Hoppa yfir valmynd

Dómsmálaráðuneytið

Réttur borgara vegna Brexit

Samningaviðræðum er lokið á milli EFTA-ríkjanna innan EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, við Bretland um áframhaldandi búseturéttindi borgara ef útgöngusamningur Bretlands og Evrópusambandsins verður ekki samþykktur. Hafa drög samningsins nú verið birt.

Með þessum samningi EFTA-ríkjanna innan EES og Bretlands eru íslenskum ríkisborgurum sem búsettir eru í Bretlandi og Bretum búsettum á Íslandi fyrir útgöngudag tryggð réttindi til áframhaldandi búsetu gangi Bretland úr ESB án samnings. Íslenskir ríkisborgarar í Bretlandi og breskir ríkisborgarar á Íslandi eru hvattir til að skrá sig hjá viðeigandi stofnunum í hvoru landi fyrir sig.

FRH

Undir lok nýliðins árs lauk samningaviðræðum EFTA-ríkjanna innan EES við Bretland vegna útgönguskilmála Bretlands úr ESB og Evrópska efnahagssvæðinu. Sá  samningur verður eingöngu undirritaður ef útgöngusamningurinn milli Bretlands og ESB verður samþykktur og tekur gildi.

Nú hafa því verið tryggð áframhaldandi búseturéttindi óháð niðurstöðu viðræðna milli Bretlands og ESB.

Nánari upplýsingar er að finna á síðu um borgararéttindi vegna Brexit.

Bresk stjórnvöld hafa birt tilkynningu um málið, auk nánari skýringa á samningsdrögunum.

Hvað gerum við

Verkefni dómsmálaráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars almannaöryggi, dómstóla og réttarfar, löggæslu, útlendingamál, mannréttindi, barnarétt og kosningar.
Nánar

RÁÐUNEYTIÐ VEKUR ATHYGLI Á...

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Dómsmálaráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fædd í Reykjavík 30. nóvember 1990. Hún er með MA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Áslaug Arna  hefur verið Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2016 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún tók við embætti dómsmálaráðherra 6. september 2019.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira