Hoppa yfir valmynd

Mannauðsmál ríkisins

Samkvæmt lögum og forsetaúrskurði um Stjórnarráð heyra málefni ríkisstarfsmanna undir fjármála- og efnahagsráðuneyti, það er launa-, kjara- og lífeyrismál starfsmanna ríkisins og réttindi þeirra og skyldur. Samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna fer fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs einnig með fyrirsvar við gerð kjarasamninga. Hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fara Kjara- og mannauðssýsla og Skrifstofa stjórnunar og umbóta með stefnumörkun varðandi mannauðsmál ríkisins. Kjara og mannauðssýslan fer með fyrirsvar fyrir almennum málefnum ríkisstarfsmanna, svo sem gerð kjarasamninga með samninganefnd ríkisins og túlkun þeirra sem og túlkun laga er varða starfsmenn ríkisins í heild. Samstarf ríkisins og stéttarfélaga er í höndum Kjara- og mannauðssýslu.

Forstöðumenn stofnana ríkisins fara með fyrirsvar um réttindi og skyldur starfsmanna sinna. Almennt verður ákvörðunum þeirra í starfsmannamálum hvorki skotið til hlutaðeigandi fagráðuneytis né fjármála- og efnahagsráðuneytis. Framkvæmd kjarasamninga er í höndum Fjársýslu ríkisins, þ.e. launaafgreiðsla og samskipti við stéttarfélög í samstarfsnefndum að því marki sem stofnanir sinna því ekki sjálfar.

Kjara- og mannauðssýslan veitir stofnunum ráðgjöf og leiðbeiningar um túlkun og framkvæmd um einstök mál er varða starfsmannamál og meginreglur vinnuréttarins. Hún sinnir einnig tölfræði mannauðsmála ríkisins í samvinnu við Fjársýslu ríkisins. Fjársýsla ríkisins svarar aftur fyrirspurnum um launavinnslu og viðtekna framkvæmd við afgreiðslu launa.

Kjara- og mannauðssýsla sinnir einnig fræðslu um starfsmannamál ríkisins með námskeiðum, fyrirlestrum, fréttum og almennum leiðbeiningum/tilmælum til ráðuneyta og stofnana.

 

Fréttamynd fyrir Samráð um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um markaðar tekjur

Samráð um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um markaðar tekjur

Í samræmi við 3. gr. samþykktar ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna leggur fjármála- og efnahagsráðuneytið fram...

Fréttamynd fyrir Ísland leiðandi ríki í sérfræðihópi OECD um kynjaða fjárlagagerð

Ísland leiðandi ríki í sérfræðihópi OECD um kynjaða fjárlagagerð

Stofnfundur sérfræðihóps Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD , um kynjaða fjárlagagerð var haldinn í Reykjavík 18. og 19 maí sl. Að frumkvæði OECD var...

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira