Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Þróun starfa og launa hjá hinu opinbera
20.12.2022Starfsfólk heilbrigðis- og menntastofnana myndar um 85% fjölgunar stöðugilda hjá ríkinu frá mars...
Málefni ríkisstarfsmanna heyra undir fjármála- og efnahagsráðuneytið eins og kveðið er á um í lögum og forsetaúrskurði um Stjórnarráðið. Er þar átt við launa-, kjara- og lífeyrismál, réttindi og skyldur. Fjármála- og efnahagsráðherra annast einnig gerð kjarasamninga við starfsmenn ríkisins skv. lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
Hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fara Kjara- og mannauðssýsla og skrifstofa stjórnunar og umbóta með stefnumörkun varðandi mannauðsmál ríkisins.
Kjara- og mannauðssýsla ríkisins (KMR) er í forsvari við gerð kjarasamninga með samninganefnd ríkisins. KMR veitir einnig stofnunum ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi túlkun og framkvæmd kjarasamninga sem og meginreglur vinnuréttarins. KMR sinnir einnig tölfræði mannauðsmála ríkisins í samvinnu við Fjársýsluna.
Forstöðumenn stofnana ríkisins fara með framkvæmd starfsmannamála innan sinnar stofnunar. Almennt eru ákvarðanir þeirra í starfsmannamálum endanlegar og verður hvorki skotið til hlutaðeigandi fagráðuneytis né fjármála- og efnahagsráðuneytis. Stéttarfélög opinberra starfsmanna aðstoða félagsmenn sína sem eru starfsmenn ríkisins við túlkun kjarasamninga.
Launaafgreiðsla og samskipti við stéttarfélög í samstarfsnefndum s.s. röðun starfa, að því marki sem stofnanir sinna því ekki sjálfar, er í höndum Fjársýslunnar.
Málefni ríkisstarfsmanna heyra undir fjármála- og efnahagsráðuneytið eins og kveðið er á um í lögum og forsetaúrskurði um Stjórnarráðið. Er þar átt við launa-, kjara- og lífeyrismál, réttindi og skyldur. Fjármála- og efnahagsráðherra annast einnig gerð kjarasamninga við starfsmenn ríkisins skv. lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
Hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fara Kjara- og mannauðssýsla og skrifstofa stjórnunar og umbóta með stefnumörkun varðandi mannauðsmál ríkisins.
Kjara- og mannauðssýsla ríkisins (KMR) er í forsvari við gerð kjarasamninga með samninganefnd ríkisins. KMR veitir einnig stofnunum ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi túlkun og framkvæmd kjarasamninga sem og meginreglur vinnuréttarins. KMR sinnir einnig tölfræði mannauðsmála ríkisins í samvinnu við Fjársýsluna.
Forstöðumenn stofnana ríkisins fara með framkvæmd starfsmannamála innan sinnar stofnunar. Almennt eru ákvarðanir þeirra í starfsmannamálum endanlegar og verður hvorki skotið til hlutaðeigandi fagráðuneytis né fjármála- og efnahagsráðuneytis. Stéttarfélög opinberra starfsmanna aðstoða félagsmenn sína sem eru starfsmenn ríkisins við túlkun kjarasamninga.
Launaafgreiðsla og samskipti við stéttarfélög í samstarfsnefndum s.s. röðun starfa, að því marki sem stofnanir sinna því ekki sjálfar, er í höndum Fjársýslunnar.
Sjá einnig upplýsingar á mannauðstorgi á Ísland.is.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Starfsfólk heilbrigðis- og menntastofnana myndar um 85% fjölgunar stöðugilda hjá ríkinu frá mars...
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Kjarasamningsviðræður samninganefndar ríkisins (SNR) við Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA)...
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.