráðin aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra

  Sigríður Halldórsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Sigríður er með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á...


 • 25. nóvember 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna – vinnustofur um allt land

  Hafin er vinna við aðgerðabundna stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi til ársins 2025. Verkefnið er sameiginlegt verkefni Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Sambands Sveitarfélaga, Samtaka ...


 • 25. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis í Árborg hafin

  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Árborgar tóku fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili fyrir íbúa sveitarfélaga á Suðurlandi síðastliðinn föst...


 • 24. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Breyta heimavistinni á Þelamörk í íbúðarhúsnæði

  Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í Hörgá...


 • 22. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Fitch Ratings staðfestir óbreytta A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með stöðugum horfum

  Fitch Ratings birti í dag mat á lánshæfi ríkissjóðs. Lánshæfiseinkunnir eru óbreyttar; langtímaeinkunnir í innlendri og erlendri mynt standa í A og skammtímaeinkunnir eru óbreyttar í F1+. Horfur eru s...


 • 22. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Félagsmálaráðuneytið

  Vel heppnað barnaþing í Hörpu

  Barnaþingi lauk í dag sem er hið fyrsta sinnar tegundar sem haldið er hér á landi. Ákveðið var á síðasta löggjafarþingi að breyta lögum um Umboðsmann barna þannig að barnaþing verði haldið annað hvert...


 • 22. nóvember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Breytingar á lögum um loftslagsmál í samráðsferli

  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um loftslagsmál. Frumvarpinu er m.a. ætlað að heimila setningu reglna sem varða kröfur vegna skuldbindin...


 • 21. nóvember 2019 Utanríkisráðuneytið

  Fólk og samfélög í brennidepli á Hveragerðisfundi Norðurskautsráðsins

  Fulltrúar ríkjanna átta og sex samtaka frumbyggja sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu hittust í fyrsta skipti í formennskutíð Íslands, auk fulltrúa vinnuhópanna sex og yfir þrjátíu áheyrnaraðila, á f...


 • 21. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Frumvarp um lengingu fæðingarorlofs lagt fram á Alþingi

  Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og var það lagt fram á Alþingi í dag. ...


 • 21. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Félags- og barnamálaráðherra við hátíðarhöld vegna 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ í New York

  Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, tók þátt í hátíðahöldum í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Hann...


 • 21. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Stuðnings- og ráðgjafarteymi langveikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma tekið til starfa

  Stuðnings- og ráðgjafarteymi langveikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma með miklar stuðningsþarfir hefur tekið til starfa á Landspítala. Teymið var sett á fót fyrir tilstilli 40 milljóna króna framlags h...


 • 21. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Endurnýjun sjúkrabílaflotans hafin – 25 nýir bílar keyptir

  Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um kaup á 25 nýjum sjúkrabílum liggur fyrir í kjölfar útboðs Ríkiskaupa. Þar með er endurnýjun sjúkrabílaflotans hafin í samræmi við samkomulag Sjúkratrygginga Ísland...


 • 21. nóvember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Nordregio Forum 2019

  Norræna fræðastofnunin í skipulags- og byggðamálum, Nordregio, sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, heldur árlega áhugaverðar ráðstefnur sem haldnar eru í því landi sem er með formennsku ...


 • 21. nóvember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Ný tækifæri fyrir íslenska myndlistarmenn, samstarf við Künstlerhaus Bethanien í Berlín

  Gert hefur verið samkomulag um vinnustofudvöl fyrir íslenska myndlistarmenn við listastofnunina Künstlerhaus Bethanien í Berlín, til næstu fimm ára. Dvölin veitir listamönnum sem þar dvelja aðgengi að...


 • 20. nóvember 2019 Utanríkisráðuneytið

  Afvopnunarmál og ástandið í Sýrlandi efst á baugi utanríkisráðherrafundar

  Ástandið í Sýrlandi, afvopnunarmál og framlög til varnar- og öryggismála voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í höfuðstöðvunum í Brussel í dag. Guðlaugur Þór Þórðar...


 • 20. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Katrín Jakobsdóttir tók þátt í Heimsþingi kvenleiðtoga og í viðburði á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

  Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti lokaávarp á Reykjavík Global Forum – heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í dag. Í lokaávarpi sínu áréttaði forsætisráðherra mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu ti...


 • 20. nóvember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Ungt fólk vill taka þátt í stefnumótun um samgöngumál

  Málþing um börn og samgöngur var haldið mánudaginn 18. nóvember, á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samvinnu við Samgöngustofu, Vegagerðina og Samband íslenskra sveitarfélaga. Málþing...


 • 20. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Nýr ríkissáttasemjari frá áramótum

  Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari mun flytjast í embætti ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu frá og með 1. janúar næstkomandi með vísan til heimildar í 36. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi...


 • 20. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Ráðuneytisstjóraskipti í forsætisráðuneytinu um næstu áramót

  Ráðuneytisstjóraskipti verða í forsætisráðuneytinu frá með 1. janúar nk. þegar Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri, tekur við nýju embætti í utanríkisþjónustunni. Ragnhildur mun undirbúa opnun...


 • 20. nóvember 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Endurskoðun aflareglu fyrir þorsk

  Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað nefnd til að endurskoða aflareglu fyrir þorsk. Horft er til þess að aflareglan skili hámarksafla, uppfylli kröfur um varúðars...


 • 20. nóvember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Gagnleg úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri Ríkisútvarpsins

  • Krafa um skýrari aðgreiningu í bókhaldi. • Skylt að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur. • Ráðherra beinir því til stjórnar að hratt verði brugðist við ábendingum. Að beiðni mennta- og menninga...


 • 20. nóvember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Áform kynnt um lagafrumvarp um þjóðgarð á miðhálendi Íslands

  Umhverfis- og auðlindaráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Þverpólitísk nefnd um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins hefur unnið að áherslum sem frumvarp...


 • 19. nóvember 2019 Utanríkisráðuneytið

  Innistæðutryggingar til umræðu á EES-ráðsfundi

  Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ítrekaði á fundi EES-ráðsins í dag að ekki kæmi til greina að Ísland tæki upp tilskipun um innistæðutrygginga nema að tryggt væri að þeim fylgdi ekki ríkisáby...


 • 19. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

  Ríkisstjórnin samþykkir viðbótargreiðslur í desember til umsækjenda um alþjóðlega vernd

  Undanfarin ár hafa umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi fengið greiðslu í desember til viðbótar við fastar framfærslugreiðslur. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita samtals r...


 • 19. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Ríkisstjórnin styrkir hjálparsamtök í aðdraganda jóla.

  Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 5 milljónir kr. af ráðstöfunarfé sínu til hjálparsamtaka hér á landi í aðdraganda jóla. Um er ræða Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksne...


 • 19. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka traust á íslensku atvinnulífi

  Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til eftirfarandi aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi: 1. Auka gagnsæi í rekstri stærri óskráðra fyrirtækja Undirbúningur er ha...


 • 19. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Styðja við byggingu fimm leiguíbúða í Árnesi

  Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristófer Tómasson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í...


 • 19. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Vel heppnað heilbrigðisþing að baki

  Fjölmennt var á heilbrigðisþingi um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu síðastliðinn föstudag og margir fylgdust með þinginu í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að nálgast uppt...


 • 19. nóvember 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Breytingar á úthlutun tollkvóta til hagsbóta fyrir neytendur

  Neytendur eiga að njóta aukins vöruúrvals, lægra vöruverðs og aukinnar samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur. Einföldun og skýrara regluverk er varðar úthlutun tollkvóta mun stuðla að þessu, segir ...


 • 18. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Alþjóðleg vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja: Ísland verði leiðandi í að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis

  Stefnt er á að Ísland verði í fararbroddi í aðgerðum, til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, en í dag 18. nóvember 2019 hefst fimmta alþjóðlega vitundarvika Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar...


 • 18. nóvember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Opnir kynningarfundir um Menntasjóð námsmanna

  Haldnir verða opnir kynningarfundir um nýtt stuðningskerfi fyrir námsmenn í vikunni. Frumvarp um Menntasjóð námsmanna, sem mennta- og menningarmálaráðherra mælti nýlega fyrir á Alþingi, felur í sér gr...


 • 18. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Um skynsamlega notkun sýklalyfja

  Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stendur fyrir alþjóðlegri vitundarviku um skynsamlega notkun sýklalyfja sem hófst í dag. Tilgangurinn er að minna almenning, stjórnvöld og heilbrigðisstarfsmenn á...


 • 18. nóvember 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Ársfundur Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins

  Ársfundur Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins, sá 38. í röðinni, var haldinn í London 11.-14. nóvember. Ráðið fer með stjórn fiskveiða utan lögsagna einstakra ríkja á Norðaustur-Atlantshafi. Aðild...


 • 18. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Öll sveitarfélög á Íslandi verði barnvæn

  Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirrituðu í dag tímamótasamstarfssamning fyrir réttindi barna á Íslandi. Um ...


 • 16. nóvember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2019

  Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru afhent á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, í Gamla bíói í Reykjavík og hlaut þau að þessu sinni Jón G. Friðjónsson prófessor. Jón hefur kennt málvísindi og...


 • 15. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  S&P staðfestir A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs

  Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. S&P reiknar með lítilsháttar samdrætti á yfirstandandi ári vegna sa...


 • 15. nóvember 2019 Utanríkisráðuneytið

  Alþjóðlegur jafnlaunadagur að frumkvæði Íslands

  Ályktun um alþjóðlegan jafnlaunadag, sem Ísland var í forystu fyrir, var í dag samþykkt einróma í mannréttindanefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Auk Íslands stóðu sjö ríki að ályktun...


 • 15. nóvember 2019 Utanríkisráðuneytið

  Viðskiptasendinefnd í Singapúr

  Íslensk viðskiptanefnd heimsótti í vikunni Singapúr til að kynna íslensk sprotafyrirtæki og það sem þau hafa fram að færa. Utanríkisráðuneytið starfar náið með Íslandsstofu til að aðstoða íslensk fyri...


 • 15. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Samkomulag um formlegt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði undirritað

  Stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði gerðu í dag, að frumkvæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, með sér samkomulag um formlegt samstarf og samráð gegn brotasta...


 • 15. nóvember 2019

  Afhenti trúnaðarbréf gagnvart Eþíópíu og Afríkusambandinu

  Unnur Orradóttir Ramette afhenti í dag forseta Eþíópíu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands með aðsetur Kampala í Úganda. Síðdegis afhenti Unnur svo framkvæmdastjóra Afríkusambandsins trúnaðarbréf...


 • 15. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Aðgerðir til að koma í veg fyrir skattundanskot og tryggja virkt skattaeftirlit

  Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag í ríkisstjórn helstu atriði sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið að undanfarið með það að markmiði að koma í veg fyrir skattundanskot og tryggja v...


 • 15. nóvember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Starfshópur mótar tillögur gegn matarsóun

  Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að móta tillögur að aðgerðum gegn matarsóun. Markmiðið er að gerð verði heildstæð áætlun gegn matarsóun til næstu ára. Í aðgerðaáætlun ríkisst...


 • 15. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Þjóð undir þaki - húsnæðisþing 27. nóvember

  Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, boðar til húsnæðisþings þriðja árið í röð miðvikudaginn 27. nóvember næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Húsnæðisþingið er vettvangur fyrir a...


 • 15. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Ríkisstjórnin styrkir verkefni sem hefur það markmið að efla starf þriðja geirans og félagasamtaka hér á landi

  Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra og ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, að veita fjórar milljónir króna til samstarfs um að efla starf þriðja geirans o...


 • 15. nóvember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir í samráðsgátt

  Drög að frumvarpi til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir (PPP) hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en ...


 • 15. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Bein útsending frá heilbrigðisþingi

  Heilbrigðisþing er haldið í dag. Á fjórða hundrað manns eru skráð á þingið og komast færri að en vilja. Hér er hægt að fylgjast með þinginu í beinni útsendingu sem hefst kl. 9.00 með ávarpi Svandísar ...


 • 14. nóvember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Menntamál eru velferðarmál á heimsvísu

  Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði aðalráðstefnu framkvæmdastjórnar Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (e. UNESCO) í dag og ræddi þar um áherslur...


 • 14. nóvember 2019 Utanríkisráðuneytið

  Ísland ítrekar skuldbindingar á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðismála

  Fulltrúar Íslands áréttuðu áform ríkisstjórnarinnar um auknar aðgerðir á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis á alþjóðaráðstefnu um mannfjölda og þróun í Naíróbí í Kenya. Á fundum þeirra samhliða ráðst...


 • 14. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Skeiða- og Gnúpverjahreppur gengur til samninga um uppbyggingu hótels í Þjórsárdal

  Forsætisráðherra hefur í dag veitt samþykki sitt fyrir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur gangi til samninga við Rauðakamb ehf. um uppbyggingu hótels í hlíðum Rauðakambs í Þjórsárdal innan þjóðlendu s...


 • 14. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Þarfir í sjöunda veldi

  Guðlaug Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, hefur í störfum sínum á sjúkrahúsinu lagt áherslu á innleiðingu rauntímamæla, gæða og öryggisvísa. Hún hefur starfað við stjórnun...


 • 13. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Endurnýjun í úrskurðarnefnd um upplýsingamál

  Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað nýja nefndarmenn í úrskurðarnefnd um upplýsingamál í samræmi við 1. mgr. 21. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Skipunartími nefndarinnar er frá 19. n...


 • 13. nóvember 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Árangur Íslendinga afar góður í Horizon 2020

  Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, fundaði nýverið með Signe Ratso, varasviðsstjóra framkvæmdastjórnar ESB á sviði rannsókna og nýsköpunar, í tengslum við kynningarfund um nýsköpunars...


 • 13. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Lausnir 21. aldarinnar við langvinnum sjúkdómum - umfjöllunarefni á heilbrigðisþingi 2019

  Langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar eiga þátt í allt að 86% dauðsfalla í Vestur-Evrópu og taka til sín um 70-80% alls kostnaðar sem tengist heilbrigðismálum. Marga þessara sjúkdóma og dauðsfalla er ...


 • 13. nóvember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Tæpum fimmtán milljónum úthlutað til verslunar í strjálbýli

  Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 14,9 milljó...


 • 13. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Fjallað um lýðheilsu og mikilvægi heilsulæsis á heilbrigðisþingi

  Mikilvægi heilsulæsis í lýðheilsustarfi, jafnt í heilsueflingu og forvörnum verður umfjöllunarefni Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur sálfræðings og doktors í lýðheilsuvísindum, á heilbrigðisþinginu næstkom...


 • 12. nóvember 2019 Dómsmálaráðuneytið

  Uppfærð þýðing laga um meðferð sakamála

  Ensk þýðing laga um meðferð sakamála hefur verið uppfærð. Uppfærða þýðingu má finna hér á þessari slóð.


 • 12. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Ríkisstjórnin setur á fót stýrihóp um samræmingu viðbragða vegna fíkniefnamála

  Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að setja á fót stýrihóp um samræmingu viðbragða vegna fíkniefnamála. Stýrihópnum er ætlað að tryggja gott samstarf á milli ráðuneyta og stofnana í þessum...


 • 12. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Fjármála- og efnahagsráðherra skipar hæfnisnefnd vegna umsækjenda um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika

  Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað þriggja manna hæfnisnefnd í samræmi við ákvæði laga um Seðlabanka Íslands til að meta hæfni umsækjenda um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika. ...


 • 12. nóvember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Undirstöðugrein fyrir framkvæmdir: nám í jarðvinnu á teikniborðinu

  Komið verður á formlegu námi á framhaldsskólastigi í jarðvinnu. Samkomulag þess efnis var undirritað í gær en að því standa mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samtök iðnaðarins, Tækniskólinn og Félag ...


 • 12. nóvember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Samningar um sóknaráætlanir landshluta auka ábyrgð og völd í héraði

  Nýir sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga voru undirritaðir í dag. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna un...


 • 12. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Móttaka flóttafólks árið 2020

  Ríkisstjórn Íslands samþykkti þann 8. nóvember síðastliðinn tillögu flóttamannanefndar þess efnis að tekið yrði á móti 85 einstaklingum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Um er að...


 • 12. nóvember 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  MAST í átaksverkefni vegna afnáms leyfisveitingakerfisins

  Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), undirrituðu í dag samkomulag um átaksverkefni um aukið eftirlit í kjölfar afnáms leyfi...


 • 12. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Starfsstjórn tekin til starfa á Reykjalundi

  Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun. Starfsstjórnin hefur fullt sjálfstæði og ósk...


 • 11. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Forgangsröðun í fjárveitingum til umfjöllunar á heilbrigðisþingi 15. nóvember

  Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri bráða- og þróunarsviðs Sjúkrahússins á Akureyri er meðal fyrirlesara á heilbrigðisþingi næstkomandi föstudag.   Um erindi...


 • 11. nóvember 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Ráðherra ákveður heildarafla fyrir rækjuveiðar

  Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla fyrir rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi og í Arnarfirði. Reglugerðin er í samræmi við ráðgj...


 • 11. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Almannatryggingar í brennidepli

  Tryggingastofnun stendur fyrir opinni ráðstefnu á morgun, þriðjudaginn 12. nóvember, á Grand Hótel Reykjavík þar sem almannatryggingar verða í brennidepli. Athyglinni er beint að stöðunni í lífeyrismá...


 • 11. nóvember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Styrkjum úthlutað til uppsetningar öflugra hraðhleðslustöðva um allt land

  Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum að upphæð 227 milljónum króna til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið. Nýju stöðvarnar eru þrisvar sinnum aflmeiri en öflugustu stöðvarn...


 • 11. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Frú Vigdís Finnbogadóttir sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann á Akureyri

  Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði gesti á málþingi Háskólans á Akureyri á föstudaginn var um hin víðtæku áhrif Vigdísar Finnbogadóttur á samfélagið. Málþingið var haldið í tilefni þess að ...


 • 11. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Álit AGS eftir heimsókn til Íslands: Rétt hagstjórnarviðbrögð í kjölfar efnahagsáfalla

  Slökun í aðhaldi ríkisfjármála og lækkun stýrivaxta í kjölfar efnahagsáfalla fyrr á árinu voru rétt hagstjórnarviðbrögð af hálfu stjórnvalda og hafa mildað höggið á hagkerfið. Stoðir íslensks efnahags...


 • 11. nóvember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Ráðstefna um flutningalandið Ísland

  Íslenski sjávarklasinn, Samtök atvinnulífsins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið efna til ráðstefnunnar Flutningalandið Ísland í Hörpu fimmtudaginn 14. nóvember kl. 12.30-15.30. Boðið verður up...


 • 11. nóvember 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Endurskoðun tollskrár fyrir landbúnaðarvörur lokið

  Breytingar á tollskrá fyrir landbúnaðarvörur, með það að markmiði að gera skráningu og tollflokkun skýrari og aðgengilegri fyrir ýmis matvæli og aðrar landbúnaðarafurðir, er lokið og munu taka gildi 1...


 • 11. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Vel heppnuð rökræðukönnun um stjórnarskrána um helgina

  Rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar fór fram í Laugardalshöll um helgina. Þátttakendur voru á þriðja hundrað manns hvaðanæva af landinu en könnunin er hluti af almenningssamráði um endursk...


 • 09. nóvember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  47% aukning í útgáfu barnabóka

  Vísbendingar eru um aukna útgáfu bóka hér á landi, m.a. þegar horft er til skráðra titla í Bókatíðindum. Fyrr á þessu ári tóku gildi lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku en markmið þeirra er að ...


 • 08. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Moody´s hækkar lánshæfismat Íslands í A2: Meiri lækkun skulda og styrk umgjörð opinberra fjármála

  Meiri lækkun skulda en fordæmi eru um í öðrum ríkjum og styrk umgjörð opinberra fjármála Matsfyrirtækið Moody’s hækkaði í dag lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um eitt þrep í A2 úr A3. Horfu...


 • 08. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Byggt í Búðardal – hluti af aðgerðum stjórnvalda í húsnæðismálum

  Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að uppbyggingu á leiguhúsnæði ...


 • 08. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Framtíðarfyrirkomulag skimana fyrir krabbameinum

  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela heilsugæslunni að annast skimun fyrir leghálskrabbameinum og að skimun fyrir brjóstakrabbameini verði á hendi Landspítala og Sjúkrahúss...


 • 08. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Sótti evrópskan fund ráðherra fjármála og efnahagsmála

  Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sótti í dag árlegan fund ráðherra fjármála- og efnahagsmála í ríkjum Evrópusambandsins, Ecofin, og EFTA. Fundurinn fór fram í Brussel. Á fundinum var...


 • 08. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Tæknistefna island.is í samráðsgátt

  Drög að tæknistefnu island.is hafa verið lögð í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Stafrænt Ísland, sem vinnur að því að að aðstoða opinberar stofnanir við að bæta stafræna þjónustu, ætlar að hef...


 • 08. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Fyrsta skýrsla framtíðarnefndar um þróun samfélags komin út

  Fyrsta skýrsla framtíðarnefndar forsætisráðherra er komin út og fjallar hún um þróun atvinnulífs, umhverfis, byggðar og lýðfræðilegra þátta. Forsætisráðherra skipaði framtíðarnefndina um mitt ár 2018...


 • 07. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Rökræðukönnun um stjórnarskrá um helgina

  Rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar verður haldin 9. til 10. nóvember nk. í Laugardalshöll með þátttöku 300 manna hóps hvaðanæva af landinu. Könnunin er hluti af almenningssamráði um endu...


 • 07. nóvember 2019 Dómsmálaráðuneytið

  Evrópska handtökuskipunin tekur gildi

  Samningur Íslands, Noregs og Evrópusambandsins um málsmeðferð við afhendingu milli aðildarríkja Evrópusambandsins og Íslands og Noregs (hin svokallaða evrópska handtökuskipun), sem undirritaður var 28...


 • 07. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Forsætisráðherra flutti ávarp á tíundu Sjávarútvegsráðstefnunni

  Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fjallaði um íslenskan sjávarútveg í samhengi við íslenskt samfélag og íslenska sjálfsmynd í ávarpi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni. Hún rifjaði upp sögu sjávarút...


 • 07. nóvember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Forvarnarstarf og öryggismál í skólum

  Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur nú sent bréf til allra grunn- og framhaldsskóla með leiðbeinandi viðmiðum um forvarnarfræðslu í skólum og hvatningu þess efnis að skólar fari vel yfir öryggisfe...


 • 07. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Heilsugæslustöðvar á Akureyri verði tvær

  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að við endurnýjun húsnæðis fyrir heilsugæsluþjónustu á Akureyri verði gert ráð fyrir tveimur starfsstöðvum heilsugæslu í bænum. Miðað er við að...


 • 07. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Beint streymi: Norræn ráðstefna um nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu

  Norræn ráðstefna um nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu fer nú fram á Grand Hótel undir yfirskriftinni „The Working Conditions of Tomorrow.“ Á ráðstefnunni er fjallað um: bre...


 • 07. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Tekið á móti flóttafólki í Mosfellsbæ

  Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var í gær viðstaddur formlega móttöku flóttafólks frá Kenía í Mosfellsbæ. Fólkið er hluti af 25 manna hópi sem kom til landsins 12. september síð...


 • 06. nóvember 2019 Dómsmálaráðuneytið

  Viðmiðunarreglur um niðurfellingu sakarkostnaðar

  Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út nýjar viðmiðunarreglur um niðurfellingu sakarkostnaðar. Viðmiðunarreglurnar koma í stað viðmiðunarreglna sem gefnar voru út árið 2015. Upplýsingar um viðmiðunarregl...


 • 06. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Börn buðu ráðherrum á barnaþing í Alþingishúsinu í dag

  Börn, sem verða fulltrúar á barnaþingi 21. nóvember nk., afhentu ráðherrum ríkisstjórnarinnar og forseta Alþingis boðsbréf á barnaþingið í dag í Alþingishúsinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra...


 • 06. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Mælt fyrir frumvarpi um neyslurými á Alþingi

  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um ávana- og fíkniefni á Alþingi í gær. Með frumvarpinu er sveitarfélögum veitt heimild til að stofna og reka svo...


 • 06. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Fjallað um framhaldsmenntun lækna og mönnun til framtíðar

  Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem kanna á stöðu framhaldsmenntunar lækna hér á landi og koma með tillögur að því hvernig tryggja megi nægilegt framboð lækna með framhaldsmenntun svo unnt...


 • 06. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Forsætisráðherra tekur formlega við námusvæðinu í Bolaöldum

  Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók formlega við námusvæðinu í Bolaöldum í heimsókn í þjóðlenduna Ölfusafrétt og Selvogsafrétt í sveitarfélaginu Ölfusi í morgun. Forsætisráðherra gekk um svæði...


 • 06. nóvember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa haldinn 17. nóvember

  Árleg alþjóðleg minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa verður haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 17. nóvember kl. 14. Sambærilegar athafnir verða haldnar víða ...


 • 06. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Aukið samstarf við börn í mótun

  Laura Lundy, prófessor við Queen‘s háskóla í Belfast og einn helsti sérfræðingur samtímans þegar kemur að þátttöku barna í stefnumótun og ákvarðanatöku, var gestur á sérstakri vinnustofu sem umboðsma...


 • 06. nóvember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Íslensku menntaverðlaunin veitt á ný

  „Það er mikilvægt að við vekjum athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi hér á landi og beinum kastljósinu að því frábæra fólki sem vinnur að umbótum í menntamálum. Íslensku mennta...


 • 06. nóvember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Mikil starfsánægja í íslenskum leikskólum

  Kennarar, skólastjórnendur og starfsfólk leikskóla tóku í fyrsta sinn þátt í alþjóðlegri rannsókn á leikskólastiginu (e. TALIS) vorið 2018 og voru niðurstöður hennar kynntar á dögunum. Í rannsókninni ...


 • 06. nóvember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Betri og réttlátari stuðningur við námsmenn: frumvarp um Menntasjóð námsmanna

  Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir frumvarpi um Menntasjóð námsmanna sem mun koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Frumvarpið felur í sér grundvall...


 • 05. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Forsætisráðherra afhenti Finni Dellsén Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

  Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti Finni Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2019 á Rannsóknarþingi RANNÍS í dag. Rannsókn...


 • 05. nóvember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Ísland skipar ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála

  Aðalbjörg Egilsdóttir hefur verið kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa í málaflokknum. Umhverfis- og ...


 • 05. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Óseldar íbúðir ÍLS á Ólafsvík fara í útleigu

  Óseldar íbúðir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á Ólafsvík, Hellissandi og öðrum stöðum innan Snæfellsbæjar munu á næstunni færast til leigufélagsins Bríetar, en það leigir út húsnæði á hagstæðu verði á landsbyg...


 • 05. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Áhugavert erindi landlæknis á heilbrigðisþinginu 15.nóvember

  Dr. Alma D. Möller landlæknir verður meðal fyrirlesara á heilbrigðisþinginu 15. nóvember. Hér eru upplýsingar um bakgrunn hennar og um hvað hún mun fjalla í erindi sínu þar sem hún mun beina sjónum ...


 • 05. nóvember 2019 Dómsmálaráðuneytið

  Kosningaréttur Íslendinga búsettra erlendis

  Íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili í útlöndum lengur en í 8 ár, hafa flutt frá Íslandi fyrir 1. desember 2011 verða að sækja um til Þjóðskrár Íslands um að verða teknir á kjörskrá. Umsó...


 • 05. nóvember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Átak í kynningu á námi í netöryggisfræðum fyrir íslenskt námsfólk

  Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur undanfarin ár unnið að því að koma á samstarfi um netöryggisnám og rannsóknir á milli íslenskra háskóla og erlendra. Í tilefni af evrópska netöryggism...


 • 05. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Frumvarp til laga um vernd uppljóstrara afgreitt úr ríkisstjórn

  Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til laga um vernd uppljóstrara verði lagt fram á Alþingi sem stjórnarfrumvarp. Markmið frumvarpsins...


 • 04. nóvember 2019 Utanríkisráðuneytið

  Íslendingum og Bretum áfram kleift að flytjast milli ríkjanna

  Íslensk og bresk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um fólksflutninga milli ríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) og Evrópska efnahagssvæðinu (EES), fari svo að útgangan verði ...


 • 04. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Fyrsti fundur nýs Þjóðhagsráðs haldinn í dag

  Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, stýrði í dag fyrsta fundi nýs Þjóðhagsráðs í dag. Hagstjórn, velsældarmælikvarðar, greiðsluþátttaka sjúklinga og grænir skattar voru til umræðu á fundinum. ...


 • 04. nóvember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Drög að reglugerðum er varða mat á umhverfisáhrifum í umsagnarferli

  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingum á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi. Breytingarnar eru gerðar til að ljúka innleiðingu Ev...


 • 02. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Félags- og barnamálaráðherra leggur fram breytingar á almenna íbúðakerfinu

  Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, lagði í gær fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um almennar íbúðir. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögunum í ljósi þeirrar ...


 • 01. nóvember 2019 Utanríkisráðuneytið

  Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins

  Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti ávarp á stofnfundi Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins sem tók formlega til starfa í dag. Stofnfélagar eru rúmlega fjörutíu fyrirtæki sem starfa m....


 • 01. nóvember 2019 Utanríkisráðuneytið

  Áhersla á að miðla af reynslu Íslands í jafnréttismálum

  Jafnrétti til útflutnings var yfirskrift ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið stóð fyrir í samvinnu við Uppbyggingarsjóð EES, Portúgal og Noreg, í gær og í dag. Um 120 manns frá 20 ríkjum tóku þátt í ráð...


 • 01. nóvember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Netöryggiskeppni íslenskra ungmenna hafin

  Netöryggiskeppni íslenskra ungmenna (Níu), sem einnig gengur undir heitinu Nían, hófst í dag en um er að ræða fyrstu keppni sinnar tegundar á Íslandi. Markmið keppninnar er að leita að ungu fólki sem ...


 • 01. nóvember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Nýr þjóðleikhússtjóri skipaður

  Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson í embætti þjóðleikhússtjóra. Skipanin gildir í fimm ár, frá og með 1. janúar 2020. Magnús Geir stunda...


 • 01. nóvember 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Nýr ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti

  Ákveðið hefur verið að skipa Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Skipað er í embættið til fimm ára frá og með 1. desember nk. Páll hefur fjölþætta menntun og...


 • 01. nóvember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Möguleikar hringrásarhagkerfisins kannaðir á Norðurlöndunum

  Norrænir umhverfis- og loftslagsráðherrar hafa ákveðið að láta kanna þau tækifæri sem felast í hringrásarhagkerfinu og hvaða aðgerðir þarf að ráðast í til að hrinda því í framkvæmd á Norðurlöndunum. Á...


 • 01. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

  Forsætisráðherra afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs

  Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í gær. Að þessu sinni voru það þrír aðilar sem hlutu viðurkenninguna: Rótin – félag um málefni kvenna með áfengi...


 • 01. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Öflugur vinnumarkaður krefst ólíkra einstaklinga

  „Þú vinnur með ADHD“ er yfirskrift málþings um ADHD og vinnumarkaðinn sem haldið er á Grand hótel í dag á vegum ADHD samtakanna. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setti málþi...


 • 01. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Heimahjúkrun efld með 130 m.kr. viðbótarframlagi

  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita samtals 130 milljónir króna af fjárlögum þessa árs til að styrkja mönnun í heimahjúkrun og auka þjónustuna, meðal annars með stuðningi ...


 • 01. nóvember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Áform um friðlýsingu votlendissvæðis Fitjaár í Skorradal í kynningu

  Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu votlendis og óshólma Fitjaár í Skorradal sem friðland. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Skorradalshrepp. Víðlent votle...


 • 01. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Ríkisstjórnin styrkir þáttaröðina „Hvað getum við gert?”

  Ríkisstjórnin mun styrkja þáttaröðina „Hvað getum við gert?“ um 10 millj. kr. af ráðstöfunarfé sínu. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þáttaröðin er framhald af þáttaröðinni „Hvað hö...


 • 01. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Viðamesta könnun á geðræktarstarfi í skólum sem gerð hefur verið

  Embætti landlæknis hefur gefið út nýja skýrslu um niðurstöður landskönnunnar á geðrækt, forvörnum og stuðningi við börn og ungmenni í skólastarfi á Íslandi. Könnunin var lögð fyrir á fyrri hluta þess...


 • 01. nóvember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Umsækjendur um embætti forstjóra Umhverfisstofnunar

  Tólf umsækjendur sóttu um embætti forstjóra Umhverfisstofnunar, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 12. október síðastliðinn. Umsækjendur eru: Aðalbjörg ...


 • 01. nóvember 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Leyfisveitingagátt Ferðamálastofu virk á vefnum Ísland.is

  Nú er leyfisveitingagátt Ferðamálastofu virk á vefnum Ísland.is. Með breytingunni er umsóknarferlið orðið rafrænt og vottorð eru nú sótt sjálfvirkt auk þess sem umsækjendur geta vistað umsóknir og hal...


 • 01. nóvember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Aukin samvinna hins opinbera og atvinnulífs mikilvæg til að verjast netglæpum

  Fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum stendur mikil ógn af netárásum og ýmis konar netsvikum óprúttinna aðila. Reynslan sýnir að hver sem er geti orðið fyrir slíku, hvenær sem er. Hættan af ne...


 • 31. október 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Dr. Göran Hermerén á heilbrigðisþinginu 15. nóvember

  Dr. Göran Hermerén, prófessor emeritus við háskólann í Lundi í Svíþjóð flytur inngangserindi heilbrigðisþingsins 2019 sem haldið verður 15. nóvember næstkomandi.  Göran Hermerén er heimspekingur ...


 • 31. október 2019 Heilbrigðisráðuneytið

  Aukin þjónusta með opnun endurhæfingarrýma á Sauðárkróki

  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) um að koma á fót aðstöðu með allt að fjórum rýmum til almennrar endurhæfingar við s...


 • 31. október 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Skýrslur um örplast og lyfjaleifar í íslensku umhverfi kynntar

  Tvær skýrslur sem unnar voru fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið voru kynntar á málþingi sem fram fór í dag. Annars vegar er um að ræða samantekt Sjávarlíftæknisetursins Biopol um helstu uppsprettu...


 • 31. október 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

  Sigurður Ingi flutti skýrslur um norrænt samstarf á þingi Norðurlandaráðs

  Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, flutti skýrslur um norrænt samstarf á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í dag. Í þeim er greint frá þv...


 • 31. október 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Smiðjur sem efla tæknilæsi og kveikja sköpunarkraft

  Unnið er að markvissari uppbyggingu á stafrænum smiðjum hér á landi. Slíkar smiðjur, kenndar við Fab Lab (e. Fabrication Laboratory) eru nú átta talsins og var sú fyrsta stofnuð í Vestmannaeyjum 2007....


 • 31. október 2019 Utanríkisráðuneytið

  Jafnrétti til útflutnings

  Í dag og á morgun efnir utanríkisráðuneytið til ráðstefnunnar Jafnrétti til útflutnings í samvinnu við Uppbyggingarsjóð EES, Portúgal og Noreg. Ætlunin er að kynna hvað íslensk samtök og stofnanir haf...


 • 30. október 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  Hvatt til notkunar vistvænna samgöngumáta með lægri álögum

  Birt hafa verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.). Verði till...


 • 30. október 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Norræn ráðstefna á Grand Hótel: Nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu

  Norræn ráðstefna um nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu verður haldin á Grand Hótel 7. nóvember næstkomandi undir yfirskriftinni „The Working Conditions of Tomorrow.“ Á síðustu árum h...


 • 30. október 2019 Utanríkisráðuneytið

  Björn Bjarnason höfundur nýrrar skýrslu um norræna alþjóða- og öryggissamvinnu

  Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er staddur í Stokkhólmi þar sem hann tekur þátt í dagskrá Norðurlandaráðsþings sem fer fram í Stokkhólmi 29.-31. október. Guðlaugur Þór tók þátt í umræðu þing...


 • 30. október 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna fjarvinnslustöðva

  Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru vegna fjarvinnslustöðva, sbr. aðgerð B.8 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Markmið aðgerðarin...


 • 30. október 2019 Forsætisráðuneytið

  Forsætisráðherra situr Norðurlandaráðsþing

  Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sótti Norðurlandaráðsþing sem var sett í Stokkhólmi í gær. Forsætisráðherra tók þar þátt í störfum þingsins og í þemaumræðu forsætisráðherra fjallaði hún um lýðr...


 • 30. október 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Norrænt menningarsamstarf og mikilvægi tungumála

  Viðfangsefni fundar Norrænu ráðherranefndarinnar um menningarmál í dag var þróun norræns menningarsamstarfs til framtíðar og hvernig stuðla megi að sjálfbærri þróun í anda nýrrar framtíðarsýnar Norræn...


 • 30. október 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof í samráðsgátt

  Frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnafrestur er til 12. nóvember 2019. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að samanlagður réttur f...


 • 30. október 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Aukið norrænt samstarf í málefnum hafs og loftslags

  Norrænir umhverfis- og loftslagsráðherrar undirrituðu í dag yfirlýsingu um sjálfbærni í hafmálum á Norðurlöndum og nauðsyn þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga á hafið en fundur þeirra stendur ...


 • 30. október 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins

  Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins fagna 20 ára afmæli sínu um þessar mundir. Þau eru veitt annað hvort ár með það að markmiði að efla útgáfu barna- og ungmennabóka í löndunum þremur; Íslandi, Græn...


 • 30. október 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

  Áform um lagasetningu um plastvörur kynnt

  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Markmið frumvarpsins verður að draga úr áhrifum plasts á um...


 • 30. október 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

  Greinargerð um svæðisbundna flutningsjöfnun

  Byggðastofnun hefur gefið út greinargerð um styrki vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar sem veittir eru í samræmi við lög frá 2011 til að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsby...


 • 30. október 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Kristján Þór heimsótti sjávarútvegssýninguna í Qingdao

  Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimsótti í dag sjávarútvegssýninguna China Fisheries & Seafood Expo sem nú stendur yfir í Qingdao&...


 • 30. október 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Námsframboð eykst í Vestmannaeyjum: íþróttafræði á háskólastigi

  Samstarfssamningur Vestmannaeyjabæjar, Háskólans í Reykjavík og mennta- og menningarmálaráðuneytis um íþróttafræðinám var undirritaður á dögunum í heimsókn ráðherra til Vestmannaeyja. Námið hefst næst...


 • 29. október 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  Menningarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2019

  Menningarverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í Stokkhólmi í kvöld. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þingmanna Norðurlandanna og veitir ráðið fimm verðlaun á hverju ári: bókmenntaverðlaun, kvikm...


 • 29. október 2019 Félagsmálaráðuneytið

  Uppfærð neysluviðmið

  Neysluviðmiðin eru nú uppfærð í áttunda sinn á vef félagsmálaráðuneytisins eftir upprunalega birtingu árið 2011. Neysluviðmiðin eru að þessu sinni uppfærð á grunni rannsóknar Hagstofu Íslands á ...


 • 29. október 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

  Lokafundur samstarfsráðherra á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni

  Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, stýrði í morgun fimmta og síðasta fundi samstarfsráðherra á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.  Framtíðarsý...


 • 29. október 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Vilji til að auka innflutning til Kína ​

  Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í morgun fund með Zhang Jiwen, vararáðherra Kína á sviði tollamála og eftirlits með innflutningi matvæla. Á fundinum lýstu Kínversk s...


 • 29. október 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

  Íslandi heimilt að setja viðbótartryggingar vegna svína- og nautakjöts

  Beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar varðandi salmonellu vegna innflutnings á svína- og nautakjöti, var...


Sjá leiðbeiningar um leitina. Leitin nýtir sér opin gögn frá BÍN

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira