Samstarfsráðherra Norðurlanda
Ungt fólk
Á NORÐURLÖNDUM
Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar er að Norðurlönd eigi að vera besti staður í heimi fyrir börn og ungmenni. Norrænu ríkin bera ábyrgð á yngstu borgurunum sínum, bæði þeim sem eru fæddir hér og þeim sem hafa ferðast hingað. Þess vegna verður í íslensku formennskunni lögð áhersla á ungt fólk á sviði menntunar, menningar og heilbrigði.
Sjálfbær ferðamennska
Í NORÐRI
Ferðamennska á Norðurlöndum hefur verið í örum vexti undanfarin ár. Samspilið milli náttúru, menningar og sögu ásamt fjárfestingu í innviðum hefur skapað mikinn vöxt í ferðaþjónustunni. En heilbrigt jafnvægi milli vaxtar og verndar gegnum sjálfbæra ferðamennsku verður að vera fyrir hendi.
Hvað gerum við
Samstarfsráðherra Norðurlanda er sá ráðherra í ríkisstjórnum Norðurlandanna sem fer með ábyrgð á norræna ríkisstjórnarsamstarfinu innan Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir hönd forsætisráðherra hvers lands.
Samstarf
Samstarfsráðherra Norðurlanda
VEKJUM ATHYGLI Á...
Styttu þér leið...
Viltu fræðast um...
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.