Samfélagsöryggi og afnám stjórnsýsluhindrana á fundi samstarfsráðherra Norðurlanda
13.06.2025Auðvelda á stafræna þjónustu þvert á landamæri og stafrænan hreyfanleika einstaklinga.
Auðvelda á stafræna þjónustu þvert á landamæri og stafrænan hreyfanleika einstaklinga.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, sótti árlegan fund norrænna dómsmálaráðherra...
Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa markað framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf til ársins 2030 um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Til að ná því markmiði er lögð áhersla á græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Samstarfið í Norrænu ráðherranefndinni á að þjóna því markmiði og hafa verið samþykktar pólitískar áherslur og fjórtán samstarfsáætlanir ráðherranefndanna á mismunandi sviðum sem gilda fyrir tímabilið 2025-2030.
Afnám stjórnsýsluhindrana er mikilvægur þáttur í þeirri stefnu að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030 svo íbúar geti óhindrað ferðast, stundað nám, starfað og stundað atvinnurekstur hvar sem er á Norðurlöndum. Það krefst þess að sem flestar stjórnsýsluhindranir milli landanna verði afnumdar og að nýjar skjóti ekki upp kollinum. Stjórnsýsluhindranaráðið gegnir þar mikilvægu hlutverki.
Um upplýsingaþjónustuna Info Norden
Áætlun um frjálsa för á Norðurlöndum 2025-2030
Stjórnsýsluhindranaráðið
Samstarfsráðherra Norðurlanda er sá ráðherra í ríkisstjórnum Norðurlandanna sem fer með ábyrgð á norræna ríkisstjórnarsamstarfinu innan Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir hönd forsætisráðherra hvers lands.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.