Vernd vegna fjöldaflótta lengd í fimm ár í stað þriggja að hámarki
03.12.2024Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á 44. gr. laga um útlendinga, nr...
Dómsmálaráðuneytið
Borgartúni 26
105 Reykjavík
Sími: 545 9000
Bréfasími: 552 7340
Netfang: [email protected]
Kt. 580417 0510
Afgreiðsla ráðuneytisins er opin virka daga kl. 8.30–16.00.
Verkefni dómsmálaráðuneytisins, sem tók til starfa 1. maí 2017, við uppskiptingu innanríkisráðuneytis í dómsmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins. Þau varða meðal annars almannavarnir, ákæruvald, dómstóla, réttarfar, fullnustu dóma, landhelgisgæslu, löggæslu, persónurétt, sýslumenn og kosningar, sjá nánar í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Verkefni dómsmálaráðuneytisins skiptast á sex skrifstofur:
Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á 44. gr. laga um útlendinga, nr...
Norrænir ráðherrar sem bera ábyrgð á almannavörnum funduðu í Osló á vegum Haga-samstarfsins og...
Landskjörstjórn er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur yfirumsjón með framkvæmd kosninga og annast framkvæmd kosningalaga. Landskjörstjórn heyrir stjórnarfarslega undir ráðherra sem fer með málefni kosninga. Um Landskjörstjórn og framkvæmd kosninga á island.is. Almennt netfang Landskjörstjórnar er postur(hjá)landskjorstjorn.is.
Umsóknir um listabókstaf berist dómsmálaráðuneytinu. Nánari upplýsingar um listabókstafi veitir Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri stjórnsýslu og réttarfars. Netfang: bryndis.helgadottir(hjá)dmr.is
Markmið ríkisstjórnarinnar er að stafræn samskipti verði megin samskiptaleið fólks og fyrirtækja við hið opinbera. Þannig má einfalda líf þeirra sem búa og starfa á Íslandi. Stafrænt Ísland, sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, vinnur að þessum markmiðum þvert á ráðuneyti og stofnanir.
Innan dómsmálaráðuneytisins er unnið að því að fjölga stafrænum kostum í þjónustu undirstofnana. Á vefnum Stafrænt Ísland má fylgjast með þróuninni og sjá hvaða rafræna þjónusta er í boði.
Verkefni dómsmálaráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars almannaöryggi, dómstóla og réttarfar, löggæslu, útlendingamál, stjórnarfar, löggjafarvinnu og barnarétt.
Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra frá 19. júní 2023.
Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).