Mannréttindi varða Stjórnarráðið í heild, stjórnsýsluna og sveitarfélög landsins og því er öflug samvinna um málaflokkinn nauðsynleg. Stýrihópurinn er formlegur samráðsvettvangur sem þjónar því markmiði að tryggja stöðugleika í verklagi og fasta aðkomu allra ráðuneyta að mannréttindamálum. Dómsmálaráðherra skipar í stýrihópinn.
Viðfangsefni stýrihópsins eru meðal annars eftirtalin:
- Að tryggja samstarf og upplýsingagjöf á milli ráðuneyta um verkefni sem lúta að mannréttindum.
- Að fylgja eftir tilmælum vegna úttekta Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála hérlendis (Universal Periodic Review) sem og niðurstöðum úttekta annarra alþjóðlegra eftirlitsaðila.
- Að samhæfa undirbúning við skýrslugerð vegna alþjóðlegra mannréttindasáttmála og fyrirtökur vegna framkvæmdar Íslands á grundvelli þeirra.
- Að upplýsa dómsmálaráðherra og eftir atvikum ríkisstjórn, sveitarfélög eða Alþingi um stöðu mannréttindamála.
Stýrihópurinn er þannig skipaður:
- Elísabet Gísladóttir, lögfræðingur, sem er formaður, tilnefnd af dómsmálaráðherra,
- Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu,
- Arndís Dögg Arnardóttir, ritari ráðuneytisstjóra, tilnefnd af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu,
- Brynhildur Pálmarsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu,
- Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu,
- Davíð Logi Sigurðsson, sérfræðingur tilnefndur af utanríkisráðuneytinu,
- Heiður M. Björnsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af forsætisráðuneytinu,
- Silja Stefánsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af félagsmálaráðuneytinu,
- María Sæmundsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af heilbrigðisráðuneytinu,
- Guðni Olgeirsson, sérfræðingur, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Með hópnum starfar Sunna Diðriksdóttir, sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu.