Hoppa yfir valmynd

Grænbók um mannréttindi

Grænbók um mannréttindi ásamt fylgiriti um mannréttindastofnanir var birt í samráðsgátt stjórnvalda í byrjun árs. Frestur til að skila umsögnum og ábendingum var til og með 13. febrúar 2023.

Grænbók er yfirlit yfir stöðumat og valkosti og er undanfari frekari stefnumótunar. Við vinnuna var lagt mat á stöðu mannréttindamála á Íslandi þar sem safnað er á einn stað upplýsingum um mannréttindi, þróun, tölfræði, samanburði við önnur lönd og samantekt um mismunandi leiðir eða áherslur til að mæta þeim áskorunum sem við blasa í mannréttindamálum, m.a. í tengslum við stofnun sjálfstæðrar innlendrar mannréttindastofnunar.

Opnir samráðsfundir

Í tengslum við grænbókarvinnu stóð forsætisráðuneytið fyrir opnum samráðsfundum um landið. Á fundunum var rætt um stöðu mannréttinda á Íslandi, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. 

Dagsetning Staður  Tími  
29. ágúst Selfoss | Hótel Selfoss  16:00-17:30  Dagskrá
31. ágúst
Reykjavík | Ríma í Hörpu  16:00-17:30  Dagskrá
5. september  Akureyri | Hamar í Menningarhúsinu Hofi  17:00-18:30   Dagskrá
6. september Egilsstaðir | Icelandair Hótel Hérað  17:00-18:30   Dagskrá
8. september Ísafjörður | Edinborgarhúsið  10:00-11:30  Dagskrá

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum