Hoppa yfir valmynd

 

Fyrsti dómsmálaráðherrann með því heiti var skipaður 1917 og var það Jón Magnússon. Fyrsti ráðherra Íslands var Hannes Hafstein sem skipaður var 1904 og fyrstu málefnaskrifstofur í ráðuneyti hans við stofnun Stjórnarráðsins 1904 höfðu til að mynda sérstaka kennslu- og dómsmáladeild og atvinnu- og samgöngumáladeild. Í ríkisstjórn Jóns Magnússonar var embætti dómsmálaráðherra stofnað og upp úr 1921 var fyrst farið að kalla áðurnefndar skrifstofur annars vegar dóms- og kirkjumálaráðuneyti og hins vegar atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti. 

Árið 2009 var tekið upp heitið dómsmála- og mannréttindaráðuneyti. Með sameiningu dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytisins 1. janúar 2011 varð til innanríkisráðuneyti. Ráðuneytunum var síðan aftur skipt upp 1. maí 2017.

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum