Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Síðumúla 24
108 Reykjavík
Sími: 545 8100
Netfang: [email protected]
Kt. 521218-0610

Afgreiðsla ráðuneytisins er opin virka daga kl. 8.30–16.00.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tók til starfa 1. febrúar 2022 í samræmi við forsetaúrskurð um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess.

Verkefni félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins varða félags- og fjölskyldumál, lífeyristryggingar, almannatryggingar, vinnumál og undir ráðuneytið heyrir úrskurðarnefnd velferðarmála. Árið 2022 tók auk þess til starfa ný sjálfstæð eftirlitsstofnun, Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd heyrir auk þess undir ráðuneytið.

Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. Ráðuneytisstjóri er Gissur Pétursson.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Hvað felst í breytingunum á örorkulífeyriskerfinu?

Sjá vef um breytingarnar

Markmiðið er að bæta afkomu þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri, einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum, auka hvata til atvinnuþátttöku og gera örorkulífeyriskerfið skilvirkara, gagnsærra og réttlátara. 

Stefnumótun í málefnum innflytjenda á Íslandi

Tímamót í málefnum innflytjenda

Stefnumótun í málefnum innflytjenda á Íslandi stendur nú yfir. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska ríkið mótar sér stefnu á málefnasviðinu. Í maí 2024 kom út hvítbók sem inniheldur drögin að stefnunni og OECD hefur unnið viðamikla úttekt þessu tengt.

Hvað gerum við?

Verkefni félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins varða meðal annars velferðar- og fjölskyldumál, vinnumarkaðsmál og málefni innflytjenda. 

Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess.

Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. 

Nánar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra

Félags- og vinnumarkaðsráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson tók við embætti félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 28. nóvember 2021. Hann gegndi embætti umhverfis- og auðlindaráðherra frá 30. nóvember 2017 til 28. nóvember 2021, sem utanþingsráðherra fyrir Vinstrihreyfinguna – Grænt framboð.

- Nánar...

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum