Hoppa yfir valmynd

Mannréttindi

Mannréttindi eru réttindi sem í eðli sínu eiga við um alla menn, hverrar þjóðar sem þeir eru, óháð búsetu, kyni, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, tungumáli eða annarri stöðu. Við eigum öll jafnan rétt til að njóta mannréttinda án mismununar. Þessi réttindi eru fjölbreytt en samtengd og oft óaðskiljanleg. 

Mannréttindi eru því ekki réttindi sem eru veitt með lögum eða ráðast af lagalegum skilgreiningum heldur byggjast þau á þeim gildum og siðferðilegu kröfum sem réttarkerfið byggir á. Mannréttindi eru hinsvegar oft skilgreind og tryggð með lögum, þ. á m. með samningum og öðrum heimildum þjóðaréttar. Í alþjóðlegri löggjöf er mælt fyrir um skyldur stjórnvalda til þess að starfa á ákveðinn hátt í því skyni að stuðla að verndun mannréttinda einstaklinga eða hópa og geta skyldur þessar verið bæði neikvæðar og jákvæðar. Þannig mega stjórnvöld ekki brjóta mannréttindi borgaranna og þurfa jafnframt að grípa til tiltekinna aðgerða til að vernda einstaklinga og hópa gegn mannréttindabrotum. Á sama tíma geta ríki þurft að standa að tilteknum aðgerðum til þess að tryggja að vissir hópar eða einstaklingar eigi auðveldara með eða geti með fullnægjandi hætti nýtt sér mannréttindi sín.

Dómsmálaráðuneytið hefur yfirumsjón með lagabreytingum þegar þeirra er þörf vegna þjóðréttarlegra skuldbindinga og skýrslugjöf til nefnda um framkvæmd þeirra mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að.

Ríkislögmaður fer með fyrirsvar Íslands gagnvart Mannréttindadómstóli Evrópu.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira