Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Með innleiðingu staðalsins geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 er stjórnunarstaðall fyrir jafnlaunakerfi. Staðallinn nýtist öllum fyrirtækjum og stofnunum óháð stærð, starfsemi, hlutverki og kynjahlutfalli. Hann tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns. Jafnlaunastaðallinn ÍST 85 er til sölu hjá Staðlaráði Íslands.
Vottunaraðili metur hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt og þar með unnt að veita viðkomandi fyrirtæki eða stofnun jafnlaunavottun.
Lesaðgangur að staðlinum ÍST 85 er opinn öllum á Íslandi með ákveðnum skilmálum samkvæmt samningi milli Staðlaráðs Íslands og stjórnvalda.
Umsjón
Meðal verkefna Jafnréttisstofu er að hafa umsjón með umsýslu jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar, sbr. 9. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, annast eftirlit með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu, sbr. 10. gr. sömu laga, og veita jafnlaunastaðfestingu, sbr. 8. gr. sömu laga.
Lög, reglur og leiðbeiningar um jafnlaunavottun
- Lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna
- Reglugerð um framkvæmd jafnlaunastaðfestingar og eftirlit Jafnréttisstofu
- Reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85 nr. 1030/2017
- Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85
- Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85
- Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1030/2017 (Tímamörk varðandi innleiðingu)
- Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1030/2017, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85. (bráðabirgða starfsleyfi fyrir vottunaraðila)
- Reglur um notkun jafnlaunamerkis
- Sértæk viðmið fyrir vottunaraðila jafnlaunastaðalsins ÍST 85
Jafnlaunastefna Stjórnarráðs Íslands
Jafnlaunastefna þessi tekur til allra ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki í Stjórnarráðinu þau réttindi varðandi launajafnrétti sem kveðið er á um í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Ráðuneytin greiða laun eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera óháð kyni. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjara- og stofnanasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.
Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu Stjórnarráðsins skuldbinda öll ráðuneyti sig til að:
- Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins íST 85 og öðlast jafnlaunavottun í samræmi við lög nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
- Framkvæma launagreiningu og kynna niðurstöðu ásamt jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki árlega.
- Bregðast við ef kröfur staðalsins eru ekki uppfylltar þ. á m. óútskýrðum kynbundnum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
- Framkvæma árlega rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.
- Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega að þeim sé hlítt.
- Tryggja að jafnlaunastefna þessi sé aðgengileg á ytri vef Stjórnarráðsins.
Samþykkt á fundi ráðuneytisstjóra 23. október 2020
Forsagan
Jafnlaunastaðallinn er afurð samstarfs stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og má segja að hann sýni sameiginlegan vilja allra aðila til að koma á og viðhalda jafnrétti launa.
Nánar um forsöguna...
Jafnlaunamerkið
Jafnlaunamerkið verður veitt þeim vinnustöðum sem hafa hlotið vottun á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 af þar til bærum aðila.
Nánar um merkið...Ferli innleiðingar
Ferli sem hægt er að fylgja við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.
Nánar um ferlið...
EMBLA - launagreiningartól
Embla er starfaflokkunar- og launagreiningartól sem nýta má í vinnu við innleiðingu jafnlaunastaðalsins og við gagnavinnslu vegna jafnlaunastaðfestingar.
Algengar spurningar
Verkfærakista
Hér er að finna skjöl sem þróuð hafa verið til að auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðalsins.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Staðallinn
EMBLA - launagreiningartól
Jafnlaunavottun
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.