Hoppa yfir valmynd

Málefni dómsmálaráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (31.01.2022).

 Dómsmálaráðuneyti fer með mál er varða:

 1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
 2. Ákæruvald, þar á meðal:
  • Embætti ríkissaksóknara.
  • Embætti héraðssaksóknara.
 3. Dómstóla, aðra en félagsdóm, þar á meðal:
  • Dómstólasýsluna.
  • Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara.
  • Nefnd um dómarastörf.
 4. Réttarfar, þar á meðal:
  • Meðferð einkamála.
  • Meðferð sakamála.
  • Aðför, kyrrsetningu, lögbann og löggeymslu.
  • Gjaldþrotaskipti, greiðslustöðvun og nauðasamninga.
  • Tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar.
  • Nauðungarsölur.
  • Lögbókandagerðir.
  • Öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum.
  • Nálgunarbann og brottvísun af heimili.
  • Lúganósamninginn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einka­málum.
 5. Réttaraðstoð, þar á meðal:
  • Gjafsókn, þ.m.t. málefni gjafsóknarnefndar.
  • Réttaraðstoð vegna nauðasamninga.
  • Gagnkvæma alþjóðlega réttaraðstoð.
 6. Refsirétt.
 7. Refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði.
 8. Skaðabótarétt og sanngirnisbætur, þar á meðal:
  • Bætur til þolenda afbrota, þ.m.t. málefni bótanefndar um greiðslu bóta til þolenda afbrota.
  • Sanngirnisbætur, þ.m.t. málefni úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur.
  • Skaðabætur utan samninga.
  • Niðurjöfnunarmenn sjótjóns.
 9. Lögmenn, dómtúlka og skjalaþýðendur, þ.m.t. málefni úrskurðarnefndar lögmanna.
 10. Framfylgd laga og reglna um undirbúning stjórnarfrumvarpa.
 11. Birtingu laga og stjórnvaldserinda, þar á meðal:
  • Lagasafn.
  • Lögbirtingablað.
  • Stjórnartíðindi.
 12. Eignarrétt og veðrétt, þar á meðal:
  • Eignar- og afnotarétt fasteigna.
  • Framkvæmd eignarnáms, sem eigi ber undir annað ráðuneyti, þ.m.t. málefni mats­nefndar eignarnámsbóta.
  • Þinglýsingar.
  • Landamerki.
  • Landskipti.
  • Hefð.
 13. Fullnustu refsinga, þar á meðal:
  • Fangelsi.
  • Fangavist.
  • Reynslulausn fanga og samfélagsþjónustu.
  • Flutning dæmdra manna.
  • Náðun og sakaruppgjöf.
  • Fangelsismálastofnun.
 14. Almannavarnir.
 15. Leit og björgun, þar á meðal:
  • Samræmda neyðarsvörun.
  • Vöktun innviða.
 16. Lögreglu og löggæslu, þar á meðal:
  • Landamæravörslu.
  • Gæslu landhelgi og fiskimiða.
  • Skipströnd og vogrek.
  • Framsal og afhendingu sakamanna.
  • Schengen.
  • Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
  • Erfðaefnisskrá lögreglu.
  • Öryggisþjónustu í atvinnuskyni.
  • Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu.
  • Embætti ríkislögreglustjóra.
  • Lögreglustjóraembætti.
  • Nefnd um eftirlit með lögreglu.
 17. Sjómælingar og sjókortagerð.
 18. Vopnamál.
 19. Áfengislög.
 20. Sifjarétt, þar á meðal:
  • Hjúskaparlög.
  • Barnalög.
  • Ættleiðingar.
  • Viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brott­numinna barna o.fl.
 21. Persónurétt og persónuvernd, þar á meðal:
  • Lögræði.
  • Mannanöfn og málefni mannanafnanefndar.
  • Persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
  • Vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.
  • Persónuvernd.
 22. Erfðarétt, lög um horfna menn og yfirfjárráð, skipti á dánarbúum.
 23. Kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.
 24. Trúmál, þar á meðal:
  • Trúfélög.
  • Þjóðkirkjuna.
  • Sóknargjöld.
  • Frið vegna helgihalds.
  • Lífsskoðunarfélög.
 25. Persónuskilríki, þ.m.t. vegabréf, önnur en diplómatísk.
 26. Ríkisborgararétt.
 27. Málefni útlendinga, að frátöldum atvinnuleyfum, sbr. x-lið 4. tölul. 3. gr. og þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, sbr. g-lið 2. tölul. 3. gr., þar á meðal:
  • Útlendingastofnun.
  • Kærunefnd útlendingamála.
 28. Happdrætti, veðmálastarfsemi, talnagetraunir og almennar fjársafnanir.
 29. Framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, þ.m.t. sýslumenn og hreppstjóra.
 30. Kosningar, þar á meðal:
  • Kjör til forseta Íslands, kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, þjóðaratkvæða­greiðslur og aðrar almannakosningar sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
  • Úrskurðarnefnd kosningamála.
 31. Starfsemi stjórnmálasamtaka.
 32. Málefni sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.
 33. Landhelgisgæslu Íslands.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum