Neytendamál eru, eðli málsins samkvæmt, málaflokkur sem hríslast víða um stjórnkerfið. Hefðbundin skilgreining á neytenda er þegar einstaklingur kaupir vöru og þjónustu, án þess að kaupin séu liður í atvinnustarfsemi hans, af söluaðila sem selur vöruna eða þjónustuna í atvinnuskyni. Neytendamál eru þau mál sem falla undir þessa lýsingu og gefur því að skilja að nánast allar ríkisstofnanir sem sjá um opinbert eftirlit með viðskiptum og atvinnustarfsemi eiga við neytendamál beint eða óbeint.
Ein stofnun innan stjórnsýslunnar vinnur beint að hagsmunum neytenda á Íslandi, Neytendastofa. Neytendastofa sér um opinbert eftirlit með neytendatengdum lögum, vöruöryggi og mælifræði. Ýmsar aðrar ríkisstofnanir sjá um eftirlit með neytendatengdum málum með beinum eða óbeinum hætti og má þar nefna Fjármálaeftirlitið, Póst- og fjarskiptastofnun og Samgöngustofu (t.d. varðandi réttindi flugfarþega) Aðrar almennar eftirlitsstofnanir ss. Lyfjastofnun, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun sinna eftirliti með neytendatengdum vörum.
Neytendasamtökin hafa verið starfrækt frá árinu 1953 og vinna samtökin að réttindum neytenda á marga vegu. Samtökin hafa til dæmis rekið leiðbeiningar- og kvörtunarþjónustu.
Hagsmunasamtök heimilanna leggja sérstaka áherslu á réttindi neytenda á fjármálamarkaði.
Verkefni á sviði neytendamála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun: Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla innanríkismála.
Neytendamál
Neytendamál eru, eðli málsins samkvæmt, málaflokkur sem hríslast víða um stjórnkerfið. Hefðbundin skilgreining á neytenda er þegar einstaklingur kaupir vöru og þjónustu, án þess að kaupin séu liður í atvinnustarfsemi hans, af söluaðila sem selur vöruna eða þjónustuna í atvinnuskyni. Neytendamál eru þau mál sem falla undir þessa lýsingu og gefur því að skilja að nánast allar ríkisstofnanir sem sjá um opinbert eftirlit með viðskiptum og atvinnustarfsemi eiga við neytendamál beint eða óbeint.
Neytendastofa
Ein stofnun innan stjórnsýslunnar vinnur beint að hagsmunum neytenda á Íslandi, Neytendastofa. Neytendastofa sér um opinbert eftirlit með neytendatengdum lögum, vöruöryggi og mælifræði. Ýmsar aðrar ríkisstofnanir sjá um eftirlit með neytendatengdum málum með beinum eða óbeinum hætti og má þar nefna Fjármálaeftirlitið, Póst- og fjarskiptastofnun og Samgöngustofu (t.d. varðandi réttindi flugfarþega) Aðrar almennar eftirlitsstofnanir ss. Lyfjastofnun, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun sinna eftirliti með neytendatengdum vörum.
Neytendasamtökin
Neytendasamtökin hafa verið starfrækt frá árinu 1953 og vinna samtökin að réttindum neytenda á marga vegu. Samtökin hafa til dæmis rekið leiðbeiningar- og kvörtunarþjónustu.
Hagsmunasamtök heimilanna
Hagsmunasamtök heimilanna leggja sérstaka áherslu á réttindi neytenda á fjármálamarkaði.
Verkefni á sviði neytendamála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun:
- Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla innanríkismála
Nánar um neytendamál
Fréttir
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðOpinn fundur um leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands 01.03.2021
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðVerkefni Efnagreininga flytjast til Hafrannsóknastofnunar 14.12.2020
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Tillaga til þingsályktunar
Neytendastofa
Neytendastofa er ein þeirra eftirlitsstofnana sem hafa eftirlit með viðskiptalífinu og lögum frá Alþingi sem sett eru vegna öryggis og réttinda neytenda.
Gagnlegir tenglar
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.