Mannréttindi
Mannréttindi eru réttindi sem í eðli sínu eiga við um allar manneskjur, hverrar þjóðar sem þær eru, óháð búsetu, kyni, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, tungumáli eða annarri stöðu. Við eigum öll jafnan rétt til að njóta mannréttinda án mismununar. Þessi réttindi eru fjölbreytt en samtengd og oft óaðskiljanleg.
Mannréttindi eru því ekki réttindi sem eru veitt með lögum eða ráðast af lagalegum skilgreiningum heldur byggjast þau á þeim gildum og siðferðilegu kröfum sem réttarkerfið byggir á. Mannréttindi eru hinsvegar oft skilgreind og tryggð með lögum, þ. á m. með samningum og öðrum heimildum þjóðaréttar. Í alþjóðlegri löggjöf er mælt fyrir um skyldur stjórnvalda til þess að starfa á ákveðinn hátt í því skyni að stuðla að verndun mannréttinda einstaklinga eða hópa og geta skyldur þessar verið bæði neikvæðar og jákvæðar. Þannig mega stjórnvöld ekki brjóta mannréttindi borgaranna og þurfa jafnframt að grípa til tiltekinna aðgerða til að vernda einstaklinga og hópa gegn mannréttindabrotum. Á sama tíma geta ríki þurft að standa að tilteknum aðgerðum til þess að tryggja að vissir hópar eða einstaklingar eigi auðveldara með eða geti með fullnægjandi hætti nýtt sér mannréttindi sín.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur yfirumsjón með lagabreytingum þegar þeirra er þörf vegna þjóðréttarlegra skuldbindinga og skýrslugjöf til nefnda um framkvæmd þeirra mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að.
Mannréttindi varða Stjórnarráðið í heild, stjórnsýsluna og sveitarfélög landsins og því er öflug samvinna um málaflokkinn nauðsynleg. Stýrihópur Stjórnarráðsins er formlegur samráðsvettvangur sem þjónar því markmiði að tryggja stöðugleika í verklagi og fasta aðkomu allra ráðuneyta að mannréttindamálum.
Ríkislögmaður fer með fyrirsvar Íslands gagnvart Mannréttindadómstóli Evrópu.
Hér á vefnum er að finna yfirlit yfir alla helstu mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að ásamt gagnlegum upplýsingum tengdum hverjum samningi. Einnig eru upplýsingar um Mannréttindadómstól Evrópu og áherslur Íslands á mannréttindi í utanríkisstefnunni. Þá er sérstök síða tileinkuð allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi, þar má sjá þau tilmæli sem Íslandi bárust við síðustu úttekt og hvort brugðist hafi verið við þeim.
Fréttir
- UtanríkisráðuneytiðUtanríkisráðherra í Genf vegna framboðs Íslands til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna 26. júní 2024
- UtanríkisráðuneytiðMannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna endurnýjar ályktun um stöðu mannréttinda í Íran05. apríl 2024
Alþjóðlegir mannréttindasamningar
Yfirlit yfir mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Á undirsíðum eru helstu upplýsingar um samninginn ásamt skýrslum Íslands og athugasemdum eftirlitsaðila.
Mannréttindadómstóll Evrópu
Upplýsingar um dómstólinn og leiðbeiningar varðandi kæruferlið. Á síðunni er einnig að finna tengla á alla dóma og efnislega úrskurði í málum er varða Ísland.
Skýrslur Íslands og athugasemdir eftirlitsstofnana
Allar skýrslur Íslands og athugasemdir hinna ýmsu eftirlitsstofnana í tengslum við þá mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að.
Allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna (UPR)
Um úttektarferlið, skýrslur Íslands um stöðu mannréttindamála og niðurstöður Mannréttindaráðs SÞ vegna fyrri úttekta. Einnig um stöðu tilmæla sem beint hefur verið til Íslands.
Mannréttindi í utanríkisstefnunni
Umfjöllun um áherslur Íslands á mannréttindi í utanríkisstefnunni.
Stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi
Stýrihópur Stjórnarráðsins er formlegur samráðsvettvangur sem tryggja á stöðugleika í verklagi og fasta aðkomu allra ráðuneyta að mannréttindamálum.
Mannréttindi
Sjá einnig:
Helstu lög
Nefndir
Stofnanir
Annað gagnlegt efni
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.