Hoppa yfir valmynd

Dómsmálaráðuneytið

Brexit: Aðlögunartímabil frá 1. febrúar til 31. desember 2020

Bretland gengur úr Evrópusambandinu 31. janúar og þar með einnig úr Evrópska efnahagssvæðinu. Hinn 1. febrúar tekur við svokallað aðlögunartímabil sem lýkur 31. desember 2020.

Meðan á aðlögunartímabilinu stendur gilda sömu reglur og áður um flutninga fólks milli Íslands og Bretlands. Breskir ríkisborgarar sem hingað flytja á tímabilinu þurfa því að fá rétt sinn til dvalar skráðan hjá Þjóðskrá Íslands.

Frekari upplýsingar á vef Útlendingastofnunar

Aðgerðir gegn brotastarfsemi

Aðgerðir gegn brotastarfsemi snúast um fullnægjandi lagasetningu, árangursríkt samstarf lögreglu og annarra stjórnvalda og vitundarvakningu meðal almennings til þess að sporna gegn brotum og upplýsa þau. Brotastarfsemi verður sífellt alþjóðlegri í eðli sínu og við því hafa íslensk stjórnvöld brugðist með auknu alþjóðlegu samstarfi og eflingu innlendra stofnana í réttarvörslukerfinu og víðar. 

Um er að ræða samfélagslegt verkefni sem krefst víðtæks samstarfs stjórnvalda á ýmsum sviðum; lögreglu, velferðarkerfisins, o.fl.

Nánar má fræðast um undirflokka á þessari slóð

Hvað gerum við

Verkefni dómsmálaráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars almannaöryggi, dómstóla og réttarfar, löggæslu, útlendingamál, mannréttindi, barnarétt og kosningar.
Nánar

RÁÐUNEYTIÐ VEKUR ATHYGLI Á...

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Dómsmálaráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fædd í Reykjavík 30. nóvember 1990. Hún er með MA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Áslaug Arna  hefur verið Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2016 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún tók við embætti dómsmálaráðherra 6. september 2019.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira